Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 'V-K VIKM Y N DI R^xxxxv Er Travolta kominn í annan Reyfaraf Náiðþeim stutta BÆKUR bandaríska sakamálahöfundarins Elmore Leon- ards hafa verið kvikmyndaðar í stórum stíl en engin þeirra hefur spurst eins vel út eða verið eins kræsileg á yfírborð- inu a.m.k. og „Get Shorty" með John Travolta, Gene Hack- man, Rene Russo og Danny DeVito. Ef marka má fréttir að utan er hún einhverskonar sambland af Leikmanninum, Reyfara og Heiðri Prizzis. Myndin byijaði með glans í Bandaríkjunum um síðustu helgi og tók inn 13 milljónir dollara. Hún kemur í Laugarásbíó að líkindum í lok febrúar. Chili og Zim um Hollywood- stórmynd orðinn að veru- leika. Travolta er enn á ný einn eftirsóttasti kvikmyndaleik- ari Bandaríkjanna eftir stór- leik í mynd Quentins Tarant- inos, Reyfara, og það var einmitt Tarantino sem hvatti hann til að leika í „Shorty“. „Quentin hringdi í mig vegna þess að ég hafði tvisv- ar sinnum hafnað hlutverk- inu,“ er haft eftir Travolta sem féfek fljótlega að heyra það hjá Tarantino að hann ætti ekki að taka upp þá gömlu iðju að velja lélegar bíómyndir að leika í. „Hann sagði, þetta er hlutverk sem þú ættir að þyggja,“ er haft eftir Travolta. Svo vill til að Danny De- Vito og kvikmyndafyrirtæki hans, Jersey Films, var einn framleiðenda Reyfara Tar- antinos. DeVito keypti kvik- myndarétt „Schorty" eftir að Sonnenfeld hringdi til hans úr sumarfríinu og sagði honum frá þessari skemmti- legu Hollywood sögu en tit- ill hennar gæti ekki átt betur við neinn annan en DeVito sjálfan því hann vísar til Leikstjóri „Shorty“ er Barry Sonnenfeld sem áður gerði myndirnar um Addamsfjölskylduna. „Þetta er eiginlega gamanmynd en samt engin brandara- mynd,“ segir hann. „Henni svipar í gamansemi til Heiðurs Prizzis. Fólk segir heimskulega hluti alvöru. Það besta er að í myndinni eru allir þessi greindu leikara að leika ''heimskingja en þeir eru það ekki, þeir þykjast bara vera heimskir." Sagan snýst öðrum þræði um hvemig háttar til í kvik- eftir Arnald Indrióason verulega af fullri myndaheiminum í Holly- wood. Travolta leikur okur- lánarann Chili Palmer sem ferðast til Los Angeles að innheimta skuld. Þegar í ljós kemur að skuldunauturinn er B-mynda framleiðandinn Harry Zim, leikinn af Gene Hackman, skiptir engum togum að okrarinn skellir sér út i kvikmyndágerð. Svo vill til að Zim þessi hefur undir höndum kvikmyndahandrit af bestu gerð og Chili verður aðalmaðurinn í að fá það kvikmyndað. En fýrst verður hann að þrýsta á smástimið Karen Flores (Russo), fyrr- verandi eiginkonu stór- stjörnunnar Martin „Stutta" Weir (DeVito), sem er eftir- sóttasti leikari kvikmynda- borgarinnar. Fáist „Stuttur" í myndina er óráðsdraumur B-MYNDA kóngurinn; Gene Hackman sem Harry Zim. OKURLÁNARINN; John Travolta í „Get Shorty“. þess að stórstjörnurnar í Hollywood, allt frá Hump- hrey Bogart til Tom Cruise, eru nær undantekningar- laust á hæð við stöðumæla. Miramax hefur keypt kvik- myndarétt fleiri bóka Leon- ards fyrir Tarantino að vinna úr og má nefna „Bandits“, „Freaky Deaky“, „Killshot" og „Rum Punch“ í því sam- bandi. Það er óhætt að mæla með þessum bókum til af- lestrar og vonandi verður hægt að mæla með bíómynd- inni um þann stutta. MTökur eru hafnar á nýrri mynd nýsjálenska leikstjórans Jane Campi- ons, sem gerði Píanóið, en hún heitir „Portrait Of A Lady“ og byggir á sögu Henry James. Með aðalhlutverk fara Nicole Kidman, Barbara Hers- hey, John Malkovich, Christian Bale, Mary Louise Parker og Mart- in Donovan. UNæsta mynd sem gerð verður eftir sögum Tom Clancy heitir „Without Remorse" og segir af John Kelly ungum en William Dafoe lék þá persónu í „Clear and Present Danger“. John Milius hefur þegar skrif- að handritið og ætlar jafnvel að leikstýra en Keanu Reeves kemur til álita í aðalhlutverkið. MBreski leikstjórinn Kenneth Branagh leik- ur Iago í nýrri kvik- myndagerð Óþellós en Laurence Fishburne er í titilhlutverkinu. Bra- nagh heldur sig við höf- uðskáldið i næstu mynd einnig en hann hyggst leikstýra og leika í nýrri mynd um Hamlet og skal hún vera óstytt útgáfa leikritsins. MBrátt fer Tarzan að sveifa sér aftur í köðlun- um því leikstjórinn Ge- orge Pan Cosmatos ætl- ar að búa til enn nýja Tarzanmynd. Síðasti Tarzanleikari var Chri- stopher Lambert, sællar minningar. Óvíst er hver hinn nýi Tarzan verður. í BÍÓ Það er ekki óalgengt að fyrstu sýningar- helgina sjái um 8.000 manns nýja bíómynd sem frumsýnd er í tveimur kvikmynda- húsum í Reykjavík og Borgarbói á Akureyri. Sú er raunin með Vatnaveröld og Apolló 13, en inni í aðsóknar- tölu hennar eru reynd- ar tvennar forsýningar að auki. Þessi mikia aðsókn er ein afleiðing samsýninganna, sem orðnar eru reglan í sýningarhaldi frekar en undantekningin. En ekki ganga allar myndir á samsýning- um vel. Þannig byrjaði myndin Kvikir og dauðir með Sharon Stone í tveimur bíóum en aðeins um 1.400 sáu hana fyrstu sýn- ingarhelgina. Nú er hún áberandi iélegri en hinar tvær, klisju- kenndur og ófrumleg- ur vestri, og í raun ekkert nema mynd- bandafóður og því vek- ur furðu að hún skuli yfírleitt vera frumsýnd í tveimur bíóum. Ef æ lélegri myndir verða settar á samsýmngar í framtíðinni í stað þess að beita þeim að- eins á útvaldar stór- myndir hljóta þær á endanum að missa marks. 21 .OOO höfðu séð Frelsishetjuna Alls höfðu um 21.000 manns séð miðalda- myndina Frelsishetjuna með Mel Gibson í Regnbog- anum og Háskólabíói eftir síðustu helgi. Þá höfðu 7.500 séð myndina um Dolores Clai- bome í Regnboganum, 3.000 höfðu séð Ofurgengið og fangamyndin, Að yfir- lögðu ráði, byijaði ágæt- lega. Um þessa helgi frum- sýndi Regnboginn teikni- myndina Leynivopnið sem Skífan framleiðir í sam- starfí við meðal annarra Per Holst í Danmörku en leik- stjóri er Jannik Hsstrap. Bráðlega framsýnir bíóið svo frönsku myndina „Un cæur en hiver“ með Daniel Auteuil og í næsta mánuði hyggst bíóið standa fyrir kvikmyndahátíð þar sem sýndar verða meðal ann- arra eftirtaldar myndir: „And the Band Played On“ með Matthew Modine, „Yo- unger and Younger“ með Donald Sutherland, „Some- body to Love“ með Harvey Keitel, Borg hinna týndu barna, „Clerks“, „Kids“, „The Ricfeshaw Boy“, „Bey- ond Rangoon" og „An Aw- fully Big Adventure“. Jólamynd bíósins verður að líkindum Níu mánuðir með Hugh Grant. GÓÐ aðsókn; Gibson í Frelsishetjunni. Ný Jóhanna af Örk Frakkar geta endalaust kvikmyndað söguna um Jóhönnu af Örk og nú hefur Jacques Rivette gert enn nýja mynd um frönsku stríðshetjuna með Sandrine Bonnaire í titilhlutverkinu. Rivette nægði ekki minna en fjórar stundir til að koma sögunni á tjaldið. Það gerir 240 mínútur. í samanburði er „Braveheart" eins og stuttmynd. Með önnur hlutverk fara Olivier Cruceiller og Jean- Louis Richard. Það vekur furðu að þrátt fyrir lengd- ina sleppir Rivette sjálfum réttarhöldunum yfír Jó- hönnu en fjallar þeim mun ítarlegar um hinn guðlega kraft sem gerir hana að stríðshetju í átökum. Frakka og Englendinga á fimmtándu öld. Seinni hluti myndarinnar lýsir fangelsun hennar og þeirri innri baráttu sem kvelur hana. í þetta sinn er áherslan lögð á mannleg- an breyskleika dýrlingsins. Þykir Bonnaire einstaklega góð í aðalhlutverkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.