Morgunblaðið - 02.11.1995, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 49
_______________BREF TIL BLAÐSINS_________
Biturleikinn er Getum við sótt
bölvun þess sem ber landið heim?
Frá Gísla Helgasyni:
í MORGUNBLAÐINU 20. októ-
ber sl. birtist grein eftir Arnþór
Heigason, þar sem hann telur
Blindrafélagið lítilsvirða blint fólk
með auglýsingunni „Sjón er sögu
ríkari“. Arnþór heldur því fram m.a.
að þeir, sem eru alveg blindir séu
samkvæmt þessu ekki vitnisbærir
um ýmsa hluti, t.d. í réttarsal, þar
sem þeir hafi ekki séð þá.
Ég get að mörgu leyti fallist á
röksemdir hans, hefði kosið að aug-
lýsing Blindrafélagsins væri orðuð á
annan hátt, en svona eru nú mann-
anna verk, misjöfn og smekkur allra
fer ekki saman.
Mér fannst örla á dálitlum bitur-
leika í grein Arnþórs, en nú er rúmt
ár síðan hann sagði sig úr Blindra-
félaginu. Hann var manna fremstur
þar í flokki og býr yfir mikilli þekk-
ingu og reynslu í málefnum blindra
og fatlaðra almennt. Því var það
mikill missir fyrir félagið að giata
honum, en að mínu mati enn verra
fyrir hann að segja sig úr félaginu,
því að nú getur hann ekki haft áhrif
á framgang mála þar eins og áður.
Úrsögn Arnþórs átti sér nokkurn
aðdraganda og vegna áðurnefndrar
Frá Ragnari Jónssyni:
í LJÓSI atburða 26. október á Flat-
eyri vil ég geta þess að ég hef ákveð-
ið að gefa út jólakort tii styrktar
þeim sem eiga um sárt að binda.
Allur ágóði af sölu kortanna mun
renna til þeirra fjölskyldna sem
misstu ástvini sína og heimili þessa
örlagaríku nótt.
Ég vil geta þess að sonur minn
er búsettur á Flateyri og bjó á snjó-
flóðasvæðinu en var nýfluttur neðar
á eyrina og var af Guðs blessun
ekki meðal þeirra sem lentu í snjó-
flóðinu. Því vil ég í einlægni og góðri
trú leggja mitt af mörkum til aðstoð-
greinar hans finn ég mig knúinn til
að rekja þessi mál nokkuð; lítilshátt-
ar.
Þannig var að við Arnþór höfum
starfað í Blindrafélaginu í rúma þijá
áratugi. Við kynntumst vel innviðum
félagsins, höfum báðir setið í stjórn
þess og unnið að margs konar hags-
munamáium. Árið 1985 kom Halldór
Rafnar þáverandi formaður Blindra-
félagsins til starfa sem fram-
kvæmdastjóri þess, en manni þeim,
sem gegndi starfi framkvæmda-
stjóra, var vikið úr starfi. Með Hall-
dóri rættist sá draumur margra í
Blindrafélaginu að blindur eða
sjóndapur maður yrði þar fram-
kvæmdastjóri.
Margt gott mátti segja um Hall-
dór. Hann var gott andlit út á við
fyrir félagið, var mikill fjáraflamað-
ur, sanngjarn og góður í umgengni.
Við Halldór unnum náið saman og
eftir að ég tók við Hljóðbókagerð
Blindrafélagsins, árið 1988, varð
samstarfið enn nánara. Nokkrum
árum áður hafði Halldór orð á því
við mig að þegar hann hætti störfum
sem framkvæmdastjóri félagsins,
ætti ég að sækja um það starf.
Hann marg ítrekaði þetta við mig
og svo fór að ég var alvarlega farinn
ar í þeim hörmungum sem dunið
hafa yfir íbúa Flateyrar með útgáfu
jólakorts; „Kristur læknar sjúka“
eftir Guðmund Thorsteinsson (frum-
drög að altaristöflu).
Ástæða þess að gefa.út jólakort
með mynd Muggs, „Kristur læknar
sjúka“, er sú að Jesús kom í heiminn
sem ljós heimsins, kærleikurinn og
sú stoð sem við getum alltaf reitt
okkur á í raunum okkar í þessu lífi.
Ég votta Flateyringum dýpstu
samúð mína.
RAGNAR JÓNSSON,
Bústaðavegi 105, Reykjavík.
að hugsa mér til hreyfings í þeim
efnum. Þegar svo Halldór ákvað að
hætta fyrir aldurs sakir í fyrra, var
mér sagt að Arnþór myndi líklega
sækja um starfið. Mér þótti ótækt
að etja kappi við hann og spurði
hann beint hvort hann ætlaði sér
að sækja um starf framkvæmda-
stjóra Blindrafélagsins. Arnþór
sagðist ekki mundu gera það, ef ég
sækti um. Við röbbuðum nokkuð
vítt og breitt um málið og Arnþór
sagði mér að Halidór Rafnar hefði
lagt að sér að sækja um starfið.
Mér var hins vegar ósárt um að
sækja ekki um starfið, þar sem ég
var og er í ágætri stöðu hjá Blindra-
félaginu. Þá taldi ég félagið í góðum
höndum, ef Arnþór yrði arftaki Hall-
dórs Rafnar.
Svo sækir Arnþór um starfið og
munaði mjóu að hann fengi, en því
miður náðu hann og stjórn Blindra-
félagsins ekki saman, mest megnis
vegna óþarfa stífni, að því er ég
held. Þá var Helgi Hjörvar, ungur
sjóndapur maður, ráðinn til starfans.
Ég verð að játa að í tæpa viku
sat ég aðgerðalítill og vissi ekkert
hvað ég átti að gera. Leikar fóru
svo að ég hringdi í Helga Hjörvar
og spurði hvernig honum litist á að
koma til starfa hjá félaginu undir
þessum kringumstæðum. Helgi
sagði að sér liði frekar illa yfír þessu.
Þá tjáði ég honum sem var að hann
þyrfti ekki að hafa áhyggjur af
mér, ég vænti góðs samstarfs og sú
hefur raunin orðið. Helgi hefur á
margan hátt vaxið í starfi og komið
mörgum góðum hlutum til leiðar.
Mér þykir ástæða til að rekja
þetta mál, því að mikla athygli vakti,
þegar Arnþór, sem var til margra
ára einn frammámanna Blindrafé-
lagsins, varaformaður þess um skeið
og fyrrum formaður Oryrkjabanda-
lags íslands, sagði sig úr Blindrafé-
laginu. Mér fyndist Arnþór maður
af meiri, ef hann tæki á honum stóra
sínum og sættist við Biindrafélagið.
Við erum mjög fá, sem stöndum að
félaginu og okkur veitir ekki af öllum
þeim góðu kröftum og þekkingu,
sem til er.
GÍSLI HELGASON,
Reynimel 22, Reykjavík.
Frá Ágústu Jóhönnu
Siguijónsdóttur:
ÉG GET ekki lengur orða bundist
og er þess fullviss að ég skrifi
fyrir hönd margra.
Ég, sem og fleiri Íslendingar,
tókum áskorun Ferðamálaráðs og
Esso og ferðuðumst innanlands
þetta sumarið. Sem oft áður lagði
ég leið mína á Vestfirði, nánar
tiltekið í hluta Vesturbyggðar, og
voru vegir þar með afbrigðum lé-
legir.
Ferðin byijaði í raun þegar flóa-
báturinn Baldur lagði að, við
Bijánslæk. Ekið var sem leið lá
Barðaströndina og yfir Kleifar-
heiði. Á þessari annars stuttu leið
eru nokkrir malbikaðir kaflar (2
ef ég man rétt). Þar á milli er
vegurinn svo holóttur (réttar væri
að segja giljóttur) að hámarks-
hraði getur varla orðið meiri en
40 km/klst. Bílar með kerrur eða
tjaldvagna geta ekki ekið hraðar
en u.þ.b. 20 km/klst. svo ekki
hoppi kerrur eða vagnar utan veg-
ar og tjón hljótist af. Ekki er
Heiðin skárri, því annaðhvort eru
hnullungar sem uppúr standa, er
helst minna á björg, eða gildjúpar
holur þeirra á milli. Þessa vegi
skilgreini ég sem jeppatroðninga,
ekki fólksbílafæra vegi.
Þegar svo kemur niður af Kleif-
arheiði tók síst skárra við er við
ókum í átt að Rauðasandi og
Látrabjargi. Þar voru enn stærri
björg og holur (gil). Við létum þó
vera að aka inn á Rauðasand og
Látrabjarg enda vart þorandi að
leggja í slíka ferð nema á sérút-
búnum jeppum. Þessa sömu sögu
er að segja um veginn sem liggur
að Nesi, Hænuvík og Kollsvík.
Bændurnir eru ekki öfundsverðir
að búa við slíkan vegakost! Frétti
ég að hefill hefði komið og skellt
niður tönn á nokkrum stöðum, en
snúið svo við. Hvers vegna ekki
að hefla allan veginn aimennilega
(en ekki skilja björgin eftir á veg-
inum) fyrst vélin er komin alla
þessa leið? Þetta mega bændur í
Vesturbyggð búa við, á meðan t.d.
Grímseyingar fá malbikaða sína 4
km (eða hvað það nú er) fyrir litl-
ar 15 milljónir. Ég er þess fullviss
að fyrrgreindir bændur myndu
brosa útí bæði, ef ofan í veginn
væri borið og hann heflaður (fyrir
þó ekki væri nema litlar 2 milljón-
ir), því nóg var af ofaníburðinum
utan vegar á þessari leið.
Nóg um vegamálin í bili. Við
máttum þakka fyrir að hafa nægt
eldsneyti á farartækinu því ekki fór
nú mikið fyrir eldsneytissölu á
þessari leið. Hægt er að fá elds-
neyti á Patreksfirði (u.þ.b. 60 km
frá Breiðuvík, Látrabjargi og Kolls-
vík) eða á Múla á Barðaströnd (enn
lengra frá t.d. þessum sömu stöð-
um). Hvernig færi nú fýrir ferða-
manni sem óvart hefði ekki nægt
eldsneyti, ekki vildi ég vera hann.
Þó að bændur þama séu með af-
brigðum almennilegir, þá efast ég
um að þeir séu með eldsneytisdæl-
ur í garðinum hjá sér.
Um heimferðina til Reykjavíkur
er það að segja að eknir voru
Austurfirðirnir og má með sanni
segja að lýsingin hér að ofan eigi
við þá leið líka sem leið liggur í
Búðardal. Ég þakka fyrir að bíllinn
týndi ekki undirvagninum og að
ekki var ég barnshafandi, því þá
hefði ég fómað höndum og haldið
heim í upphafi ferðar.
Ég vona að með þessari litlu
ferðasögu vakni forráðamenn
Vegagerðar á Vestfjörðum, Ferða-
málaráð og Esso. Þvi að mer vit-
andi eru Vestfirðir enn á íslandi
og eru þar margar fallegar nátt-
úruperlur eins og Vatnsfjörðurinn,
Rauðisandur og Látrabjarg. Ég
vona að úrbætur verði gerðar hið
fyrsta, svo að allir íslendingar
geti sótt þessa fallegu staði á ís-
landi heim.
ÁGÚSTA JÓHANNA
SIGURJÓNSDÓTTIR,
Engihjalla 9, Kópavogi.
Vegna snjóflóð-
anna á Flateyri
- rýmín§arí/ala
Opib laugardag tró tó.
Dæmi um verð:
Úlpur barna frá kr. 1.990
Úlpur fullorðins frá kr. 3.990
Iþróttagallar barna frá kr. 2.490
J|3róttagallar fullorSins frá kr. 2.990
l|Dróttaskór me& miklum afslætti
sokkar - húfui
barnasamfestingar o.fl. o.fl.
á mjög góSu verSi.
» hummél
Ssí
SPORTBUÐIN
Ármúla 40 • Símar 581 3555 og 581 3655