Morgunblaðið - 02.11.1995, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 02.11.1995, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Vinir (og vinkonur) leiklistarinnar Opið bréf til Maríu Kristjánsdóttur ÞÆR VORU heldur kaldar kveðjurnar sem nýráðinn leikhús- stjóri í Borgarleikhúsinu fékk frá Maríu Kristjánsdóttur, leiklistar- stjóra Ríkisútvarpsins, í grein sem "^hún skrifaði í Morgunblaðið 20. október, þar sem hún fjallar um ráðningu nýs leikhússtjóra Leikfé- lags Reykjavíkur í Borgarleikhús- inu. Maður hefði haldið að leik- listarstjóri þessarar merku ríkis- stofnunar hefði þann manndóm í -sér að óska kollega sínum velfarn- aðar í ábyrgðarmiklu starfi, því eina „sök“ hans var sú að sækja um auglýsta stöðu. Þess í stað gerir María sér far um að gera sem minnst úr reynslu og hæfíleik- um kollega síns, Viðars Eggerts- sonar. En hafí María sent Viðari kald- ar kveðjur eru þær þó sem ljúfling- '“"‘slag miðað við kveðjurnar sem Leikfélag Reykjavíkur, starfsfólk þess og listamenn síðustu áratug- ina fá frá leiklistarstjóra Ríkisút- varpsins. María þorir að vísu ekki að standa sjálf að baki öllum þeim kveðjum en ber fyrir sig „vinkonu" sína. María lætur „vinkonu“ sína segja að Borgarleikhúsið sé „ein- hverskonar félagsheimili áhuga- manna“ og að ekkert megi ógna ^„gamla góða áhugamannaandan- um úr Iðnó“. Hvað er leiklistar- stjóri Ríkisútvarpsins og fyrrum formaður Leikstjórafélagsins að segja? Að kollegar hennar í leik- stjórafélaginu, sem hafa starfað í Borgarleikhúsinu, séu bara amat- örar? Að sá stóri hópur leikara, sem hefur starfað í Borgarleikhús- inu, sé amatörar af verstu gerð? Félagsmenn Leikfélagsins fyrir- verða sig svo sannarlega ekki fyr- ir rætur félagsins í áhugamanna- verkefna Borgar- leiklist, en heldur eru það lítilsvirðandi kveðjur sem listamenn LR, frá því að það byijaði að reka at- vinnuleikhús, fá frá leiklistarstjóranum. Er María að segja að í Iðnó hafí eingöngu verið amatörstarfsemi síðustu áratugina, og þá líka í þeim sýning- um sem hún setti upp sjálf? En ég gleymi því, þetta eru auðvitað bara skoðanir „vin- konunnar"! María skrifar að val og listrænna stjómenda leikhúsinu hafí ekki staðist þær kröfur sem gera verði til atvinnu- leikhúss. Hver eru rökin? (Vissu- lega hafa verið gerð mistök, en þau hafa einnig verið gerð í öðrum leikhúsum án þess að til uppþota hafi komið.) Og hvaða leikarar eru það sem ráða ekki við að leika á stóra sviðinu? Meðan engin nöfn eru nefnd hlýtur allur leikhópurinn að liggja undir ámæli. María kemur ekki með nein rök. „Féll“ leiksýningin „A ég hvergi heima?“ sem sett var upp í Borgar- leikhúsinu, vegna þess að leikstjór- inn, María Kristjánsdóttir, stóðst ekki listrænar kröfur? Fékk sýn- ingin „Dunganon“ blendnar við- tökur vegna þess að leikstjórinn, Brynja Benediktsdóttir, stóðst ekki listrænar kröfur? ( „Vinkona" Maríu spyr hversu oft Brynja hafí fengið að leikstýra hjá LR síðast- liðin átta ár. Hversvegna hún til- tekur þessi átta ár er mér hulin ráðgáta. Brynja var fastráðinn leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu stóran Guðmundur Ólafsson hluta þess tíma og ætti kannski alveg eins að spyija hversu oft hún hafí leikstýrt hjá ÞL síðastliðin fjögur ár?) Fékk „Kabarett“ misgóða dóma vegna þess að leikstjórinn, Guðjón Pedersen og sam- starfsfólk hans, stóðst ekki listrænar kröfur? Auðvitað ekki En svona er veru- leikinn í leiklistinni. Sumt gengur upp, annað ekki. Ég vil taka það fram. að ég er ekki á nokkum hátt að gera lítið úr þessum ágætu lista- mönnum - veit reyndar ekki um einn einasta leikstjóra eða höfund sem hefur alltaf hitt í mark með sýningum sínum. En í listum verð- ur ekki á vísan róið. Ákafí ýmissa einstaklinga und- anfarið við að rífa niður starfsemi LR í Borgarleikhúsinu er kominn útyfír allt velsæmi. Mál er að þess- um árásu'm linni og starfsfólk Leikfélagsins fái andrúm til að sinna starfí sínu. Og hann er sér- kennilegur sá illvilji sem skín úr orðum og athöfnum þeirra sem hæst láta en ættu manna best að geta sett sig í spor okkar sem í Borgarleikhúsinu vinnum. Þessar árásir hafa magnast að mun eftir síðustu frumsýninguna í Borgarleikhúsinu. Það er þriðja frumsýning leikársins - hinar, „Lína langsokkur", í leikstjórn Ásdísar Skúladóttur og „Hvað dreymdi þig, Valentína“, sem Hlín Agnarsdóttir leikstýrði, hafa verið sýndar fyrir fullu húsi og við mikla ánægju áhorfenda. Auk þess hefur sumarsýning Leikfélagsins á' Súp- erstar gengið fyrir fullu húsi frá því í júlí og ekkert lát á aðsókn. Næsta frumsýning verður nýtt íslenskt leikrit, „íslenska mafían“ eftir þá Kjartan Ragnarsson og Einar Kárason. Þá er á dagskrá ný leikgerð Bríetar Héðinsdóttur úr íslandsklukkunni, sem nefnist „Hið ljósa man“ en þar beinir hún sjónum sínum fyrst og fremst að sögu Snæfríðar. Bríet leikstýrir sjálf, tónlist er eftir Jón Nordal. Þamæst er á dagskrá nýtt íslenskt verk eftir Jónas Árnason, „Kvás- arvalsinn" í leikstjórn Ingu Bjarnason. Einhvem veginn dettur mér síst í hug metnaðarleysi LR og listræn vanhæfni stjómenda þegar ég skoða þennan lista. Og ekki heldur Leikfélag Reykjavíkur á allan rétt á því, segir Guðmundur Olafsson, að reka starfsemina í Borgarleikhúsinu. dettur mér í hug karlremba og kvenhatur. Auk þess sem hér er getið em ýmis verkefni í gangi í Borgarleik- húsinu, má þar m.a. nefna tón- leikaröð og heimsókn allra níu ára barna í grunnskólum Reykjavíkur í húsið. Starfsfólk LR er stórhuga um þessar mundir, við viljum efla starf okkar og veg leikhússins. Við viðurkennum fúslega að hafa átt í nokkurri kreppu en höfum fullan hug á að vinna okkur út úr henni og höfum tekið allt okkar starf og lög Leikfélagsins til endurskoð- unar. Við viljum auka áhorfenda- fjölda okkar og efla listræna djörf- ung. Þetta er ekkert launungar- mál. En við viljum líka fá sæmileg- an starfsfrið í stað þess að sitja undir eilífum árásum fólks sem þykist bera hag leiklistarinnar fyr- ir bijósti. María vitnar í orð Arnórs r 4- • - Benónýssonar: „hvort veijandi sé að fela fámennum hópi einsog — Leikfélag Reykjavíkur er í raun, ráðstöfunarvald yfír fjármagni skattborgaranna? Eða hvort líta eigi til Þjóðleikhússins um stjórn- unarform?" Gott að vita til þess að Arnór skuli vera búinn að fínna sér stað í íslensku leiklistarlífi og sjálfsagt ber hann umhyggju fyrir fjármagni skattborgaranna. En mér verður á að spyija: Hefur menntun þessa fólks ekki skilið eftir sig neina þekkingu? Veit það ekki að Borgarleikhúsið reis vegna áratugalangrar baráttu og ósérhlífni félagsmanna LR? Og vegna þeirrar baráttu og framlags félagsmanna á Leikfélag Reykja- víkur allan rétt á því að reka starf- semina í Borgarleikhúsinu. Jú, auðvitað er þessu vel menntaða fólki þetta ljóst, það bara hentar því betur að halda öðru fram. Það er nefnilega löngu viðurkennt að ef klifað er nógu oft og nógu lengi á einhveiju þá fer fólk að trúa því, hvort sem það ej; satt eða ósatt. Það er athyglisvert að sósíalist- inn María Kristjánsdóttir og kratinn Arnór Benónýsson telja bæði að það eigi að leggja niður það lýðræðislega form sem er á rekstri starfseminnar í Borgarleik- húsinu, þar sem starfsfólkið sjálft kýs sér stjórn, og setja þess í stað yfír það pólitíska fulltrúa. Það mega sjálfstæðismenn eiga að þeir hafa aldrei sett þessa kröfu fram, þeir treysta félagsmönnum LR til að reka sitt eigið leikhús. Leikfélag Reykjavíkur verður hundrað ára á næsta leikári. Það hefur oft gengið í gegnum erfiða tíma en alltaf hefur því tekist að vinna sig útúr þeim erfiðleikum vegna eigin þrautseigju og síðast en ekki síst vegna þess að áhorf- endur, ekki bara reykvískir heldur af öllu landinuj hafa haldið tryggð við félagið. Ég hvet starfsfólk Leikfélags Reykjavíkur í Borgar- leikhúsinu og allt leiklistarfólk til að standa með leikhúsinu og veita nýráðnum leikhússtjóra stuðning svo hundrað ára afmælisár LR verði sem glæsilegast. Höfundur er Ieikari við Borgar- leikhúsið. i i Að gefnu tilefni! ÞANN 22. október sl. var birt á síðum þessa blaðs grein Gerðar Steinþórsdóttur „Baráttudagur sem vakti heimsathygli“, en grein- ina skrifar Gerður í tilefni af 20 ára afmæli kvennafrídagsins. í niðurlagi greinarinnar segir hún: „Mér hafði verið sagt að nær allt myndefni sjónvarpsins frá Kvennafrídeginum hafí týnst, en nýlega hefur það komið fram að ^þáverandi dagskrárstjóri sjón- varpsins, Emil Björnsson, lét kasta öllu myndefni frá þeim degi. Reyndar hafa varðveist nokkrar mínútur frá fundinum. Nú ræða konur um það að leita til annarra landa eftir myndum, t.d. til Þýska- lands.“ Þessi orð Gerðar hafa eðli- lega vakið athygli. Þann 24. októ- ber svarar Omar Ragnarsson Gerði í greininni „Emil Bjömsson og kvennafrídagurinn“. í henni vísar Ómar orðum Gerðar á bug sem ósönnum. ** Þetta mál er eitt allsheijarklúð- ur; misskilningur og rangtúlkun. Gerður segir í grein sinni það sem hún best veit að er satt og rétt. í von um að geta leiðrétt misskiln- ing og kveðið niður rangtúlkun á því, sem sagt hefur verið, skrifa ég þessa grein. Frá sl. september hefur hópur kvenna undirbúið hátíðahöld til að minnast þess að á þessu ári eru 20 ár liðin frá kvennafrídeginum. Eins og alltaf í hópvinnu skiptum við, sem mynduðum hópinn, með okkur verkum. Mér var falið að fínna myndefni frá 24. október 1975. Ætlun okkar var að sýna myndir frá þessum mikilvæga degi í sögu íslenskra kvenna. Okkur langaði sérstaklega að fá myndir af Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur þar sem hún flutti sína góðu ræðu. Mér þótti ljóst að ekki þyrfti að fara víða í leit að myndum sem teknar voru árið 1975, það ár var jú aðeins ein sjónvarpsstöð í land- inu. Ég hafði því samband við fílmusafn Sjónvarpsins og bað starfsstúlku þar að kanna fyrir mig hvað Sjónvarpið ætti til. Fáum dögum síðar töluðum við aftur saman og þá sagðist hún hafa fundið tvö myndbönd. Annað er 14 mínútna og 52ja sekúndna langt en hitt 2ja mínútna og 7 sekúndna langt. Til að geta sagt samstarfskonum mínum hvers konar myndefni væri til fór ég á filmusafnið að skoða böndin. Það verður, því miður, að segjast að hvorugt bandið gagnast til þess sem við höfðum hugsað okkur. Þau eru samsafn af smábútum (eins konar klippimyndasafn); brot úr ræðu Aðalheiðar, brot úr söng Gerður segir í grein sinni, segir Helga Garðarsdóttir, það sem hún best veit að er satt og rétt. rauðsokka, engin viðtöl við þátt- takendur, ekki þulartexti sem lýs: ir því sem fyrir augu ber o.s.frv. Styttra myndbandið er m.a.s. hljóðlaust. M.ö.o. eru þau samsafn af fréttafílmum en ekki heilsteypt mynd af því sem gerðist. Ég vildi vera viss um að mynd- böndin tvö væru eina efnið sem til er hér á landi frá kvennafrí- deginUm og leitaði því víðar. Sú leit bar ekki árangur. Aftur á móti sagði einn viðmælenda minna, sem var mjög vel kunnug- ur í Sjónvarpinu fyrir 20 árum, að þá hafi ekki verið tekin afrit af frumfilmum til að klippa, eins og reglan mun hafa verið hjá sjón- varpsstöðvum annarra landa, held- ur hafí frumfílmurnar verið klippt- ar. Hann sagði einnig að ef ekki hafi verið gefin fyrirmæli um að geyma afklippur eða nota þær hafi þeim verið hent. Skömmu eftir ferð mína á fílmu- safn Sjónvarpsins fór ég, sem full- trúi undirbúningshópsins, með Gerði Steinþórsdóttur til Önnu Sigurðardóttur á Kvennasögu- safnið í heimildaöflun. Ég sagði Gerði að myndböndin sem til væru á filmusafninu gögnuðust okkur ekki og að mér fyndist það þess virði að kanna hvort hægt væri að fá myndir hjá erlendum sjón- varpsstöðvum. Það vannst hins vegar ekki tími til þess fyrir af- mælishátíðina. Vitað er að myndir frá kvennafríinu hafa verið, og eru vonandi enn, til hjá erlendum sjón- varpsstöðvum, því hér á landi var mikill fjöldi erlendra sjónvarps- manna vegna útfærslu íslendinga á landhelginni í 200 sml. En þeir sýndu kvennafríinu og undirbún- ingi þess mikinn áhuga. Fréttirnar af myndböndunum komu Gerði á óvart því henni hafði verið sagt að myndir frá deginum hefðu týnst. Það hafði ég ekki fyrr heyrt en hef síðan heyrt fleiri konur halda þessu fram. Eins og áður segir er bæði í gangi misskilningur um myndefni Sjónvarpsins frá kvennafrídegin- um og einnig hreina rangtúlkun á því sem sagt hefur verið. Frásagn- ir af því að afklippum af filmunum frá kvennafrídeginum hafi hugsanlega verið hent, vegna þess að það var viðtekin venja í Sjón- varpinu fyrir 20 árum ef ekki voru gefín fyrirmæli um annað, hefur orðið að fullyrðingu um að mynd- efni Sjónvarpsins frá kvennafrí- deginum hafí verið kastað. Sú saga hefur lifað og dafnað sl. ára- tug að myndefni Sjónvarpsins frá 24. október 1975 hafi týnst. Þó ótrúlegt sé fékk sagan sú byr undir báða vængi í alþingiskosn- ingunum sl. vor og flaug þá hátt. Ekki veit ég hvaðan sagan er ættuð, en lífseig er hún. Þeirri skoðun minni að myndefni Sjón- varpsins frá 24. október 1975 sé ónothæft sem liður í 20 ára afmæl- ishátíð kvennafrídagsins hefur verið breytt í fullyrðingu um að það sé með öllu ónothæft. Að lok- um læt ég fljóta hér með að nokkru eftir að ég skoðaði myndböndin á filmusafni Sjónvarpsins og sagði að leit mín benti til þess að þau væru eina efnið frá kvennafrídegin- um sem til væri hér á landi var mér sagt að í Sjónvarpinu hefði fundist myndband allt að hálftíma langt og fylgdi sögunni að á því væri öll ræða Aðalheiðar. Vegna áhugaleysis míns á því að auka við ósannar sögur um myndbandaeign Sjónvarpsins leitaði ég upplýsinga um málið. í ljós kom að um er að ræða annað tveggja myndband- anna sem áður er sagt frá. Það óx sem sagt á fáum dögum úr tæpum 15 mínútum í 30 mínútur og búturinn úr ræðu Aðalheiðar varð ræðan öll. Hvemig þetta ótrú- lega klúður verður til, lifir og dafn- ar árum saman og skýtur upp koll- inum reglulega er illskiljanlegt. Höfundur var fulltrúi Kvennalist- ans í nefnd sem undirbjó hátíð í tílefni þess að í ár eru liðin 20 ár frá kvennafrídeginum. < 1 4 4 4 4 4 i c

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.