Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 B 9
MANNLIFSSTRAUMAR
greinilega rétt sama þótt hún
væri staðin að brokkgengu sið-
ferðisþrek. Ég stóð eftir fokill en
fékk ekki að gert. Ég varð einfald-
lega að láta þetta óréttlæti yfir
mig ganga og fékk ekki neina
útrás fyrir reiði mína nema þá
með því að gefa bílnum inn óþarf-
lega mikið bensín og taka þar
með nokkuð hastarlega af stað.
Ég sá það síðast til hinnar
hvítklæddu afgreiðslukonu að hún
var að þurrka sér um hendurnar
í stykki og það leyndi sér ekki á
svip hennar að hún var fegin að
hinu uggvænlega spennuástandi
sem skömmu áður hafði ríkt í bak-
aríinu var nú aflétt. Mér kæmi
hins vegar ekki á óvart þótt hún
kynni að kalla slíkt yfír sig aftur
fyrr en varði, allténd ef hún breyt-
ir ekki um stíl í afgreiðsluháttum
sínum. Til lengdar er það ekki
gott afspurnar að hygla sumum
viðskiptavinum á kostnað annarra.
Þetta atvik flokkast auðvitað
ekki undir stórmál — en svona
hugsunarháttur gæti skipt sköp-
um við aðrar kringumstæður og
er of algengur í þessu ættingja-
og kunningjasamfélagi sem við
lifum í. Við erum öll að lenda
Öðru hvoru í atvikum, svipuðum
þessu sem ég var að lýsa. Að verða
fyrir óréttlæti, jafnvel þótt í smáu
sé, hefur áhrif á andlega líðan
fólks. Líklega eru bestu viðbrögð-
in sú að láta skilmerkilega vita
strax að manni sé misboðið. Slíkt
leiðir kannski ekki til þess að rétt-
lætið sigri, en maður fær hins
vegar frekar útrás fyrir hina
„réttlátu reiði" á annan hátt en
misbjóða bílnum sínum. Það er
aldrei góð lausn að „hefna þess í
héraði sem hallast á Alþingi".
innihaldi: Arabia-kaffið inniheldur
um það bil helmingi minni koffeín
heldur en Robusta-kaffið. Hafa
ber einnig í huga að koffeín leys-
ist hægt upp í sjóðandi vatni þann-
ig að bolli af espressokaffi inni-
heldur 1 prósenti minna af koff-
eíni en „venjulegur" kaffibolli. Ef
við erum sem sé að hugsa um
koffeínið þá borgar sig að hafa
sem minnst af vatni. Þá er það
að finna hinn gullna meðalveg á
milli vatnssulls og tómrar tjöru
því hvorugt fer mjög vel í maga
og allra síst fastandi. Eins og kaffí
getur verið mikill orkugjafí og létt
lund okkar sé rétt með það farið
getur það verið mikill hrellir, jafnt
andvöku sem stressvaldandi (ég
tala nú ekki um ef fæðuval er í
lakari kantinum) sé það misnotað
og þá gætu þessi orð Nietszes (sem
drakk ekki kaffi) átt við: „Kaffi
myrkvar." Enn og aftur er allt
best í hófi. Hér á eftir fylgja tvær
uppskriftir að afar einföldum
kaffieftirréttum, sem ættu að
hressa við lúna og vel metta mat-
argesti og eru góð tilbreyting frá
hinu klassíska kaffi eftir matinn.
Kaff ikaffærður ís
Rjómaís
Eitthvað gott, vel sterkt kaffi
1. Skammtið ísnum í skálarnar.
2. Hellið kaffinu í litla bolla, og
svo kaffærir hver sinn ís.
Kaffigraníta
Uppskrirt fyrir 4
75 cl af sterku, arómatísku kaffí
2-4 tsk. sykur
1. Leysið sykurinn upp í smá
vatni og blandið því næst saman
við kaffið.
2. Látið kólna, og setjið síðan
inn í frysti.
3. Hrærið í á hálftíma fresti og
brjótið með gaffli klakann sem
myndast.
4. Haldið uppteknum hætti þar
til granítan er komin í fast form,
sem sagt í eins konar kurli, sem
sagt ekki vökvi.
5. Setjið síðan kurlið í 4 falleg-
ar desertskálar eða glös og skreyt-
ið með þeyttum rjóma (líkt og írskt
kaffi).
BROT úr veislu frá því um 140 f. Kr. sem sýnir stúlkur dansa, en það mun
líklega hafa verið atvinna þeirra.
DRNS/Hvað hafiiPlató ad segja um dansf
Fyrsti atvinnudansarínn
var Forn-Egypti
FYRIR okkur í dag er dans ekki eitthvað sem flestir gera umhugsunar-
laust. Oftast eru það kvenmenn sem þurfa að draga karlmenn sína á
dansnámskeið, hvort sem um er að ræða tangó eða hefðbundna samkvæm-
isdansa. Ballett og jassballetskólaríylla saliina með ungum stúlkum, en
fáum strákum. Á skólaböllum í gaggó draga stelpurnar strákana með
valdi út á dansgólfið. Dans hefur sínar reglur og það er eflaust hræðslan
við að gera eitthvað rangt á dansgólfinu sem veldur tregðu strákanna í
gaggó. Á dögum Platós og Aristótelesar, og forvera þeirra í borgríki
Egyptalands, var dans ekki frekar bundinn við kvenmenn en karla.
Mikilvægar breytingar sem áttu
sér stað um 5000 fyrir Krist
höfðu talsverð áhrif á þróun dans-
ins. Maðurinn uppgvötvaði korn-
HBBaaBMH yrkju og borgríki
mynduðust í
„Græna Hálfmán-
anum" svokallaða,
eða Mesópótamíu,
einnig í Egypta-
landi og við aust-
urströnd Miðjarð-
eftir Rögnu Söru arhafsins. Þegnar
Jónsdóttur nýju ríkjanna létu
ekki af því að dansa, heldur héldu
ótrauðir áfram og samfara breyting-
um í samfélagsgerð urðu breytingar
á hlutverki dansins.
í hinu nýja borgríki Egyptalands
um 3000 f.Kr. (eftir sameiningu
Efra og Neðra Egyptalands) voru
það nokkrir nýjir hópar þjóðfélags-
ins sem dönsuðu af sérstökum
ástæðum. Einn þeirra hópa voru
prestar landsins, sem jafnframt voru
sérfræðingar í stjórnufræðum og
þeir dönsuðu dans stjarnanna. Þeir
hermdu eftir hreyfingu sólarinnar
með því að hreyfast frá austri til
vesturs í kringum sólaraltari, um
leið og þeir gerðu tákn stjörnu-
merkjanna með líkama sínum.
Annar nýr hópur sem dansaði
voru sérstaklega þjálfaðir dansarar,
sem höfðu það að atvinnu að dansa
fyrir konung Egyptalands og hirð
hans. Dansararnir voru ekkert ann-
að en þrælar, sérstaklega útvaldir
til að skemmta konungi. Þannig
öðlaðist dans, sem að fram að þessu
hafði einungis haft félagslegt eða
trúarlegt gildi, nýtt gildi; skemmta-
nagildið, sem hefur fylgt dansinum
allt til þessa dags. Egyptarnir áttu
þar af leiðandi fyrstu launuðu dans-
ara heimsins.
Dans þjónaði ekki síður mikilvægu
hlutverki meðal Grikkja en Egypta.
Þeir höfðu aðeins eitt orð — musike
— yfír söng, dans og tónlist og þyk-
ir það benda til þess að þeir hafi
aldrei sungið án þess að hreyfa lífc
amann með. Á hverju vori var hald-
in mikil hátíð í Aþenu, til heiðurs
Dionysusi, guði áfengis og vímu.
Reyndar var hann dýrkaður með
launhelgum, sem að oftast nær voru
haldnar úti í skógi, þar sem að fylgj-
endur hans dönsuðu trylltan dans
fram eftir nóttu. Á hátíðum þessum
í Aþenu, þróuðust dans og söngur í
ýmis form leiklistar; harmleikir,
gamanleikir og háðleikir urðu tíl.
Menn sem sáu um að skoða og
greina dans í skrifum sínum voru
ekki minni menn en heimspekingar
á borð við Plató (427-347 f.Kr.) og
Aristóteles (384-322 f.Kr.). Plató
taldi það æskilegt að allir kynnu
að dansa glæsilega og þokkafulla
dansa og átti hann ekki síst við
karlmenn. Dansinn var nefnilega
góð þjálfun fyrir líkama ungra karl-
manna, gerði þá liðuga jafnt sem
sterka og viðbúna til að gera skyldu
sína á vígvellinum ef stríð ógnaði
borgríkinu. Dansinn pyrrhic, eða
vopnadansinn var mikið dansaður
af hermönnum, en hann var í formi
gervibardaga og byggður upp af
hoppum og stökkum.
Aristóteles var á þeirri skoðun
að skylda ætti alla gríska borgara
til að fara á danssýningar. Hann
taldi að dans, líkt og ljóðlist, gæti
kennt mönnum ýmislegt þar sem
þar væri farið með hliðstæður úr
hinu raunverulega lífí. Hann, líkt
og Plató, hræddist samt sem áður
að dansinn gæti haft spillandi áhrif
á þá sem að tileinkuðu honum líf
sitt. Þess vegna hvatti hann til þess
að einungis þrælar, frjálsir þrælar
og útlendingar gætu haft dans að
atvinnu.
Þrátt fyrir skoðanir heimspeking-
anna, sem að eru okkar helstu heim-
ildarmenn um dans frá þessum tíma,
var mikið um alls kyns dansa í
Grikklandi þeirra tíma. Var hann
meðal annars samþættur inn í
kennslu barna og talinn vera mikil-
vægur fyrir þroska hvers einstakl-
ings. Einnig voru til dansar sem
voru tileinkaðir sérstökum guði.
Þannig var dansinn comus, sem var
tilejnkaður Dionysusi, guði áfengis
og vímu, mjög villtur og dansararn-
ir slepptu af sér beislinu og dönsuðu
í nokkurs konar trans. Parthenia
var dans ungra stúlkna til heiðurs
Apollon, guði sólar og ljóss, hóf-
semdar og yfirvegunar meðal ann-
ars. Þær dönsuðu með klúta, glæsi-
legan og yfirvegaðan dans.
Lengi mætti áfram telja upp
dansa tileinkuða sérstökum guðum
Grikkja, en þó að dans hafi verið
svo samþættur lífi Grikkja og
Egypta má sjá hvernig áherslur og
hlutverk hans breytast með tíma,
staðsetningu og þjóðfélagsþróun.
Það er ómögulegt að líta á dans án
þess að skoða þjóðfélagið á bak við
hann. Kannski er það þess vegna
sem að við skiljum ekki dansa ann-
arra þjóða, þar sem við þekkjum
ekki þjóðina sjálfa.
LÆKNISFRÆÐI/GV/1///' rafsegulsvib í daglegu umhverfi okkar valdib illkynja
sjúkdómum? __________
Vitað er að rafsegulsvið getur haft
margvísleg áhrif á lifandi frumur.
Ef reynt er að tengja áhrif raflagna
í húsum, háspennulína og spennu-
breyta við illkynja sjúkdóma eða
annars konar heilsubrest þarf fyrst
að afneita ýmsum lögmálum eðlis-
fræði og lífeðlisfræði. Þar að auki
hefur tíðni margra algengra krabba-
meina lækkað og meðalaldur hækk-
að verulega á síðustu 50-100 árum
en á samatíma hefur orðið gífurleg
aukning í notkun rafmagns og raf-
magnstækja. Rafsegulsvið sem ná
inn í líkamann frá raflögnum og
algengum rafmagnstækjum eru veik
miðað við svið sem alltaf eru til stað-
ar eins og segulsvið jarðar. Rann-
sóknirnar sem komu þessum áhyggj-
um af stað voru gerðar yfrir meira
en tuttugu árum, þærvoru ekki vel
skipulagðar og tölfræðilega veikar.
Fyrir meira en 20 árum voru
gerðar rannsóknir í Bandaríkj-
unum og Svíþjóð sem þóttu benda
til þess að börn sem bjuggu í nám-
BnBsaK&noBa unda við há-
spennulínur eða
spennistöðvar
fengju hvítblæði
oftar en önnur
börn. Þetta kom af
stað hálfgerðri
múgsefjun og var
smám saman yfír-
fært á ýmis tæki
sem senda frá sér rafsegulbylgjur
eins og sjónvarpstæki, tölvuskjái,
Ahrifrafsegulsviðs
á lifandi verur
eftir Mognús
Jóhannsson
rafmagnshitapúða, örbylgjuofna og
nú síðast farsíma. Þessar áhyggjur
hafa skotið upp kollinum af og til
og þó að fullyrða megi að fyrstu
rannsóknirnar hafi verið gallaðar þá
bættu síðari rannsóknir þar lítið úr
í fyrstu. Vegna þess að tíðni illkynja
sjúkdóma hjá börnum er
lág þurfa slíkar rann-
sóknir að ná til mikils
fjölda og það er ekki
fyrr en á allra síðustu
árum sem slíkar rann-
sóknir hafa verið gerðar..
Niðurstöður þessara síð-
ustu rannsókna sýna
ekkert samband milli ill-
kynja súkdóma hjá börn-
um og búsetu nálægt háspennulín-
um, spennistöðvum eða öðrum
uppsprettum rafsegulsviðs. Það
er þó galli við allar þessar rann-
sóknir að þær eru það sem kallað
er afturskyggnar, þær skyggnast
aftur í tímann. Þetta er gert þann-
ig að þegar illkynja sjúkdómur
greinist hjá barni eða unglingi
er athugað hvort sjúklingurinn
bjó eða dvaldi fyrr á æfínni í
sterku rafsegulsviði, en slíkt get-
urverið mjög erfitt að kanna.
í þessum málum hefur múgsefj-
unin oft verið skammt undan. Þegar
t.d. greindust sex krabbameinstil-
felli í börnum, sem áttu heima í sömu
götu í nágrenni spennistöðvarí litlum
bæ í Bandaríkjunum, varð allt vit-
laust og á endanum var
skrifuð bók um málið.
Þetta var óvenjuleg til-
viljun en það breytti
engu um viðbrögðin þó
að um sex ólíkar tegund-
. ir krabbameins hafi ver-
ið að ræða og bent hafi
verið á þúsundir annarra
gatna með sams konar
aðstæður en engin
krabbameinstilfelli.
Við lifum í tveimur sterkum
rafsegulsviðum, segulsviði jarðar
og rafsviði lofthjúps jarðarinnar.
Segulsvið jarðar er mjög öflugt
í samanburði við það svið sem
háspennulínur og rafdreifikerfi í
þéttbýli mynda og fólk er útsett
fyrir. Segulsvið jarðar er hins
vegar svipað að styrk og segul-
sviðið sem sum heimilistæki og
rafknúnar járnbrautarlestir
mynda. Til eru tæki sem mynda
mun sterkara segulsvið og má þar
nefna tæki til sjúkdómsgreininga
eins og segulómunartæki en þar
liggur sjúklingurinn, oft í 1-2 klst.
í segulsviði, sem er 50 þúsund sinn-
um sterkara en segulsvið jarðar,
án þess að verða meint af. í loft-
hjúpi jarðar er rafsvið sem er um
120 volt fyrir hyern metra (í stefnu
upp og niður). í umhverfi okkar er
ekki víða að finna rafsvið sem jafn-
ast á við þetta, við getum þó fund-
ið sambærileg og jafnvel sterkari
rafsvið ef við stöndum beint undir
háspennulínu eða á brautarteinum
undir loftlínu rafknúinnar lestar.
Þess má geta til gamans að rafsvið
lofthjúpsins er stöðugt að byggjast
upp og fær útrás í þeim 40 milljón-
um eldinga sem lýstur niður dag-
lega á jörðinni.
Af þessu sést að flest rafsegul-
svið sem við búum við og við erum
líkleg til að dvelja lengi í nágrenni
við eru veik í samanburði við þau
svið sem umlykja jörðina og við höf-
um alltaf mátt búa við. Þessu til
viðbótar kemur að til þess að rafseg-
ulsvið geti haft áhrif á lifandi frum-
ur þurfa frumurnar að hafa eitthvað
sem nemur rafsegulsviðið og breytir
, því í annars konar orku. Vitað er
að slík tenging milli rafsegulsviðs
og frumu er mjög veik og þau áhrif
sem geta orðið við verstu aðstæður
eru mjög lítil í samanburði við það
rafsvið og strauma sem er að finna
í öllum lifandi frumum.