Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 24
14 B SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNU ÝSINGAR Flugfélagió Loftur óskar eftir að ráða fólk í margvísleg störf, atvinnulausir og skólafólk ganga fyrir. Þeir sem hafa áhuga sendi upplýsingar í pósthólf 8142, 128 Reykjavík. Bókhald Óskum eftir starfskrafti í 50% starf eftir hádegi. Leitum eftir einstaklingi í almenn skrifstofustörf, bókhaldsþekking ásamt reynslu á tölvu nauðsynleg. Viðkomandi verður að geta hafið störf fljótlega. Umsókn sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 6. nóv- ember merkt: „Bókhald - 15900“. Framkvæmdastjóri óskast! Besta handknattleikslið landsins - Valur, leit- ar að framkvæmdastjóra. Þarf að hefja störf sem fyrst. Leitað er að áhugasömum, dug- legum og hugmyndaríkum einstaklingi. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar „Valur - 4180“ fyrir 7. nóv. nk. 1U1ISII 6BBI8IEI8. 161888181 Frá Háskóla Islands Laus er til umsóknar prófessorsembætti í lögfræði við lagadeild Háskóla íslands. Gert er ráð fyrir að embættið verði með aðal- kennslugrein á sviði fjármunaréttar. Umsækjendur skulu láta fylgja umsóknum sfnum rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með umsóknunum skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1995 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, aðalbyggingu við Suður- götu, 101 Reykjavík. St. Franciskusspítali, Stykkishólmi Hjúkrunarforstjóri óskast Hjúkrunarforstjóri óskast til starfa við St. Franciskusspítalann Stykkishólmi frá og með 1.2. 1996. Spítalinn er í eigu St. Franciskus- reglunnar og er rekinn af reglunni. Upptöku- svæði spítalans er Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýsla og Dalasýsla. íbúar á upptöku- svæðinu telja liðlega 5.000 manns. Spítalinn telur 42 sjúkrarúm og hefur 46 stöðuheimild- ir. Starfsemin er mjög fjölbreytt. í Stykkishólmi er góður leiksk.óli fyrir tveggja til sex ára börn, einsetinn grunnskóli með framhaldsdeildum (2 ár) auk kröftugs tónlist- arskóla. Golfvöllur (9 holur) og ný íþróttamið- stöð auk hreinnar og fallegrar náttúru, sem bíður upp á holla og góða útivist. Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri (systir Lidwinu) eða framkvæmdastjóri (Róbert) í síma 438-1128. Viðskiptafræðingur Endurskoðunarstofa óskar að ráða til starfa' viðskiptafræðing af endurskoðunarkjörsviöi. Til greina kemur að ráða háskólastúdent sem lýkur námi á næstunni. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir nk. miðvikudagskvöld merktar: „Framtíð - 15903“. Rafeindavirki Óskum eftir vönum rafeindavirkja til starfa hjá fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Verksvið: Sjónvarps-, myndabands- og hljómtækjaviðgerðir. Æskilegt er að viðkom- andi geti hafið störf sem allra fyrst. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 1. nóvember merktar: „M - 15902“. Framleiðslustjóri Óskum eftir að ráða framleiðslustjóra til starfa hjá Afurðasölunni, Borgarnesi hf. Starfssvið framleiðslustjóra: Framleiðslustjóri hefur umsjón með innkaup- um og birgðahaldi ásamt framleiðslustjórnun auk starfsmannastjórnunar í framleiðsludeild. Við leitum að manni með þekkingu og reynslu á framleiðslusviði. Tæknimenntun eða önnur framhaldsmenntun í kjötiðnaði eða skyldum greinum nauðsynleg. Búseía í Borgarnesi eða nágrenni æskileg. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Framleiðslustjóri 389“ fyrir 7. nóvember nk. Hagvangurhf Skeifunni 19 R^kjavík Sími 581 3666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Skattrannsóknir SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI RÍKISINS óskar að ráða starfsmenn til starfa við rannsóknir á skattskilum einstaklinga og fyrirtækja. Leitað er að háskólamenntuðum einstakling- um t.d. viðskiptafræðingum, hagfræðingum, lögfræðingum eða löggiltum endurskoðend- um. Viðkomandi þurfa að vera töluglöggir og nákvæmir, geta unnið sjálfstætt og skipu- lega og geta tjáð sig skipulega með skrifleg- um hætti. Laun taka mið af samningum BHMR. Ritari/tímabundið Nákvæmur og afkastamikill starfskraftur með góða reynslu af tölvuskráningu óskast til starfa tímabundið í 4 mánuði við tölvuinnslátt. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigs- vegi 7. Umsóknarfrestur um störfin er til 10. nóvember. Vantar þig ritara? Ég er löggiltur læknaritari og óska eftir 50-70% starfi fyrri hluta dags. Margt kemur til greina. Vinsamlega sendið svör á afgreiðslu Mbl., merkt: „Ritari - 1173“. Meðeigandi! Fjársterkur aðili óskast að fyrirtæki er lítur að líkams- og heilsurækt. Áhugasamir leggi inn upplýsingar á afgreiðslu Mbl. fyrir 3. nóvember merktar: „L - 2“. Móttökustarf Spennandi og krefjandi starf í boði fyrir ábyrga, duglega og áhugasama manneskju. Umsóknareyðublöð á staðnum. AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 533-3355 Sölu/markaðsstarf Sérhæft veitingahús í borginni óskar að ráða kröftugan og útsjónarsaman einstakling til að annast sölu- og markaðsmál. Um er að ræða nýtt starf. Þekking á sölu- og markaðsmálum ásamt áhuga á veitinga- rekstri er æskileg. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar til 2. nóvember. frUÐNÍ ÍÓNSSON RÁDGIÖF & RÁÐNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 VKS VERK- OG KERFISFRÆÐISTOFAN HF VKS hf. var stofnað árið 1979 og hefur ætíð verið í fremstu röð íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja. Fyrirtækið hefur upp á að bjóða fjölbreytt og áhugaverð verkefni. Sérstök áhersla er lögð á vönduð vinnubrögð og unniö er að því að fá vottun skv. ISO 9001 fyrir gæðakerfi fyrirtækisins. Alls starfa um 25 manns hjá fyrirtækinu að fjölbreyttum verkefnum á sviði upplýsingamála. Hugbúnaðargerð VKS óskar eftir að ráða vant hugbúnaðarfólk til starfa. Verkefni þau sem fyrir liggja eru af ýmsum toga. Hæst ber þar nýsmíði kerfa fyrir stóra viðskiptavini og aðlögun eldri kerfa að nýrri tækni og nýjum aðferðum við hugbúnaðar- gerð. Leitað er að kerfis- eða tölvunarfræðingum eða aðilum með sambærilega menntun. Nauðsynlegt er að aðilar hafi þekkingu og/eða reynslu á að forrita í Windows, Visu- al Basic, Delphi eða C++. í boði eru mjög fjölbreytt verkefni í góðu og skemmtilegu starfsumhverfi hjá framsæknu fyrirtæki. Farið verður með allar umsóknir og fyrir- spurnir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um störfin veitir Auður Bjarnadóttir frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið umsóknir til Ráðgarðs merktar: „VKS hf.“ fyrir 4. nóvember nk. ÓIJÐNT ÍÓNSSON RÁÐGfÖF & RÁDNJNGARÞÍÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 RÁÐGARÐURhf SnrjÓRNUNAR OG REKSTRARRÁEGJÖF FURUGERÐI 5 108 REYKJAVÍK ®533 18(X)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.