Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 15

Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 15 Morgunblaðið/Einar M. Guðmundsson N E YÐ ARDKÝLIÐ klætt. Þórð- ur Guðmundsson, Guðmundur Agústsson, _ Ragnar Hlöðvers- son og Ivar Þórðarson. Yiðgerð á SVFI-skýli á Mýrnatanga Vogum - Nýlega fór fram viðgerð á neyðarskýli Slysavarnafélags Is- lands á Mýrnatanga á Mýrdals- sandi. Það er björgunarsveitin Skyggnir í Vogum sem hefur með viðhald og rekstur skýlisins að gera, en sveitinni var úthlutað þessu verkefni fljótlega eftir stofn- un hennar 1992. Neyðarskýlið á Mýrnatanga er með eldri neyðarskýlum og er mið- að við að fara einu sinni á ári til laga það sem þarf, mála og end- urnýja neyðarbirgðir. I haust voru endurnýjaðar klæðningar á tveim- ur hliðum og skýlið málað að utan og ný talstöð sett upp. LANDIÐ Reglulegar veðurathuganir í Stykkishólmi í eina og hálfa öld Gömlum upplýs- ingum komið í tölvutækt form Stykkishólmi - Þess var minnst við hátiðlegga athöfn í Stykkis- hólmi nýlega að 1. nóvember voru 150 ár liðin síðan Árni Thorlacius sem hér var kaupmaður hóf reglubundið að gera veðurmæl- ingar í Stykkishólmi. Síðan þá hafa veðurathuganir farið fram samfellt í Stykkishólmi. Unnið er að því að koma upplýsingum sem Arni aflaði í veðurmælingum sín- um í tölvutækt form. Samkoman var haldin í Norska húsinu, en það hús byggði ein- mitt Árni Thorlacius um 1832. Trausti Jónsson veðurfræðing- ur sagði fráfyrstu veðurat- hugunum á íslandi á 18. og 19. öld. Má segja að veðurathuganir séu til allt frá 1779 en ekki sam- fellt fyrr en Árni hóf sínar mæl- ingar. Fyrstu tæki til veðurat- hugana voru n\jög misjöfn og mismunandi mælikvarðar notað- ir og því erfitt að gera saman- burð á veðri frá þessum tíma. Páll Bergþórsson fyrrum veð- urstofustjóri gerði grein fyrir störfum Árna, sem fæddist árið 1802 og leitaði sér menntunar í Danmörku. Hann stundaði sigl- ingar á seglskútum milli Noregs og Danmerkur. Með þessa þekk- ingu kom hann heim og hafði mikinn áhuga á að mennta ís- lenska sjómenn. Hann taldi að kunnátta á þessu sviði stuðlaði að auknu öryggi á sjó. Nákvæmar mælingar og mikilvægar heimildir Árni skrifaði kennslubók fyrir sjómenn en aldrei varð af því að hún væri gefin út. Þessi áhugi Árna hefur örugglega orðið til þess að hann hóf veðurmælingar. Allar athuganir hans voru ná- kvæmar og eru mikilvægustu heimildir um veður á þessum tíma. Nú er verið að koma þess- um upplýsingum í tölvutækt form, sem mun auðvelda allan aðgang að þeim. Á samkomunni las Þórhildur Pálsdóttir úr Ijóðum Sigurðar Breiðfjörð, en Árni var vinur hans og velgjörðarmaður. Lárus Pétursson og Lana Betts léku saman á gítar og flautu. Sam- koman var vel sótt og tókst vel. Eftir að hafa hlustað á þennan fróðleik geta menn betur gert sér grein fyrir hversu stórhuga og framfarasinnaður Árni Thorlacius var og afrek hans snerta alla landsmenn enn í dag og halda á lofti fornri frægð Stykkishólms. Morgunblaðið/Ámi Helgason NORSKA húsið í Stykkishólmi sem Árni Thorlacius byggði árið 1832. TRAUSTI Jónsson fjallaði um veður- athuganir á íslandi á 18. og 19. öld. PÁLL Bergþórsson rakti æviferil Árna. Til styrktar átakinu höfum við ákveðið að leita til bifreiða- eigenda með útgáfu á happdrættismiðum þar sem höfðað er til bílnúmers yðar, og hefur hvert bílnúmer sitt ákveðna lukkunúmer. Lukkunúmer þetta getur fært yður veglegan vinning. Með þátttöku og stuðningi yðar getur það leitt til fækkunar slysa á börnum í umferðinni. Það er vinningurinn sem við sækumst öll eftir. Ágæti bifreiðaeigandi, sýnið varúð í akstri. Skólar hafa byrjað starfsemi sína og ungir vegfarendur eru á ferö í rökkri. Endurskinsborði er einfalt öryggistæki, hjálpið okkur að láta Ijós barnanna skína. Landsátak um velferð barna í umferðinni! Ágæti bifreiðaeigandi! „Látum Ijós okkar skína" er landsátak skátahreyfingarinnar til þess að stulða að bættri umferðarmenningu. Öll sex ára börn fá að gjöf veglegan endurskinsborða, sem þau geta borið yfir öxlina. Sömuleiðir sendum við fjölskyldum sex ára barna ítalegt rit sem fjallar um allar helstu hættur sem börn þurfa sérstaklega að varast í umferðinni, ekki síst í skammdeginu. Tryggjum öryggi barna í umferðinni. | ..\ i | i i i \ /.* Heildarverðmæti vinninga 16.962.000 kr., m.a. : BMW 520'i/A, 2,0 I DOHC 24 ventla - 6 strokka, 150 DIN hestöfl. ABS hemlakerfi, hraðatengt vökvastýri, innbyggð þjónustutölva, fjarstýrðar samlæsingar, 5 þrepa sjálfskipting m/tölvuvali, rafdrifnar rúður, hiti í sætum og ýmis annar lúxus aukabúðnaður, 40 skíðapakkar frá Skátabúðinni, 20 pakkar frá Japis, 20 myndbandstæki frá Japis, 20 ferðavinningar frá Samvinnuferðum - Landsýn o.m.fl. - Allir vinningarnir eru skattfrjálsir. þandsbanki Islands Banki nllrn landsmnnna JAPISS Póst giro IVIIÐAVERÐ 789 KR. 789 VinilUIIUGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.