Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 B 31 Kasparov er heillum horfinn SKAK Stðrmót Crcdit Suissc . HORGEN, SVISS, 21. OKT.-l. NÓV. Kasparov tapaði fyrir ívantsjúk, sem vann sína fjórðu skák í röð. PCA-heimsmeistarinn hefur ekki unnið skák á mótinu. ÍVANTSJÚK sigraði glæsi- lega á stórmótinu í Linares í mars og er greinilega í hópi fjögurra til fimm bestu skákmanna heims um þessar mundir. Hann tapaði í fyrstu umferð fyrir Short en hefur unnið hinar fjórar skákir sínar. Staðan eftir sex umferðir: 1. ívantsjúk, Úkraínu 4 v. af 5 2. Kramnik, Rússlandi 3‘A v. af 5 3. Ehlvest, Eistlandi 3 v. af 5 4—6. Short, Eistlandi, Júsupov, Þýska- landi og Gulko, Bandaríkjunum 3 v. af 6 7. Kortsnoj 2 'A v. af 5 8. Kasparov 2‘A v. af 6 9. Timman 2 v. af 5 10. Vaganjan 2 v. af 6 11. Lautier l'/z v. af 5 Keppendur hafa teflt mismun- andi margar skákir, því það stend- ur á stöku og einn verður að sitja yfir í hverri umferð. Það kemur til af því að svissnesku banka- mennirnir reiknuðu með þátttöku Anands, en ekki varð af því. Frí var á mótinu í gær, en sjöunda umferðin fer fram í dag. Kasparov á aðeins eftir að tefla fjórar skákir og það er afar ólík- legt að hann nái að brúa bilið á milli sín og ívantsjúks, sem fylgir eftir frábærri frammistöðu sinni fyrr á árinu. í skák þeirra fór Úkraínumaðurinn í smiðju til Tí- grans Petrosjans, fyrrum heims- meistara og beitti rólegu afbrigði franskrar varnar. Kasparov fann engan snöggan blett á uppstillingu svarts og átti síst betra tafl þegar hann lék gróflega af sér: Hvítt: Gary Kasparov Svart: Vasilí ívantsjúk Frönsk vörn I. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4 4. e5 - b6 5. a3 - Bf8 6. Rf3 - Re7 7. h4 - h6 8. h5 - a5 9. Bb5+ - c6 10. Ba4 - Rd7 II. Re2 - b5 12. Bb3 - c5 13. c3 - Rc6 14. 0-0 - Dc7 15. Hel - c4 16. Bc2 - Rb6 17. Bf4 - Be7 18. Bg3 - Hb8 19. Rh2 - Dd8 20. Rg4 - b4 21. axb4 - axb4 22. cxb4 — Rxb4 23. Bbl - Bd7 24. b3 - Ha8 25. Hxa8 - Dxa8 26. bxc4 — Rxc4 (Sjá stöðumynd) 27. Rcl?? Nú missir hvítur peðið á d4 og þá hrynur staðan. 27. - Ba4 28. De2 - Da7! 29. a b c d • » g h Re3 — Dxd4 30. Rxc4 — dxc4 31. Dfl — 0-0 og með peði minna og máttlausa stöðu gaf Kasparov skákina. Meistaramót Hellis Meistaramót Taflfélagsins Hell- is hefst mánudaginn 30. október í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í Breiðholti. Tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska kerfinu. Þrjár fyrstu umferðimar em atskákir, en fjórar þær síðustu kappskákir, þ.e. 1 'h klst. á mann 36 fyrstu leikina og hálftími til að ljúka skákinni. Umferðirnar verða tefldar á eftir- töldum dögum: 1.-3. umferð mánudaginn 30. október 4. umferð þriðjudaginn 31. október 5. umferð mánudaginn 6. nóvember 6. umferð miðvikudaginn 8. nóvember 7. umferð fimmtudaginn 9. nóvember. Taflið hefst klukkan 19:30 alla dagana. Verðlaun em kr. 20 þús., 12 þús. og 8 þús. Þátttökugjöld eru kr. 1.400 fyr- ir félagsmenn, en kr. 1.900 fyrir aðra. Unglingar 15 ára og yngri fá 50% afslátt. Margeir Pétursson TF éU Þrautreyndar þvottavélar sem hafa sannað glldl sltt á íslandl. Stærð: fyrlr 5 Hæð: 85 cm Breidd: 60cm Dýpt: 60 cm FAGOR Einnig: kællskápar eldunartæki og uppþvottavélar á elnstöku verði FAGOR FH-844 RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 568 5868 r FAXAFEN114, SÍMI 568 9915 OG SKIPHOLTI 50, SÍMI 581 4522 • Ert þú á besta aldri og vilt breyta um lífsstíl? • Ekki tilbúin til þess að greiða háar upphæðir fyrir eitthvað sem þú veist ekki hvort þér líkar? • Viltu léttast, hressast og láta þér líða betur? Máttur Skipholti 50 - æfingastöð kvenna, veröur meO fjögurra kvöftia kynningu fyrir þig! Fyrsta kvöldio Verður þú vigtuð, þolmæld og blóð- þrýstingur mældur. Þú færð ráðleggingar um þjálfun. Fyrirlestur um næringu og kjörþyngd. Annað kvöldiö Verklegurtími í þolfimi, farið eryfir grunnatriði þolfiminnar. Þriöja kvöldiö Verklegt: Styrktar- og þolþjálfun í tækjum. Fjórða kvöldiö Verklegt: Kynning á Kripulajóga. Nánari upplýsingar í síma 581 4522 Verð fyrir alla kynninguna er kr. 1.800. Kynningarverð getur runnið upp í mánaðarkort ef þú ákveður að halda áfram. n - Síðast komust færrí að en ByrjentianámskeiO fyrir konur! IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Námskeið K Þekktu bflinn þinn Slit- og bilanaeinkenni bíla og greining þeirra fyrir viðhald og viðgerðir. 12 kennslustundir. Haldið fimmtudaginn 9. nóvember og laugardaginn 11. nóvember, Námskeiðsgjald kr. 8.500. Húsasótt Efni og aðstæður sem valda vanlíðan manna í húsum. 10 kennslustundir. Fyrirlesarar: Sérfræðingar frá Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. Haldið föstudaginn 3. nóvember og laugardaginn 4. nóvember. Námskeiðsgjald 4.000 kr. r Fríhendisteikning Helstu atriði teikningar. 16 kennslustundir. Kennari Karl Aspelund. Haldið laugardagana 11. og 25. nóvember. Námskeiðsgjald 10.000 kr. Trésmíði fyrir konur 25 kennslustundir. Kennari Magnús Ólafsson. Haldið þriðjudaga kl. 18-22. Hefst 14. nóvember. Námskeiðsgjald 12.000 kr. Skrautrttun Undirstaða í skrautritun. 10 kennslustundir. Kennari Torfi Jónsson. Haldið 7.-9. nóvember kl. 19-21.30. Námskeiðsgjald 6.000 kr. Þjónustutækni og hópvinnubrögð Grundvallarþættir gæðaþjónustu. Sambærilegt við áfanga TÞJ101. 20 kennslustundir. Haldiðfimmtudaga kl. 19-22 og laugardaga kl. 13-17. Námskeiðið hefst 9. nóvember. Námskeiðsgjald kr. 8.500. FJárhagsbókhald með Ópus Alt. Notkun fjárhaldsbókhalds í Ópus Alt kynnt. Undirstöðuþekking í bókhaldi nauðsynleg. 20 kennslustundir. Haldið fimmtudaga frá kl. 20-22 og laugardaga frá kl. 10-13. Námskeiðið hefst 9. nóvember. Námskeiðsgjald kr. 11.000. Kostnaður vegna námsgagna og efnis er innifalinn i námskeiðsgjaldi, nema annað sé tiltekið. Námskeiðin eru aðeins haldin ef næg þátttaka fæst. Félög eða fyrirtæki geta pantað þessi sem og önnur námskeið. o Kennsla fer fram í Iðnskólanum í Reykjavik. | Skráning og upplýsingar á skrifstofu skólans, í síma 5526240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.