Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR29.0KTÓBER1995 B 31 Kasparov er heillum horfinn SKAK Störmöt Crcdit Suisse . HORGEN, SVISS.21. OKT.-l. NÓV. Kasparov tapaði fyrir ívantsjúk, sem vann sína fjórðu skák í röð. PCA-heimsmeistarinn hefur ekki unnið skák á mótinu. ÍVANTSJÚK sigraði glæsi- lega á stórmótinu í Linares í mars og er greinilega í hópi fjögurra til fimm bestu skákmanna heims um þessar mundir. Hann tapaði í fyrstu umferð fyrir Short en hefur unnið hinar fjórar skákir sínar. Staðan eftir sex umferðir: 1. ívantsjúk, Úkraínu 4 v. af 5 2. Kramnik, Rússlandi 3'A v. af 5 3. Ehlvest, Eistlandi 3 v. af 5 4—6. Short, Eistlandi, Júsupov, Þýska- landi og Gulko, Bandaríkjunum 3 v. af 6 7. Kortsnoj 2'A v. af 5 8. Kasparov 2'A v. af 6 9. Timman 2 v. af 5 10. Vaganjan 2 v. af 6 11. Lautier l'A v. af 5 Keppendur hafa teflt mismun- andi margar skákir, því það stend- ur á stöku og einn verður að sitja yfir í hverri umferð. Það kemur til af þyí að svissnesku banka- mennirnir reiknuðu með þátttöku Anands, en ekki varð af því. Frí var á mótinu í gær, en sjöunda umferðin fer fram í dag. Kasparov á aðeins eftir að tefla fjórar skákir og það er afar ólík- legt að hann nái að brúa bilið á milli sín og ívantsjúks, sem fylgir eftir frábærri frammistöðu sinni fyrr á árinu. í skák þeirra fór Ukraínumaðurinn í smiðju til Tí- grans Petrosjans, fyrrum heims- meistara og beitti rólegu afbrigði franskrar varnar. Kasparov fann engan snöggan blett á uppstillingu svarts og átti síst betra tafl þegar hann lék gróflega af sér: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Vasilí ívantsjúk Frönsk vörn I. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4 4. e5 - b6 5. a3 - Bf8 6. Rf3 - Re7 7. h4 - h6 8. h5 - a5 9. Bb5+ - c6 10. Ba4 - Rd7 II. Re2 - b5 12. Bb3 - c5 13. c3 - Rc6 14. 0-0 - Dc7 15. Hel - c4 16. Bc2 - Rb6 17. Bf4 - Be7 18. Bg3 - Hb8 19. Rh2 - Dd8 20. Rg4 - b4 21. axb4 - axb4 22. cxb4 - Rxb4 23. Bbl - Bd7 24. b3 - Ha8 25. Hxa8 - Dxa8 26. bxc4 - Rxc4 (Sjá stöðumynd) 27. Rcl?? Nú missir hvítur peðið á d4 og þá hrynur staðan. 27. - Ba4 28. De2 - Da7! 29. ¦ ( | h Re3 - Dxd4 30. Rxc4 - dxc4 31. Dfl — 0-0 og með peði minna og máttlausa stöðu gaf Kasparov skákina. Meistaramót Hellis Meistaramót Taflfélagsins Hell- is hefst mánudaginn 30. október í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í Breiðholti. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska kerfinu. Þrjár fyrstu umferðirnar eru atskákir, en fjórar þær síðustu kappskákir, þ.e. l'A klst. á mann 36 fyrstu leikina og hálftími til að ljúka skákinni. Umferðirnar verða tefldar á eftir- töldum dögum: 1.-3. umferð mánudaginn 30. október 4. umferð þriðjudaginn 31. október 5. umferð mánudaginn 6. nóvember 6. umferð miðvikudaginn 8. nóvember 7. umferð fimmtudaginn 9. nóvember. Taflið hefst klukkan 19:30 alla dagana. Verðlaun eru kr. 20 þús., 12 þús. og 8 þús. Þátttökugjöld eru kr. 1.400 fyr- ir félagsmenn, en kr. 1.900 fyrir aðra. Unglingar 15 ára og yngri fá 50% afslátt. Margeir Pétursson M.MV^U Þrautreyndar þvottavélar sem hafa sannað gildi sltt á íslandi. Stærö: fyrlr 5 kg. Hæö: 85 cm :z, Breldd:60cm Dýpt: 60 cm Byrjendanámskeiö fyrir konur! • Ert þú á besta aldri og vilt breyta um lífsstíl? ® Ekki tilbúin til þess að greiða háar upphæðir fyrir eitthvað sem þú veist ekki hvort þér líkar? 9 Viltu léttast, hressast og láta þér líða betur? Máttur Skipholti 50 - æfingastöð kvenna, verður Fypsta kvöláið Verður þú vigtuð, þolmæld og blóð- þrýstingur mældur. Þú færð ráðleggingar um þjálfun. Fyrirlestur um næringu og kjörþyngd. Verklegur tími í þolfimi, farið er yfir grunnatriði þolfiminnar. Verklegt Styrktar- og þolþjálf un í tækjum. Verklegt: Kynning á Kripulajóga. Nánari upplýsingar í síma 5814522 Verð fyrir alla kynninguna er kr. 1,800. Kynningarverð getur runnið upp í mánaðarkort ef þú ákveður að halda áfram. Síðast komust færrí að en vildu. FAXAFEN114, SÍMI 568 9915 OG SKIPHOLTI 50, SIMI 581 4522 IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Námskeið Þekktu bílinn þlnn Slit- og bilanaeinkenni bila og greining þeirra fyrir viðhald og viðgerðir. 12 kennslustundir. Haldið fimmtudaginn 9. nóvember og laugardaginn 11. nóvember, Námskeiðsgjald kr. 8.500. Húsasótt Efni og aðstæður sem valda vanlíðan manna í húsum. 10kennslustundir. Fyrirlesarar: Sérfræðingar frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Haldið föstudaginn 3. nóvember og laugardaginn 4. nóvember. Námskeiðsgjald 4.000 kr. Fríhendlstelknlng Helstu atriði teikningar. 16kennslustundir. Kennari Karl Aspelund. Haldið laugardagana 11. og 25. nóvember. Námskeiðsgjald 10.000 kr. Trésmíði fyrir konur 25 kennslustundir. Kennari Magnús Ólafsson. Haldið þriðjudaga kl. 18-22. Hefst 14. nóvember. Námskeiðsgjald 12.000 kr. Skrautritun Undirstaða í skrautritun. 10 kennslustundir. Kennari Torfi Jónsson. Haldið 7.-9. nóvember kl. 19-21.30. Námskeiðsgjald 6.000 kr. Þjónustutæknl og hópvinnubrögð Grundvallarþættir gæðaþjónustu. Sambærilegt við áfanga TÞJ101. 20kennslustundir. Haldiðfimmtudaga kl. 19-22 og laugardaga kl. 13-17. Námskeiðið hefst 9. nóvember. Námskeiðsgjald kr. 8.500. F/árhagsbófchald meó Ópus Alt. Notkun fjárhaldsbókhalds í Ópus Alt kynnt. Undirstöðuþekking í bókhaldi nauðsynleg. 20 kennsiustundir. . Haldið fimmtudaga frá kl. 20-22 og laugardaga frá kl. 10-13. Námskeiðið hefst 9. nóvember. Námskeiðsgjald kr. 11.000. Kostnaður vegna námsgagna og efnis er innifalinn i námskeiðsgjaldi, nema annað sé tiltekið. Námskeiðin eru aðeins haldin efnæg þátttaka fæst. Félög eða fyrirtæki geta pantað þessi sem og önnur námskeið. Kennsla fer fram í Iðnskólanum i Reykjavik. Skráro'ng og upplýsingar á skrifstofu skólans, í síma 5526240. rf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.