Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 20
fltorgptiMaMt* ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNUAUGí YSINGAR Frá Grunnskólanum, Grundarfirði Vegna forfalla vantar okkar strax mynd- og handmenntakennara. . Um er að ræða handmenntakennslu (hann- yrðir) í 1 .-9. bekk og myndmenntakennslu í 7.-10. bekk. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 438 6637 eða 438 6619. Umsóknarfrestur til 1. nóvember. Skólastjóri. Starfsmaður f framleiðsludeild „Au pair“ í Austurríki Er að leita að „au pair“ fyrir 4 og 6 ára stelp- ur, þarf einnig að sinna heimilisstörfum. Heimilið er í fjallaþorpi og skíðabrekkurnar í næsta nágrenni. Einhver þýskukunnátta nauðsynleg og einhver skíðakunnátta æski- leg. Þarf helst að geta byrjað í desember. Nánari upplýsingar gefur Helga í síma 475-1256 eftir kl. 20.00. Frá Kvennaskólanum íReykjavík Frá og með næstu áramótum og tii vors vantar kennara í tölvufræði (16 tímar á viku), stærðfræði (10 tímar á viku) og líffræði (35 tímar á viku). Einnig vantar kennara í u.þ.b. tvo mánuði í myndmennt (14 tímar á viku) og handmennt (6 tímar á viku). Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans, hjá deildarstjórum eða aðstoðarskólameist- ara í síma 562 8077. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans að Fríkirkjuvegi 9. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember. Óskum eftir að ráða starfsmann í fram- leiðsludeild okkar. Um er að ræða fjölbreytt starf í líflegu um- hverfi. Reynsla af skiltagerð æskileg. Umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Þær sendist Eureka hf., Borgartúni 29, 105 Reykjavík fyrir 4. nóvember nk. Sjúkrahús Reykjavíkur - Landakotsspítali Leikskólinn Öldukot, Öldugötu 19, óskar eft- ir leikskólakennara eða öðru uppeldismennt- uðu starfsfólki í 80% starf. Þeir, sem áhuga hafa, vinsamlegast hafið samband við Eddu Magnúsdóttur leikskóla- stjóra í síma 560 4359. Leikskólastjóri. Skólameistari. SAUÐÁRKRÓKSBÆR Leikskólakennarar óskast Leikskólinn Glaðheimar á Sauðárkróki opnar nýja deild um áramótin og þarf því á fleira starfsfólki að halda frá 1. janúar 1996. Við óskum eftir leikskólakennurum til starfa og bjóðum upp á góða vinnuaðstöðu í nýju og vistlegu húsnæði. Leikskólastjóri veitir allar nánari upplýsingar í síma 453-5496. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember nk. Félagsmálastjóri. Hefur þú áhuga á sölustjórnun? í boði er starf í leiðandi og öflugu matvælafyr- irtæki. Starfið felst í að efla eftirspurn eftir dagvöru sem dreift er ýmist beint til stærri verslana eða í gegnum umboðsmannakerfi. Unnið er með hæfu starfsfólki sem er stöð- ugt að ná árangri og gerir kröfur til sín um stöðugt betri árangur. Launakerfið er persónubundið og hvetjandi. Ef þú ert fylginn þér, skipulagður og átt gott með að ungangast fólk, þá skaltu senda inn umsókn um þetta starf. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Hæfur - 15904" fyrir 3. nóvember 1995. Leikskólar Reykjavíkur- borgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í neðangreinda leikskóla: Um er að ræða 50% störf eftir hádegi. Grandaborg v/Boðagranda. U jplýsingar gefur Anna Skúladóttir, leik- skólastjóri í síma 562 1855. Klettaborg v/Dyrhamra. Upplýsingar gefur Lilja Eyþórsdóttir, leik- skólastjóri í síma 567 5970. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552-7277. BÍIAKRINGLAN Bílamálara - rétting- armenn BG Bílakringlan hf. í Keflavík vill ráða bílamál- ara og réttingarmann, eða menn vana máln- ingar- eða réttingarvinnu. Góð vinnuaðstaða. Upplýsingar veita Birgir og Sigurður í vs. 421 4242, eða Birgir í hs. 421 1746 ST JÓSEFSSPÍTALI HAFNARFIRÐI Lyflækningadeild Laus er til umsóknar staða deildarlæknis frá 1. janúar 1996. Staðan veitist til 6 mánaða hið minnsta eða eftir nánara samkomulagi. Vaktir eru 4-skiptar eða samkvæmt sam- komulagi. Auk hefðbundinna starfa á sjúkradeild er virk þátttaka í vísindastörfum æskileg. Nánari upplýsingar gefa Jósef Ólafsson, yfir- læknir, og Helgi Kr. Sigmundsson, deildar- læknir, lyflækningadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, sími 555-0000. Umsóknarfrestur er til 15.11. 1995. Athugunarmaður Laust er starf athugunarmanns í Reykhóla- hreppi samkvæmt reglugerð nr. 533/1995 um eftirlit með hættu af snjóflóðum. Athugunarmaður starfar undir stjórn lög- reglustjóra en Veðurstofa íslands skilgreinir verkefni hans, setur honum verklagsreglur og annast kennslu og þjálfun hans áður en störf hefjast. Umsóknum skal skilað til undirritaðs fyrir 3. nóvember 1995. Sýslumaðurinn á Patreksfirði, 27. október 1995. Þórólfur Halldórsson. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Vestmannaeyja vill ráða hjúkrun- arfræðinga til starfa sem fyrst eða eftir sam- komulagi. Við þjónum tæplega 5.000 manna byggðar- lagi og í sjúkrahúsinu fer fram fjölbreytileg starfsemi. Vinsamlega hringið og kynnið ykkur starfsað- stöðu og launakjör. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem hafa áhuga á að skoða sjúkrahúsið, eru velkomnir. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri, Selma Guðjónsdóttir, í síma 481 1955, heimasími 481 2116.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.