Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 1
SUNNUDAGUR
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 JHftðtnifelftfrtíÞ BLAÐ B
HR AÐI og glæsileiki tískuheimsins,
glaumgosar, kampavín, ferðalög, félags-
skapur heimsfrægra manna úr heimi
stjórnmála, kvikmynda og viðskipta. Ljómi
goðsagnar hefur leikið um nafn og persónu
Maríu Guðmundsdóttur ljósmyndafyrir-
sætu. í ævisögu sinni María — konan bak
við goðsögnina“ sem væntanleg er á mark-
að á næstunni, og Vaka-Helgafell gefur, út
gerir María upp við eigin goðsögn. Höfund-
ur bókarinnar, Ingólfur Margeirsson, hefur
m.a. farið í gegnum tíu þúsund blaðsíður úr
dagbókum Maríu, um 1.300 bréf úr einka-
safni hennar auk þess að eiga við hana ítar-
leg viðtöl. Morgunblaðið birtir hér nokkur
brot úr bókinni með leyfi útgefanda.