Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 B 15 BALDUR HVITI Morgunblaðið/Þorkell SIGFÚS Sturluson fe| með hlutvérk Baldurs hvita í kvikmynd- inni. Hann er yngstur riddaranna. „Egvarð himinlifandi" SIGFUS Sturbson leikur Baldur hvíta. Sigfús er 11 ára gamall og býr í vesturbænum í Reykjavík. Hann er yngstur riddara í Reglu rauða drekans. Hann hefur áður leikið í skólaleikritum og á bekkjar- skemmtunum í Grandaskóla. Einnig var hann „statisti" í kvikmyndinni Agnesi. „Frænka mín þekkir konu sem var að vinna þarna og hún sagði mömmu að það væri verið að leita að strákum til að leika í bíómynd," segir Sigfús um hvernig það bar til að hann fór að leika í kvikmynd. Hann var búinn að lesa söguna af Benjamín dúfu og segir hana bestu bókina sem hann hefur lesið. Hon- um leist því vel á þegar frænkan hringdi og spurði hvort Sigfús vildi ekki spreyta sig á hvíta tjaldinu. Hann fór í nokkrar prufur og var síðan boðið hlutverk. „Ég varð him- inlifandi, þegar var spurt hvort ég vildi ekki leika í myndinni," segir Sigfús. Fangi í bíl Sigfús telur að hlutverk Baldurs hafi átt vel við sig. Þeir séu meira að segja svolítið líkir í útliti, að minnsta kosti. En hvað með skap- ið? „Það má nú ekki segja það. Ég er dálítið skapstirður á morgnana," segir Sigfús og dregur seiminn. - Er Baldur alltaf í góðu skapi á mprgnana? „Ég veit það ekki, það voru eng- ar morgunsenur." En hvað skyldi vera eftirminni- legast úr myndinni? „Það er langa nóttin þegar hitt riddarafélagið tók mig höndum og lokaði mig inni í bílnum," segir Sigfús. Hann segir samstarfsfólkið við kvikmyndagerðina líka eftir- minnilegt. Þrátt fyrir að tökurnar stæðu í á þriðja mánuð segist Sigf- ús ekki hafa verið mjög þreyttur. Þetta var svo skemmtilegt og miklu áhugaverðara en skólaleikritin. Lítur allt öðruvísi út -- Ertu farinn að hlakka til að sjá myndina? „Maður er dálítið spenntur og allir að spyrja mann að þessu," svarar Sigfús. „Það vita eiginlega allir af þessu í skólanum." Sigfúsi þykir skrýtið að sjá sig og heyra á hvíta tjaldinu. „Maður lítur allt öðrum augum á sjálfan sig eftir það. Mér finnst ég líta allt öðruvísi út en ég hélt. Ég hef alltaf verið með dálítið skrýtna rödd á myndbandi." - Þú hefur ekki stofnað ridd- arareglu í , Vesturbænum eftir myndina? „Nei," svarar Sigfús. „Það geng- ur allt sinn vanagang hér." Varðandi framtíðina segist Sig- fús langa til að leika meira. Auk leiklistarinnar þykir honum skemmtilegt að vera með vinum sínum, spila fótbolta og körfubolta. Hann tekur líka þátt í hlutverka- spilum og er að velta því fyrir sér að fara að æfa frjálsar íþróttir. BEIMJAMIIM DUFA a ¦-# ****%&. H S 1 ¦$r~r ¦ #¦¦¦ ' : - " 1 1 m m i - «.««.» < 1 í 'f ¦¦¦'¦¦¦¦'-: ¦¦ * Morgunblaðið/Árni Sæberg i GUNNAR Atli Cauthery leikur skosk-íslenska riddarann Róland dreka, stofnanda Reglu rauða drekans. má við grunnskólapróf (GCSE) og segir mikið að gera í skólanum. Auk námsins tekur hann þátt f skólaleikríti sem sýnt verður um jólin. Gunnar Atli er hættur í . söngnámi um hríð, til að hvíla . röddina meðan hann fer í mútur. Hann heldur þó áfram píanónám- inu sem hann hefur stundað frá sjö ára aldri. Barist gegn ranglæti Róland, sem Gunnar Atli leikur, er half-skoskur og flytur til ís- lands. Gunnar Atli sagði eina setn- ingu á ensku í myndinni, en mátti ekki nota skoskan hreim, það hefði síður skilist. „Róland er góð- ur strákur og veit hvað er rétt og hvað er rangt. Hann veit að maður getur breytt ýmsu ef mað- ur vill. Forfeður hans voru riddar- ar í Skotlandi og þess vegna stofn- ar hann reglu Rauða drekans með hinum strákunum. Þeir berjast gegn ranglætinu með réttlæti." Myndin gerist á 7. áratugnum og Gunnar Atli segist hafa spurt móður sina út í það timabil. „IIún sýndi mér myndir af sér með langt hár og pabbi var með sítt skegg," segir Gunnar Atli og hlær. Gunnar Atli á nokkra vini hér á landi, bæði leikarana úr mynd- inni og drengi sem læra á fiðlu hjá Katrínu móðursystur hans. Hann segir að enskum vinum sín- um hafi þótt það skrýtíð til að byrja með hvað hann var alltaf að vilja til íslands. „Áður en þeir kynntust mér héldu þeir að hér væri alltaf snjór, klaki, iskuldi og ekkert sjónvarp. Ég vona að þeir hugsi öðruvfsi um Island núna. Við vorum látin tala um ákveðið land i landafræði i skólanum og ég talaði um Island. Ég vona að þeir hafi skiþt um skoðun." Allir sem eitt BeqjamÍB dúfa er fyrsta kvik- myndin í fulhi lengd sem Gunnar Atli leikur í. „Ég get alls ekki beðið eftir að sjá þetta í bíói. Benj- amín dúfa í THX!" segir Gunnar dramatfskrí röddu. „Eg gleymi aldrei ævintýrinu um Benjamín dúfu. Það var ótrúlega gaman að leika í myndinni. Það var svo margt sem gerðist. Þegar maður er í svona hópi sem vinnur að einu marki þá verður svo frábær and- inn í hópnum. Það er erfitt að útskýra það. Ailir eru sem einn." En á Gunnar Atli eitthvað sam- eiginlegt með Róland dreka? „Ég held það," svarar hann. „Ég er lika ákveðinn í að vinna að rétt- læti. Eg vil ekki gera neitt til hálfs heldur legg allt af mörkum. Ef ég geri eitthvað þá reyni ég að gera það vel og vandlega. Ef hlutimir eru þess virði að gera þá, þá eru þeir þess virði að gera þá vel." ¦•.' - "'"¦'' Morgunblaðið/Þorkell STURLA Sighvatsson fer með hlutverk riddarans Benjamíns dúfu. Hundurínn Flosi var ekki með í kvikmyndinni. „Hringdi í fram- leiðendurna" STURLA Sighvatsson fer með hlut- verk Benjamíns dúfu. Sturla býr í Mosfellsbæ og er 14 ára gamall. Hann hefur leikið töluvert, bæði á sviði og í kvikmyndum. Sturla fór með hlutverk Emils íKattholtií sam- nefndu leikriti í Þjóðleikhúsinu 1992, lék í fræðslumyndinni Saga Dóra, sjónvarpsmyndinni Það var Skræpa og í kvikmyndinni Skýjahöllinni. Einnig hefur hann leikið í skólaleik- ritum. „Ég var búinn að lesa bókina Benjamín dúfu og þótti hún meiri- háttar góð," segir Sturla. „Svo sá ég í sjónvarpinu að myndinni var úthlut- að 20 milljón krónum. Mér þótti þetta svo frábær saga að mig langaði strax að leika í myndinni og hringdi í fram- leiðendurna." Sturla fékk ekki svar um hæl. Hann var farinn til náms. í Hólaskóla í Hjaltadal þegar haft var samband við hanri vegna reynslutöku. Sturla flaug þá suður og fékk hlutverk. Mikill munur á sviðsleik ogkvikmynd „Benjamín dúfa er sterkur per- sónuleiki. Mér þótti gaman að leika hann því hann á vel við mig. Við erum á ýmsan hátt líkir," sagði ¦ Sturla. Hann segist sjálfur mundi bregðast við líkt og Benjamín geri í myndinni. Sturla segir hlutverkið hafa verið mjðg gott og góðan anda ríkt við töku myndarinnar. „Það voru allir skemmtilegir og hjálplegir, leikstjórinn var alveg frábær. Þetta var alveg meiriháttar upplifun." Sturlu þykir stór munur á að leika á sviði og í kvikmynd. „Á sviði er ekkert hægt að endurtaka ef maður gerir mistök. Maður þarf að muna miklu meira á sviði og þar er allt ýktara, stærri hreyfingar og maður talar hærra." Auk leiklistar segir Sturla að hann hafi áhuga á kvikmyndatöku og á hann eigin myndbandsvél. Hann hefur líka gaman af ljósmynd- un og borðtennis, körfubolta og tölvum. Áður en tökur myndarinnar hófust voru riddararnir látnir æfa skylmingar undir leiðsögn þjálfara í mánuð. Sturla hefur ekki haldið áfram að skylmast en hamast því meir með borðtennisspaðann. „Ný- lega fékk ég líka mikinn áhuga á dáleiðslu," segir Sturla. Hann fékk lánaðar bækur á bókasafni og seg- ist hafa æft sig í slökun með góðum árangri. Hlakkartil „Ég hlakka til að sjá myndina. Ég er búinn að sjá eitthvað úr henni," segir Sturla. Hann er í leik- listarklúbb í skólanum í Mosfellsbæ og segir skólafélaga sína spyrja oft um hvenær myndin verði frumsýnd. - En hvað þykir honum eftir- minnilegast úr myndinni? „Ætli það hafi ekki verið nóttin sem húsið hennar Guðlaugar var brennt, þá unnum við alla nóttina," svarar Sturla. „Svo var líka gaman niðri í Slipp eina nóttina, annars vil ég ekki segja of mikið úr mynd- inni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.