Morgunblaðið - 02.11.1995, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Mótmæla
í Grozní
TSJETS JENSKUR sjálfstæðis-
sinni veifar grænum fána
múslima á rústum forsetahall-
arinnar við mótmælaaðgerðir
í Grozní. Lögreglumenn hlið-
hollir yfirvöldum brutu mót-
mælin á bak aftur með því að
skjóta á mannfjöldann.
Rushdie
óáreittur
Vín. Reuter.
ÍRANAR lýstu yfir því yfír á
mánudag að þeir myndu ekki
senda leigumorðingja til höf-
uðs rithöfundinum Salman
Rushdie, sem Ayatollah Kho-
meini, fyrrum leiðtogi írans,
kvað réttdræpan fyrir sex
árum, en myndu hins vegar
aldrei gefa út skriflega yfir-
lýsingu þar að lútandi vegna
þess að það myndi sverta
heiður landsins.
Reuter
Mandela ætlar ekkí
að stöðva réttarhöld
Jóhannesarborg. Reuter.
NELSON Mandela, forseti Suður-
Afríku, sagðist ekki ætla að koma
í veg fyrir að réttarhöld færu fram
yfir Magnus Malan, fyrrverandi
varnarmálaráðherra landsins, og
10 háttsettum foringjum í her
landsins, sem taldir eru bera
ábyrgð á drápi 13 blökkumanna
fyrir átta árum.
„Ég mun örugglega ekki stöðva
framgang málsins," sagði Mandela
í samtali við breska útvarpið BBC
í gær. Til stendur að handtaka
Malan og foringjana 10 í dag vegna
réttarhalda út af morðunum 1987
og aðgerðum svonefndra Þriðju-
sveita gegn andstæðingum aðskiln-
aðarstefnu minnihlutastjómar
hvítra manna í Suður-Afríku.
„Þegar menn slátra saklausu
fólki, þar á meðal sjö börnum sem
ekki eru í neinum stjórnmálasam-
tökum, presti og safnaðarbörnum
hans, vil ég komast að því hvort
það var stefna Þjóðarflokksins,“
sagði Mandela.
Þjóðarflokkurinn, sem fór með
völd í Suður-Afríku og lýtur for-
ystu F.W.de Klerk fyrrverandi for-
seta, vill að herforingjunum verði
veitt bráðabirgða friðhelgi til að
komast hjá handtöku. Að sögn
Mandela leyfa lög landsins að
mönnum verði veitt sakaruppgjöf
vegna glæpa sem framdir voru í
pólitískum tilgangi. „Hver er pólit-
ískur tilgangur þess að myrða sak-
laus böm og gamalmenni? Var það
stefna Þjóðarflokksins að skjóta á
fólk í farþegalestum án þess að
menn vissu hverjir þar voru á ferð.
Þeir hafa frá ýmsu að segja og
það er eðlilegt að réttlætið nái
fram að ganga,“ sagði Mandela
forseti.
Constand Viljoen leiðtogi
Frelsisflokksins, samtaka hægri-
manna, hætti í gær við áform um
að fá hæstaréttinn i Pietermaritz-
burg til að setja lögbann til að
koma í veg fyrir handtöku Malans
og herforingjanna fyrrverandi.
Lögðu þeir að honum að hætta
við það svo þeir fengju tækifæri
til að hreinsa sig af ákæm sem
fyrst.
Roh
kveðst
iðrast
ROH Tae-woo, forseti Suður-
Kóreu á árunum 1988-93, sagð-
ist í gær fullur iðrunar yfir því
að hafa sankað að sér jafnvirði
654 milljóna dollara í kosn-
ingasjóð. I gær kom hann fyrir
rannsóknardómara sem munu
freista þess að draga stað-
reyndir málsins fram í dags-
ljósið, hvaðan peningarnir
korau, hveijir aðstoðuðu hann
við að fela þá og koma þeim
undan, og hvar sjóðurinn væri
nú niðurkominn. Hefur Roh
sagt að jafnvirði 242 milljóna
dollara væru enn í hans vörslu
en brigður eru bornar á þá
tölu. Talið er að hluti sjóðsins
sé falinn á leynilegum banka-
reikningum í Sviss og hafa
suður-kóresk stjórnvöld snúið
sér til yfirvalda þar í landi í
þeim tilgangi að komast yfir
féð.
Lubbers og Ellemann-
Jensen til Washington
Amsterdam, Kaupmannahöfn. Reuter.
UFFE Ellemann-Jensen fyrrverandi
utanríkisráðherra Danmerkur hætti
í gær við að hætta við framboð til
framkvæmdastjóra Atlantshafs-
bandalagsins (NATO) og er á leið
til Bandaríkjanna og Kanada vegna
málsins í boði þarlendra yfirvalda.
Bandaríkjamenn hafa ekki tekið
afstöðu til eftirmanns Willy Claes
en þó er vitað að þeir hafi ekkert
á móti ráðningu Ruuds Lubbers
fyrrverandi forsætisráðherra Hol-
lands, sem Bretar, Frakkar, ítalir
og Þjóðjverjar hafa lýst stuðningi
við._
Ólíkt Ellemann-Jensen hefur
ekki verið stungið upp á Lubbers i
starf framkvæmdastjóra NATO.
Hann hélt einnig í gær áleiðis tii
Washington til viðræðna við Warren
Christopher utanríkisráðherra
Bandaríkjanna „um framtíð NATO
og samskipti Bandaríkjanna og
Evrópuríkjanna."
Rússlandsforseti fundar með ráðgjafa
Jabloko áfrýjar
framboðsbanni
til hæstaréttar
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti fékk
leyfi til að eiga fund með aðalráð-
gjafa sínum, Viktor Iljúshín, í gær
en forsetinn verður rúmfastur út
vikuna og má ekki fara til vinnu
sinnar næstu fimm vikurnar.
Umbótaflokkurinn Jabloko áfrýjaði
í gær ákvörðun kjörnefndar um að
meina honum þátttöku í þingkosn-
ingunum í desember til hæstaréttar.
Niðurstöðu er að vænta innan
þriggja daga.
Að sögn Itar-Tass-fréttastofunn-
ar ræddu Jeltsín og ráðgjafi hans í
klukkustund um innan- og utanríkis-
mál og hvernig samskiptum forset-
ans og ráðgjafa hans yrði háttað á
meðan sjúkrahúsdvöl hans stæði.
Heimildarmaður innan Kremlar-
múra sagði fund þennan sönnun
þess að forsetinn væri nú tekinn til
starfa.
Iljúshín er fyrsti embættismaður-
inn sem fær að hitta Jelteín frá því
að forsetinn fékk hjartaáfall sl.
fimmtudag. Engar myndir hafa birst
af forsetanum, hvorki í blöðum né
sjónvarpi.
Frestur útrunninn
Frestur til að skrá framboð rann
út í gær. Alls hafa 35 flokkar verið
skráðir fyrir kosningarnar 17. des-
ember en flestar kannanir benda til
þess að hinn endurreisti kommún-
istaflokkur og þjóðernissinnar auki
mjög fylgi sitt og fái samanlagt
traustan meirihluta á þingi. Ýmsir
benda þó á að vegna þess hve völd
forsetans séu mikil séu það í reynd
forsetakosningarnar á næsta ári sem
skipti öllu máli.
Leiðtogi Jabloko, umbótasinninn
Grígorí Javlínskí, nýtur meira fylgis
í skoðanakönnunum en Jeltsín og
sama er að segja um þjóðernis-
sinnann Alexander Lebed, fyrrver-
andi hershöfðingja. Lebed og Viktor
Tsjernomýrdín forsætisráðherra,
enn einn líklegur forsetaframbjóð-
andi, hafa allir fordæmt bannið á
Jabloko sem var sakað um tæknilegt
brot á lögum.um framboð. Flokki
Alexanders Rútskojs, fyrrverandi
varaforseta, var einnig meinað að
bjóða fram.
Þekktur kaupsýslumaður og fyrr-
verandi ráðherra á Sovétskeiðinu,
Vladímír Sérbakov, hvatti í gær
flokkana til að fara að dæmi sam-
taka sinna og afsala sér réttinum
til þinghelgi. Hann sagði að væntan-
legt þing gæti orðið „þjófabæli" ef
ekki yrði öllum ráðum beitt til að
hindra misindismenn í að komast á
þing til að sleppa undan réttvísinni.
Sérbakov vitnaði í kjörriefnd sem
segði að alls hefðu 80 einstaklingar
á sakaskrá verið á framboðslistunum
sem lagðir voru fram.
Amnesty ásakar
yfirvöld í Túnis
London. Reuter.
SAMTÖKIN Amnesty Intemational
skýrðu frá því í gær, að mannrétt-
indabrot af hálfu hins opinbera færu
vaxandi í Túnis.
Amnesty hvatti til þess að pólitísk-
ir fangar yrðu látnir lausir í Túnis
og handahófskenndum handtökum
og pyntingum yrði hætt.
Samtökin halda því fram, að of-
sóknarherferð stjórnvalda hafí færst
í aukana og meðlimir öryggissveita
landsins séu friðhelgir gagnvart
hegningarlögum.
„Beitt er gerræðislegum handtök-
um, fangelsunum, pyntingum, illr
meðferð og margs konar áreiti í þeim
tilgangi að refsa eða þagga niður í
pólitískum andstæðingum, fólki sem
vogar sér að gagnrýna stjómina og
ættingjum þeirra, mannréttindafröm-
uðum, blaðamönnum og öðrum,“
sagði í yfirlýsingu Amnesty í gær.
Reuter