Morgunblaðið - 29.10.1995, Síða 17
16 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 B 17
———^————— i?
Texti: Elín Pólmadóttir
Varla er ofsagt að grjót sé einkenni íslands. Þetta
er „bara“ gijót og af því er að margra dómi nóg á
íslandi. Þegar flett er nýrri bók Hjálmars R. Bárðar-
sonar, íslenskt grjót, fellur maður í stafi yfír hve
ótrúlega margar gerðir eru til af steini og hvílík dýrð
blasir við á myndunum. Bókina hefur Hjálmar unnið
í myndum svipað og fyrri bækurnar um ísland, ís
og eld, Fugla, Hvítá og Vestfirði og jafnframt með
knöppum og fróðlegum texta. Rekur þar og sýnir
gijótið frá því hraunið kemur glóandi úr iðrum jarðar
og hvernig það verður svona mismunadi útlits, mynd-
ar reypi og gárur, stuðlaberg og bólstraberg, sýnir
hvemig hrauná streymir undan halla líkt og vatnsá,
átökin milli náttúniaflanna þegar glóandi hraun renn-
ur í sjó Atlantshaisins, hvemig hraunið fyrir milljón-
um ára lagði undir sig gróður og skóga og stein-
gervingar urðu til. En hraungijótið úr eldgosunum
er ekki óbreytanlegt. Eyðingaröflin taka við að sverfa
það og móta, eins og hann segir og sýnir í myndum.
Þar verða til fjölbreytilegar steindir, sem ber fyrir
augu í form- og litadýrð í meistaratökum Hjálmars
með myndavélina.
Eftir að hafa sýnt sögu gijótsins og ótrúlegan
margbreytileika og fegurð datt Hjálmari í hug að
ekki væri síður áhugavert að gera nokkra grein fyrir
því hvernig þjóðinni hefur komið gijótið að gagni í
landinu. Skoða hvemig menn gerðu sér nytsama hluti
úr grjóti, notuðu það til bygginga og verkfæra. Er
skemmst frá að segja að þar kemur í ljós mikil útsjón-
arsemi og margt, sem fólk hefur ekki áttað sig á.
Kannski einna merkilegast hvemig hellugijót var
verðmæt hlunnindi og margbreytilegar hellur til
margra hluta nytsamlegar. Hefur Hjálmar haft upp
á mismunandi heitum á hellunum í samræmi við notk-
un þeirra og hvernig hver þeirra var notuð í bygging-
ar. Er seinni hluti bókarinnar um þessar nytjar grjóts-
ins og einnig sýnishorn af því hvernig þjóðtrúin gerði
fjöll og kletta að bústöðum álfa. Hjálmar lýkur mynda-
frásögninni á „nýbúa“, steini sem ekki er af íslensku
bergi brotinn og hefur borist til landsins með hafís.
Umfram allt er bókin augnayndi. Sýnir okkur hví-
líka dýrgripi við eigum í gijótinu, sem ekki verður
'neitt „bara gijót“ í þessari framsetningu. Hjálmar
hefur sjálfur séð um ljósmyndun, texta, tölvusetningu
og hönnun. Bókin er prentuð í Odda. Hér á síðunni
era birt nokkur sýnishorn af gijóti í myndum og reynd-
ist mesti vandi að tína þau sýnishom úr, því svo ótrú-
lega margt býr í steininum.
MARGVÍSLEGIR nytjahlutir voru gerðir úr gijóti til sjávar og sveita. Hér er harðfisksleggja og fiski-
steinninn er líka hraungijót. Hraungijótið hefur mikið verið notað til að höggva til ýmsa hluti, þar eð oft
er það blöðrótt og því auðveldara að höggva með hamri og meitli en hart og þétt gijót.
HELLUHRAUN eru tiltölulega slétt á yfirborði, en oft verða þau reypótt, þegar þunn hálfstorkin skán
á hraunlænu leggst i fellingar. Nokkrar myndir eru af slíku stirðnuðu hraunrennsli, en þessi er tekin
í Surtsey í janúar 1967, þegar hraunreypi eru að myndast.
ÞESSI litli steinn á myndinni er að ytra útliti ekki nyög ólíkur öðrum fjörusteinum, nema að hann er með einkennilegum blettum. Við nánari athugun
býr hann þó yfir sérkennilegum eiginleikum þegar rýnt er í hann á móti sterku ljósi. Á myndinni er hann gegnumlýstur og líka stækkaður mikið, en
hann er aðeins 17 mm á breidd. Við gegnumlýsinguna kemur í ljós ævintýraheimur. Steinninn er mosaagat. Það eru efnasambönd úr klórít eða
seldónit sem lokast inni í honum og minna á gróður eða mosatægjur.
FRÁ upphafi íslandsbyggðar hefur gijót verið notað til
að hlaða veggi, garða, byrgi og hús og eru margvísleg
sýnishorn af því. Á Sellátrum í Tálknafirði hafa vegg-
ir verið hlaðnir úr gijóti, en sperrur úr hvalbein-
um. Ofan á planka úr skipsstrandi er síðan rað-
að hellugijóti. Hellur voru notaðar á mismun-
andi hátt eftir gerð hellugrjótsins og báru
ýmis nöfn, sem Hjálmar gerir grein fyr-
ir og sýnir einnig notkun þeirra.
SKÓLESÍT er dæmigerður geislasteinn, einn
margra steina sem einu nafni nefnast seólítar.
Kristallar skólesíts eru ferstrendar nálar, hálf-
glærar eða mjólkurhvitar, sem enda í stuttum
oddi. Einn kunnasti fundarstaður geislasteina
hér á landi er Teigarhorn í Berufirði. Þaðan
eru flestir frægustu geislasteinar í söfnum hér
á landi og erlendis. Þessi steinn er einn víðfræg-
asti steinn þessarar gerðar og varðveittur í
Náttúrufræðistofnun íslands.
HOLUFYLLINGIN á myndinni sýnir vel hve gerólíkar myndanir finnast af kalsíti í holum. Hér hafa
myndast rauðgulir kalsíthnúðar, nánast kúlur, sem minna fremur á einskonar ávexti en steindir. Litinn *
hefur kalsítið fengið úr aðkomuefnum, sem í hafa verið járnsambönd. Talið er að til séu meira en 500
mismunandi gerðir af kalsítkristöllum.
ÞESSI steinn er alger náttúrusteinn. Þar hefur mannshöndin ekki komið nærri, þótt ætla mætti að þetta
sé handgerður skartgripur. Augun eru kalsedón steinn (glerhallur), sem agat hefur sest utan á hliðarnar
á og myndar þannig fínkristallaða skrautlega umgjörð.
BAGGALÚTAR eru misstórar kúlur, sem myndast hafa í líparíti. Kúlurnar eru stundum einar sér en
oft líka vaxnar saman tvær eða fleiri. Þar sem þeir eru harðari en bergið í kring veðrast þeir minna
og losna stundum úr berginu og finnast þá lausir í skriðum. Baggalútarnir á myndinni fundust i skriðu
úr Grjótfjalli við Njarðvík á milli Héraðs og Borgarfjarðar eystra. Tveir samvaxnir baggalútar eru
nefndir hreðjusteinar.