Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn GER VILIMIR AN LANDAMÆRA eftir Hildi Friðriksdóttur SUMIR kalla þetta hryllings- búðina við Hverfisgötu," sagði Tryggvi Sveinbjörns- son ■ framkvæmdastjóri Össurar hf. í léttum tón þegar við gengum um verkstæðið og starfs- menn sýndu blaðamanni handlegg, fíngur og neðsta hluta fótar úr síli- koni. Öllum er þó Ijóst að fyrirtæk- ið er þversögn við hryllingsbúðina, því þarna fær fjöldi fólks hjálp, hvort sem það er varðandi gervi- bijóst, fætur, handleggi eða annað slíkt. Gervilimimir eru einkar raun- verulegir og mikill munur frá því sem áður var þegar augsýnilegt var á lit, formi og efni að um gervi var að ræða. Sjálfur kynntist Tryggvi fyrir- tækinu aðeins 14 ára gamall, þegar hann missti fótinn fyrir ofan hné í dráttarvélaslysi. I upphafí leitaði hann til annarra en sneri sér til Össurar hf. fljótlega eftir stofnun þess. „Það var þessu fyrirtæki að þakka að ég fékk sæmilega lausn, sem hefur sífellt batnað, þó svo að ég sé orðinn lélegur viðskiptavinur. Það er með mig eins og bifvélavirkj- ann sem gerir ekki við bílinn sinn og smiðinn sem dyttar ekki að heima hjá sér; ég nenni ekki að láta gera við fótinn,“ segir Tryggvi og hailar sér kæruleysislega aftur í stólnum. Gervifótur engin fyrirstaða Hann segir að auðvitað hafí af- leiðingar slyssins verið honum erfið- ar í fyrstu. Smám saman hafi hann lært að lifa með fötluninni og hann láti gervifótinn engan veginn aftra sér. „Ég tel þetta reyndar enga fötlun og geri allt sem mér dettur í hug,“ segir hann og bætir við að eitt af því mikilvægasta við notkun gervifóts sé að halda sér í sömu þyngd og varast að fitna og léttast til skiptis. Að sögn Tryggva er ekki óal- gengt að skipta þurfí um gervifót á tveggja til þriggja ára fresti, þó vel gangi, en í mörgum tilfellum þurfi að skipta tvisvar á ári eða jafnvel oftar, ef önnur vandamál VIDSKIPn AIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Tryggvi Sveinbjörnsson fæddist 20.3.1957 á Ólafs- firði en ólst upp á Hrísum í Eyjafirði. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1980 og námi í rekstrarhagfræði frá Bl-háskólanum í Osló 1985. Sama ár réðst hann til KEA og starfaði þar við innfiutning og tölvumál. Frá 1986 var hann framkvæmdastjóri Plastiðjunnar Bjargs á Akureyri, þar til hann hóf störf sem fram- kvæmdastjóri Össurar hf. 1989. STARFSMENN Össurar önnum kafnir við störf sín. Sjá má síli- konhulsuna á gervifætinum, en hún er aðalútflutnings- vara fyrirtækisins. herji einnig á. „Skipt getur máli hvernig aflimun á sér stað eða hvort aðrir sjúkdómar koma við sögu líka. Hulsan slitnar einnig, en oft nægir að skipta um hana.“ Á Islandi eru nokkur hundruð manns með gervilimi og má gera ráð fyrir að 20-30 manns bætist við árlega. Hlutfallið er hærra á hinum Norðurlöndunum og segir Tryggvi ástæðuna vera fleiri aflim- anir þar vegna sjúkdóma. „Það er þó einnig að verða breyting í þessa átt hér á landi,“ segir hann. Ört vaxandi fyrirtæki Þegar Tryggvi tók við fram- kvæmdastjórastöðu af Össuri Krist- inssyni stofnanda og aðaleiganda fyrirtækisins árið 1989 var það ennþá smátt í sniðum og starfs- menn innan við fímmtán. Nú eru starfsmenn Össurar og dótturfyrir- tækja þess rúmlega fímmtíu og áætluð velta yfírstandandi árs rúm- lega hálfur milljarður. Útflutningur var nánast enginn fýrstu árin en Tryggvi kveðst hafa haft trú á þeim möguleikum frá fyrstu tíð. Hann reyndist hafa rétt fyrir sér, því sá hluti hefur byggst ótrúlega hratt upp á örfáum árum. Er áætlað að útflutningsverðmæti verði 420-450 milljónir króna á þessu ári. Mest er flutt út til Banda- ríkjanna. Asíumarkaður í sjónmáli Árið 1994 var stofnað fyrirtæki í Bandaríkjunum, fyrr á þessu ári var opnað fyrirtæki í Englandi og á næstu mánuðum er gert ráð fyrir opnun fyrirtækis í Lúxemborg. Ekki verður látið staðar numið þar, því nú þegar liggja fyrir ákveðnar upplýsingar um Asíumarkað. Þar er gert ráð fyrir að smám saman verði stofnuð tvö til þrjú fyrirtæki, sem ýmist sjá um framleiðslu, sölu eða markaðssetningu eða allt í senn á mismunandi svæðum. Með því móti tekst Össuri hf. að hasla sér völl um allan heim. „Við erum að undirbúa þessa áætlun og höfum skoðað Malasíu, Japan, Kína og Kóreu,“ segir Tryggvi. Aðspurður um hvort stríðshijáð svæði sé markaður fyrir fyrirtækið svarar hann að á meðan á því standi fari allir fjármunir í stríðsrekstur. Slíkt.komi ekki í ljós fyrr en um það bil tíu árum eftir stríðslok. „Bandaríkjamenn tóku sig t.d. til fyrir nokkrum árum og smíðuðu nokkur þúsund gervifætur og sendu til Víetnam." Þegar talið berst að velgengni fyrirtækisins erlendis segist hann telja það lykilatriði að leita erlendra markaða, ef fyrirtæki eigi að ná því að stækka. „Fyrir mér eru eng- in landamæri til,“ segir hann. „Mitt sjónarmið er að þegar menn ferðast mikið og kasta af sér þjóðernisstoltinu kynnist þeir öðr- um mönnum með mismunandi við- horf. Menn hafa gott af því að lenda í vandræðum, hvort sem það er að vera bláfátækur námsmaður og eiga varla fyrir mat eða þá að vera einn í stórborg, geta gert það sem maður vill en samt að vera ein- mana. Smám saman öðlast menn þá víðsýni sem þarf til að bera.“ 10% kenninga sannleikur Aðspurður hvort hann hafí lært sérstaklega útflutnings- og mark- aðsfræði svarar hann kankvís að slíkt sé sjálfsagt mest heilbrigð skynsemi. „Mín reynsla er sú að 10% kenninganna er sannleikur en 90% verður maður að útfæra sjálf- ur. Ég var í mjög góðum skóla í Osló, þar sem notast var við nýjar bækur og þar með fjallað um nú- tímaverslun og staðreyndir. Aftur á móti voru gamlir snillingar lítið lesnir," segir hann og telur slíka lesningu ekki endilega vera réttu lausnina, þó svo að menn geti kynnt sér kenningar þeirra sér til gamans. Hann telur skorta í íslenskt þjóð- félag að menn þori að taka áhættu. Sjálfur kveðst hann vera tilbúinn til þess og hafí oft gert það gegnum tíðina. Jafnframt sé mikilvægt að gera eins fá mistök og hægt er. „Ég horfí aldrei til baka til að reyna að fínna sökudólg en hugsa mest um framtíðina eða nútímann. Ég treysti samstarfsfólki mínu og læt það bera ábyrgð," segir hann og bætir við: „Þó að það viti vel að ég sé ómissandi þá hafa hlutirnir gengið vel þegar ég er erlendis!" Að vera á undan öðrum Hann bendir ennfremur á að ekki megi gleyma því að fyrirtækið hafí sérstöðu, bæði á innlendum og erlendum mörkuðum, með uppfinn- ingu sinni á sílikonhulsum. Þær eru notaðar til að rúlla upp á útlima- stúfa sjúklinga þegar festa á gervi- limi við þá. „Einnig höfum við nokkra sérstöðu með gerviökklalið, sem við höfum þróað. Hann hefur það .ram yfir aðra að hafa mögu- leika á að stilla hælhæð og stífni. Stillingin fer eftir því hvort verið er að hlaupa eða ganga, hvort geng- ið er á sléttbotna skóm eða háum hælum,“ útskýrir Tryggvi. „Ennfremur höfum við verið að þróa Icekast-tæknina,“ heldur hann áfram og bendir á mynd í bæklingi af fótstúfi í hólki. „Mót er tekið af stúfnum undir þrýstingi, sem gefur allt aðra útkomu, eða líkt og verið sé að stíga í fótinn.“ Alþj óðamarkaður Hann leggur áherslu á að fyrir- tæki sérhæfi sig í ákveðnum hlutum pg telur það vera þá stefnu sem íslendingar eigi að taka til að kom- ast á alþjóðamarkað. í því sam- bandi bendir hann á fyrirtæki eins og Marel og Silfurtún og hugbúnáð- arfyrirtæki sem eigi að geta og hafí náð miklum árangri. Til samanburðar á sérhæfingu tekur hann íslenskt matvælafyrir- tæki og bendir á að slíkt fýrirtæki geti náð sömu veltu með því að taka fyrir eitt úthverfi í London eða New York. Það þurfi því ekki að fara um allan heim. „Þessi sérhæf- ing fellur vel inn í hugsunarhátt íslendinga vegna þess að íslensk fyrirtæki hafa almennt verið byggð upp fyrir innanlandsmarkað. Hins vegar skilgreina þau erlenda mark- aðinn oft ekki nægilega vel og dreifa kröftunum of víða.“ Iðnaðarframleiðsla Framleiðslan fyrir erlendu mark- aðina er stöðluð og fer hún fram í húsnæði fyrirtækisins í Kópavogi. Þar eru framleiddar nokkrar teg- undir af hulsum í sautján stærðum og sex stærðir af ökklaliðum. „Þetta er nánast iðnaðarframleiðsla íhluta í gervifót, sem stoðtækjafræðingar í hveiju landi fyrir sig þjónusta síð- an sjúklingana með. Áftur á móti veita stoðtækjafræðingar hér á landi hveijum einstaklingi þjónustu, auk þess sem við notum iðnaðar- framleiðsluna, þ.e. hulsur frá verk- stæðinu." Þróunin á stoðtækjamarkaðnum innanlands hefur verið í þá átt að fyrirtækin sérhæfa sig meira og minna í ákveðinni framleiðslu þann- ig að eitt fyrirtæki er meira í gervi- fótum og annað í spelkum. Með kaupum á Hjálpartækjabankanum,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.