Morgunblaðið - 02.11.1995, Page 50
50 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu
mig með heimsóknum, gjöfum og hlýjum
kveðjum á 80 ára afmœli mínu 28. október.
Guð blessi ykkur öll.
Óskar Hraundal.
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu
mig, 23. október sl., með hlýjum kveðjum og
gjöfum.
Guð blessi ykkur öll.
Sverrir Ormsson,
Lyngmóum 20, Garðabæ.
Innilegar þakkir fœrum við öllum œttingjum
og vinum fyrir ógleymanlegan dag í tilefni
af 90 ára afmœlum okkar 14. september og
20. október.
Blessun Guðs fylgi ykkur.
Helgi Bjarnason og
Málfríður Kristjánsdóttir,
Boðahlein 6,
Garðabæ.
Okeypis lögfræðiþjónusta
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator,
félag laganema.
Ábendingar á mjólkuriimbúðum, nr. 13 af 60.
Á að sletta
úr klaufunum?
Það er gaman að velta fyrir sér merkingu og uppruna orðatiltækja.
Orðatiltækið „að sletta úr klaufunum" merkir að skemmta
sér ærlega og hömlulaust. Líkingin er dregin af þvi þegar
nautgripum er sleppt fyrst út á vorin. Þeir verða frelsinu
fegnir, hlaupa og stökkva svo að óhreinindi slettast úr
klaufunum.
MJÓLKURSAMSALAN
íslenskufrœðsla á mjólkurumbúðum er samslarfsverkefni Mjólkursamsölunnar,
íslenskrar málnefndar og Málrxktarsjóðs.
ÍDAG
Með morgunkaffinu
ÞETTA er skírnargjöfin
frá pabba. Hann er svo
mikill sjómaður í sér.
Farsi
SKAK
Umsjón Margeir
Pétursson
HVÍTUR leikur
og vinnur
Staðan kom upp í fyrstu
umferð þýsku Bundesligunn-
ar í haust. Stórmeistarinn
Artúr Júsupov (2.680),
Porz, var með hvítt og átti
leik, en alþjóðlegi meistarinn
H. Teske (2.500), Dresder
Sc
18. Rxf7! - Kxf7 19. Hxe6
(Meginhótun hvíts er
nú 20. Bxh7. }9. -
g6 yrði svarað með
20. d5! - Rc5 21.
Hxf6+! og vinnur.
Svarta staðan er því
töpuð, en Teske flýtti
nú fyrir endinum:)
19. - Hb8? 20.
Hxf6+! og svartur
gafst upp því næsti
leikur hvíts verður
De6+.
Það var mikið
skarð höggvið í raðir
þýskra skákfélaga
þegar meistaralið Bayem
Múnchen dró sig út úr Bund-
esligunni. Öflugustu félögin
nú eru Porz, Solingen og
Empor Berlin.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Gæludýr
Kettlingur fæst
gefins
VEGNA kattarofnæmis
fæst þriggja mánaða
ljúfur fressköttur gefins.
Upplýsingar gefur Rósa
í síma 554-5305.
Týnd kisa
ÞRÍLIT læða, hvít, gul
og svört, hvarf frá heim-
ili sínu, Vallarbraut 23,
Seltjamamesi, 15. októ-
ber sl. Er ekki með háls-
band, en eymamerkt.
Þeir sem- vita eitthvað
um kisu eru vinsamlega
beðnir að láta vita í síma
561-5526 eða hafa sam-
band við Kattholt.
Kettlingur fæst
gefins
FJÖGURRA mánaða
svartur og hvítur fress-
kettlingur, kassavanur
og mjög þrifinn, fæst
gefins á gott heimili.
Upplýsingar í síma
552-5599 frá 9-17.
Tapað/fundið
Gullúr tapaðist
GULLÚR tapaðist sl.
sunnudag, líklega við
Flyðrugranda eða annars
staðar í Vesturbænum.
Gyllingin var farin af
trekkjaranum. Finnandi
vihsamlega hringi í síma
562-0508.
Hanskar töpuðust
SVARTIR, ullarfóðraðir
skinnhanskar töpuðust
fyrir tæpum hálfum
mánuði. Mögulegir staðir
eru bílastæðið við Kringl-
una, frá Grímsbæ að
Bústaðavegi, niður
Grensásveg og niður
undir Miklubraut.
Finnandi vinsamlega
hringi í síma 554-0418.
Hjól tapaðist
RAUÐBLEIKT og gult
18 gíra, 24 tommu fjalla-
hjól tapaðist úr læstri
geymslu í Arahólum 4
einhvern tíma síðastliðn-
ar tvær vikur. Kannist
einhver við að hafa séð
þetta hjól er hann vin-
samlega beðinn að láta
vita í síma 557-7636.
ÞESSI börn hafa tekið virkan þátt í hjálparstarfi
Aðventista og gengið í hús með bauka og safnað
samtals 133.000 krónum. Þau heita Hjörtur Már
Helgason, Berglind Rós Davíðsdóttir, Viliijálmur
Svansson, Marinó Þorbjarnarson, Arnar Bjarki
Kristinsson, Aðalheiður Erla Davíðsdóttir, Berglind
Dögg Helgadóttir og Andri Þór Kristinsson. Á
myndina vantar Aron Axel Cortes, Jóhannes Geir
Krisljánsson og Rebekku Bjarnadóttur.
Yíkveiji skrifar...
MIKIÐ hefur verið skrifað um
reykingar að undanfömu og
bent á hinar margvíslegu hættur
sem þeim fylgja. Þessi skrif leiddu
hugann að smámáli í þessu sam-
bandi, sem þó fer mjög í taugar
skrifara.
Á öðrum enda vindlinga með síu,
öðm nafni filter-sígaretta, eru sem
sé þessir brúnu tappar, sem ekki
eyðast í náttúrunni, eins og þó tób-
akið gerir, og eru til mikillar óprýði.
_ í raun er það ekkert annað en sóða-
skapur að henda hálfbrunnum
vindlingum hvar sem er og hvenær
sem er.
Tyggiggúmí fær iðulega sömu
meðferð hjá neytendum og er
reyndar mun verra. Þessar gúmmí-
klessur lenda síðan undir skóm
manna og geta borist inn á gólf og
teppi. í besta falli fletjast þær út
til dæmis á gangstéttum til lítils
sóma fyrir þá sem nota tyggjóið.
Oft hefur skrifari séð fólk kasta
frá sér sígarettustubbum eða spýta
út úr sér tyggjóklessum jafnvel
þótt þar til gerðar hirslur, svokall-
aðir öskubakkar, séu innan seiling-
ar. Og ef ekki, þá eru til sérstakir
stubbabaukar, sem eru handhægir
og duga undir hvoru tveggja, tóbak
og tyggigúmí. Er full ástæða til að
hvetja þá sem reykja og tyggja til
að verða sér úti um stubbabauka
og hafa þá jafnan við höndina.
Og nota þá!
xxx
LESANDI sem skrifari ræddi við
í vikunni sagði honum sögu
af samskiptum sínum við Póst og
síma. Sagðist hún hafa hringt í
stofnunina til að kvarta yfir því hve
seint póstur væri borinn út í
ónefnda götu í miðborginni. Maður-
inn sem varð fyrir svörum hjá Póst-
inum var vægast sagt önugur er
hann heyrði erindið, spurði hvort
pósturinn bærist ekki, hvort það
væri ekki aðalatriðið.
Síðan talaði hann um veikindi
starfsmanna að undanförnu og er
viðmælandinn spurði hvort ekki
væri hægt að gera ráðstafanir
vegna veikinda eins og annars stað-
ar, varð maðurinn enn styggari.
Samtalið endaði á því að hinn opin-
beri starfsmaður sagði við neytand-
ann að hann skyldi bara snúa sér
til ráðherra með kvörtunina.
Konan sagðist velta því fyrir sér
hvort þetta væru svör sem væru
við hæfí.
KUNNINGI skrifara gerði sér
dagamun á vetrardaginn
fyrsta og brá sér á villibráðarkvöld
á Hótel Loftleiðum. Hinir fjöl-
breyttú réttir sem bornir voru fram
voru gómsætir, einnig var boðið upp
á góða skemmtikrafta; Anna Pálína
og Aðalsteinn Ásberg skemmtu
með hugljúfum söng.
Það sem hins vegar setti skugga
á kvöldstundina var hópur fólks,
sem kunni ekki mannasiði. Skvaldur
frá fólkinu var óþolandi og þá sér-
staklega þegar Anna og Aðalsteinn
gengu á milli borða, til að syngja
fyrir gesti. Er þau nálguðust borðið
þar sem hávaðaseggirnir voru,
hækkaði fólkið róminn til að yfir-
gnæfa söngvarana, þannig að erfitt
var að hlusta á góðan söng þeirra
og boðskap. Áðurnefndur hópur
sýndi skemmtikröftunum og öðrum
gestum fádæma ókurteisi.
Væri ekki tilvalið fyrir hótelið að
vera með sérherbergi, ekki borð,
fyrir gesti sem virðast halda að þeir
séu einir í heiminum, þannig að fólk
sem ætlar að gera sér ánægjulega
kvöldstund, fái að vera í friði fyrir
óþolandi skvaldri og yfirgangi?