Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 29
PIER Paolo Pasolini
Fyrir-
lestur um
Pasolini
ODDUR Albertsson flytur fyrirlest-
ur um ítalska kvikmyndagerðar-
manninn Pasolini í Nýlistasafninu,
Vatnsstíg 3b, í dag fimmtudag kl.
20.30.
Oddur sem menntaður er í leikhús-
og kvikmyndafræðum býður upp á
smákynningu á þessum margbrotna
listamanni. Pier Paolo Pasolini, sem
var samkynhneigður, kaþólskur og
kommústi, var myrtur 2. nóvember
fyrir nákvæmlega tuttugu árum.
Eftir hann liggur fjöldinn allur af
kvikmyndum og mun Oddur fara í
saumana á hinni róttæku lífsspeki
Pasolinis sem reyndist honum ör-
lagarík. Einkum verður skoðuð
merking kvikmyndarinnar „Teor-
ema“ sem Pasolini fékk umdeild
verðlaun fyrir á kvikmyndahátíðinni
í Feneyjum 1968. Sýnd verða brot
úr kvikmyndum hans, meðal annars
síðustu kvikmynd hans „Saló, 120
dagar í Sódómu“, sem frumsýnd
var eftir hið harmræna dauðsfall
hans.
Fyrirlesturinn er öllum opinn,
viðkvæmir þó varaðir við, segir í
kynningu frá Nýlistasafninu.
LBSTIR
Lesið í prjón
LIST OG
HÖNNUN
íslcnskur hcimilis-
iðnaður
PEYSUR
Ásdís Birgisdóttir. Opið daglega frá
9-18, laugardaga 9-14. Lokað sunnu-
daga. Sýningin stendur til 3. nóv.
Aðgangur ókeypis.
MENN hafa stöðugt verið að
ryðja braut nýjungum innan
ramma textíla og myndvefnaðar á
undanförnum áratugum, og svo
langt gengur, að grunnhandverkið
mætir afgangi og á hér fjöldafram-
leiðslan nokkra sök. En skólarnir
eiga einnig dijúgan hlut að máli,
því sífellt verður erfíðara að fá að
nema upprunalegu vinnubrögðin
innan þeirra, og á það einnig við
í fijálsri myndlist, skúlptúr og graf-
ík.
Þó mátti gera því skóna, að þetta
yrði einungis tímabundið ástand
og nú standa menn á vegmótum,
því að sígilda handverkið sækir
stöðugt á með aukinni vitund fólks
á mikilvægi hins lífræna í vistkerf-
inu, og mátti víst ekki seinna
vænna.
Og það sem aldrei rýrnaði í verð-
hruninu á listaverkum, var einmitt
handverkið og listiðnaðurinn, og
er svo er komið fregna menn af
metverði á gömlum húsgögnum,
húsbúnaði og postulíni á uppboðum
úti í heimi. Handverkið hélt þannig
sínu og er meir inni í myndinni en
nokkru sinni fyrr, því við getum
ekki án þess verið þrátt fyrir ofur-
tækni og tölvur, því lífið mun alltaf
byggjast á blóði tárum og svita
ásamt vænum skammti af hugsæi,
og þar hefur maðurinn yfirburði.
Fáar þjóðir þurfa er svo er kom-
ið eins mjög á lífrænni hönnun að
halda og einmitt íslendingar, og
mun þörfin aukast til muna á næstu
árum. Er þá hörmulegt að vita til
þess að hráefnið höfum við nóg og
ágætt hæfileikafólk, en hins vegar
einnig yfrið nóg af skilningsvana
ráðamönnum og ijósamennsku í
þjóðarsálinni.
Rýninum er þannig farið, að
honum hitnar alltaf um hjartaræt-
ur, er hann sér lífræna hönnun,
sem byggist á íslenzku hráefni og
hugviti, því það er hið nútímaleg-
asta af nútímanum, og framtíðin
að auki. Svo var einnig er hann
leit verk Ásdísar Birgisdóttur
textílhönnuðar, sem Islenzkur
heimilisiðnaður kynnir þessa dag-
ana. Hún sýnir þar nær tvo tugi
af handpijónuðum peysum úr ís-
lenzku hráefni, bæði bandið og
tölurnar, sem eru handunnar. Yrk-
isefnið sækir Ásdís í þjóðlegar
hefðir og færir gömul útskurðar-
og útsaumsmynstur í nýjan búning
þ.e. lopapeysuna. Barðapijón,
klömbruhleðslur, búningar mið-
alda og litbrigði landsins verða
kveikja að nýjum og ferskum verk-
um. Við eigum frábæra hönnuði á
þessu sviði sem eru t.d. Hulda
Jósefsdóttir og Steinunn Berg-
steinsdóttir, en það fara litlar sög-
ur af því að mulið sé undir þær
og hugkvæmni þeirra virkjuð í
þágu þjóðarhagsmuna.
Stefnumörk Asdísar eru hárrétt,
því að við verðum að byggja upp
alíslenzka hönnun og það er hið
verðmætasta sem við höfum fram
að færa á heimsmarkaðinum. Við
höfum einmitt dottið svo rækilega
á rassinn með eftiröpun erlendrar
hönnunar, og stundarhagsmuni að
leiðarljósi, að tími er kominn til
að snúa vörn í sókn.
Með Ásdísi bætist góður liðs-
maður, sem vinnur af hugkvæmni
úr efniviðnum, og einkum eru þau
pijónverk athyglisverð, er einfald-
leiki og markviss formrænn stíg-
andi einkenna svo sem „Snyddur“
(4 og 5). Önnur er sérstaka at-
hygli mína vakti voru „Gopl“ (5),
„Kufl“ (7) og „Hekla" (8), en í
þeim ríkir einfaldleikinn og klár
hönnun. Myndlistarmaðurinn í mér
var þó helst með á nótunum í verk-
unum „Brynja" (18) og „Hekla“
(19), sem bæði eru úr léttlopa, því
að hin formræna blakka útgeislun
er í senn röm og kröftug.
BragiÁsgeirsson
Niður-
skurður út-
varpsstöðva
NORRÆNA einleikararáðið kom
saman á fundi í Helsinki 29.-30. sept-
ember síðastliðinn. Þar kom fram
hörð gagnrýni á niðurskurð útvarps-
stöðva til klassískrar tónlistar og
flytjenda hennar. Telur ráðið að þess-
ar aðgerðir komi niður á gæðum
útvarpsins og tónlistarlífi hvers
lands. Þá var Nomus einnig gagn-
rýnt fyrir ráðstöfun styrkja sinna
sem ráðið telur að ekki stuðli að
norrænni tónlistarsamvinnu eins og
Nomus er ætlað.
Nomus stendur að norrænni sam-
vinnu á sviði tónlistar og í því eiga
að sitja tveir meðlimir frá hveiju
Norðurlandanna. Nomus fær styrk
úr Norðurlandaráði og fjármagnar
þannig starf sitt og styrki til tónlist-
ar. Einleikararáðið sendi íslensku
ríkisstjórninni bréf þar sem skorað
er á stjórnvöld að flýta byggingu
tónlistarhúss eins og kostur er.
Steinunn Birna Ragnarsdóttir sat
fundinn fyrir hönd Félags íslenskra
tónlistarmanna.
-----»■■■♦ ♦--
Pétur Gautur
í Gerðarsafni
PÉTUR Gautur Svavarsson opnar
sýningu í Listasafni Kópavogs, Gerð-
arsafni, á laugardaginn kemur kl. 15.
Pétur Gautur stundaði nám við
Myndlistaskóla Reykjavíkur og mál-
aradeild Myndlista- og handíðaskóla
Islands og að lokum leikmyndateikn-
un við Statens Teaterskole í Kaup-
mannahöfn.
Síðan 1992 hefur Pétur Gautur
unnið að list sinni hér heima og í
Danmörku. Þetta er þriðja einkasýn-
ing Péturs, en áður hefur hann sýnt
í Portinu í Hafnarfirði 1993 og í
Gallerí Borg á síðasta ári. Að þessu
sinni sýnir Pétur Gautur á þriðja tug
málverka. Sýningin er opin alla daga
nema mánudaga frá kl. 12-18, en
henni lýkur 19. nóvember. Á opnun-
inni munu Tómas R. Einarsson og
Björn Thoroddsen flytja léttan djass.
Allt er snjóbirta
BÓKMENNTIR
Ljóð
SNJÓBIRTA
eftir Ágústínu Jónsdóttur - 78 bls.
Fjölvaútgáfan. 1995.1.680 kr.
Tvö rökkurblá tré sem leiðast
án þess að snertast. Einhvern veg-
inn þannig er kjarninn í mörgum
ljóðum Ágústínu Jónsdóttur í nýrri
bók hennar, Snjóbirtu. Leikur að
andstæðum. Líkt og í fyrri bók
sinni, Að baki mánans, beinir
skáldkonan athyglinni að ástinni
og sambandi karls og konu. Raun-
ar skiptir hún bók sinni í tvo hluta,
Rökkurblá tré og Stakt tré, sem
vísa annars vegar til samveru í
rökkurbláma og hins vegar til ein-
semdar hins staka trés. Ástinni
fylgir sársauki, samlífinu skilnaður
og sambandinu einsemd. Óham-
ingjan verður miklu átakanlegri í
ljósi hamingjunnar. Þessi and-
stæðuhyggja er sérlega áberandi í
kvæðinu Hún og hann þar sem
konan er tengd nóttinni, lífinu og
sólinni en karlmaðurinn deginum,
dauðanum og skugganum: „Rökk-
ur og Afturelding / í hringekju
áranna // fylgir sundrun samruna
/ aðskilnaði segull?“
Enda þótt Ágústína sýni í bók
þessari að hún hafi að ýmsu leyti
þroskast sem skáld, myndsköpunin
sé á stundum markvissari en í fyrri
bók hennar og áræðnin meiri, virð-
ist mér sem hún hafi ekki að öllu
leyti vandað nógu vel til ljóðavals-
ins. Innan um ágæt ljóð er að finna
allt of mörg ljóð sem
á engan hátt uppfylla
þær væntingar sem ég
geri til höfundarins.
Ljóð hennar eru oft
orðfá svo að jaðrar við
naumhyggju og því
treystir hún mjög á
tákngildi orða og hlut-
læga samsvörun ljóð-
mynda og kennda les-
enda. En slík aðferð
við ljóðasmíð er vand-
meðfarin, útheimtir
frumleika óg vill verða
dálítið klisjukennd ef
höfundur gætir sín
ekki á mikið notuðum
táknum og algengum ljóðmyndum.
í mörgum kvæðunum byggir
Ágústína á þess konar táknum og
myndliðum líkinga, tré, kross, hníf-
segg, blóð o.s.frv. í stöku ljóðum
tekst henni að gæða þessar tákn-
myndir lífi en í of mörgum kvæðum
falla þær flatar. Reyndin er líka
sú að Ágústína yrkir miklu betur
þegar hún leitar uppi myndir sem
eru út úr alfaraleið. Ekki á þetta
hvað síst um erótísk kvæði hennar
sem eru allmörg. Flest sameina
þau það að vera í senn fáguð og
dálítið áræðin. Kvæðið Perlur er
hóflegt dæmi um erótísk skrif
Ágústínu auk þess sem skáldinu
hefur tekist að draga upp skarpa
og óvænta ljóðmynd í upphafi
kvæðisins sem eykur því gildi:
Heit tárin streyma
úr augunum
eins og sæðisperlur
niður föla vanga
ijóðan munn
ávalan háls
þrútnar geirvörtur
sem engar varir þerra
á tærum nóttum
þegar þú ert
ekki lengur
Náttúran og landið
eru áberandi efnisþætt-
ir í myndsköpun og
tengjast gjarnan sam-
líðan með náttúru eða
einhvers konar allífs-
kennd. Einna bestu ljóð
Ágústínu eru þau ástar-
ljóð þar sem náttúran
verður að uppistöðu í túlkun
kennda. Við tvö er þess háttar
kvæði:
Okkur snjóar
úr álagaheimi
hrímfjaðrir
vetrarsvif
6 veröld
allt er snjóbirta
Margt er vel gert í annarri ljóða-
bók Ágústínu Jónsdóttur, Snjó-
birtu. Það er aftur á móti nokkur
galli á henni að of mörg ljóðin
byggja á of algengum og klisju-
kenndum táknmyndum og eru
miklu lakari en bestu ljóðin. í ljósi
þess að í bókinni eru 64 ljóð fæ
ég ekki varist þeirri hugsun að
markvissara og gagnrýnna ljóðav-
al hefði ef til vill fært okkur heilli
og betri bók.
Skafti Þ. Halldórsson.
Ágústína
Jónsdóttir.
SÍÐUMÚLA 34 (Fellsmúlamegin) • SÍMI 588 7332
OPIÐ: MÁNUD. - FÖSTUD. 9-18 • LAUGARDAG 10-16
Gerð: HT-490.
Búnaður: Undir og
yfirhiti. Grill
m/mótordrifnum
grillteini.
Blástursofn
Gerð: HT-610.
Búnaður:
Þrívíddarblástur.
Undir og yfirhiti (Turbo-Grill). Grill m/mótor-
drifnum grillteini. Fjölvirkur - sjö möguleikar. Forritanleg
klukka. Sjálfhreinsibúnaður. Tvöfalt kristalgler í hurð.
IIÍOT
HEIMIUSTÆKI
tOROOPTEKAAQ)
RAÐGREIÐSLUR
l