Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 40

Morgunblaðið - 02.11.1995, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ SVANA EIRÍKSDÓTTIR + Svana Eiríks- dóttir frá Flat- eyri var fædd í Reykjavík 12. apríl 1976. Hún lést í snjóflóðinu á Flat- eyri 26. október síð- astliðinn. Foreldrar Svönu voru Ragna Óladóttir og Eirík- ur Guðmundsson. Svana átti tvö systkini, Óla Örn Eiríksson, 16 ára, og Sóleyju Eiríks- dóttur, 11 ára. Svana stundaði nám í Framhaldsskóla Vest- fjarða en bjó nú i haust í Kópa- vogi hjá afa sínum og ömmu og starfaði á Grand Hotel í Reykjavík. Utförin fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. SVANA var alltaf svo kát og lífs- glöð og mér leið alltaf vel í návist hennar, hún laðaði að sér fólk með bjartri útgeislun sinni. Ég get ekki komist hjá því að hugsa hversu óréttlátt það er að hún hafí verið tekin frá okkur, en sagt er að þeir deyi ungir sem guðimir elska mest. Elsku Svana mín, ég vil þakka innilega fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman, þó ég hefði viljað að þær hefðu orðið fleiri. Minninguna um þig mun ég varð- veita í hjarta mínu, og kemur það eflaust til með að ylja mér um ókomna tíð að lesa öll bréfin frá þér og láta hugann reika um allar góðu stundimar sem við áttum saman. Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. Ég vil votta §ölskyldu hennar Svönu og öllum sem þekktu hana mína dýpstu samúð. Lára Rún Sigurvinsdóttir. Hörmulegir atburðir hafa enn á ný átt sér stað. Þeir hafa svo sann- arlega höggvið nærri okkur Vest- firðingum. Líf margra er í rúst og hafa þessir hörmulegu atburðir áhrif víða. Núverandi og fyrrverandi nem- endur Framhaldsskóla Vestfjarða sjá á eftir vinum, foreldmm og ætt- ingjum. Öllum þeim nemendum skólans og íjölskyldum þeirra send- um við innilegar samúðarkveðjur svo og öllum Flateyringum. Með fáum orðum viljum við minn- ast fyrrum nemanda okkar Svönu Eiríksdóttur, sem lét lífið í snjóflóð- inu á Flateyri. Við minnumst hennar sem líflegrar og hressilegr- ar stúlku, með heil- steyptan persónuleika. Hún var í senn fyndin og skemmtileg. Svana var traustur og góður nemandi og bar sterka og hlýja nærveru hvar sem hún kom. Hún var vinamörg og til þess var tekið, hversu mikla umhyggju hún bar fyr- ir öðrum nemendum í heimavist Framhalds- skóla Vestfjarða, þar sem hún bjó meðan á námi hennar stóð. Hún var gjaman í forsvari fyrir nemendur, sem treystu henni fyrir málum sínum. Okkur starfsfólki Framhaldsskóla Vestfjarða kom Svana fyrir sjónir sem stúlka sem bar góðan þokka og gaf mikil fyrirheit. Foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendurn sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Starfsfólk Framhaldsskóla Vestfjarða á Isafirði. Er ég sit hér og hugsa er mér ómögulegt að trúa. Trúa því að hún Svana mín sé farin. Ein mín besta vinkona er farin og vinur minn Halldór og allir þeir átján einstakl- ingar sem fórust þessa sorgar- og hryllingsnótt. Hvemig á ég að setja á blað allar þær minningar sem koma upp í huga minn? Minningar um okkur tvær litlar vinkonur sem börðumst eins og valkyijur fyrir stöðu okkar sem einstaklinga í öllum strákahópnum. Því við vorum oftast tvær stelpumar á móti fimm strák- um allan okkar gmnnskóla. Okkur tókst meira að segja að opna okkar ejgin „testofu" sem við kölluðum Gestgjafann og á þeim stað vomm við yfirmenn og strákamir lutu okk- ar stjóm. En oft og tíðum lutum við þeirra stjórn. Hér á Flateyri var oft talað um samheldni þessa hóps og ekki síður var talað um öll prakkarastrikin sem við gerðum og oft var Svana þar fremst í flokki. Mörgum sinnum kom hún mér í gegnum erfið tímabil, einfaldlega með því að vera bara Svana, því alltaf var svo stutt í brosið og alltaf var hún tilbúin með opinn faðminn þegar eitthvað bjátaði á. Alltaf gat ég reitt mig á Svönu mína. Elsku Svönu sem nú er farin og kemur ekki aftur. Aldrei get ég grátið með Svönu og hlegið með henni. Aldrei get ég hlaupið til Svönu og hlegið með henni. Nú hef ég bara minning- ar mínar um þennan góða og trausta Elskulegir foreldrar okkar, tengdaforeldrar, amma, afi, langamma og langafi, GEIRÞRÚÐUR S. FRIÐRIKSDÓTTIR GUNNLAUGUR P.^CRISTJÁNSSON, er létust í snjóflóðinu á Flateyri 26. október sl , verða jarðsungin frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 4. nóvember kl. 14.00. Rútuferð verður frá Flateyrarkirkju kl. 13.00 Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minn- ast hinna látnu, er vinsamlega bent á að láta björgunar- og hjálp- arsveitir njóta þess. Elísabet Alla Gunnlaugsdóttir, Ardís Gunnlaugsdóttir, Kristm Gunnlaugsdóttir, Ásthildur Gunnlaugsdóttir, María K. Gunnlaugsdóttir, Jóhanna Gunnlaugsdóttir, Gísli Valtýsson, Bergmann Ólafsson, Pétur S. Þórðarson, Guðmundur Finnbogason, Þorbergur Dagbjartsson, Valur N. Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR vin sem ég átti. Minningar sem ég mun varðveita í mínu hjarta. Elsku Eiríkur, Ragna, Óli og Sóley, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúðar- kveðjur, svo og aðstandendum allra þeirra sem fórust í þessum hör- mungum og bið Guð að vera hjá ykkur. Elsku Svana. Ég mun ávallt minnast þín með þakklæti fyrir allt sem við áttum saman. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Ég kveð þig, mín vinkona. Krisljana Hinriksdóttir. Okkar langar til að kveðja Svönu skólasystur okkar með örfáum orð- um. Það er ótrúlegt hve lífið er fall- valt, ung manneskja sem átti allt lífið framundan er hrifin á brott. Svana var nemandi í Framhalds- skóla Vestfjarða síðustu þijá vetur og var hún virkur þátttakandi í fé- lagslífi hans. Við höfum margs að minnast frá veru hennar þar, og söknum hennar mjög. Við vottum aðstandendum henn- ar samúð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, fríður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Nemendur Framhaldsskóla Vestfjarða á ísafirði. Nú kveð ég þig í hinsta sinn, elsku ástin mín, aldrei hefði mig órað fyr- ir því að þú myndir hverfa frá mér svona snögglega, við áttum eftir að gera svo margt saman. Ég er aðeins hálf manneksja án þín og ég get ekki ímyndað mér lífið án þín, í hvert sinn er mér leið illa gat ég alltaf treyst á það að þú værir til staðar og gerðir allt gott aftur, þú varst plásturinn minn. Þú varst ljósið í lífi mínu alveg fra því að ég kom í heiminn þremur mánuðum á eftir þér og betri vin- konu er ekki hægt að hugsa sér, það að fá að alast upp með þér og þroskast er gjöf sem ég hefði aldrei átt að taka sem sjálfsagðan hlut. Vinátt okkar var einstök, það var sama hvað gekk á á milli okkar, alltaf gátum við rætt saman daginn eftir og í hvert sinn varð vinátta okkar sterkari. Þú varst frábær fé- lagi og þín óslökkvandi lífsgleði var svo smitandi að aldrei gat neinn verið leiður í návist þinni. Ef fólk aðeins vissi allt það sem við brölluð- um saman, ég get ekki farið að telja upp allt það sem er mér kærast á leið okkar saman, en þó held ég að ég geti sagt_ að vetumir okkar í heimavist FVÍ séu mér dýrmætastir. Tómarúmið sem þú skilur eftir í hjarta mínu verður aldrei fyllt, en minninguna um þig mun ég geyma að eilífu. Takk fyrir að elska mig. Þín frænka, Anna Fríða Magnúsdóttir. Það er erfitt að lýsa þeirri tilfinn- ingu sem fór um mig þegar mér var tilkynnt að bekkjarsystir mín, Svana Eiríksdóttir, væri látin, í hörmulegu slysi. Tekin frá okkur aðeins nítján ára og í blóma lífsins. Svönu kynnt- ist ég fyrst fyrir tólf árum þegar ég fluttist til Flateyrar. Við vorum bekkjarfélagar gegnum allan gmnnskólann og bjuggum saman á heimavist í menntaskóla einn vetur. Minningamar em margar og góðar. Svana var alltaf svo kát og glöð og var hrókur alls fagnaðar. Hún vildi alltaf hafa mikið af fólki í kringum sig og leið vel innan um fólk. Sér- staklega man ég eftir ámnum í kringum fermingu, þegar við krakk- amir vomm nánast daglegir gestir heima hjá Svönu. Þar safnaðist hóp- urinn saman og ræddi málin eða horfði á sjónvarp. Svana var vinsæl og dugleg stelpa. Hún átti stóran vinahóp sem nú er höggvið stórt skarð í. Elsku Svana, takk fyrir allar stundimar og minningamar með þér. Ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna. Kæm Eiríkur, Ragna, Óli og Sól- ey, Guð geymi ykkur og gefi ykkur styrk til að sigrast á sorginni. Kristinn Andrí Þrastarson. Undarleg er sú tilfinning að vakna upp við það undir morgun í stórhríð og myrkri að snjóflóð hafi fallið á þorpið okkar handan fyarðarins. Við finnum vanmátt okkar og smæð gagnvart náttúraöflunum, aftur hafði hin hvíti hrammur reitt til höggs í byggðunum okkar hér fyrir vestan. Aftur á sama árinu deyr fólk í snjóflóði en aðrir bjargast, oft á yfimáttúralegan hátt. Vestfirðingar hafa alltaf verið nátengdari náttúmöflunum en aðrir landsmenn bæði til lands bg sjávar, þau hafa agað okkur, við höfum lært að lifa af gæðum bæði lands og sjávar og okkar framtíð byggist á því að við fáum að gera það áfram. Náttúmöflin hafa líka ógnað okk- ur. Við höfum oft borið lægri hlut þrátt fyrir að við höfum reynt að skilja aðstæður og virða þær. Snjóflóðið á Flateyri 26. október sl. var eitthvað sem við gátum ekki séð_ fyrir. Á einu andartaki vom 20 úr stóru fjölskyldunni í Önundarfírði hrifin brott og eftir stendur byggðin okkar í sámm, allir hafa misst annaðhvort vini eða nákomna ættingja, sjaldan eða aldrei hefur eitt byggðarlag staðið frammi fyrir slíkum örlögum. Ein af þeim sem lést í þessu hörmulega slysi var hún Svana okk- ar, þessi 19 ára fallega glaðlynda stúlka, sem hafði framtíðina í fang- inu og virtust allir vegir færir. Hún var hrifin brott á einni örskots stund. Við segjum Svana okkar því á undanfömum ámm var hún okkur einskonar dóttir, systir og sumum meira en allt annað. Hún var hluti af lífi fyölskyldunnar og deildi með okkur gleði og sorgum. Elsku Svana, við þökkum þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú gafst okkur hlutdeild í lífi þínu sem hefði átt að verða svo miklu miklu lengra. Þú gafst okkur minn- ingar sem við geymum meðan við lifum, minningar um yndislega stúlku sem við voram stolt af. Elsku Ragna, Eiríkur, Óli og Sól- ey, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur og hjálpa til að takast á við sorgina. Fjölskyldan Kirkjubóli í Valþjófsdal. Mánudaginn 23. október hringdi hún Svana til að láta okkur vita að ' hún væri veðurteppt á Flateyri, þar sem hún heimsótti æskuslóðir. Þá granaði okkur ekki að við fengjum aldrei framar að sjá hennar fallega bros. Það var svo fimmtudaginn 26. október sem við fengum þær harma- fregnir að snjóflóð hefði fallið á þetta litla þorp og hún Svana væri týnd ásamt fjölda annarra. Eftir erfiða bið milli vonar og ótta var okkur tilkynnt að Svana hefði fund- ist látin. Þegar svona ung, elskuleg og geislandi stúlka er hrifin burt í blóma lífsins á maður erfítt með að átta sig á tilganginum. En vegir Drottins em órannsakanlegir. Þegar við minnumst Svönu kemur ávallt hlýja og geislandi brosið hennar upp í huga okkar. Það em þessar fallegu minningar, ásamt trú okkar um að nú sé Svana á góðum stað sem hugga okkur í þessari þungu sorg. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnafóður vilja, leyst frá lífí nauða; ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. (Matth. Jochumsson) Fjölskyldu Svönu og ástvinum öllum vottum við okkar dýpstu sam- úð. Megi Drottinn styrkja ykkur í þessari þungu sorg. Guð geymi þig elsku Svana. Vinnufélagar á Sjö rósum, Grand Hótel, Reykjavík. HALLDÓR SVA VAR ÓLAFSSON + Halldór Svavar Ólafsson var fæddur á ísafirði 18. maí 1971 en ólst upp í Bolungarvík. Hann lést í snjó- flóðinu á Flateyri 26. október 1995. Foreldrar hans eru Sigurlaug Ingi- mundardóttir, f. 1.11.1947, og Ólaf- ur Halldórsson, f. 28.5.1943. Albræð- ur Halldórs eru Rögnvaldur og Baldur Smári. Hálfbróðir hans samfeðra er Guðmundur Smári. Hálfsystk- ini sammæðra eru Þorsteinn Ingi Hjálmarsson og Ingibjörg Hjálmarsdóttir. Halldór lætur eftir sig dóttur, Hrafnhildi Ósk, f. 29. nóvember 1990. Útför Halldórs fer fram frá Hallgríms- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. Þegar ég minnist bróðursonar míns og nafna, Halldórs Svav- ars Ólafssonar, fínnst mér við hæfí að vitna í þessa ljúfu og spöku bæn. Halldór leitaði til mín fyrir u.þ.b. sex árum þegar hann gekk í gegnum erfitt tímabil í lífi sínu. Þá kenndi ég honum þessa litlu bæn og veit ég að hann fann styrk í henni þegar á bjátaði og hann þurfti að taka ákvarðanir. Halldóri hafði með hjálp bænarinnar tekist að breyta lífsmynstri sínu til betri vegar og honum var ofarlega í huga að hann sjálfur bæri fulla ábyrgð á eigin lífi og gerðum. Já, hann hafði öðl- ast kjark til að breyta því sem í hans valdi stóð og vit til að velja og hafna. Halldór frændi var fríður piltur og glæsilegur á velli, en það var ekki bara fríðleikinn heldur geislaði frá honum sú innri fegurð sem aðeins sést hjá hjartahreinum ljúf- mennum. Hann var alltaf einstak- lega snyrtilegur og ljúfur í um- gengni, þrátt fyrir tímabundinn vímuefnavanda. Elsku frændi minn, ég kveð þig með trega. Fjölskyldunni allri þótti afar vænt um þig og vissi að þú varst kominn á rétta braut. Þú varst vissulega búinn öllum þeim kostum sem gera góðan dreng að mætum manni. En ofurmátt nátt- úruaflanna stenst ekkert og engin orð geta lýst tilfinningum og samúð okkar sem fylgdust með harmleikn- um á Flateyri úr fjarlægð. í allri sorginni og vanmættinum vegna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.