Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 21 hefði aldrei lagt hana á mig nema af því að ég hafði gaman af þessu.“ Annað áhugamál Kristínar Maiju sem kom að góðu gagni við skrifin er áhuginn á öðru fóiki. „Ég geri mér það stundum til gamans að horfa á fólk og reyna að geta mér til um hvað það geri, hverju það hafi áhuga á, hjúskaparstöðu og þess háttar. Það hefur komið fyrir ég hafi átt kollgátuna." Hún segir það hafa vakið at- hygli sína við þessa mannlífsskoðun hversu þreyttar íslenskar konur virðast. „Það er oft talað um að þær séu svo fallegar en mér fínnst þær ekki síður þreyttar og kannski eng- in furða. Þær vinna fullan vinnudag og sjá um rekstur heimilisins, upp- eldi barnanna og umönnun aldraðra og sjúkra. Þær halda uppi menn- ingu, skólastarfi, listum og safnað- arstarfi í landinu. Samt er sjálfs- traustið svo lítið að þær hópast á sjálfsstyrkingarnámskeið." Hótel mamma Kristín Maija hefur nú snúið sér aftur að kennslunni en hún tók sér hlé frá henni í sjö ár er hún var blaðamaður á Morgunblaðinu. Þar skrifaði hún aðallega viðtöl og grein- ar, sem hún segir hafa komið sér til góða við bókarskrifin. „Maður fékk kannski óljósa tilfinningu fyrir því að eitthvað væri að gerast í þjóð- félaginu, sem ekki hefði verið fjaliað um og snúið væri að festa hendur á. Það var mikil ánægja þegar tókst að færa sönnur á þetta. Blaða- mennskan veitir góða þjálfun í því að koma hugmyndum á blað, það er ögrandi starf og skemmtilegt." Ágætt dæmi um slíkt var grein Kristínar Maiju um „Hótel mömmu“ þar sem hún tók fyrir ungt fólk sem býr heima hjá foreldr- um sínum í góðu yfirlæti langt fram yfir tvítugt. „Ég áttaði mig á því jafnskjótt og ég var að skrifa þetta að ég var ein af þessum hótelstjór- um, með tvo háskólanema í húsinu, sem segja hótelið reyndar aðeins vera tveggja stjörnu. Eiginlega leiðist mér að þurfa að vasast í veraldlegum málum, en ef það er óhjákvæmilegt geri ég það af festu og alvöru," segir konan sem Kaupmannasamtökin hafa óop- inberlega viðurkennt að hafi lækkað vöruverð í landinu með skrifu: : sín- um um verðlagsmál og neytendur. Fyrst með samanburði á verðlagi í Newcastle og Reykjavík og síðar með skrifum undir heitinu Buddan, þar sem neytendum voru lagðar lífs- reglurnar. „Sagan að baki Buddunni er sú að þegar ég var ung stúlka fór ég sem au pair til Þýskalands þar sem ég hugðist skemmta mér ærlega. Ég lenti hins vegar heifna hjá þýskri frú sem var útlærð í hússtjórnar- fræðum og af prússneskum ættum að auki. Hún var vel efnuð og kunni að fara með fé og hluti. Hún tók mig í kennslustund sem gleymist ekki, dvölin hjá þessari góðu konu var líkust heilaþvotti hvað innkaup og heimilishald varðar. Tíu árum síðar flutti ég til Þýskalands og kynntist þar fyrir alvöru þýskum húsmæðrum. Þær láta ekki okra á sér, kaupa vandaða hluti og fara vel með þá til að geta átt fyrir skemmtijegum hlutum t.d. ferða- lögum. íslendingar andmæia hins vegar engu, þeir láta allt yfir sig ganga.“ Buddunni stolið Budduskrifin vöktu mikla athygli og héngu sparnaðarráðleggingar upp á eldhússkápum um allt land. En svo var buddu Kristínar stolið er hún var á ferð í Marseilles og þar sem henni fannst hún hafa komið því á framfæri sem hún kunni í heimilisrekstri, ákvað hún að láta staðar numið. Ekki leið langur tími þar til blaðamennskan var kvödd og við tók þýsku- og enskukennsla. Það hefur heyrst að Kristín stjórni nemendum sínum með harðri hendi. Hún neitar því ekki. „Það er gömlu ströngu kennurunum mín- um að þakka að ég lærði eitthvað. Ég aðhyllist aga, er gamaldags og íhaldssöm og er sannfærð um að á endanum er það aginn sem gerir mann fijálsan." JUIEFROKOST / KÓNGSINS KÖBEN GLÆSILEG HELGARFERÐ TIL KAUPMANNAHAFNAR 7.-10. DESEMBER EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ UPPLIFA DANSKA JÓLASTEMMINGU Gisting i 3 nætur á Hótel Mayfer, sem staSsett er alveg í hjarta Kaupmannahafnar. A laugardagskvöldinu er sameiginlegur „Julefrukost" á veitingahúsinu Söpavilionen, . þar sem borSin svigna undan glæsilegum kræsingum aS hætti Dana, en á borSum V^rd á SVOna er sem hugurinn girnist á hlöSnum borSum danskra matreiSslumeistara. I lokin jferóerkn^Q gQQ9r s,«in"dan! ,ram á nó" Miðað er við mann í tveggja manna herbergi. (D Kl FERÐASKRIFSTOFAN Innifalið er fíug, gisting, morgunverðarhlaðborð, „Julefrukost"l<völdverður og allir flugvallarskattar. BÆJARHFIAUN110, SIMI 565 2266 Orkusparnaáarkerfil >Plug & play** EDO minni PCI tengibraut I Nýir PentiurS örgjörvar ] Afköst mismunandi örgjörva i Tulip Pentium 120 á frábæru verði 1 Tæknileg fullkomnun, fyrsta flokks framleiðsla, 3 ára ábyrgð og verð sem stenst allan samanburð - þú getur treyst á TulipH Nýtt Pentlum móðurborð. Allar nýjar Tulip Pentium tölvur eru búnar nýju móðurborði (TC44) sem m.a. er byggt fyrir nýja gerð innra minnis, EDO- minni, sem nýtir mun betur gagnabrautina til örgjörvans en eldri geröir. Þetta hefur í för með sér a.m.k. 25% hraðvirkari gagnaflutning en þekkst hefur. Nýja móðurborðið styður nýjustu gerðir Intel Pentium örgjörva, 100 MHz, 120 MHzog 133 MHzog P6 örgjörvann sem er næsta kynslóð örgjörva frá Intel. Hámarksminnisstærð er nú orðin 256 MB og boðið er upp á nýtt og endurbætt PCI og .Multi- Busmaster'-PCl. ORGJORVI MINNI/DISKUR STGR.VERÐ FRA: Pentium 120 8 MB/850 MB 194.900 Pentium 75 Pentium 90 8 MB/540 MB 8 MB/540 MB 154.900 169.900 Allar tölvurnar eru með PCI og ISA tengiraufum, PCI skjátengi og Ethemet á móðurborði. TulSp computers Gœðamerkið frá Hollandi NÝHERJI SKAFTAHLlÐ 24 - SlMI 569 7700 Alltaf skrefi á undan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.