Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 17 borgaralegum hjónavígslum, bann við sölu svínakjöts í ákveðnum borgum og bann við akstri strætis- vagna á föstudagskvöldum og á laugardögum. Þeir allra hörðustu í flokki bók- stafstrúarmanna eru hins vegar alls ekki zíonistar. Hér er um að ræða hóp fólks sem talar ekki hebr- esku þar sem hebreska er þeim of heilög til að tala dags daglega. Þeir styðja heldur ekki tilvist ísra- elsríkis á þeirri forsendu að menn- imir hafí með stofnun þess gengið í verk Guðs. Þetta er hópur fólks sem telur að það sé Guðs en ekki mannanna að endurreisa ísraels- ríki þegar tími þess kemur. Það er annar hópur trúaðra sem hefur sýnt hvað sterkasta and- stöðu við friðarsamningana, þ.e. trúaðir zíonistar. Þetta er hópur trúaðra sem lítur ekki aðeins á ísrael sem það land sem Guð gaf gyðingum heldur einnig sem trú- arlegan áfanga á leið sinni til Paradísar. Allir trúaðir gyðingar eiga það sameiginlegt að líta á gyðinga sem útvalda þjóð Guðs og að trúa því að Messías sé enn ókominn. Marg- ir trúaðir zíonistar litu á stofnun ísráelsríkis og síðar hemám her- numdu svæðanna sem áfanga í þróun sem að lokum muni leiða til komu Messíasar og eru því síður en svo tilbúnir til að láta nokkurt þessara landsvæða af hendi. Skilgreining Biblíunnar Það land sem í Biblíunni er til- greint sem landsvæði Israels inni- heldur ekki einungis það land- svæði sem afmarkast af þeim landamærum sem Sameinuðu þjóðirnar settu ísrael við stofnun ríkisins árið 1948 heldur einnig herteknu svæðin, þ.e. þau land- svæði sem hernumin voru í sex daga stríðinu árið 1967, og aust- urbakka Jórdanárinnar sem í dag tilheyrir Jórdaníu. Þó ísraelar hafi samþykkt landamæri Sameinuðu þjóðanna árið 1948 og einungis hernumið vesturbakkann í kjölfar innrásar heija arabaríkjanna árið 1967, þykir mörgum bæði í hópi trúaðra og „secular“, ekki koma til greina að skila aftur hernumdu svæðunum. Samkvæmt þeirra skoðun verða Palestínumenn ein- faldlega að sætta sig við að búa undir stjórn guðinga, „velji“ þeir að búa á þessu landsvæði. Þó ríkisstjóm Rabins hafi farið sé hægt í friðarumræðum sínum við Palestínumenn og aldrei talað um stofnun sjálfstæðs palestínsks ríkis virtust flestir, bæði ísraelar og Palestínumenn, sjá möguleika á stofnun slíks ríkis opnast með friðarsamningunum. A sama tíma og ríkisstjómin var að semja um sjálfstjórn Palestínumanna á svæð- unum börðust trúaðir landnemar gegn þeim m.a. með því að ráðast inn í stúlknaskóla þar sem palest- ínska fánanum var flaggað. Sögð- ust þeir standa í blóðugri baráttu, fyrir tilvist landnámsbyggða sinna á landsvæðum sem þeir hefðu fullt tilkall til. Svo virtist þó sem það væri aðallega palestínskt blóð sem rynni uns blóð Rabins litaði rauðan friðarsönginn í vasa hans. Hatursherferð Heift þessara andstæðinga frið- arsamninganna var slík að þeir dreifðu límmiðum til ökumanna með áletrunum á borð við: „Rabin er svikari" og hengdu upp myndir af honum í SS-búningi og með höfuðfat að hætti Yassers Arafats. Margir af rabbínum þeirra, sem hafa gífurleg áhrif í samfélögum hinna trúuðu, lýstu hvað eftir ann- að yfir ósk sinni um dauða Rab- ins, auk þess sem þeir söfnuðust a.m.k. einu sinni saman utan við heimili hans til að biðja Guð um dauða hans. Á einum mesta hátíð- isdegi gyðinga, Yom Kippur, var bænum um dauða Rabins dreift í samkunduhúsunum. Þó margir heitustu andstæðing- ar þess að gefa eftir nokkuð af ísraels, eru þó einnig friðar- sinnar á meðal þeirra sem sjá nauðsyn þess að ísraels- ríki sleppi Palestínumönnum undan hæl sínum. Fyrir morðið á Rabin höfðu þær raddir gerst sí- fellt háværari að ganga bæri til kosninga. Stjórnar- andstaðan krafðist kosninga á þeirri forsendu að meiri- hluti ríkisstjórnar Rabins væri aðeins eitt atkvæði sem væri síður en svo fullnægj- andi þegar taka þyrfti jafn- alvarlegar ákvarðanir og um framhald friðarsamninga við Palestínumenn og Sýrlend- inga. Sagði stjórnarandstað- herteknu landsvæðunum komi úr séu því andvígir að gefa nokkuð an að jafnafdrifaríkar ákvarðanir röðum trúaðra og flestir trúaðra eftir, af því sem þeir kalla land og ákvarðanir um landsvæði ísra- STRÖNG öryggisgæsla er nú viðhöfð i ísrael. Myndin er tekin við skrifstofu forsætisráðherra. els ættu að vera teknar af allri þjóðinni. Þær raddir heyrðust einnig að aðeins gyðingar ættu að hafa kosn- ingarétt í slíkum kosningum en ekki ísraelskir arabar sem þó eru ísraelskir ríkisborgarar. Rabin neitaði hins vegar að láta af hendi það umbóð þjóðarinanr sem hann hafði hlotið í lýðræðislegum kosn- ingum. Tilræðismaður hans, lögfræði- neminn, var honum greinilega ekki sammála um ágæti lýðræðislegra vinnubragða og tók til sinna ráða enda lög mannanna ekki nema inn- antóm orð hjá orði Guðs og Rabin réttdræpur, fyrir að gera sig líkleg- an til að gefa eftir land gyðinga, samkvæmt yfirlýsingum fjölda rabbína. [f 4 hfaða geisfadriFCD^RQÍ 14" Full-screen S-VGA láqúiqeislunarlitaskiá x&pvA (A rof ***** »•**. ses-4tti itttajltt ■m* ax. 8 MB vinnsluminn Vtfll nslkomio s htlmttílii Bónus Radíó í. ta? B . .. ínm iŒi M26EEE 540 MB harödisku 3.5" 1.44 MB disklinqadri ^VBOÐSVE/^ I MARGMIÐLUNARTÖLVAN CMC-486DX4/100 BlHz WhHAMl f 16" . : • * •* t I t i ^BOÐSVE^ | MARGMIÐLUNARTÖLVAN v ' CMC-PENTiUM/lOO MHz -J77»yQ0( If 7»7ww(S^‘ r-—jr- MARGMIÐLUNARTÖLVAN ’ ^0ÐSV£4.' cmc-pentium/120 MHz ^ 198.900, J70i7Wvi3í 400 ^ótöld fr ‘ OmniPen-teiknitöflumar d — eru frábærar! Þær ■Mm ganga vi5 öll vin- J sælustu teiknifor- 4 ritin, svo sem: Corel Draw, PhotoShop o.fl. Gefa mvndvinnslu og grafík alveg nýjanbíæ! -tölvuskjáirnir eru margverðlaunaðir !!! mmá Þýskalandi, april '95 Þýskalandi,maí‘95 15" og ír verðlaunasyáir ! j'mw m* |iu)ttr**-n >«» M sv; Ui* . JHl • Sýna yfir 16 millj. lita • Tengjanlegir bæði við PC og Mac ■ v&j£* Frakklandi, júní ‘95 Þýskalandi, april '95 Þýskalondi, april '95 'FRÁBÆRTVERÐ! Munið heimasíðu Bönus Radfó á Internefinu: Að auki bjóðum við gríðarlegt úrval af tölvurekstrarvöru á frábæru verði ! RAÐGREIÐSLUR I lrr.fMlínn. tff, . - -S Lmr-irtrLi.r.r.Pfclr.n.. Hrtvwuonusui VKj KjnctSDyggotna: númer: 800 8 888 (Kostor innanbcejarsímtoi og vörumarerusendorsamdœgurs) TÖLVUDEILD Grensðsvegi 11 Sími: 5 886 886 Fox: 5 886 888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.