Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.10.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. OKTÓBER 1995 B 29 , KVIKMYNDIR/Háskólabíó hefur tekið til sýninga kínversku kvikmyndina Að lifa. í myndinni er rakin saga mikilla umbrotatíma í Kína á þessari öld allt frá lokum síðari heimsstyijaldarinnar fram yfir ógnarskeið menningarbyltingarinnar. Píslar- ganga KÍNVERSKA kvik- myndin Að lifa, sem Háskólabíó hefur tekið til sýninga, rekur píslargöngu hjóna í gegnum mikla umbrota- tíma í Kína á þessari öld, en myndin hlaut aðalverðlaun dómnefnd- arinnár á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes í fyrra. Hin unga Jiazhen (Gong Li) yfirgefur eig- inmann sinn, Fugui (Ge You), vegna spilafíknar hans og fer hún ófrísk með dóttur þeirra heim til for- eldrahúsanna. Hálfu ári seinna snýr hún aftur með dóttur sína og nýfæddan son og tekur saman við eiginmanninn á nýjan leik. Hann fær gefins brúðuleikhús sem hann ferðast með til að afla fjölskyldunni tekna, en er fljótlega kallaður í herinn til að beijast í borgarastyijöldinni sem geisar milli þjóðemissina Sjang Kaisj- ekks og kommúnistahers Maós. Tímabil mikilla breytinga í kín- versku samfélagi taka svo við í kjölfar sigurs kommúnista, en eig- inmaðurinn tekur upp fýrri iðju sína með brúðuleikhúsið. Þau hjónin missa einkason sinn í umferðarslysi, en dóttir þeirra hefur verið daufdumb frá fæð- ingu. Það tekst þó að finna henni mannsefni og hún elur honum heilbrigðan son á meðan menning- arbyltingin stendur sem hæst, en sjálf ferst hún af bamsförum. Þau Fugui og Jiazhen, sem aldurinn hefur færst yfír, annast uppeldi drengsins og það verkefni heldur lífslönguninni í hjónunum þrátt fyrir áfallasama ævi. Kínverskar kvikmyndir frá síð- ustu 10-15 áram hafa notið tals- verðra vinsælda á Vesturlöndum, en tímamót urðu í kínverskri kvik- ZHANG Yimou, leikstjóri Að lifa, er einhver þekktasti leikstjóri Kínvetja um þessar mundir, en Háskólabió hefur áður sýnt myndir hans Ju Dou, Rauða lampann og söguna af Qiu Ju. Zhang er fæddur í Xian árið 1950 og var í framhaldsskóla þegar menningarbyltingin reið yfir árið 1966. Hann varð að gera hlé á námi þegar hann var sendur til sveitastarfa 1968, fyrst á sveitabæ í Sjanxi- héraði í þijú ár og síðan frá 1971 til 1978 sem verkamaður í spunaverksmiðju. Allt frá barnæsku hafði hugur hans hneigst að listum og ljósmynd- un, og helsta áhugamál hans í sveitinni var einmitt ljósmynd- un. Þegar kvikmyndaháskólinn í Peking hélt hálfgert inntöku- landspróf árið 1978 stóðst Zhang prófið með miklum ágætum, en honum var hins vegar neitað um skólavist á þeirri forsendu að hann væri fimm árum of gamall miðað við sett aldurstakmark. Eftir tvær árangurslausar ferðir til Peking þar sem hann reyndi að fá þessum úrskurði hnekkt FUGUI er haldinn mikilli spilafíkn og tapar aleigu sinni. MIKLAR ógnir ríða yfir á timum menningarbyltingarinnar. myndagerð upp úr 1980 í kjölfar menningarlegra og efnahagslegra umbóta í Kína. Kvikmyndaháskól- inn í Peking, sem hafði verið lok- aður frá því í menningarbylting- unni, var opnaður á ný, og útskrif- aðist fyrsti árgangurinn 1982. Þeir leikstjórar sem þá útskrifuð- ust hafa gjaman verið kallaðir „fimmta kynslóðin", en í þeirra hópi era t.d. þeir Chen Kaige (Far vel frilla mín) og Zhang Yimou, leikstjóri Að lifa. Þessum hópi leikstjóra veittust þau forréttindi að kynna sér vestrænar kvik- myndir og leituðust þeir strax við að ná sambærilegum gæðum í þeim myndum sem þeir gerðu. Þeir urðu þó að starfa samkvæmt kínverskum hefðum og við póli- tískar hömlur, en þrátt fýrir það tókst þeim að fleyta kínverskri kvikmyndagerð langt fram á við með margslunginni frásögn, nýst- árlegum efnistökum og tækni- framföram á sviði myndatöku. Kínversk stjómvöld sýndu visst umburðarlyndi gagnvart umbóta- stefnunni og sættu sig við að hirða þann gjaldeyri sem fékkst fyrir sýningarétt á kvikmyndum fimmtu kynslóðarinnar erlendis. Engu að síður hélt kvikmyndaeft- irlit stjómvalda áfram að ritskoða GONG LI fer með annað aðalhlutverkið í myndinni Að lifa. Sá þekktasti í Kína skrifaði hann ráðuneytisstjór- anum í menntamálaráðuneyt- inu og óskaði liðsinnis hans á þeirri forsendu að hann hefði eytt tíu árum ævi sinnar til einskis vegna menningarbylt- ingarinnar. Tveimur mánuðum seinna hlaut hann leyfi til að hefja nám við kvikmyndatöku- deild háskólans. Eftir útskriftina árið 1982 var Zhang látinn starfa í Gu- angxi kvikmyndaverinu og árið 1985 fluttist hann til Xian kvik- myndaversins þar sem hann var m.a. kvikmyndatökumaður við gerð mynda Chen Kaige, Gul jörð og Skrúðgangan mikla. Fyrstu myndinni leik- stýrði hann svo árið 1988, en það var Ruði Sorghum, sem vann Gullbjörninn á kvik- myndahátiðinni í Berlín 1989. Því næst kom Cougar áætlunin 1989 og tryllirinn Ju Dou, sem tilnefnd var til Óskarsverð- launanna 1991. Rauða lampann gerði hann 1991 og var hún einnig tilnefnd til Oskarsverð- launa og Söguna af Qui Ju gerði hann 1992 og vann hún Gullna ljónið á kvikmyndahá- tíðinni í Feneyjum það ár. Nýj- asta mynd Zhang Yimou heitir Shanghai gengið og verður hún væntanlega sýnd í Há- skólabíói eftir áramótin. í myndinni Að lifa vísar Zhang til þess að ótál kínversk- ar fjölskyldur hafi þurft að þola og lifa af mikið harðræði á síðustu hálfri öld í sögu Kína. Eðlislægt glaðlyndi, einlægur lífsvilji og bjartsýrii hafi gert fólkinu það kleift aðkomast af á þessum tímum. í kvik- myndinni segist Zhang vera að feta nýjar brautir í verkum sín- um. Hann sé að sýna líf grasrótarinnar í kín- versku samfélagi séð frá sjónarhóli venjulegs manns, en líf grasrótar- innar segir hann vera lyk% ilinn að skilningi á sam- tímanum. Tvisvar sinnum í myndinni segir Fugui, önnur aðalsöguhetjan, söguna um hænsnin sem breyt- ast í gæsir, síðan í kindur og loks í uxa. Þessa einföldu barnasögu segir Zhangtúlka einfalda ósk Fuguis um fram- þróun og úrbætur, og þessi ósk myndimar og gera kröfu til kvik- myndagerðarmannanna um holl- ustu við fjögur grandvallaratriði: forystu kommúnistaflokksins, sósíalíska stefnu, varðveislu þjóð- arstolts og tillitssemi við minni- hlutahópa. Á seinni hluta síðasta áratugar gekk kvikmyndaeftirlitið sérstaklega hreint til verks og bannaði myndir eða lét endurgera þær í anda stjómvalda. Dæmi um hið síðarnefnda er myndin Skrúð- gangan mikla, sem Chen Kaige gerði 1985, en í hana var skeytt áróðurstali og tilkomumikilli bar- dagasenu að kröfu stjómvalda. í kjölfar blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar í Peking 1989 hefur opinber kvikmynda- gerð í Kína leitað á ný í gamlan farveg þjóðhollustumynda og sagnfræðimynda. Jafnvel þótt þeir Chen Kaige og Zhang Yimou hafi ásamt fleiri leikstjóram hald- ið áfram að starfa í Kína era myndir þeirra núorðið oftast nær fjármagnaðar með erlendu fé, t.d. frá Þýskalandi, Bretlandi og Jap- an. Gong Li, sem fer með annað aðalhlutverkið í Að lifa, er þekkt- asta leikkona Kína, og hefur hróð- ur hennar borist um víða veröld, en sagan segir að nýlega hafi kvikmyndaver í Hollywood boðið henni hlutverk í mynd með Rob- ert DeNiro og A1 Pacino í aðalhlut- verkum. Hún er fædd í Sjeníang árið 1965, en hún ólst upp í Jin- an, höfuðborg Sjandong-héraðs. Hún er af menntuðu fólki komin, móðir hennar er skjalavörður og faðir hennar var hagfræðiprófess- or. Gong Li hóf leiklistamám í helsta leiklistarskóla Pekingborg- ar árið 1985 og að því loknu hóf hún að kenna við skólann. Það var þar sem Zhang Yimou kom auga á hana þegar hann var að leita að leikuram í fýrstu mynd sína, Rauða Sorghum. Eftir frá- bæra frammistöðu í henni lék Gong aðalhlutverkið í Leirstríðs- manninum (1989), og myndum Zhangs, Ju Dou, Rauða lampan- um og Sögunni af Qui Ju. Alls hefur Gong leikið í 13 kvikmynd- um og fyrir hlutverkið í Far vel frilla mín (1993) hlaut hún verð- laun kvikmyndagagnrýnenda í New York sem besta leikkona í aukahlutverki. hafi haldið honum gangandi í lifinu þrátt fyrir allt mótlætið sem hann hafi þurft að þola. „Er þetta ekki sama óskin sem hefur leitt til þróunar mannsins allt frá fyrstu tíð? Ævarandi von þrátt fyrir mót- læti og erfiðleika er það sem lífið snýst um,“ segir Zhang. ZHANG Yimou við tökur á kvikmynd- inni Að lifa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.