Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 17
+r MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 B 17 HOLUFYLLINGIN á myndinni sýnir vel hve gerólíkar myndanir finnast af kalsíti í holum. Hér hafa myndast rauðgulir kalsíthnúðar, nánast kúlur, sem minna fremur á einskonar ávexti en steindir. Litinn > hefur kalsítið fengið úr aðkomuefnum, sem í hafa verið járnsambönd. Talið er að til séu meira en 500 mismunandi gerðir af kalsitkristöllum. jðrusteinum, nema að hann er með einkennilegum blettum. Við nánari athugun >ti sterku ljósi. Á myndinni er hann gegnumlýstur og líka stækkaður mikið, en ævintýraheimur. Steinninn er mosaagat. Það eru efnasambönd úr klórit eða tn og minna á gróður eða mosatægjur. rerið notað til ru margvísleg irði hafa vegg- ir úr hvalbein- ii er síðan rað- .ðar á mismun- ótsins og báru erir grein fyr- cun þeirra. ÞESSI steinn er alger náttúrusteinn. Þar hefur mannshöndin ekki komið nærri, þótt ætla mætti að þetta sé handgerður skartgrípur. Augun eru kalsedón steinn (glerhallur), sem agat hefur sest utan á hliðarnar á og myndar þannig finkristallaða skrautlega umgjörð. SKÓLESÍT er dæmigerður geislasteinn, einn margra steina sem einu nafni nefnast seólítar. Kristallar skólesíts eru ferstrendar nálar, hálf- glærar eða mjólkurhvitar, sem enda i stuttum oddi. Einn kunnasti fundarstaður geislasteina hér á landi er Teigarhorn í Berufirði. Þaðan eru flestir frægustu geislasteinar í söfnum hér á landi og erlendis. Þessi steinn er einn víðfræg- asti steinn þessarar gerðar og varðveittur í Náttúrufræðistofnun íslands. BAGGALÚTAR eru misstórar kúlur, sem myndast hafa í líparíti. Kúlurnar eru stundum einar sér en oft líka vaxnar saman tvær eða fleiri. Þar sem þeir eru harðari en bergið i kring veðrast þeir minna og losna stundum úr berginu og finnast þá lausir í skriðum. Baggalútarnir á myndinni fundust í skriðu úr Grjótfjalli við Njarðvík á milli Héraðs og Borgarfjarðar eystra. Tveir samvaxnir baggalútar eru nefndir hreðjusteinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.