Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 8
J 8 SUNNUDAGUR12. í'JÓVEMBER 1995 FRÉTTIR Ág-úst vill koma í stríðsleik, minn herra. ÞAÐ VAR einn blíðan dag- inn þegar allt gekk á afturfótunum: Sagnirn- ar virtust hreint óstýranlegar og duttu jafnóðum út úr hausn- um á mér, kraninn á baðher- berginu fór að leka, gaskútur- inn reyndist tómur þegar ég ætlaði að hita mér vatn í kaffi- dreitil og Ahmed húsvörður lét mig heyra það að ég kynni ekki gott að meta þegar ég vildi sjálf þvo mín gólf og af- þakkaði konuna hans. Kolbrá dóttir min átti afmæli þennan dag og ég gat ekki hringt í hana því síminn minn hefur ekki tengingu til utanbæjar- símtala og það var búið að loka á símstöðinni. Ofan á þessar mæður allar bættist svo að moskítóflugur höfðu á ný brotið sér leið inn í íbúðina og bættu sér upp næturnar á undan af miklu kappi. Eg sat dálitla stund og velti þessum vandamálum fyrir mér. Og komst að þeirri niðurstöðu að á svona degi væri aðeins eitt að gera: fá sér ijómaköku. Þar með gæti ég slegið tvær flugur í einu höggi, haldið upp á afmæli dóttur minnar og kætt í mér sálina. Hér í grenndinni er fín köku- búð í nýju fallegu húsi sem sker sig dálítið úr húsunum í kring. Þar fást hundrað teg- undir af kökum og ég valdi mér tvær girnilegar sneiðar af jarðarheija- og karamellutert- um. ' Það er mjög hröð og þung umferð um götuna sem köku- búðin stendur við - mætti þó raunar verðlauna þann sem finnur götu þar sem er ekki hröð umferð hér í bæ - og ég var sennilega annars hugar í hrifningu minni, hvað þetta hefði verið snjallt hjá mér og gætti ekki að mér. Auðvitað datt bílstjóranum, sem í hlut átti, ekki í hug að stansa. Fyrir einhveija tilvilj- um brást ég rétt við svo bíllinn gerði ekki meira en rétt að stijúka mér. Það dugði þó til Dagbók frá Kairó Sagnorð og ijóma- kökur Það er mæðudagur í Kaíró þar sem allt gengur á afturfótunum hjá Jóhönnu Krist- jónsdóttur. Meira að segja moskítóflug- umar hafa aftur brotið sér leið inn í íbúðina. að ég skall í götuna og næsti bíll sem kom brunandisýndiengin merki þess heldur að hann ætlaði að stoppa. Einhver akróbatík sem ég hef hvorki kunnað fyrr né siðar varð til að ég gat á sekúndubroti undið mér fráog hana nú. Mér var borgið. Ég titraði dálítið, það verður að segjast eins og er, og fæt- urnir voru hálfhveitibrauðsleg- ir þegar ég gekk það sem eftir var leiðarinnar heim til mín. En hugsaði í mínum pollýönnu- leik að það gæti ekki gerst fleira leiðinlegt í dag. Auðvitað stóð það heima, kona Ahmeds var ekkert í fýlu og kom bagsandi með nýjan gaskút svo ég gat fengið mér kaffi og ijómaköku með reisn. Leki á baðinu - það hlaut að vera hægt að finna pípara ein- hvers staðar. Og moskítóflug- urnar skyldu komast að því fullkeyptu ef þær reyndu frek- ariofsóknir. Ég snæddi mína ijómaköku með bestu lyst og sneri mér af endurnýjuðum krafti að barátt- unni við sagnorð. Kennarinn sagði að sagnir í arabísku væru ljómandi ein- faldár. Það fannst mér góðar fréttir eftir stríð við að festa rétt eignarfornöfn við nafnorð og meira að segja forsetningar. Það yrði góð tilbreyting að kynnast einhveiju sem væri einfalt og aðgengilegt. Þá vissi ég ekki að sakleysis- leg sögn eins og til dæmis að dansa, jargos, er fjarri því að vera eins fábrotin og hún litur út fyrir. Ef ég dansa verður hún argos, ef þú dansar og ert kvenkyns verður jargos að lar- gosína, vitanlega með réttu persónufornafni. Ef tveir karl- menn dansa er hún targosen og má segja að þetta liggi í augum uppi. Þetta seitlaði smám saman inn. Sem ég var að komast í bærilegt menningarsamband við þær kom að sögnum í fram- tíð - og raunar tvenns konar framtiðum. Framtíð sem kem- ur bráðum og framtíð sem kemur eftir ótiltekinn óratíma. Ætli ég að segja að þið dansið og þið séuð tvær kvenkynsper- sónur er sögnin jargos orðin sctargosína og ef óviss fjöldi karla mun kannski dansa ein- hvern tíma þá er hún skyndi- lega sáfjargosún. Ekki þarf að taka fram að alls konar fornöfn festa sig við sagnir í öllum tíðum. Aðfram komin spurði ég hvað væru margar tíðir í viðbót. Sem bet- ur fer bara þátíð. Það er gott til þess að vita að það eru einfaldar sagnir í einhveiju tungumáli. MORGUNBLAÐIÐ Samtök fólks sem vill hætta að reykja Nikótínfíkn má halda í skefjum Telja fíknina sjúkdóm Löngun til að hætta að reykja er eina inntöku- skilyrði SA-samtak- anna, sem stofnuð voru hér á landi fyrir tveimur árum. Samtökin, Smokers An- onymous, eru starfrækt í anda AA og ganga út frá því að nikótínfíkn sé sjúk- dómur, rétt eins og áfengis- fíkn, sem hægt er að halda í skeljum. Til þessa hafa vikulegir fundir samtakanna verið haldnir í húsnæði AA-sam- takanna í Reylqavík, en þau hafa nú fengið fundarað- stöðu í húsi Krabbameinsfé- lags Reykjavíkur við Skóg- arhlíð, þar sem nikótínfíklar funda héðan í frá kl. 20 á sunnudagskvöldum. Ein af svokölluðum erfðavenjum samtakanna er að gæta nafnleyndar í fjölmiðlum. Viðmælandi blaðsins baðst því undan nafnbirtingu,. en upplýsti að 15 manns væru nú í samtökun- um. „Ég geri fastlega ráð fyrir því að hópurinn muni stækka verulega nú þegar við erum búin að fá þessa góðu fundaraðstöðu. Samstarf okkar og Krabbameins- félags Reykjavíkur er ekkert utan þess að við fáum að halda fundi okkar í húsnæði félagsins." Samhæfum reynslu okkar Á upplýsingablaði um samtökin kemur fram að þau séu ætluð körlum og konum sem eiga við sameiginlegt vandamál að stríða, hömlulausar reykingar. „Við hitt- umst á fundum til að samhæfa reynslu okkar, styrk og vonir, svo að við megum leysa sameiginlega vandamál okkar og séum fær um að hjálpa öðrum til að losna frá reykingabölinu." Viðmælandi blaðsins segir að nú sé ár iiðið síðan hann hætti reykingum, en hann hefur sótt fundi samtakanna í eitt og hálft ár. „Engin krafa er gerð um að fólk sé hætt að reykja þegar það kemur á fundi, en vitaskuld eru reykingar bannaðar á fundum. Samtökin eru öllum opin og eru engin inntöku- eða félagsgjöld.“ Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á forvarnarstarf Sala tóbaks hjá ÁTVR nam á síðasta ári rúmum 4,8 milljörðum króna framreiknað til núgildandi verðlags. Frá 1993 til 1994 dróst sala á sígarettum saman um tæp- Iega 1%, en sala á vindlum, reyk- tóbaki, munn- og neftóbaki dróst meira saman. Ríkið fær 62% af verði hvers sígarettu- pakka og fær Tóbaks- varnarnefnd 8,9 millj- ónir króna í ár. Ingi- björg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra hefur sagt að hækka verði þær upphæð- ir sem renna til forvarnarstarfa og fyrst og fremst þurfi að ná til ungs fólks, sem ekki er byrjað að reykja, án þess þó að gleyma þeim sem vilja hætta og þarfnast hjálp- ar til þess. í viðtali við Morgunblaðið í haust sagði heilbrigðisráðherra meðal annars: „Við eigum að hækka verðið umfram almenna verðlagsþróun. Þessi hækkun get- ur orðið smám saman, á 5-10 ára tímabili, en hún þjónar hins vegar ekki tilgangi sínum nema um leið sé lögð mikil áhersla á að hjálpa fólki, svo það eigi val.“ SA-samtökin leggja áherslu á að enginn geti hætt að reykja nema hann hafi löngun til þess ► SA-samtökin, Smokers An- onymous, eru ætluð þeim sem reykja hömlulaust, en vilja hætta reykingum. Byggt er á 12 spora kerfi, eins og í AA- samtökunum og gengið út frá því að nikótínfíkn sé sjúkdómur sem hægt er að halda í skefjum. I upplýsingariti um SA-samtök- in ke.nur meðal annars fram að samtökin séu sjálfstæð heild og óháð hvers kyns félagsskap öðrum. Höfuðtilgangur sé að vera reyklaus og styðja aðra reykingamenn til hins sama. Ekki er gerð krafa um að þeir sem sækja fundi séu hættir reykingum og er mælt með því að byijendur mæti 15 minútum áður en fundur hefst. sjálfur. Reynslusporin 12, sem byggt er á í starfi SA-samtakanna eru: 1. Við viðurkenndum vanmátt okkar gegn reykingum og að okk- ur var orðið um megn að stjórna eigin lífí. 2. Við fórum að trúa að æðri kraft- ur, máttugri okkar eigin, gæti gert okkur heilbrigð að nýju. 3. Við tókum þá ákvörðun að láta vilja okkar og líf lúta handleiðslu Guðs, samkvæmt skilningi okkar á honum. 4. Við gerðum rækilega og ótta- laust siðferðisleg reikningsskil í lífi okkar. 5. Við játuðum afdráttarlaust fyr- ir Guði, sjálfum okkur og trún- aðarmanni yfirsjónir okkar. 6. Við vorum þess albúin að láta Guð lækna allar skapgerðarveilur okkar. 7. Við báðum Guð í auðmýkt að losa okkur við brestina. 8. Við skráðum mis- gjörðir okkar gegn ná- unganum og vorum fús til að bæta fyrir þær. 9. Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, svo framar- legá sem það særði engan. 10. Við iðkuðum stöðuga sjálfs- rannsókn og viðurkenndum yfir- sjónir okkar undanbragðalaust þegar útaf bar. 11. Við leituðumst við, með bæn og hugleiðslu, að styrkja vitund- arsamband okkar við Guð, sam- kvæmt skilningi okkar á honum, og báðum um skilning á því sem okkur var fyrir bestu og mátt til að framkvæma það. 12. Við fundum að sá árangur sem náðist með hjálp reynslusporanna var andleg vakning. Þess vegna reyndum við að flytja öðrum reyk- ingamönnum þennan boðskap og fylgja þessum meginreglum í lífi okkar og starfi. Ekki gerð krafa um að fólk sé hætt að reykja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.