Morgunblaðið - 02.11.1995, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Endurskoð-
endur Lloyd’s
dæmdir ábyrgir
Viðræðurnar um frið í Bosníu hafnar í Bandaríkjunum
Reuter
LEIÐTOGAR samninganefnda deiluaðila í Bosníu komu í gær til Dayton í Ohio. Á vinstri mynd-
inni er Haris Silajdzic forsætisráðherra stjórnarinnar í Sarajevo og til hægri Slobodan Milosevic
forseti Serbíu.
Hafa ferðafrelsi inn-
an herstöðvarinnar
Dayton. Reuter.
VIÐRÆÐURNAR um frið í Bosníu
fara fram í Wright-Patterson-her-
stöðinni í Dayton í Ohio, stærstu
bækistöð bandaríska flughersins.
Munu samningamenn þjóðanna, sem
borist háfa á banaspjót í Bosníu,
koma saman á Hope Hotel og þar
munu þeir reyna að friðmælast í
herbergi, sem heitir eftir risaflug-
virkinu B-29. Þeir geta farið um
alla herstöðina að vild en heldur
ekki lengra.
„Það má alls ekki skilja það svo,
að þeir verði í einhveiju stofufang-
elsi,“ sagði bandarískur embættis-
maður en herstöðin var valin með
það í huga, að þar mætti „endur-
skapa stemmninguna", sem ríkti í
Camp David þegar fyrstu samning-
amir um frið í Miðausturlöndum
voru undirritaðir. Þar er heldur eng-
in hætta á átroðningi óviðkomandi
manna og fréttamönnum verður ekki
hleypt inn fyrir hliðið fyrr en frá
einhverju verður að segja.
Wright-Patterson-herstöðin er
rúmlega 3.600 hektarar og samn-
ingamennimir geta notfært sér alla
þá aðstöðu, sem þar er að finna, tvo
golfveili, veitingahús og fleira. Þeim
verður hins vegar ekki leyft að yfir-
gefa herstöðina nema alfamir.
Þrír túlkar fyrir
sömu tunguna
Þegar Warren Christopher setti
viðræðumar með ræðu í gær var
hún samstundis þýdd yfir á frönsku
og rússnesku og auk þess vom þrír
aðrir túlkar að störfum. Þýddi einn
yfir á bosnísku, annar á króatísku
og sá þriðji á serbnesku. Gefur þetta
nokkra innsýn í deilumar í Júgóslav-
íu því að í raun er um eitt og sama
málið að ræða, serbó-króatísku.
Eins o g margoft hefur komið fram
ber mikið á milli deiluaðilja og þess
vegna hefur verið ákveðið, að samn-
inganefndimar hittist ekki augliti til
auglitis til að byija með. Þess í stað
munu þeir Richard Holbrooke, sátta-
semjari Bandaríkjastjórnar, og Carl
Bildt, starfsbróðir hans hjá Evrópu-
sambandinu, bera orð á milli og
reyna að fá menn til að binda enda
á mesta blóðbað í Evrópu frá lokum
siðari heimsstyijaldar. Óljóst er
hversu langan tíma viðræðurnar
geta varað en búist er við að þær
standi a.m.k. í nokkrar vikur. Ætl-
unin er að reyna til þrautar að leysa
Bosníu-deiluna. Holbrooke sagði að
Christopher myndi leggja 10 kafla
friðaráætlun fyrir samninganefnd-
imar en útskýrði ekki nánar í hveiju
tillögumar væru fólgnar.
Megin viðfangsefni samningavið-
ræðnanna er að draga svæðamörk
svo svarnir óvinir, múslimar annars
vegar og Bosníu-Serbar hins vegar,
geti lifað í sátt í sambandsríki. Ann-
að deiluefni sem reynt verður að
leysa við samningaborðið er hvort
hægt verður að sameina Austur-Sla-
voníu Króatíu með friðsamlegum
hætti. Hafa Króatar hótað að gera
það með hervaldi takist samningar
ekki.
Leiðtogar margra kirkjudeilda og
annarra safnaða hafa einnig skorað
á fólk í Dayton og öðrum bæjum í
nágrenni herstöðvarinnar að biðjast
fyrir og fasta í von um viðræðurnar
beri góðan árangur.
London. Reuter.
STÓRUM hópi fjárfesta á trygg-
ingamarkaði fyrirtækisins Lloyd’s í
London voru á mánudag dæmdar
háar skaðabætur vegna vanrækslu
endurskoðenda tryggingasamtaka
'innan Lloyd’s, sem rekin voru með
tapi.
Dómurinn gæti haft í för með sér
að fjárfestarnir, eða ábyrgðamenn-
irnir, sem kaliaðir eru „nöfnin",
gætu fengið allt að 300 milljónir
sterlingspunda (30 milljarða ísl. kr.)
í skaðabætur. Fé fjárfestanna var
veitt í Merrett tryggingasamtök 418,
en ábyrgðaraðili og endurskoðandi
þeirra var fyrirtækið Ernst & Whinn-
ey, sem nú heitir Ernst & Young.
Fyrirtækið hyggst áfrýja þessum
skaðabótaúrskurði.
Fundnir sekir um vanrækslu
Ýmsir aðrir hópar fjárfesta hafa
íhugað að leita réttar síns gegn end-
urskoðendum hjá Lloyd’s, en þetta
er fyrsta stórmálið þar sem endur-
skoðendur hafa verið fundnir sekir
um vanrækslu og má líta á það sem
prófmál.
„Þetta er sláandi sigur. Ég held
að við hefðum ekki fengið betri nið-
urstöðu, þótt við hefðum skrifað
dóminn sjálfír,” sagði John Mays,
formaður félags fjárfesta í Merrett
tryggingasamtökum 418, á blaða-
mannafundi. Um tvö þúsund manns
London. Reuter.
ÁRIÐ, sem nú er að líða, er það hlýj-
asta í Bretlandi frá því mælingar
hófust fyrir 300 árum. Telja sumir
vísindamenn það vera ákveðna vís-
bendingu um gróðurhúsaáhrifin svo-
kölluðu og að veður fari hlýnandi.
Á tólf mánaða tímabili frá 1. nóv-
ember á síðasta ári hefur meðalhitinn
verið 11,2 gráður á celsíus og hefur
aldrei verið meiri frá því mælingar
hófust árið 1659.
„Ég tel, að þetta fari langt með
eru í félagi fjárfesta í Merrett. Fjár-
festarnir ieggja til fé og meðan allt
leikur í lyndi fá þeir ríflegar rentur.
En fjárfestarnir bera einnig ábyrgð
og hafa í raun lagt allar sínar eigur
að veði fyrir fjárfestingu sinni þann-
ig að kröfum á hendur trygginga-
samtökunum er vísað til þeirra. Oft
geta fjárfestar tapað fé árum saman
vegna langtímakrafna um skaða-
bætur.
Helsta ástæðan fyrir tapinu, sem
málaferlin gegn endurskoðendum
Merrett tryggingasamtaka 418 snú-
ast um, var kröfur um skaðabætur
vegna asbest-eitrunar og mengunar-
mála í Bandaríkjunum. Þessar kröf-
ur eru ein af meginástæðunum fyrir
átta milljarða punda (808 milljarða
ísl. kr.) tapi Lloyd’s frá árinu 1988.
Um 30 þúsund fjárfestar eru hjá
Lloyd’s og helmingur þeirra hefur
leitað réttar síns til að ná aftur féj
sem hefur tapast á undanförnum
árum vegna bæði skaðabótamála og
meintrar óstjórnar.
Lloyd’s er að reyna að binda enda
á málaferlin með samningum og
hyggjast öngla saman 2,8 milljörð-
um punda (283 milljörðum ísl. kr.)
til að bæta fjárfestunum tap þeirra.
Urskurðurinn í gær mun auka þrýst-
inginn á endurskoðendur um að
leggja sitt af mörkum til þeirrar
upphæðar.
að sanna kenninguna um gróður-
húsaáhrifin," segir David Llewellyn-
Jones, prófessor við háskólann í Leic-
ester, og Malcolm Brooks, sem starf-
ar við Hadley-rannsóknastöðina í
loftslagsfræðum, segir niðurstöðuna
styðja spár um, að þetta ár, 1995,
verði þáð hlýjasta um heim allan frá
því athuganir hófust.
„Flestir sérfræðingar eru sammála
um, að lofthiti fari hækkandi um
alla jörð,“ sagði hann.
Bretland
Mestu hlýindi í 300 ár
Millifært á reikninga.
® Peningaúttektir.
- Fengið yfirlit.
Þú getur lagt inn á
innlánsreikninga
í sparisjóðnum.
NYJUNG
Ql^yjlSSiU&fiulÍEuU
jNYJI Nú getur þú lagt inn og greitt reikninga •
Ag»
SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR
Reykjavxkurvegi 66 Strandgötu 8-10
$
SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK
Tjarnargötu 12, Keflavík