Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Listaklúbbur Leik- húskjallarans Arthur Miller átt- ræður DAGSKRÁ Listaklúbbsins verður helguð Arthur Miller, einu ástsælasta leikskáldi okk- ar tíma, mánudaginn 13. nóv- ember. Miller á merkisafmæli um þessar mundir og föstu- daginn 10. nóvember var nýj- asta verk hans, Glerbrot, frumsýnt á stóra sviði Þjóð- leikhússins í leikstjórn Þórhild- ar Þorleifsdóttur. Dagskráin á mánudags- kvöldið hefst með umfjöllun Hávars Siguijónssonar, leik- listarráðunauts Þjóðleikhúss- ins, um Miller og verk hans, leikararnir Jón Sigurbjörnsson og Þóra Friðriksdóttir leiklesa leikritið Ég man ekki neitt í þýðingu Árna Ibsen og leik- stjórn Péturs Einarssonar. Leikrit þetta var áður flutt í útvarpi árið 1991 þá einnig í flutningi Þóru og Jóns og leik- stjórn Péturs. Einnig mun Þór- hildur Þorleifsdóttir leikstjóri ijalla um sýningu Þjóðleik- hússins á Glerbrotum og tveir leikarar úr sýningunni, þau Arnar Jónsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leika atriði úr henni. Dagskráin á mánudags- kvöldið hefst stundvíslega kl. 21. Arfur CO- BRA-hópsins í VERSLUNINNI Katel, List- húsinu í Laugardal, stendur nú yfir sýning á listaverkum danska málarans Jorgen Lars- en. Listamaðurinn, sem er fimmtugur málari og heim- spekingur, hefur haldið sýn- ingar víða, t.d. í Frakklandi, Hollandi og Sviss auk heima- landsins. Sagt hefur verið að Danir hafi varðveitt einna best arf þeirrar stefnu, sem er kennd við COBRA-hópinn og segja má að í dag sé Larsen fulltrúi þeirrar arfleifðar, sem hann hefur þó unnið úr á persónu- legan hátt. í tilefni 12 ára afm'ælis verslunarinnar Katel er efnt til þessarar sýningar á verkum Larsens. Þau eru 30 talsins (olíumálverk, blönduð tækni og grafíkmyndir). Sýningin, sem er sÖlusýn- ing, var opnuð um síðustu helgi og stendur yfir til 18. þ.m. Tvö útilista- verk sett upp NÝLEGA kom Garðyrkjudeild Reykjavíkur fyrir tveimur útilistaverkum í Reykjavík. Annars vegar Konu og barni eftir Tove Olafsson, sem kom- ið var fyrir við Fæðingarheim- ili Reykjavíkur, og hins vegar verkinu Barn og fiskur eftir Ásmund Sveinsson, sem sett var upp við Laugarnesskólann í Reykjavík. Verkin höfðu áður verið steypt í steypu og vonj orðin illa farin af völdum veðrunar. Til að ráða bót á því var afráð- ið að steypa verkin í brons til að gera þau varanlegri og þeim komið fyrir á sína upprunalegu staði. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson LISTAMAÐURINN og afmælisbarnið Guðjón Ólafsson frá Gísl- holti við eitt verka sinna á sýningunni í Akóges. Fjölmenni sá mynd- listarsýningu Guðjóns Olafssonar Námskeið Sin- fóníuhljóm- sveitar æskunnar NÁMSKEIÐ Sinfóníuhljómsveitar æskunnar eru haldin tvisvar til þrisv- ar á ári og lýkur yfirleitt með tónleik- um. Auk stjórnanda eru starfandi leiðbeinendur fyrir hvern hóp hljóð- færaleikara og eru það oftar en ekki meðlimir úr Sinfóníuhljómsveit ís- lands. I nóvember og mars verða haldin helgarnámskeið sem lýkur með tón- leikum eins og venjan er. Námskeið þessi, sem haldin eru á Norræna skólasetrinu í Hvalfirði, eru til þess ætluð að þjálfa nemendur í að lesa hljómsveitarverk. Stjórnandi á nóv- embernámskeiðinu er Gunnsteinn Ólafsson, ungur stjórnandi sem hefur m.a. stjórnað Sinfóníuhljómsveit ís- lands og Valdi örlaganna í Þjóðleik- húsinu auk þess sem hann vann önn- ur verðlaun í keppni ungra norrænna hljómsveitarstjóra í Bergen. Sinfóníuhljómsveit æskunnar var stofnuð árið 1985 á ári æskunnar og er því 10 ára. Frá árinu 1978 voru haldin hljómsveitarnámskeið á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík undir stjóm Pauls Zukofsky sem lengst af hefur stjórnað hljómsveit- inni. Markmiðið með starfsemi Sin- fóníuhljómsveitar æskunnar er að gefa nemendum tónlistarskólanna tækifæri til að öðlast reynslu í hljóm- sveitarleik í fullskipaðri sinfóníu- hljómsveit, kynnast hljómsveitar- verkum og undirbúa sig fyrir at- vinnumennsku í hljóðfæraleik. Einng er leitað eftir samvinnu við ung- mennahljómsveitir erlendis og þátt- töku í alþjóðlegu hljómsveitarstarfi. Starf Sinfóníuhljómsveitar æsk- unnar hefur verið- fjármagnað með framlögum frá ríkinu og Reykjavík- urborg, auk þess sem ýmis fyrirtæki og einstaklingar hafa í gegnum árin lagt sitt af mörkum til að styðja við tónlistaræsku þessa lands. Fjölmenni á haust- tónleikum Laxamýri. Morgunblaðið. KARLAKÓRINN Hreimur og Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands héldu hausttónleika í íþróttahús- inu að Laugum í Reykjadal á laug- ardagskvöldið. Fjöldi Þingeyinga sótti samkomuna og var flytjend- um mikið fagnað. Baldvin Kristinn Baldvinsson bóndi í Torfunesi var einsöngvari með kór og hljómsveit, en hann hefur sungið einsöng árum saman og tvísöng með Baldri bróður sín- um um árabil. Baldvin söng á sín- um tíma Dulcamara í Ástar- drykknum eftir Donizetti í upp- færslu Tónlistarskólans á Akur- eyri og Peron í söngleiknum Evítu sama ár. Þá hefur hann sungið á fjölmörgum samkomum og við kirkjulegar athafnir um land allt. Stjórnandi Hreims, Robert Faulkner, hefur stjórnað kórnum frá 1988, en Robert flutti hingað til lands 1986 frá Englandi. Starf hans við Hafralækjarskóla hefur vakið athygli víða um land. Hann hefur m.a. gefið út kennslubókina „Virkir dagar“ fyrir nemendur og kennara í grunnskólum, en á að baki mikla reynslu í kór- og hljómsveitarsíjórn í heimalandi sínu. Aðalstjórnandinn, Guðmundur Óli Gunnarsson, sýndi að Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands stendur undir nafni og með því að fá flytj- endur úr nágrannabyggðum Ák- ureyrar, hljóðfæraleikara, ein- söngvara og kóra, gefst mun fleira fólki tækifæri á að taka þátt í tónlistarstarfi í héruðunum. FRÁ hausttónleikunum að Laugum í Reykjadal. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Flestar myndir sýningarinnar seldust Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. EYJAMAÐURINN Guðjón Olafsson frá Gíslholti hélt myndlistarsýningu í Akógeshúsinu í Eyjum fyrir skömmu þar sem hann sýndi 150 verk sem hann hefur unnið á síðustu árum. Sýningin var önnur einkasýn- ing Guðjóns en þá fyrri hélt hann fyrir 21 ári. Á sýningunni sýndi Guðjón á sér nýja hlið. Fram til þess hefur hann að mestu haldið sig við teikningar og er þekktur fyrir þær í Eyjurn og víðar en að þessu sinni sýndi hann myndir unnar í olíu, vatnslitamyndir og skúlptúra auk teikninga. Sýning Guðjóns hlaut góð- ar viðtökur Eyjamanna. Á sjötta hundrað manns sáu sýninguna og seldist bróðurpartur þeirra 150 verka sem til sýnis voru. Guðjón sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann væri ákaflega ánægður með viðtökurnar sem sýn- ingin fékk. „Þetta var heilt ævintýri, svo góðar voru undirtektirnar. Mér fannst á fólki að það væri mjög ánægt með verkin og ég er ánægður með árangurinn þannig að betra getur þetta varla verið og ég er ákaf- lega þakklátur fyrir þær viðtökur sem ég fékk,“ sagði Guðjón. Sýningin bar yfirskriftina Tening- unum kastað, sem var nafnið á mynd númer 1 á sýningunni, og var hún haldin í tilefni af 60 ára afmæli lista- mannsins sem hann hélt upp á með- an sýningin stóð yfir. Guðjón sagði að á þeirri einu sýningu sem hann hafði haldið áður hefði hann einung- is sýnt teikningar sem hann vann fyrir bókina Vestmannaeyjar - Byggð og eldgos eftir Guðjón Ár- mann Eyjólfsson sem kom út árið Skúlptúrar Guðjóns hygli á sýningunni. 1973. Hann sagðist lítið hafa fengist við liti fyrr en nú síðasta eitt og hálft ár en þá hafi hann farið af stað með það að markmiði að halda sýn- ingu þegar hann yrði sextugur. Guð- jón segist hafa ákaflega gaman af því að fást við litina og hann hafi í raun alltaf verið að leika sér og sagð- ist hann vonast til að það hafi endur- speglast í myndunum. Myndir Guð- jóns á sýningunni voru bæði abstrakt verk og myndir af umhverfinu bæði í Eyjum og annars staðar en hann sagðist hafa mest gaman af að mála abstrakt og leika sér með litina. Athygli vakti hversu verði á verk- um sýningarinnar var í hóf stillt en Guðjón sagði að hann hefði tekið þá ákvörðun að hafa verðið þannig að sem flestum, sem hefðu áhuga á að eignast verk eftir hann, væri það kleift enda málaði hann fyrst og fremst til að hafa gaman af því. Lúðra- sveitir í Ráðhúsinu SKÓLALÚÐRASVEITIR halda „stórtónleika" í Ráðhúsi Reykjavík- urborgar sunnudaginn 12. nóvember kl. 15. Tilefnið er 40 ára afmæli skólalúðrasveita Reykjavíkur. Lúðra- sveitina skipa eldri nemendur úr þremur sveitum, þær eru: Lúðrasveit Árbæjar og Breiðholts, Lúðrasveit Laugarnesskóla og Lúðrasveit Vest- urbæjar. Að þessu tilefni vérður því fjölbreytt efnisskrá, íslensk tónlist, tónlist úr söngleikjum, einnig verk djasstónlistarmanna og margt fleira. Tónleikarnir eru öllum opnir og aðgangur er ókeypis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.