Morgunblaðið - 02.11.1995, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 37
AÐSENDAR GREINAR
Fjárlög- og málefni fatlaöra
LANDSSAMTÖKIN
Þroskahjálp hafa að
undanfömu gagnrýnt
frumvarp til fjárlaga
fyrir árið 1996 og hald-
ið því fram að fyrirhug-
að sé að skerða fjárveit-
ingar til málefna fatl-
aðra. Þessari gagnrýni
hefur verið tekið illa af
háifu sumra ráðamanna
og er því nauðsynlegt
að bijóta þessi mál til
mergjar.
Gagnrýnin beinist
aðallega að þremur at-
riðum.
1. Lögboðið fram-
lag erfðafjársjóðs í
framkvæmdasjóð fatlaðra
skert.
2. Raungildi fjárveitinga til mál-
efna fatlaðra eykst ekki á næsta
ári þrátt fyrir brýna þörf.
3. Aformað er að afnema teng-
ingu bótagreiðslna við tekjur ann-
arrí í landinu.
Framkvæmdasjóður fatlaðra
Sátt hefur ríkt um að fram-
kvæmdasjóður fatlaðra fengi óskert-
ar tekjur erfðafjársjóðs. Þessi sátt
var innsigluð í lögum um málefni
fatlaðra og hana hefur enginn rofið
fyrr en nú. Hagsmunasamtök fatl-
aðra hafa síðan fallist á að hluti af
framkvæmdasjóði rynni til afmark-
aðra og fyrirfram skilgreindra
rekstrarverkefna innan málaflokks
fatlaðra. Þessi verkefni hafa verið
t.d frekari liðveisla við
fatlaða og hækkun á
greiðslum til stuðnings-
fjölskyldna en hvort-
tveggja koma fötluðum
f heimahúsum til góða.
Frekari liðveisla hefur
auk þess stuðlað að því
að mögulegt hefur verið
að veita fötluðu fólki
þjónustu sem býr í hús-
næði sem hefur verið
fjármagnað í gegnum
félagslega íbúðarlána-
kerfið. Þannig má segja
að í stað þess að félags-
málaráðuneytið hafi
ijárfest í steinsteypu
hafi verið ákveðið að
nota fé til að veita fötluðum þjón-
ustu og á þann hátt minnka þörfina
á að fólk þyrfti að búa í húsnæði sem
er fjármagnað af framkvæmdasjóði
fatlaðra.
Landssamtökin Þroskahjálp hafa
ekki verið fullkomlega sátt við þessa
þróun en sýnt skilning á vanda fé-
lagsmálaráðherra undanfarinna ára
við að sannfæra starfsbræður sína í
ríkisstjórn um ágæti þess að kosta
þessar nýjungar í málefnum fatlaðra.
Samtökin hafa einnig fengið að vita
hvað stæði til áður en íjárlagafrum-
varp hefur verið lagt fram.
Nú hefur það hinsvegar gerst í
fyrsta sinn að hluti af erfðafjársjóði
eða 133 milljónir eiga að renna beint
í ríkissjóð. Þessi fyrirætlan kemur
mjög á óvart og er verið að breyta
þeim grundvelli sem áður hefur verið
á samvinnu milli hagsmunasamtaka
fatlaðra og ráðuneytisins. Það er því
ljóst að með því að standa að skerð-
ingu á framkvæmdasjóði fatlaðra á
þennan hátt er ekki einvörðungu
verið að ganga þvert á ákvæði laga
um málefni fatlaðra heldur er einnig
verið að ijúfa frið þann sem ríkt
hefur um framkvæmdasjóð fatlaðra
fram til þessa. Það gefst tækifæri
við afgreiðslu fjárlaga að leiðrétta
þessi mistök og er treyst á að alþing-
ismenn standi vörð um hagsmuni
fatlaðra í þessu efni. Jafnframt er
ástæða til að minna á að þar sem
óskertar tekjur erfðaijársjóðs skulu
renna í framkvæmdasjóð fatlaðra
getur það gerst að tekjur sjóðsins
verði hærri en áætlun gerði ráð fyrir
og varð það þá happ framkvæmda-
sjóðs. Nú virðist ríkissjóður ætla að
hirða þennan hugsanlega ávinning
þannig að skerðingin getur orðið enn
meiri en tölur fjárlagafrumvarpsins
gefa til kynna.
Um fjárveitingar til rekstrar
Því hefur verið haldið fram að fjár-
veitingar til málefna fatlaðra hækki
um 183 milljónir króna eða 10% á
næsta ári. Þetta er alrangt eins og
kemur skýrt fram í greinargerð með
fjárlagafrumvarpinu. Skýringamar
eru þijár.
65,5 milljónir eru fluttar frá heil-
brigðisráðuneytinu til félagsmála-
ráðuneytisins vegna þess að fyrrum
íbúar Endurhæfingardeildar Land-
spítalans í Kópavogi flytja nú í sam-
býli á vegum félagsmálaráðuneyti-
Allt tal um aukningu á
fjárveitingum til mál-
efna fatlaðra á næsta
ári, segir Guðmundur
Ragnarsson, er því
miður markleysa.
sins. Það er því ekki viðbót við
rekstrarfé málefna fatlaðra heldur
tilfærsla á milli ráðuneyta til að
veita sama fólkinu sömu þjónustu
og áður.
22,6 milljónir eru ætlaðar til rekst-
urs þriggja nýrra heimila fyrir fatl-
aða sem vom tekin í notkun á árinu
1995. Þá var áætlað að reka þau í
þijá mánuði en að sjálfsögðu þarf
nú aukna fjárveitingu til rekstrar í
12 mánuði. Ákvörðun um þessa
starfsemi var tekin þegar fjárlög
ársins 1995 voru samþykkt.
Þegar þessir tveir liðir hafa verið
dregnir frá 183 milljónum standa
eftir 95 milljónir króna og mun sú
fjárhæð vart duga til þess að standa
undir auknum launakostnaði vegna
nýrra kjarasamninga-sem gerðir voru
á þessu ári. Ætla má að til þess
þurfi töluvert meira en eitthundrað
milljónir. Sérstök athygli er vakin á
því að verið er að bera saman fjárlög
ársins 1995 en ekki niðurstöðutölur
þess árs við áætlun næsta árs.
Guðmundur
Ragnarsson
er
Allt tal um 183 milljóna króna eða
10% aukningu á fjárveitingum til
málefna fatlaðra á næsta ári er því
miður markleysa. Ljóst er að ekki
er um aukningu á fé til málefna fatl-
aðra að ræða í fjárlagafrumvarpi
ársins 1996 heldur er um niðurskurð
að ræða. Hversu mikill niðurskurður-
inn verður fer eftir því hve miklar
tekjur erfðafjársjóður hefur á árinu
1995.
Verðtryggihg lífeyrisbóta
í fjárlagafrumvarpinu er boðað að
afnema skuli tengingu fjárhæðar
bótagreiðslna við verðlag og kaup-
gjald í landinu. Hingað til hafa ör-
yrkjar getað verið vissir um að fjár-
hæðir bóta fylgi verðlagi hvers tíma
en nú er það skjól horfið. Helst lítur
út fyrir að fatlaðir verði að standa
í samningum við ríkisvaldið um
hækkun á bótum þegar laun annarra
breytast. Það er óviðunandi að etja
fötluðum út í slíka óvissu og vandséð
hvaða tilgangi það þjónar.
Á þessu ári og næsta ári er gert
ráð fyrir hagvexti og auknum þjóð-
artekjum og ætti því að vera ráðrúm
til þess að bæta hag þeirra sem verst
eru settir í stað þess að þrengja að
þeim. Landssamtökin Þroskahjálp
hafa sett fram málefnalega gagnrýni
á fjárlagafrumvarp næsta árs og
ekki haldið fram öðru en því sem
fram kemur í frumvarpinu og hefur
í umfjöllun samtakanna hvergi verið
farið offari. Samtökin hvetja til þess
að ákvæði fjárlagafrumvarps fyrir
árið 1996 verði skoðuð af yfírvegun
og raunsæi og treysta á félagsmála-
ráðherra að standa vörð um hags-
muni fatlaðra.
Höfundur er formaður Landssam■
takanna Þroskahjálpar.
Stöndum betur
sem ein heild
NÚ líður brátt að
kosningu um samein-
ingu sveitarfélaga á
norðanverðum Vest-
fjörðum. Þá verða íbúar
þessa svæðis að gera
upp við sig hvort þeir
séu hlynntir eða andvíg-
ir sameiningu. í mínum
huga er það engin
spurning að segja já.
Helstu rökin eru þau
að sem ein heild getum
við betur staðið okkur í
þeirri baráttu sem við
eigum í núna, að spyrna
gegn fólksfækkun og
efla atvinnutækifæri.
Þær lögbundnu skyld-
ur sveitarfélaganna við
íbúana (sbr. 6. gr. sveitarstjómar-
laga) getur orðið erfitt að efna vegna
smæðar þeirra sveitarfélaga sem eru
í V-ísafjarðarsýslu. Ef ég nefni Þing-
eyri sem dæmi þá hefur þjónustan
við íbúana verið nokkuð góð, en ég
Með stærra og sterkara
sveitarfélagi sér Berg-
þóra Annasdóttir fyrir
sér betri og skilvirkari
þjónustu við íbúana.
sé ekki að sveitarfélagið geti haldið
henni í sama horfí nema að til komi
auknar tekjur og það sér maður ekki
alveg í náinni framtíð.
Bættar samgöngur með tilkomu
jarðganga undir Breiðdals- og Botns-
heiði verður algjör bylting og ef sam-
eining verður samþykkt verður svæð-
ið eitt atvinnu- og þjónustusvæði.
Ég tel þetta vera gullið tækifæri
fyrir fyrirtæki til samvinnu og eins
í félagslegu tilliti fyrir íbúana. Þau
eru ýmis félög og félagasamtök í
öðrum sveitarfélögum, sem eru ekki
í okkar, sem standa þá opin fyrir þá
sem áhuga hafa og öfugt.
Með stærra og öflugra sveitarfé-
lagi sé ég fyrir mér betri og skilvirk-
ari þjónustu við íbúana, markvissara
verði tekið á málum o.s.frv.
Það er kostur að búa
í litlu samfélagi og sitja
þar í sveitarstjóm en
það er líka vandmeðfar-
ið að vinna í slíku návígi
og þá á ég við bæði fyr-
ir sveitarstjórnarmann-
inn og íbúana. Það geta
verið erfið spor fyrir íbú-
ana að fara fram á þá
sjálfsögðu þjónustu sem
honum ber lögum sam-
kvæmt í slíku návígi.
Við íbúar á norðan-
verðum Vestíjörðum
eigum svo ótal mörg
sameiginleg áhugamál
sem við getum unnið að
frekar sem ein heild en
í 6 sveitarfélögum. Og
það verður spennandi að fylgjast með
því ef að sameiningu verður.
Vegna ummæla sem komu fram í
umræðuþætti um sameiningu sveit-
arfélaga í svæðisútvarp Vestfjarða
20. október sl. langar mig að nefna
að milli áranna 1993 og 1994 hækk-
uðu meðal skatttekjur á íbúa á þessu
svæði úr kr. 110.000 árið 1993 í lið-
lega kr. 130.000 árið 1994. í Þingeyr-
arhreppi hækkuðu tekjur á íbúa úr
liðlega 80.000 kr. í kr. 125.000 á
íbúa. En þess má líka geta að fólki
fækkaði á þessu svæði um 40 manns
á milli áranna 1993-1994.
Ég er viss um að verðandi sveitar-
stjómarmenn í sameinuðu sveitarfé-
lagi láti ekki hanka sig á því að þeir
séu sveitarstjómarmenn fyrir ákveðið
svæði, heldur leggi sig fram við að
vinna sitt verk vel fyrir svæðið sem
eina heild. Það er mikil ábyrgð lögð
á herðar núverandi sveitarstjórnar-
manna ef af sameiningu verður, þá
á ég við að heimavinnan verði vel
unnin. Er það von mín að vel til tak-
ist og pólitískt þjark setji ekki mikinn
svip á þá vinnu.
Sameining sveitarfélaga er mikið
tilfinningamál og ég trúi því að marg-
ir vilji helst hafa þetta bara eins og
það er, en ég hvet íbúana að gera
það upp við sig ætlum við að reyna
að halda í horfínu eða viljum við
horfa fram á veginn.
Höfundur er oddviti Þingeyrar-
hrepps.
Bergþóra
Annasdóttir
Borgaraleg ferming
er ekki gegn neinum
LESENDUR Morg-
unblaðsins eiga það
skilið að fræðast nán-
ar um hvað borgara-
leg ferming er.
Borgaraleg ferming
er undirbúningur þess
að takast á við þá
ábyrgð að verða full-
orðin(n). Fræðslan
sem er veitt hefur það
markmið að unglingar
sem taka þátt í ferm-
ingunni verði í senn
heilsteyptir og víðsýn-
ir. Tilgangur borgara-
legrar fermingar er að
efla heilbrigt og far-
sælt viðhorf unglinga til lífsins.
Kenna þeim að bera virðingu fyrir
manninum, menningu hans og
umhverfi. Undirbúa þá undir að
vera ábyrga borgara. Borgaraleg
ferming snýst ekki um trúarbrögð
og er ekkert kennt á námskeiðinu
sem er andstætt kirkjunni.
Á námskeiði okkar leggjum við
áherslu á siðfræði og ábyrgð ein-
staklingsins í nútímaþjóðfélagi.
Siðfræðin er nú stærsti einstaki
þátturinn í námskeiðinu. Nám-
skeiðið tekur þijá mánuði og er í
formi vikulegra fyrirlestra og
umræðna. Teknir verða fyrir þess-
ir málaflokkar: Mannleg sam-
skipti, siðfræði, efahyggja, friðar-
fræðsla, lífsskoðanir, forvarnir
gegn vímuefnum, kynfræðsla,
umhverfismál, mannréttindi, jafn-
rétti, réttur unglinga í þjóðfélag-
inu og missir og sorg. Fyrirlesarar
okkar eru úr fremstu röð sérfræð-
inga á hveiju sviði. Fyrirlesarar
okkar þau 8 ár sem þessi valkost-
ur hefur verið til á íslandi, hafa
verið heimspekingar, sálfræðing-
ar, læknir, prestur, dómari, alþing-
ismaður, hjúkrunarfræðingur, fé-
lagsráðgjafar og kennarar.
Athöfnin að loknu námskeiðinu
einkennist af virkri þátttöku ferm-
ingarbarnanna sjálfra og foreldra
þeirra. Unglingarnir fiytja ljóð og
ræða um þýðingu
þessara tímamóta í lífi
sínu. Auk þess er flutt
tónlist og ræður eru
haldnar. Að lokum er
afhent skírteini sem
staðfestir að ungling-
amir hafa hlotið þessa
fræðslu.
Ástæður fyrir þátt-
töku fólks í borgara-
legri fermingu eru
margvíslegar. Sumir
unglingar, sem hafa
fermst borgaralega,
eru trúaðir en þeim
finnst undirbúningur
okkar áhugaverðari en
kirkjunnar. Aðrir fella sig ekki við
prestinn í sinni sókn. Enn aðrir
eru ekki tilbúnir að taka afstöðu
Félagsskapurinn Sið-
mennt var stofnaður,
segir Hope Knútsdótt-
ir, til að aðstoða fólk
við framkvæmd borg-
aralegra athafna.
til trúmála, geta ekki sætt sig við
sumar kennisetningar eins og
meyfæðinguna, erfðasyndina og
þríeinan guð. Þá er líka hópur sem
efast um tilvist guðs og vill ekki
gefa nein óheiðarleg heit. Nokkrir
úr þeim hópi eru sannfærðir trú-
leysingjar. Þátttakendur okkar eru
margir skráðir í þjóðkirkjuna,
nokkrir eru í öðrum kristnum söfn-
uðum og enn aðrir eru í trúflokk-
um sem eru ekki kristnir eða eru
utan allra trúfélaga.
Síðan 1989 hafa 135 unglingar
fermst á þennan hátt og hafa
hátt í 1700 manns verið viðstadd-
ir þessa athöfn. Margir af eldri
kynslóðinni, t.d. ömmur og afar
fermingarbarnanna, hafa haft orð
á því að athafnirnar hafa verið W
fallegar, virðulegar og áhrifami-
klar. Félagsskapurinn Siðmennt
var stofnaður eftir fyrstu borg-
aralegu ferminguna til að aðstoða
fólk við framkvæmd borgaralegra
athafna (nafngjöf og útför auk
fermingar).
Það krefst hugrekkis að hugsa
sjálfstætt og fara sínar eigin leið-
ir, sérstaklega á fermingaraldri.
Við hjá Siðmennt teljum að ungl-
ingar á þessum aldri velti yfirleitt
ekki fyrir sér trúarlegum hug-
myndum. Við viljum að fermingar-
aldurinn sé hækkaður en við get-
um ekki hækkað hann á okkar
eindæmi. Hins vegar getum við#»
boðið annan kost. Valfrelsi hvetur
fólk til að hugsa meira um hvað
það vill og hvað hæfir því best. í
lýðræðissamfélögum hefur fólk
frelsi til að hafa mismunandi skoð-
anir á lífinu, þar á meðal trúmál-
um. Mikilvægt er að fólk viti að
til er val.
Höfundur cr í stjórn Siðmenntar,
félags um borgaralegar athafnir.
Rosenthal -pugnrpiíúclH'fyJóf
• BruðkaupSgjafir q) 'ák ^
• Tímamótagjafir
• Verð ýið allra hæfi
Hönuun oggæði i sérflokki Laugavegi 52, simi 562 4244.
Hope
Knútsdóttir