Morgunblaðið - 02.11.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.11.1995, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hættulegt að lækka þá Við erum öll tilbúin að lofa með tíu fingur upp til Guðs að fara aldrei frá þér, þó við fengjum ekki nema hálf laun þeirra ómissandi... Ríkið og Hafnarfjörður í viðræðum vegna stækkunar álvers Hlutur bæjarins í skatt- tekjum endurskoðaður RÍKISVALDIÐ hefur að undan- fömu staðið í viðræðum við Hafnarfjarðarbæ um endurskoðun á hlut bæjarins í heildarskatttlagn- ingu íslenska álfélagsins (ÍSAL) vegna áforma um stækkun álvers- ins. Indriði H. Þorláksson skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneytinu segir að endurskoðunin sé hluti af því umhverfí sem fyrirhugaðri stækkun er skapað. Tryggvi Harð- arson sem leiðir viðræður af hálfu Hafnarfjarðar segir samkomulag í sjónmáli en hins vegar sé eftir að fá samþykki ráðherra og bæjar- stjórnar. Hugmyndir um þessar breyting- ar munu vera runnar undan rifjum forráðamanna ÍSAL samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, sem hafi óskað eftir að reglur þar að lútandi yrðu færðar nær því sem gerist í nágrannalöndum. Nú er það svo að skattlagning á ÍSAL er fast gjald miðað við framleidd tonn af áli, og hefur það verið um 20 dollarar á hvert tonn. Á sein- asta ári nam álframleiðslan tæpum 100 þúsund tonnum, sem jafngild- ir um tveimur milljónum dollara í skattlagningu. Fyrirséð að skatttekjur lækki „Það hefur orðið nokkur breyt- ing á fyrirkomulagi á skattgreiðsl- um ÍSAL sem kallar á formbreyt- ingu þessarar skiptingar. Við höf- um haft það sjónarmið í huga að skatttekjur Hafnarfjarðar yrðu hliðstæðar því sem gildir um skatt- tekjur sveitarfélaga af atvinnu- rekstri almennt, þá fyrst og fremst fasteignagjöldum. Markmiðið er sem sagt að færa þetta nær ís- lenska skattkerfinu eins og það er í reynd,“ segir Indriði. Hann segir ekki einhlítt að breytingin. leiði til skerðingar á hlut Hafnarfjarðar, en J)að velti vitaskuld á afkomu ISAL og eflaust verði hlutfall þeirra af skatttekjum stundum hærri og stundum lægri. Hann telji að á næstu uppbyggingarárum verði það hærra en verið hefur að und- anfömu. Skatttekjur ríkisins, sem verið hafa 80-90 milljónir króna seinustu ár, verði fyrst og fremst háðar afkomu ÍSAL. Indriði kveðst eiga von á að lækkun verði á þessum tekjum þegar afskriftartími nýrrar fjár- festingar, þ.e. stækkunar, hefst. „Sjálfgefið er að þegar fyrirtækið stendur í miklum fjárfestingum eða hefur lokið þeim, eru afskrift- ir háar og skattstofninn lítill," segir Indriði. 50 milljónir í fyrra Bærinn hefur fengið 18% af framleiðslugjaldinu sem skiptist í fastagjald á framleitt tonn og hlut af tekjuskatti ef afkoma ISAL hefur verið góð. Hlutur ríkisins hefur verið 82% að frádregnum 250 þúsund dollurum, sem er fastagjald til Hafnarfjarðar, en það er lágmarkstrygging óháð framleiðslu. Bærinn fékk á sein- asta ári tæpar 50 milljónir króna af fastagjaldi og tekjuskatti, en að sögn Tryggva hefur það nánast verið undantekning að fyrirtækið hafi greitt tekjuskattinn, eða tvisv- ar til þrisvar á seinustu 25 árum. Um fyrri skiptingu varð ekki samkomulag á sínum tíma og tók ríkið einhliða ákvörðun um hana. „Á þessu tímabili hafa átt sér stað breytingar á íslensku skatta- kerfi sem leiða til endurskoðunar og einnig hefur álverksmiðjan skil- að mjög litlum skatttekjum til Hafnarfjarðar miðað við stærð og uppgang. Afslátturinn í gegnum tíðina nemur um 66% miðað við eðlileg gjöld, þ.e. fyrirtækið hefur greitt 34% af því sem það hefði átt að greiða," segir Tryggvi. „Það hlutfall mun lagast við þessa endurskoðun, en þess ber að geta í því samhengi að aðstöðu- gjald hefur dottið út sem tekju- stofn hjá sveitarfélögum. Milli full- trúa bæjarins og ríkisins hafa ver- ið skiptar skoðanir en ég tel að ákveðin niðurstaða liggi fyrir,“ segir Tryggvi. Verulegur afsláttur veittur Tryggvi segir að samið sé um alla frarnleiðsluna í einu, en stækkunin sé ekki tekin fyrir sér- staklega. Ljóst sé að það sem bærinn hafi haft fast muni ekki rýma við þessa endurskoðun, en engu að síður muni bærinn gefa verulegan afslátt af fyrri hlut. „Við hefðum hins vegar aldrei sætt okkur við að okkar hlutur myndi rýrna frá því sem verið hefur hvað varðar öruggar greiðsl- ur,“ segir Tryggvi. Háskóli Sameinuðu þjóðanna Sjávarútvegsskóli HSÞ á íslandi "■3ÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að ^ leggja fram form- lega tillögu til Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tokyo um að kannað verði ítarlega að stofnsetja Sjáv- arútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Hann yrði rekinn með svipuðu sniði og Jarð- hitaskóli Háskóla Samein- uðu þjóðanna, sem hefur starfað hérlendis síðan 1979. Ingvar Birgir Friðleifs- son var skipaður formaður starfshóps, sem utanríkis- ráðherra kom á laggirnar 21. júní sl, Hópnum var ætlað að gera úttekt á námskeiðum sem hægt Ingvar Birgir Friðleifsson væri að bjóða upp á og nýta til háskólanáms á framhaldsskóla- stigi innan vébanda fyrirhugaðs sjávarútvegsskóla. Eru líkur á að tillagan gangi eftir? „Starfshópurinn er bjartsýnn á að þetta nái fram að ganga. Niðurstaða hópsins var sú að mikil þörf væri í þróunarlöndun- um fyrir sérhæfða þjálfun á ýmsum sviðum sjávarútvegs. Hafréttarsáttmáli SÞ veitir öll- um strandríkjum rétt til efna- hagslögsögu. Þetta leggur þær skyldur á herðar þjóða sem eiga Iand að sjó, ekki síst þróunar- landa, að fylgjast vel með nýt- ingu fiskistofna sinna og meta stærð þeirra með vísindalegum aðferðum og stjórna veiðum. Ef þær sýna ekki fram á að fiski- stofnar í þeirra lögsögu séu nýttir, getur alþjóðlegi flotinn veitt þar að vild. Þróunarlöndin geta hagnast verulega á að til- einka sér fiskveiðitækni og vinnsluaðferðir iðnvæddu ríkj- anna, ef þau aðlaga þekkinguna sínum aðstæðum. Hvernig verður námsfyrirkomu- lagi háttað? „Við fórum yfir hvar þörfín væri mest í hinum ýmsu heims- hlutum og lögðum til að þegar skólinn yrði kominn í gang yrðu þar sjö námsbrautir. í fyrstu yrðu námsbrautirnar þó aðeins fjórar, því mikil vinna færi í að undirbúa námsefnið. Þeim myndi svo fjölga smátt og smátt. Háskóli SÞ veitir eingöngu fólki frá þróunarlöndum náms- styrki og þjálfun. Rekstrarfram- lag íslands til skólans verður hluti af okkar framlagi til þróun- araðstoðar. Hins vegar getum við líka tekið inn nemendur frá iðnvæddum ríkjum, en þeir, fyr- irtæki þeirra eða ríki yrðu að kosta námið og dvölina á íslandi að fullu.“ Hver verður kostnaður ________ við þessa framkvæmd? „Fyrsta starfsárið er reiknað með að stofn- og rekstrarkostn- aður skólans verði um 33 milljónir króna, en þá er reiknað með átta nemendum. Annað starfsárið er miðað við að kostn- aður verði um 39 milljónir króna, en þá er reiknað með 16 nemendum. Það á hins vegar eftir að semja um hvernig fram- lög íslands og HSÞ skiptast." Hvenær er áætlað að skólinn hefj'i göngu sína? „Áætlað er að starfsemi geti hafist vorið 1997 og skólahald standi frá apríl fram í október. Starfshópurinn mælir með því ► Ingvar Birgir Friðleifsson lauk prófi í jarðfræði frá St. Andrews-háskóla í Skotlandi 1970 og doktorsprófi frá Ox- ford-háskóla í Englandi 1973. Hann hóf störf við jarðhitaleit hjá jarðhitadeild Orkustofnun- ar 1973. Hann hefur verið for- stöðumaður Jarðhitaskóla HSÞ frá upphafi eða 1979 utan þess er hann starfaði sem yfirmað- ur verkefnamats við Norræna fjárfestingabankann í Helsinki 1986-1988. Hann hefur starfað í fjölmörgum alþjóðlegum nefndum um jarðhitamál og þróunarmál og flutt fyrirlestra á ráðstefnum og við mennta- stofnanir í um 30 löndum í öll- um heimsálfum. Hann er kvæntur Þórdísi Árnadóttur, skrifstofustjóra Rótarýum- dæmisins á Islandi, og eiga þau þijár dætur. að skólinn verði til húsa í Sjáv- arútvegshúsinu hjá Hafrann- sóknastofnunni og Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, en Há- skóli íslands stefnir að því að flytja meistaranám í sjávarút- vegsfræðum og ýmsa starfsemi tengda sjávarútvegi og mat- vælafræði í byggingu á sömu torfu. Það yrði mjög gott fyrir sjávarútvegsskólann. Kennarar munu líklega koma frá þessum stofnunum og Háskólanum á Akureyri. Við gerum ráð fyrir að sérhæfða námið geti sumt verið í Reykjavík, en annað á Akureyri. Við vonumst til að þótt starfsemin verði þarna til húsa geti samstarf við háskól- ana á Akureyri og í Reykjavík orðið mjög virkt. Eins gerum við ráð fyrir að sö- lusamtök fiskfram- leiðenda og ýmis út- gerðarfyrirtæki komi þarna inn í. Nánari útfærsla og samn- ingar við einstök fyrirtæki og kennara bíða þó betri tíma.“ Hver verða næstu skref í mál- inu? „Það sem gerist næst er að forathugunin og þetta formlega tilboð fer til Tokyo. Þá munu aðalstöðvar HSÞ láta alþjóðlega matsnefnd fara yfir tillögur Is- lands um stofnun og rekstrar- fyrirkomulag skólans. Ef niður- staðan verður jákvæð og samn- ingar nást um kostnaðarskipt- ingu og annað, þá má gera ráð fyrir að fyrstu nemendurnir í Sjávarútvegsskóla HSÞ hefji nám á Islandi vorið 1997. Starfsemin gæti hafist vorið 1997

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.