Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dagbók Háskóla Islands DAGBÓK Háskóla íslands fyrir vikuna 29. október - 5. nóvember: Mánudagur 30. október. Málstofa í stærðfræði stendur fyrir fyrirlestri í gömlu loftskeyta- stöðinni við Suðurgötu kl. 11. Reynir Axelsson, Raunvísinda- stofnun, talar um lokanir á keilum. Erindi á vegum verkfræðideildar Háskóla íslands um umhverfismál. Júlíus Sólnes, prófessor í bygg- ingaverkfræði og fyrrv. umhverfis- ráðherra, flytur erindi um gróður- húsaáhrif og koltvíildisbúskap. VR II, stofa 158, kl. 17. í boði heimspekideildar flytur Dr. Helena Sulkala, prófessor við háskólann í Oulu, opinberan fyrir- lestur um Eystrasalts-fmnskar þjóðir og tungumál þeirra. Fyrir- lesturinn, sem fluttur verður á ensku, verður í Norræna húsinu kl. 18.15. Hann er öllum opinn. A vegum málstofu í hjúkrunar- fræði flytur Ólöf Ásta Olafsdóttir lektor erindi um breytingar og þró- un á námi í ljósmóðurfræði. Mál- stofan er í stofu 6, á 1. hæð í Eir- bergi, Eiríksgötu 34, kl. 12.15-13. Allir velkomnir. Þriðjudagur 31. október. Á vegum málstofu í guðfræði flytur Þórunn Valdimarsdóttir cand. mag. erindið „Brot úr hug- myndasögu íslenskrar kristni á 19. öld. Stefnur og straumar". Skóla- bær, Suðurgötu 26, kl. 16. Miðvikudagur 1. nóvember. Háskólatónleikar í Norræna húsinu kl. 12:30-13. Þórunn Guð- mundsdóttir sópran og Kristinn Öm Kristinsson píanó flytja sön- glög eftir Karl 0. Runólfsson. Að- gangur 300 kr. Ókeypis fyrir hand- hafa stúdentaskírteinis. Fimmtudagur 2. nóvember. Fyrirlestraröð umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar. Pró- fessorarnir Júlíus Sólnes og Ragn- ar Sigbjömsson tala um „Jarð- skjálftaáhættu á íslandi. Umfjöllun um nýtt jarðskjálftahröðunarkort Staðlaráðs íslands“. VR II, stofa 158, kl. 17. Föstudagur 3. nóvember. Föstudagsfyrirlestur Líffræði- stofnunar flytur að þessu sinni Júlíus Gísli Hreinsson, Landspít- alanum: „Glasafrjóvganir". Grensásvegur 12, stofa G-6, kl. 12.20. Allir velkomnir. Laugardagur 4. nóvember. Doktorsvörn við læknadeild. Þorsteinn Njálsson læknir ver doktorsritgerð sína „On Content of Practice; The advantage of computerised information systems in family practice", sem læknadeild hefur metið hæfa til doktorsprófs. Oddi, stofa 101, kl. 14. Allir vel- komnir. Dagskrá Endurmenntunar- stofnunar: í Tæknigarði, 30.-31. okt. kl. 8.30-12.30. Unix fyrir almenna notendur - fyrri hluti. Leiðbein- andi: Helgi Þorbergsson PhD., tölvunarfræðingur hjá Þróun hf. í Tæknigarði, 30.-31. okt. kl. 13-16 og 1. nóv. kl. 9-12.30. Fræðslunámskeið um ákvæði stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Leið- beinandi Eiríkur Tómasson pró- fessor og Páll Hreinsson, aðstoðar- maður umboðsmanns Alþingis. í Tæknigarði, 30. okt.-l. nóv. kl. 13-17. Hugbúnaðargerð - heildarsýn: „A Global View of Software Engineering". Leiðbein- andi: Prófessor Meir M. (Manny) Lehman, prófessor í tölvunarfræð- um við Imperial College, London. 30. okt. kl. 8.30-12.30. Réttindi og réttarstaða lífeyrisþega. Um- sjón: Birgir Jtjörn Siguijónsson, Bandalagi háskólamanna. Leið- beinendur: Ingibjörg Stefánsdóttir, Tryggingastofnun ríkisins, Haukur Hafsteinsson, Lífeyrissjóði starfs- manna ríkisins, Hrafn Magnússon, Sambandi almennra lífeyrissjóða og Steinþór Haraldsson, embætti ríkjsskattstjóra. í Tæknigarði, 1. nóv. kl. 8.30- 12.30. Hagnýt grunnatriði starfs- mannastjórnunar. Leiðbeinandi: Þórður S. Óskarsson vinnusálfræð- ingur, KPMG Sinnu hf., auk gesta- fyrirlesara. í Tæknigarði, 1.-2. nóv. kl. 13 -16. Nýjar reglur um áhættugrunn og eiginijárhlutföll lánastofnana og fjárfestingafyrirtækja. Leið- beinandi: Siguijón Geirsson, bankaeftirliti Seðlabanka íslands. 1., 2., 8. og 9. nóv. kl. 16-20. Arðsemi verkefna. Leiðbeinandi: Páll Jensson, prófessor við HÍ. 2. nóv. kl. 9-17. Kynning á tölvunetinu Internet. Leiðbeinandi: Anne Clyde, dósent í bókasafns- og upplýsingafræði, HÍ. 3. nóv. kl. 9-16 og 4. nóv. kl. 9-12. Gigtarsjúkdómar, rannsóknir og meðferð. Leiðbeinandi: Jón Þor- steinsson gigtarlæknir, prófessor við læknadeild HI, ásamt ýmsum sérfr. á þessu sviði, m.a. gigtar-, endurhæfingar- og bæklunar- skurðlæknar. 4. og 18. nóv. og 2. des. kl. 9-17. Lífeðlisfræði áreynslu og þjálfunar. Leiðbeinandi: Dr. Þór- arinn Sveinsson lektor og dr. Stef- án B. Sigurðsson prófessor. (Upp- selt). FRÉTTIR Norðurlandsskjálfti til umræðu á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið. SAFNAHÚSIÐ á Húsavík boðaði til þriðja fræðslufundar á þessu ári síðastliðinn laugardag og setti Guðni Halldórsson, safnvörður, fundinn og bauð fyrirlesara vel- komna, en þeir voru jarðeðlisfræð- ingarnir Eysteinn Tryggvason og Ragnar Stefánsson. Fjölluðu þeir um sprungusvæði, sem liggur allt frá Reykjanesi, norð- ur um land og allt til Kolbeinseyjar og skjálftavirkni og hættu á stór- skjálfta á Norðurlandi. Munur á svonefndum Suðurlandsskjálfta og Norðurlandsskjálfta væri í stórum dráttum sá, að Suðurlandsskjálfti ætti upptök sín á landi en Norður- landsskjálftinn að mestu í hafí út af Norðurlandi. Aðal skjálftasvæðið á Norðurlandi væri frá Þistilfírði og vestur til Skagafjarðar. Eysteinn sagði gamla annála ekki geta mikið um jarðskjálfta og líklega væri fyrst að finna frásögn af þeim 1260 og þar næsti 1584. í sambandi við Mývatnselda 1724-29 væri getið um jarðskjálfta og 1755 ollu jarðskjálftar tjóni á Tjörnesi og víðar á Norðurlandi og hrundu þá bæir, en meira tjóni ollu þeir 1872 því þá hrundu flestir bæir á Húsavík, en þess væri að geta, að þá voru híbýli manna ekki svo rammlega byggð, sem nú. Þá myndaðist um 1 metra sprunga, . sem lá frá Laugardal og til ijalls og merki hennar sjást enn. Eysteinn taldi að tala mætti um 10 ára tíðni jarðskjálfta hér um slóðir, þó þeir væru ekki með jöfnu millibili, og eftirminnilegustu skjálftamir væru Morgunblaðið/Silli J ARÐEÐLISFRÆÐIN G ARNIR Eysteinn Tryggvason og Ragnar Stefánsson. Dalvíkurskjálftinn 1934 og Kópa- skersskjálftinn 1976. Ragnar skýrði þátt Veðurstof- unnar í jarðskjálftaathugunum og margvíslegum mælingum, t sem hefðu verið framkvæmdar á svo- nefndu misgengi, sem hann jafn- framt skýrði fyrir áheyrendum. Hann sagði að nýtt kerfi væri kom- ið, sem bætti aðstöðuna og stéfnt væri að því að geta spáð fyrir um jarðskjálfta, þótt nokkuð væri í land með vissu í þeim vísindum og ekki mætti ofmeta þá mögu- leika. Hann benti á að bæjarfélög- in þyrftu að athuga sína byggð og fínna ef veikur hlekkur væri í byggingu húsa. Misgengi mætti stundum sjá á yfírborði jarðar og ef vart yrði við slíkt, bæri að at- huga það. Að loknum framsöguerindum svöruðu frummælendur mörgum spurningum fundarmanna. Spáð 2-2,5% verðbólgn á árinu VERÐBÓLGAN stefnir í að verða 2-2,5% á þessu ári eða svipuð og Þjóðhagsstofnun spáði fyrr á ár- inu. Þetta kemur fram í Hagvísum stofnunarinnar og er þar bent á að verðbólga hafi verið mun minni framan af árinu en reiknað hafi verið með, en hafi ágerst undan- fama mánuði. Telur stofnunin að efnahagsleg- ar forsendur séu fyrir því að verð- bólgan verði áfram svipuð á næsta ári, en þetta er í aðalatriðum sama verðbólga og gert sé ráð fyrir í aðildarríkjum OECD. Kaupmáttur launa hefur aukist umtalsvert á þessu ári, samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar. Miðað við launavísitölu var kaup- mátturinn í september um 3,5% meiri en að meðaltali í fyrra. Auk- inn kaupmáttur á rætur að rekja til kjarasaminga á árinu og batn- andi skilyrða í þjóðarbúskapnum. Þjóðhagsstofnun gerir ráð fyrir að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann verði að meðaltali 3,5% meiri á þessu ári en hann var í fyrra. Atvinnuleysi er meira á þessu ári en reiknað var með, en Þjóð- hagsstofnun telur það megi að hluta rekja til kjarasamninga og verkfalla. Þá hafi atvinnuþátttaka aukist. Líflegra hafi verið á vinnu- markaði eftir því sem á árið hafi liðið, sem m.a. megi merkja af atvinnuauglýsingum í blöðum og vinnumarkaðskönnunum. Hfc, mm KJH í&AUGLÝSINC 3AR FUNDIR - MANNFAGNAÐUR LIS TMUNA UPPBOÐ KVÓTI Forvarnir og heilsa Ráðstefna á vegum Samtaka Heilbrigðis- stétta verður haldin í Norræna húsinu mið- vikudaginn 1. nóvember nk., kl. 16.30-19. Ráðstefnan er öllum opin. Fundarstjóri: Dr. Sigrún Stefánsdóttir frétta- maður. Auka-aðalfundur L.M.F.Í. Þriðjudaginn 31. október 1995, kl. 20.30, verður haldinn auka-aðalfundur Lögmanna- félags íslands í fundarsalnum Hvammi á Grand Hótel. Dagskrá: 1. Drög að reglum um starfsábyrgðartrygg- ingar lögmanna lögð fram til samþykktar eða synjunar. 2. Drög að reglum um fjárvörslureikninga lögð fram til samþykktar eða synjunar. Stjórnin. Listmunauppboð Okkur vantar verk eftir gömlu meistarana í sölu. Höfum hafið móttöku á verkum fyrir næsta málverkauppboð. Vinsamlega hafið samband við Gallerí Borg í síma 552-4211 eða 551-4215. BOBG Sjálfstæðisflokkurinn f Hafnarfirði Viðtalstímar bæjarfulltrúa og nefndafólks. Mánudaginn 30. okt. verða til viðtals Valgerður Sigurðardóttir, bæjar- fulltrúi, Kolbrún Jónsdóttir úr atvinnumálanefnd og Sigurður Einars- son í skipulagsnefnd. Viðtalstímarnir eru milli kl. 17.30 og 19.00 í Sjálfstæðishúsinu, Strandgötu 29. Til sölu Til sölu varanlegur kvóti: Ýsa, ufsi, karfi, koli og einnig varanleg úthafsrækja. Töluvert magn. Skipti athugandi. Höfum einnig til leigu innan ársins þorsk, ýsu, ufsa, karfa, kola og einnig síldarkvóta í skiptum fyrir þorsk eða rækju. Óskum eftir öllum tegund- um kvóta á skrá. Skipasalan bátar og búnaður, „kvótamiðlun" Tryggvagötu 4, 101 Reykjavík sími 562 2554 og fax 552 6726.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.