Morgunblaðið - 02.11.1995, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 02.11.1995, Qupperneq 54
54 FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO SÍMI 552 2140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. ■ 100 sýningar fyrir 100 ór!' 3IIIU J APOLLO ÞRETTANDI K E V l N C Ö S T N E R WATERWORLD Sýnd kl. 7.30, 9.15 og 11. *** Á. P. Dagsljós Franska kvikmyndin Tangó segir frá kvennabósanum Paul sem verður alveg óður þegar konan hans fer frá honum. Hann telur sig ekki geta verið rónni fyrr en hún er dauð. Þetta er bleksvört vegagaman- mynd, þar sem gert er óspart grín að öllum karlmennsku ímyndun hins vestræna heims, með hinn hæfileikaríka leikstjóra Patrice Leconte, sem á að baki myndir eins og „Monsieur Hire" og „Hairdresser’s Husband" Verð 400 kr. (Hátíðarmynd í örfáa daga) Sýnd kl. 7. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5. Verð kr. 400. Frá frægtasta leikstjóra Kínverja Zhang Yimou kemur ný perla en með aðalhlutverk fer hin gullfallega Gong Li. Aðaíverðlaun dómnefndar í Cannes1994. Sýnd kl. 9 og 11.15. ( anddyri Háskólabíós stendur yfir sýning frá Dauphin kvikmyndasafninu í Frakklandi á munum frá 100 ára sögu kvikmyndarinnar. Aðgangur er ókeypis til kl 17.00. Skólavörðustfg J0 sími 611300 í kvöld Lára Magnúsdóttir, gullsmiður, kynnir nýja skartgripalínu á tískusýningunni Skart, hár og farði blabib - kjarni málsins! Skemmtanir ■ KUSK heldur fyrstu tónleika sína á fimmtudagskvöld í Rósenbergkjall- aranum og hefjast þeir um kl. 23. Hljómsveitin kemur fram eftir nokk- urt hlé og mun kynna efni af væntan- legum geisladisk sínum. Kusk hefur starfað í rúmt ár og leikur kraftmikla rokktónlist. Hljómsveitin er á förum næsta vor til skandinavíu og mun dvelja í þar í mánuð við tónleikahald. Tónleikarnir í kvöld. ■ DANSSVEITIN leikur laugar- dagskvöld á Hótel KEA en hana skipa þeir Kristján Óskarsson, Sigurður Dagbjartsson, Már Elísson og söngkonan Eva Ásrún.” ■ HUNANG leikur föstudagskvöld á Hót- el Akranesi sem opn- að var nýlega eftir endurbætur. A laugar- dagskvöld færist síðan diskóstemmningin suður í Dugguna í Þorlákshöfn en fyrr um kvöldið verður Heiðar snyrtir með konukvöld á staðnum. Bæði kvöldin sjást glæsilegar sýningar- stúlkur úr Reykjavík í för með Hunangi og sýna allt nýjasta úr vetrartískunni ásamt undirfatnaði. ■ A. HANSÉN heldur upp á 10 ára afmæli sitt dagana 2.-5. nóvember og býður upp á 5 rétta matseðil á tilboðsverði af því tilefni. Einnig verð- ur boðið upp á ýmsar uppákomur. Afmælisböm þessa daga frá sér- stakan viðurgjörning frá A. Hansen. Trúbadorinn Guðmundur Rúnar sér um að skemmta gestum 3. og 4. nóv- ember. ■ KRISTÍN EY STEIN SDÓTTIR ásamt hljómsveit heldur tónleika á vegum Listafélags Kvennaskólans í Reykjavík í Hinu húsinu fimmtu- dagskvöld kl. 22. Kristín mun kynna efni af nýútkomnum geisladisk sín- um. ■ LANGBRÓK leikur laugardags- kvöld í Ásakaffi í Grundarfirði. Hljómsveitin leikur alls kyns rokktónl- ist allt frá Halla og Ladda upp í rúss- neska sverðdansinn. ■ GAUKUR Á STÖNG Á fimmtu- dagskvöld verða haldnir útgáfutón- leikar Emeliana Torrini. Á föstu- dags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Kirsuber og SSSól leik- ur sunnudagskvöld. Á mánudags- og þriðjudagskvöld leikur Tríó Jóns Leifs en þeir munu taka upp tónleik- ana á þriðjudagskvöld. Á miðviku- dags- og fimmtudagskvöld leikur svo hljómsveitin Fjallkonan en það eru útgáfutónleikar hljómsveitarinnar á fimmtudagskvöld. ■ KOL leikur fimmtudagskvöld í Gjánni Selfossi en um helgina leik- ur hljómsveitin á Blúsbarnum óraf- magnaðir bæði kvöldin. ■ NUNO MIGUEL OG MILLJ- ÓNAMÆRINGARNIR leika föstu- dagskvöld á Hótel Mælifelli, Sauðár- króki og á laugardagskvöld í Hótel Stykkishólmi. ■ HÓTEL SAGA Á Mímisbar leika Ragnar Bjarnason og Stefán Jök- ulsson föstudags- og laugardags- kvöld. í Súlnasal á laugardagskvöldið er það svo Riósaga sem er skemmti- dagskrá með Ríó Trió. Á eftir sýn- ingu er svo dansleikur með hljómsveit- inni Saga Klass. Húsið verður opnað kl. 19 fyrir matargesti og kl. 23.30 fyrir þá sem ætla að koma á dansleik. ■ GARÐAKRÁIN, GARÐABÆ Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Klappað og klárt__ með þeim Garðari Karlssyni og Önnu Vilhjálmsdóttur. ■ MAUS heldur útgáfutónleika sína, sem frestað var í síðustu viku vegna hörmunganna á Flateyri, fimmtu- dagskvöld í Þjóðleikhúskjallaranum og munu þeir verða með sama sniði og áður stóð til. Tónleikamir eru til að kynna plötu þeirra Ghostsongs sem Spor hf. gefur út samdægurs tónleik- unum. Ýmsir gestahljóðfæraleikarar munu aðstoða hljómsveitina við tón- listarflutninginn þeir Unnar B. Arn- alds, Ó.B.Ó. og Plastik. Diskurinn mun verða seldur á tónleikunum sem hefjast kl. 22 og mun miðaverð vera 500 kr. Boðið verður upp á léttar veitingar. ■ FEITI DVERGURINN Á föstu- dagskvöld leika Tveir gæjar, þeir Garðar og Ólafur og á laugardags- kvöld kemur Mjöll Hólm fram og leik- ur tónlist af nýútkomnum geisladiski sínum. ■ HÓTEL ISLAND Á föstudags- kvöld er dansleikur í aðalsal þar sem hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur. Sýning Ladda í Ásbyrgi held- ur áfram föstudags- og laugardags- kvöld. Á laugardagskvöld í aðalsal verður framhaldið sýningu Björgvins Halldórssonar Þó líði ár og öld. Hljómsveitin Karma leikur á dansleik að lokinni sýningu. Á sunnudagskvöld er svo íslandsmeistarakeppni í hár- skurði og hárgreiðslu. ■ TVEIR VINIR Á laugardagskvöld halda Elvis-aðdáendaklúbbar Islands, Rembember Elvis og Elvis ísland, haust-rokkdansleik. Haldin verður söngvakeppni þar sem einnig er keppt um hver geti best líkt eftir rokk-kónginum í útliti, klæðaburði og sviðs- framkomu. Hljóm- sveitin Þrír gæjar ieikur fyrir dansleik. ■ NÆTURGALINN Á föstudags- og laug- ardagskvöld leikur Rúnar Júliusson en á laugardagskvöldinu verður haldið konu- kvöld þar sem fata- fellir kemur fram. Lokað fyrir karlmenn frá kl. 22-24. ■ TORGIÐ AKUREYRI Um helg- ina verður Mexíkókvöld þar sem ýmsar veitingar ættaðar frá Mexíkó verða á tilboðsverði. Leikarinn, söngv- arinn og stórgrínarinn Skúli Gauta- son verður með „uppistand" föstu- dags- og laugardagskvöld. ■ VINIR DÓRA leika laugardags- kvöld á Bæjarbarnum, Ólafsvík. ■ NAUSTKJALLARINN Fimmtu- dagskvöld skemmtir trúbadorinn Ein- ar Jónsson og föstudags- og laugar- dagskvöld leikur E.T. Bandið. ■ GULLÖLDIN Á föstudags- og laugardagskvöld syngur Tarnús gömlu góðu íslensku gullaldarlögin. Allir gestir sem koma fyrir kl. 22 um helgina lenda í lukkupotti Gullaldar- innar. ■ CAFÉ ROYALE Hljómsveitin Fánar skemmtir helgina 3. og 4. nóv- ember ásamt gestasöngvaranum Þór- halli Sigurðssyni, Ladda, sem verður á léttu nótunum. ■ RÚNAR ÞÓR leikur föstudags- kvöld á Hótel Læk, Siglufirði og laugardagskvöld á Hótel Mælifelli, Sauðárkrók. ■ SÓL DÖGG leikur á Hafurbirnin- um, Grindavík, laugardagskvöldið 4. nóvember. Hljómsveitin leikur hressilega og dansvæna tónlist og eins gömlu diskólögin. HLJÓMSVEITIN Kusk heldur SÓL DÖGG leikur á Hafur- tónleika í Rósenberg fimmtu- birninum, Grindavík, laugar- dagskvöld. dagskvöld.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.