Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR Heílinn forðar sér Heilbrigð sál í hraustum lík- ama, er slagorð sem allir þeklqa og meta. En hvar er sálin, er hún í heilanum og heilbrigði hans þá innifalið? Ekki heyrist þó af fræðslu, for- vömum og átökum með tilheyr- andi upphlaupum fyrir heilbrigði heilans. Gára tók í þessu heila- búi við lestur fréttar um breskar rannsóknir undir stjóm Mikes Greens við bresku matvæla- stofnunina, sem sýndi að megr- unarkúrar valda gleymsku og gera fólk sljótt. Vísindamennirn- ir segja þó að það sé fremur stressið sem fylgir megrunar- kúmum sem valdi. Þátttakendur úr sjálfboðaliðahópnum sem ekki stóðu sig sem skyldi höfðu undantekningarlaust verið í megmn, en þar var m.a. miðað við minni, viðbragðsflýti og úrvinnsluhæfileika. Aumingja heilinn að lenda í þessari megrun- artískuby lgj u, einmitt þegar hann þarf best að duga og sem allra lengst með síhækkandi aldri fólks. Heilinn í hættu? er yfirskrift á grein sem Jónas Hallgrímsson prófessor birti í 1.-2. hefti Heilbrigðismála 1994. Tilefnið ört vax- andi ofbeldi, einkum meðal ungs fólks og bama, en skýringa hefur m.a. verið leitað til ofbeldisverka í kvikmyndumj myndböndum og sjónvarpi. I greininni segir svo að þýskir vísindamenn hafi í 25 ár fylgst með íjögur þúsund manns og kannað reglubundið viðbrögð þeirra við ýmsum utanaðkom- andi áhrifum, sem vom ólík eft- ir aldursflokkum.,, Ein tilraun var gerð á þann hátt að sýnd voru myndbönd þar sem óhugn- anlegum líkamsmeiðingum, framkölluðum með tæknibrell- um, var beitt á menn. Þeir í til- raunahópnum sem fæddir voru fyrir 1949 bmgðust við með við- bjóði og meðaumkun og fæstir gátu horft á myndimar til enda. Þeir sem fæddir vom eftir 1969 sýndu litlar tilfinningasveiflur og virtist athygli þeirra ein- göngu byggjast á því að spenna fylgdi þræði myndanna, annars slökktu þeir á myndbandstækj- unum eingöngu vegna leiða. Fæðingarhópurinn milli 1949 og 1969 sýndi blönduð viðbrögð sem líktust þó frekar þeim í elsta hópnum“. Jónas skýrir svo þennan mun, samkvæmt rann- sóknum á ferli taugaboða innan heilans og segir: „Frá sjónhimnu augna berast taugaboð til skynstöðva sjónar í heilaberki. Á leið sinni þangað koma boðin við á ýmsum öðrum stöðvum innan heilans og þar á meðal þeim sem skrá og stjóma tilfinningum. Á þennan hátt gengu boðin hjá eldra fólkinu og var litið á það sem eðlilegan feril þeirra og viðbrögðin sam- kvæmt því. Hjá yngsta fólkinu virtust taugaboð frá augum hafa litla viðkomu á leið sinni til heilabarkar og þar á meðal ekki á stöðvum tilfinningalífs. Til- finningalegt mat varð því ekki á hinum óhugnanlegu atburð- um. Skýring þess að taugaboð skjótast framhjá tilfinninga- stöðvum er talin vera sú að heil- inn hafí ekki tíma eða getu til þess að vinna úr hinu mikla áreitna efni og forði sér frá því Gárur eftir Elínu Pálmadóttur með því að hleypa boðunum fram- hjá. Á þennan hátt hefur heili ungs fólks lært að vemda sig gegn ágangi vaxandi sjónefnis en heili eldrá fólks hefur ekki áunnið sér þennan hæfileika. Þrátt fyrir breytta úrvinnslu- hætti er bygging heilans talin vera sú sama í öllum aldurs- flokkum. í gráa hluta heilans eru um 20 milljarðar tauga- fmma. Þær eiga að geta tekið við 100 milljón boðum á sekúndu og afgreitt þau á viðeigandi hátt. Aðeins lítill hluti þessara boða berst þó til hinnar svoköll- uðu vitundar. Mælingar Þjóð- veijanna gerðar árið 1971 leiddu í ljós að af hverjum eitt hundrað atburðum sem til heilans bárust komu aðeins 3% til vitundar sem nýjar upplýsingar, 10% vom þar fyrir vegna fyrri reynslu og 87% komu ekki fram sem meðvitað efni. Sams konar mælingar gerðar árið 1989 sýndu að að- eins 1% atburða komust til vit- undar, 5% voru fyrir vegna fyrri reynslu og 94% lentu utan vit- undar. Þessi samanburður sýnir glöggt að heilinn nýtir minna af þyí sem til hans berst nú en áður og að líkindum er hann að vemda sig gegn of miklu álagi. Að heilinn skuli í vaxandi mæli þurfa að forða sér frá skráningu og úrvinnslu atburða er ógnvekjandi. Með sama áframhaldi er hætta á að á næstu öld verði mannsheilinn starfslega gjörbreyttur frá því sem hann er nú og verði orðinn kærulaus gagnvart umhverf- inu. Ef til vill eram við þegar að sjá fyrstu áhrif þess með vaxandi ofbeldi meðal ungs fólks. Hugsanlega er tilfinn- ingalegt og siðferðilegt mat þeirra annað en það hefð- bundna sem í gildi hefur verið til þessa. Heilinn er ekki annað en mjög flókið kerfi í ætt við tölvur og gengur samkvæmt óteljandi forritum. Ef til vill vantar forrit eðlilegra tilfinn- inga og siðgæðis í sumt ungt afbrotafólk. Hvernig á það þá að skynja eðli og afleiðingar ;erða sinna? Vonandi verður ægt að svara þeirri spurningu innan tíðar, áður en I meira óefni verður komið“, segir Jón- as Hallgrímsson prófessor í lok greinar sinnar. Já, flókið og merkilegt fyrir- brigði þessi heili! Og hvað erum við eiginlega að gera honum? Að hann þurfi að forða sér og nýta æ minna af því sem til hans berst. Mannfólkið hlýtur þá að verða æ heilaskertara vegna ýmiskonar lifnaðarhátta, þegar svo áríðandi er að hann endist með fulla starfsgetu alla þessa sílengdu ævi mannsins. Ohugnanlegt! ÞJÓDLÍFSÞANKAR /Á maóurab láta tilsín heyra? yy Réttlátreiði :a „Réttlát reiði“ er tilfinning sem fyllir bijóst hvers einasta manns öðru hvora. Ég fylltist slíkri reiði fyrir skömmu. Ég var heldur að flýta mér morgun einn, en þurfti að fara í bakarí til þess að kaupa mér brauð. í bakaríinu var svokallaður brauðadagur. Þá kosta öll brauð 100 krón- ur. Þetta þýddi að fleira fólk var í bakaríinu þennan morgun en endra- nær, þótt klukkan væri bara rösklega átta. n eftir Guórúnu Guðlaugsdóttur Afgreiðslustúlkan leit upp þeg- ar ég kom inn. Á undan mér voru komnir tveir viðskiptavinir og ein kona kom inn þó nokkru á eftir mér. Rétt í þann mund sem ég kom inn var verið að afgreiða mann einn sem keypti 15 brauð. Mikið vesen varð af þessum miklu innkaupum. Af- greiðslustúlkan var á þönum við að skera sundur öll þessi brauð, pakka þeim inn í plastpoka, finna pappakassa undir allt saman, leggja saman verð fyrir vörumar, því maðurinn keypti fleira en brauðin fimmtán. Loks tók allt þetta enda og ég andaði léttar. Næst var kona sem keypti bara fímm brauð. „Þetta fer skánandi og ég ætla bara að fá tvö brauð. Varla má það þó minna vera miðað við allt það sem á undan er gengið,“ hugsaði ég meðan afgreiðslustúlkan var í óða önn að troða brauðunum fimm í tvo plastpoka. Eftir að hafa tínt til ýmsar aðrar vörur borgaði kon- an með Visa og þá var loks kom- in röðin að mér. Varla hafði ég hrósað happi að vera- nú loksins næst, og hafði ekki tekist að segja eitt einasta orð, þegar afgreiðslustúlkan snýr sér að konunni sem komið hafði inn töluvert á eftir mér og segir við hana með blíðu brosi: „Ert þú ekki bara með eitt brauð?“ „Jú,“ svarar hin á innsoginu og brosir, ekki síður blíðlega, til afgreiðslustúlkunnar, þær geini- lega þekktust. Ég segi ekki orð, jafnvel þótt ég viti að afgreiðslu- stúlkunni er vel ljóst að ég var næst í röðinnij en ekki sú með brauðið eina. Eg horfi hneyksluð en þegjandi á afgreiðslustúlkuna fljóthenta taka eitt heilhveitibrauð og snarast með það inn fyrir til þess að skera það í sundur og pakka því í plastpoka. „Heyrðu annars, kannski að ég fái annað brauð til,“ segir konan sem náðarsól afgreiðslustúlkunn- ar hafði skinið á. — Þá var það sem bijóst mitt fylltist „réttlátri reiði“. Þama hafði ég staðið og stillt mig, þótt okkur væri öllum þremur vel ljóst að verið væri að ganga framhjá mér í afgreiðsl- unni. Skyndilega var ég ekki leng- ur í friðarhug. „Þetta gengur nú ekki, þetta er nærri þvi svívirði- legt,“ sagði ég stundarhátt við konuna, sem nú vildi fá tvö brauð. Hún leit undan og horfði með mikilli athygli á súkkulaðisnúða og sérbökuð vínarbrauð sem voru í glerborði við hlið hennar, en svaraði engu athugasemd minni. Ég sagði heldur ekki fleira og þykkjuþungar biðum við eftir að afgreiðslustúlkan sýndi sig. Hún kom von bráðar með brauðin tvö og fékk þau konunni. Ég var ákveðin í að hún skyldi ekki fá að borga þau fyrr en búið væri að afgreiða mig, — nú skyldi látið sverfa til stáls. En afgreiðslu- stúlkan var hál sem áll, meðan hún tíndi til brauðin mín tvö, svo- lítið skjálfhent, þá sagði hún lág- um rómi við hina konuna: „Þú borgar þetta bara á morgun,“ og svo brostu þær aftur hvor til ann- arrar, þessar kunningsskaparins samsæriskvinnur, áður en konan með brauðin tvö gekk sigri hrós- andi út úr bakaríinu. Henni var Matarlist/76^7 Hvemig, hvar; hve mikiö? „Svart eins og skrattinn sjálfur, heitt sem helvíti, tært eins og engill, sætt eins og ástin“ syngur Talleyrand nokkur um kaffíð, ekki þó franski stjómmálamaðurinn Talleyrand sem var uppi í kringum aldamótin þarsíðustu og ekki veit ég nú álit hans á þeim öndvegis- drykk, kaffinu. Hins vegar gat landi hans og samtímamaður Loð- vík XV engan vegirm án þess ver- ið en nánar um það síðar. Goðsögnin hermir að Gabríel erkiengill hafi gefið Múham- eð kaffi er svefninn sótti á hann og hresstist hann víst verulega af því og mun hafa verið sá fyrsti til að láta þennan töfradrykk inn fyrir sínar varir. En nú frá goð- sögninni yfír í raunveruleikann. Kaffið barst lík- lega fyrst frá Eþí- ópíu, þar sem enn þann dag í dag má sjá hálfvilltar kaffijurtir víða. Hins vegar gæti það líka verið upprunnið í fjöllum Yemen hinum megin Rauðahafsins. Á 16. öld var kaffíð flutt sjóleiðina upp Rauða hafíð til Egyptalands og uppúr 1650 voru stofnuð kaffihús í Lond- on og París. Sigurför kaffísins var hafin. Víkjum þá aftur að Loðvík XV og hans kaffivenjum. Hann hellti ætíð upp á sitt kaffi sjálfur og drakk allt upp í _3 bolla á dag af rótsterku kaffi. Á hans tímum var kaffið í mikilli uppsveiflu og til gamans má geta að kaffiinn- flutningur til Frakklands jókst úr 600.000 pundum árið 1732 í hátt í tvær milljónir punda árið 1750. Vinsældir kaffísins áttu sér engin takmörk þá frekar en nú og kaff- ið var slík tískuvara að hefðarkon- ur stöðvuðu hestvagna sína fyrir framan frægustu kaffibúðirnar þar sem þær létu færa sér í dyra- gættina fínasta kaffíð í bollum á silfurundirskálum. Kaffíæðið tak- markaðist ekki við kaffi í bolla heldur voru einnig framleiddar alls kyns kaffivörar, s.s. kaffitöflur, kaffikonfekt, olía með kaffiilm, kaffilíkjörar og jafnvel tóbak með lykt og litarhætti mjólkurkaffis, sem sagt var gott við höfuðverk. Kaffið er í dag líklega vinsælasti drykkurinn í heiminum og einnig er það notað mikið í bakstur, ís- gerð og sósur ýmiss konar. Hveij- ar era svo aðalkaffitegundirnar? Kaffi má skipta í tvennt, annars vegar Arabia-kaffí, sem kemur aðallega frá Suður- og Mið-Amer- íku og sumum Afríkulöndum og hins vegar Robusta-kaffí, sem er aðallega ræktað í Afríku, Ind- landi, Indónesíu og í Eyjaálfu. Munurinn á þessum tveim tegund- um liggur í mismunandi koffeín- eftir Álfheiói Hönnu Frióriksdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.