Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNtJDAGUR 29. OKTÓBER 1995 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FJÁRFESTINGAR- BANKAR OG NÚTÍMINN FJÁRFESTINGARLÁNASJÓÐ- IR hér á landi eru misjafnlega vel reknir, hlutverk þeirra og markmið samkvæmt lögum mismunandi og þeim er misjafnlega vel stjómað. I flestum tilvikum eiga þeir fátt ann- að sameiginlegt en starfsheitið. Fiskveiðasjóður íslands er stærstur svonefndra fjárfestingar- lánasjóða. Stjómendum.hans auðn- aðist að reka hann hallalaust und- angengin erfíðleikaár íslenzks efnahagslífs. Hagnaður eftir skatta árið 1994 var réttar 250 milljónir. Öndvert við það sem margir ætla nýtur Fiskveiðasjóður íslands ekki ríkisábyrgðar á skuldbinding- um sínum. Er þessa ávallt getið í lánssamningum, bæði við innlenda og erlenda lánveitendur. Samt sem áður hefur Fiskveiðasjóði tekizt að að semja um betri lánskjör erlendis en þekkjast hjá íslenzkum fyrir- tækjum, nema þau njóti ábyrgðar ríkisins. Sjóðurinn stendur á eigin fótum og verður að sýna góða af- komu og eiginfjárstöðu til að lán- veitendur öðlist trú og traust á stjómendum hans. Stjóm Fiskveiðasjóðs er skipuð þremur bankastjórum frá íslands- banka, Landsbanka og Seðlabanka, þremur fulltrúum fiskvinnslu, sjó- manna og útvegsmanna og einum fulltrúa sjávarútvegsráðherra. Fyrir hálfum öðrum áratugi setti Fiskveiðasjóður einhliða útlána- reglur í því augnamiði að draga úr eða stöðva stækkun fiskiskipa- stólsins. Gert var ráð fyrir að sam- bærilegt skip yrði úrelt á móti hveiju nýju skipi. Þetta frumkvæði Fiskveiðasjóðs náði ekki að öllu til- gangi sínum framan af, vegna þess að stjómvöld vom lengi vel ekki sammála þessari stefnu. Er þörf fyrir fj árfestingarlánasj óði? Eins mætti spyrja hvort þörf væri fyrir skipafélag, viðskipta- banka eða bílaumboð. Það ræðst vitanlega af þörfum atvinnulífsins og mati markaðarins. Væri á hinn bóginn spurt hvort þörf væri fýrir fjárfestingarbanka/sjóði sam- kvæmt hugtakinu heildsölubanki er svar mitt, já. Hiklaust. Að því tilskildu að hlýtt sé lögmálum markaðarins um góða og eðlilega viðskiptahætti. Almennt er gerður greinarmun- ur á heildsölubanka og smásölu- banka. Venjulegur viðskiptabanki, þ.e. smásölubanki, þjónar hinum almenna borgara, tekur fé hans til varðveizlu og ávaxtar það með út- lánum. Heildsölubanki lánar hins vegar stórar upphæðir til langs tíma. Víða erlendis hafa heildsölu- bankar heimild til að taka fé til varðveizlu og ávöxtunar, en horfa þá eingöngu til stórra viðskipta- vina. Lágmarksfjárhæðir til ávöxtun- ar skipta tugum, ef ekki hundruð- um, milljóna íslenzkra króna. Fiskveiðasjóður íslands er heild- sölubanki/fjárfestingarbanki, sam- kvæmt lögum 123/1993, en hefur ekki heimild til að taka við innlán- um til ávöxtunar frá almenningi. Starfsmenn sjóðsins eru í kringum tuttugu. Láta mun nærri að það sé sami starfsmannafjöldi og í meðalútibúi hjá viðskiptabönkun- um. Talar það sínu máli um mismun á rekstrarkostnaði og umsvifum. Fiskveiða- sjóður lánar eingöngu til langs tíma og eru flest lánin stór á ís- lenzkan mælikvarða. Niðurstöðutölur efnahagsreiknings Fiskveiðasjóðs árið 1993 voru um 30 millj- arðar króna, þar af útistandandi lán fyrir- tækja sjávarútvegs, útgerðar og vinnslu ríflega 25 milljarðar. Fiskveiðasjóður er langþýðingarmesti stofnlánasjóður sjávarútvegsins. Ef veruleg breyting verður á réttar- stöðu hans, til dæmis á þann veg að sjóðurinn hverfi með litlum fyrir- vara og óundirbúið úr ríkiseign í eigu hlutafélags, verði tekinn yfir af öðru félagi eða sameinist ann- arri stofnun, geta lánveitendur, samkvæmt lánsamningum, eindag- að eða gjaldfellt lán sín til sjóðs- ins. Slík ákvæði er að finna í flest- um lánssamningum sem gerðir eru, þar sem ekki eru lagðar fram sér- stakar tryggingar. Ekki leikur -á tveim tungum, að sameining fjár- festingarbanka sem leiðir til lækk- aðs rekstrarkostnaðar og þar með bættrar samkeppnisstöðu er til hagsbóta. ítrekað skal þó, að það verður ekki hrist fram úr erminni. Vanda verður mjög til undirbúnings slíks samruna. Ollum hlýtur að vera ljóst hversu mikilvægt það er, ekki aðeins fyrir Fiskveiðasjóð, heldur þjóðina alla, að íslenzkar fjármálastofnanir njóti traust er- lendis. Til þess að svo sé, verður að standa faglega að máli sem þessu. Fiskveiðasjóður er mjög háður lánsfjármarkaðnum. Þomi lind lán- tökumöguleika af einhveijum ástæðum, lendir Fiskveiðasjóður brátt í greiðsluvandræðum eða greiðsluþroti með ófyrirsjáanleg- um, jafnvel skelfilegum, afleiðing- um fyrir viðskiptafyrirtæki sjóðs- ins. Heildsölubankar dafna í nútíma markaðsumhverfí. Hagur þeirra stendur víðast hvar með meiri blóma en nokkru sinni fyrr. Svo væri ekki nema vegna þess að markaðurinn, viðskiptavinimir, kjósa að hafa verkaskiptingu milli þess sem kalla mætti heildsölu- og smásöluQármagn. Skyldur og starfsemi heildsölu- og smásölubanka skarast á mörg- um sviðum. Sterkur viðskipta- banki/smásölubanki gerir fjárfest- ingarlánasjóð/heildsölubanka ekki óþarfan, eins og dæmin sanna. Gamlir og grónir smásölubankar, svo sem Barclays, Lloyds, Deutche og Dresdner hafa ekki lagzt af 'þótt Nomura. Morgan Stanley, J.P. Morgan, Hambros, Solomon Bros og Rothschild hafi um langan aldur gert sig gildandi í verðbréfavið- skiptum, útboðum á fjölbanka- eða einkaútboðslánum og beinum lán- um, þar á meðal fyrir Fiskveiðasjóð íslands. Japönsku risamir, Sumi- tomo, Sanwa og Dai Ichi Kangayo, sem em ef til vill stærstu bankar heims, hafa mtt sér til rúms á vest- rænum fjárfestingar- mörkuðum undanfarin ár. Allir eru þeir til dæmis með viðskipti við íslenskar peninga- stofnanir og fyrirtæki, svo sem Fiskveiðasjóð og Landsvirkjun, auk ríkissjóðs. Loks má nefna, að brezkum smásölubönkum gengur þokkalega, þegar á allt er litið, þótt „Building Societi- es“ sem komin eru inn á smásölumarkaðinn veiti þeim nú harða samkeppni og þeir hafi þurft að laga rekstur sinn og stefnu að nýjum aðstæðum. Öll þessi rekstrarform em í fullu gildi, en hafa vitaskuld tekið breyt- ingum gegnum tíðina. Breyting- amar era miklar og örar um þessar mundir. Á Vesturlöndum em þær tilkomnar fyrir tilstilli markaðarins, óska viðskiptavina og hugkvæmni stjómenda fjármálafyrirtækja. Upplýstir löggjafar og framsýn stjórnvöld setja markaðnum um- gerð og leikreglur. Innan þeirra ber þeim að spjara sig. Upplýstir starfsmenn fjölmiðla em það að- hald sem tryggir að settar leikregl- ur séu í heiðri hafðar. Sérhæfíng fyrirtækja, hvort sem er í fram- leiðslu vöra eða þjónusíu, leiðir í flestum tilfellum til aukinnar fram- leiðni, lægri kostnaðar og bættrar þjónustu. Ef lög ná jafnt til allra þarf ekki að bera kvíðboga fyrir framtíð vel rekinna fjárfestingabanka, en nokkuð skortir á að svo sé. Fisk- veiðasjóður greiðir eignarskatt af öllum eigum sínum, þar með talið öllu eigin fé. Einkabanki greiðir hins vegar einungis skatt af þeim hluta eiginfjár, sem ekki er mynd- aður af hlutafé. Staða bankans og mat hluthafa ræður því, hvort arð- ur er greiddur eða ekki. Ef tap er á rekstri einkabanka er yfirleitt ekki greiddur arður, eða mjög lítill arður. Einnig má benda á að ekk- ert lagaákvæði hindrar viðskipta- banka í að veita lán til langs tíma, en fjárfestingarlánasjóðir hafa ekki heimild til að taka á móti innlánum. Eru núgildandi lög um fjárfestingarlánasj óði úrelt? Þótt lög um Fiskveiðasjóð ís- lands frá árinu 1976 kunni að hafa verið góð fyrir sinn tíma, em þau löngu úrelt. Annars vegar vegna gjörbreytingar á erlendum fjár- magnsmörkuðum í kjölfar form- og lagabreytinga síðastliðinn hálf- an annan áratug og hins vegar vegna þeirra breytinga sem orðið hafa á íslenskum fjármagnsmark- aði á sama tíma, þótt mun hægar hafí miðað hér á landi en víðast hvar í OECD-löndum. Vilji menn fjalla um þessi mál á opinbemm vettvangi af skilningi og viti verða þeir að hafa í huga og taka með í reikninginn, að núgildandi lög um Fiskveiðasjóð 44/1976, svo og regl- ur, tálma aðlögun að breyttu rekstrar- og viðskiptaumhverfí. Einnig er nauðsynlegt að kynna sér lög 123/1993 um lánastofnanir aðrar en viðskiptabanka og spari- Síðustu misseri hefur hlutverk ffárfestingar- lánasjóða nokkuð verið til umræðu hér á landi. Már Elísson segir að eðlilegt hljóti að teljast, að spumingar vakni með gjörbreyttu efna- hagsumhverfí um hvað- eina sem lýtur að fjár- málastofnunum, ekki sízt með hliðsjón af þörfum atvinnulífsins. Sumar staðhæfíngar sem birzt hafi á prenti um fjárfestingarlána- sjóði séu þó greinilega byggðar á misskilningi á starfsemi sjóðanna. Aðrar séu beinlínis rangar. sjóði. Áhrif þessara laga á núver- andi reglugerðir og starfsemi Fisk- veiðasjóðs eru af hinu góða, en ná of skammt, því að lög sjóðsins sem slík halda áfram gildi sínu og tak- marka athafnafrelsi hans. Þó má segja, að ákvæði um að lána til annarra fyrirtækja en þeirra, sem nú em skilgreind í þrengri merk- ingu sem sjávarútvegsfyrirtæki, sé rýmkað. Nefnd undir forystu Birgis ísleifs Gunnarssonar hefur skilað áliti og tillögum um gagngerar breytingar á lögum Fiskveiðasjóðs Islands. Framvarpið gerir ráð fyrir að sjóðn- um verði breytt í hlutafélag. Ég vil árétta mikilvægi þess, að góður tími verði gefinn til að kynna þessa breytingu, áður en hún tekur gildi, ekki sízt fyrir erlendum viðskipta- vinum sjóðsins. Allir, sem til þekkja, vita og skilja, hversu við- kvæmur fjármagnsmarkaðurinn er fyrir róttækum breytingum, til dæmis á réttarstöðu fyrirtækja. Lagt er til í tillögum Birgis, að hlutafé Fiskveiðasjóðs verði í meiri- hlutaeign ríkisins um tíma eftir breytinguna, til að gefa nýju stjóm- armynstri hjá sjóðnum/bankanum tækifæri til að sanna, að breyting á réttarstöðu og eignarformi ein sér skipti ekki máli fyrir rekstur og afkomu sjóðsins. Þetta er í sam- ræmi við greinargerð, sem undirrit- aður sendi frá sér skjótlega eftir að Fiskveiðasjóður hóf að taka lán á eigin spýtur, án milligöngu sér- stakrar ríkisstofnunar og greinar- gerð a_f sama stofni skrifaða árið 1990. í ársbyrjun 1991 samþykkti stjórn Fiskveiðasjóðs í meginatrið- um drög að fmmvarpi til laga um lánastofnanir aðrar en viðskipta- Már Elísson banka og sparisjóði. Þar var að finna heimildarákvæði um breyt- ingu fjárfestingarlána í hlutafélög, með svipuðum fyrirvörum og er að fínna í áliti Birgis. Þótt lög um tiltekna starfsemi hætti að vera í samræmi við kröfur tímans, gerir það ekki stofnun þá eða starfsemi, sem lögin ná til, óþarfa eða úrelta. Lögum um við- skiptabanka og sparisjóði var breytt verulega fyrir nokkrum ámm til samræmis við breytingar, sem gengið hafa yfír fjármagns- markað OECD-ríkja undanfarin ár, og hafa haft víðtæk áhrif víða um heim. Enginn léti sér til hugar koma að sú lagabreyting væri til vitnis um að viðskiptabankar og sparisjóðir væru úrelt þing og óþarfír. Dregizt hefur á langinn að færa löggjöf Fiskveiðasjóðs í nútíma- legra horf, þrátt fyrir nokkrar at- rennur í þá átt. Þessi dráttur er augljóslega mjög bagalegur. Ástæðurnar er margar. Meðal ann- ars var nauðsyn talin á því að tengja saman endurskoðun löggjaf- arinnar og breytingu á eignar- formi. Skynsamlegt hefði verið að láta endurskoðun laganna hafa for- gang, með eignarformsbreytingu, ef góð samstaða næðist um það, að öðram kosti án hennar. Hún má koma síðar, enda yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að breyta henni á kjörtímabilinu. Varasamt getur verið að setja þrönga löggjöf, njörva niður ákvæði, sem ekki er unnt að breyta nema með lagasetningu. Eins og dæmin sanna getur það tekið lang- an tíma. Vænlegra er að setja rammalöggjöf, sem veitir nægilegt svigrúm til að bregðast við tiltölu- lega tíðum breytingum starfsum- hverfís í nútíma þjóðfélagi. Hafa margar nágrannaþjóðir okkar bmgðið á þetta ráð. Jafnframt hafa eftirlitsstofnanir verið efldar, en þær eiga að tryggja að skynsam- legar leikreglur og góðir viðskipta- hættir séu í heiðri hafðir og veita viðskiptavinum lágmarksvemd. Samkeppni Heyrzt hafa raddir um hættu á innrás erlendra banka. Ekki virðist slíkt vera í sjónmáli. En setji stór erlendur heildsölubanki eða smá- sölubanki upp útibú hér á landi og hefji samkeppni við íslenzkar lána- stofnanir, má búast við að „mörg- um kotbóndanum munu þykkja verða þröngt fyrir duram“. Vafa- samt er að slíkt gerist í bráð nema í samvinnu við íslenzkt fyrirtæki. Mjög fá íslenzk fyrirtæki eiga bein- an aðgang að erlendum fjármagns- markaði, en þeim fer þó smám saman flölgandi. Mörg stórfyrir- tæki með góða eiginfjárstöðu, sem sýnt hafa og sannað góðan rekstur gegnum tíðina, fá enn sem komið er ekki lán erlendis, nema með ábyrgð Fiskveiðasjóðs, Iðnlána- sjóðs eða viðskiptabanka. Ljóst má þá vera hver er staða lítilla fyrir- tækja, þótt þau séu með traustan rekstur og hafi ævinlega staðið í skilum, að ekki sé talað um fyrir- tæki, sem átt hafa í erfiðleikum. Lítið þýðir fyrir þau að leita á inn- lendan markað, - hvað þá erlendan markað. Nauðsynlegt er fyrir þann, sem starfar við fyrirtæki eins og fjár- festingalánabanka, að fylgjast grannt með því sem er að gerast víða um heim, þekkja kröfur mark- aðarins og skilja eðli þeirra og áhrif. í löndum, þar sem stjórnvöld skilja bezt hlutverk sitt í efnahags- málum, jafnvel þar sem sósíal- demókratar hafa ráðið ríkjum meira og minna, eru afskipti þeirra af markaðnum takmörkuð við setn- ingu laga og reglna, sem tryggja að viðurkenndum leikreglum sé fylgt. Slík stjómvöld létu sér tæp- ast hugkvæmast að setja lög þess efnis, að tiltekin fyrirtæki skuli sameinast, né setja lög sem kveða á um að eitt rekstrarform, til dæm- is peningastofnana, sé öðru betra. Höfundur er forstjóri Fiskveiða- sjóðs íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.