Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 13
FRÉTTIR
Fundur sunnlenskra bænda og verkalýðsforystu um landbúnaðarmál
Áhersla á nýjungar, atvinnu-
sköpun og samkeppnishæfni
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
FRÁ fundi Alþýðusambands Suðurlands og Búnaðarsambands Suðurlands á Hvolsvelli.
Selfossi. Morgunblaðið
FORYSTA Alþýðusambands Suður-
lands telur nauðsynlegt að samráð
sé milli bændaforystunnar og full-
trúa vinnumarkaðarins um mótun
atvinnustefnu fyrir bændur og þá
fjölmörgu sem byggja afkomu sína
á úrvinnslu landbúnaðarafurða og
þjónustu við landbúnaðinn.
Hansína Á. Stefánsdóttir for-
maður Alþýðusambands Suður-
lands sagði að bændur og neytend-
ur ættu sameiginlega hagsmuni
sem fælust í því að byggja upp
öflugan landbúnað sem gæti staðist
samkeppni við þann innflutning
sem í vændum væri. „Allt sem
snertir sunnlenskan landbúnað
snertir vinnandi fólk á Suðurlandi,"
sagði Hansína á fundi sem Alþýðu-
samband Suðurlands og Búnaðarfé-
lag Suðurlands héldu á Hvolsvelli á
þriðjudag. Á fundinum, sem stóð
fram á nótt og um 100 manns sóttu,
sagði Ari Skúlason hagfræðingur
ASÍ meðal annars að það væri rætt
i alvöru innan sambandsins að taka
engan frekari þátt í samstarfi við
bændur þar sem þeir hefðu hafnað
slíku samstarfi.
Byggðarlögin byggja á
landbúnaði
Hansína sagði að nauðsynlegt
væri að endurskoða landbúnaðar-
stefnuna með sterkri kröfu um nýj-
ungar í matvælaframleiðslunni.
Nýgerður búvörusamningur þar
sem samráði var hafnað við verka-
lýðsforystuna væri dæmi um hvern-
ig ætti ekki að standa að málum.
Bergur Pálsson formaður Búnað-
arsambands Suðurlands lagði
áherslu á það að landbúnaðurinn
veitti fjölda manns atvinnu og heilu
byggðarlögin á Suðurlandi byggðu
afkomu sína á landbúnaðinum beint
og óbeint. Hann benti á að verð til
framleiðenda hefði lækkað á undan-
förnum árum og ekki væri hægt
að ganga lengra í þeim efnum.
Hann sagði að innflutningur væri
staðreynd. Það væri sjálfsögð krafa
neytenda að hafa sem mest val.
Gera yrði þá kröfu af hálfu bænda
að landbúnaðurinn byggi við sömu
aðstæður og erlendis. Ennfremur
að tollar væru lagðir á innfluttar
landbúnaðarvörur sem sannanlega
væru niðurgreiddar í framleiðslu-
landinu.
Guðmundur Gylfi Guðmundsson
hagfræðingur gagnrýndi nýgerðan
búvörusamning og sagði líkur á að
framleiðsla sauðfjárafurða ykist.
Hann sagði nauðsyn á aðhaldi varð-
andi kostnað innanlands og að það
væri ekki spurning um það hvort
verð á landbúnaðarvörum lækkaði
heldur hvort íslendingar borðuðu
innlendar eða erlendar vörur._
Hagsmunir fara saman
Kjartan Ólafsson ráðunautur hjá
Búnaðarsambandi Suðurlands fór
yfir stöðu landbúnaðarins á Suður-
landi miðað við landið. 82% ylrækt-
ar eru á Suðurlandi, 60% kartöflu-
ræktar, 15% alifuglabúskapar, 16%
eggjaframleiðslu, 36% svínaræktar,
hrossarækt hefur 32% hlutfall, ull-
arframleiðsla 16%, sauðfé 18%,
nautgriparækt 35% og mjólkur-
framleiðslan 36% hlut. Hann sagði
þá spurningu 'áleitna hvort það
tækist að halda þessu hlutfalli og
þá um leið því stóra hlutfalli starfa
sem tengdist landbúnaði. Þar færu
hagsmunir bænda og atvinnulífsins
saman. Hann benti einnig á að
1965 hefði hlutfall matvöru í fram-
færsluvísitölu verið 32,8% en hefði
verið 16,1% 1994. Þar af væri vægi
innlendrar matvöru 7,4%. Miðað við
það hlutfall væri of mikið gert úr
verðlagningu búvara í almennri
umræðu. Á árunum 1988 - 1995
hefði matvara hækkað minnst út-
gjaldaliða heimilanna. Kjartan lagði
áherslu á nauðsyn þess að byggja
upp öflugan landbúnað sem stæðist
innflutningi snúning og það mætti
ekki gerast að stjórnvöld notuðu
landbúnaðinn sem byggðapólitískt
athvarf. Slíkt rýrði þróttmikla sam-
keppnisstöðu landbúnaðarins og
kæmi í veg fyrir framþróun.
Lögmanns-
þóknunmeð
sama hætti
og fyrr
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest
dóm héraðsdóms um að tryggingafé-
lagi beri að greiða lögmannsþóknun
vegna skaðabótakröfu með sama
hætti og gert- var fyrir gildistöku
skaðabótalaganna, það er sem hlut-
fall að bótafjárhæð. Tryggingafélag-
ið vildi gera lögmannsþóknunina upp
samkvæmt vinnutímaframlagi.
Eftir gildistöku skaðabótalaga
tóku tryggingafélögin greiðslu lög-
mannskostnaðar til endurskoðunar.
Þau vildu m.a. greiða lögmönnum
samkvæmt áætluðu vinnuframlagi,
þegar þau á annað borð töldu þörf
á atbeina lögmanns við bótauppgjör.
Gjaldskrá lögmannsstofanna tekur
hins vegar mið af bótafjárhæðum.
Sömu sjónarmið og fyrr
Lögmaður höfðaði fyrir hönd skjól-
stæðings síns mál gegn tryggingafé-
lagi vegna lögmannsþóknunar við
uppgjör slysatjóns. Tryggingafélagið
hafði greitt 25 þúsund krónur vegna
vinnu lögmannsins og var tekið við
bótunum með fyrirvara vegna þess.
í niðurstöðu héraðsdómara segir að
ekki verði fullyrt að vinna lögmanna
vegna tjónauppgjöra hafí minnkað
svo neinu nemi við gildistöku laganna
og var félagið dæmt til að greiða 29
þús. kr. til viðbótar.
Tryggingafélagið áfrýjaði til
hæstaréttar. í niðurstöðu hæstaréttar
segir að ekki þyki efni til að byggja
á því, svo sem áfrýjandi gerir, að
eftir gildistöku skaðabótalaganna sé
bótakrefjendum almennt ekki þörf á
sérfræðilegri aðstoð til að gæta hags-
muna sinna við bótauppgjör.
Sorpbrennsla ísfirðinga
Morgunblaðið/Siguijón J Sigurðsson
SORPBRENNSLAN í Skarfaskeri.
Skarfasker leysir
Funa af hólmi
HOLLUSTUVERND ríkisins hef-
ur veitt sorpbrennslustöð ísfirð-
inga á Skarfaskeri við Hnifsdal
starfsleyfi til 3 mánaða.
Sorpbrennslustöðin Funi í
landi Kirkjubóls við Engidal
leysti stöðina á Skarfaskeri af
hólmi sl. sumar en hún skemmd-
ist verulega í snjóflóði í síðustu
viku.
Að sögn Ólafs Péturssonar,
deildarstjóra hjá Hollustuvernd
ríkisins, var enginn annar kostur
í stöðunni þar sem nýja sorp-
brennslustöðin er óstarfhæf eftir
snjóflóðið en að samþykkja að
gamla stöðin yrði tekin í notkun
að nýju.
Starfræksla stöðvarinnar I
Skarfaskeri mætti á sínum tíma
mikilli andstöðu Hnífsdælinga.
Enginn mengunarvarnarbúnaður
var i stöðinni auk þess sem mik-
ill reykur fylgdi starfseminni og
olli íbúum í Hnífsdal óþægindum.
Ólafur Pétursson sagði að
stöðin á Skarfaskeri uppfyllti
engan veginn kröfur sem gerðar
séu til stöðva af þessu tagi í dag.
1 Funa séhins vegar hreinsibún-
aður sem eyði óæskilegum efnum
sem myndast við brennslu sorps.
Þriggja mánaða starfsleyfi
stöðvarinnar á Skarfaskeri er
háð ýmsum takmörkunum, að
sögn Ólafs, m.a. um að ekki sé
brennt í stöðinni þegar vindur
stendur á Hnífsdal og auk þess
eru sett takmörk við brennslu
stærri hluta úr plasti og gúmmíi
til að draga úr reyk frá brennsl-
unni.
Viltn hafa það
svart/hvftt eða 1 lit?
HP Desk Jet bleksprautuprentarar
HP 340 kr. 26.900 \YH HP 8501’ kr. 58.900
HP 600 kr. 28.900 nír HP 1200C kr. 97.000
HP 660C kr. 38.900 111» 1600C kr. 149.900
HP LaserJet geislaprentarar
111* 5L kr. 54.900 wu 111» 51» kr. 115.500
Hl» 4Plus kr. 109.900 111» 4M Plus kr. 234.000
I HEWLETT
I PACKARD
Viðurkenndur
söluaðili
Þjónusia og ábyrgö
BOÐEIND
Við erum í Mörkinni 0 - Sími 588 2061 • Fax 588 2062