Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.11.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. NÓVEMBER 1995 41 I DAG Arnað heilla H’rkÁRA afmæli. A I \/morgun, mánudag- inn 13. nóvember, er sjötug frú Hulda Ragnarsdóttir, Rjúpufelli 1. Huida og eig- inmaður hennar, Gísli Guð- mundsson bifreiðasmið- ur, sem verður sjötugur 27. desember, taka á móti vin- um og vandamönnum í húsi Kiwanis að Engjateig 11, laugardaginn 25. nóvember milli kl. 18 og 20. BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson UM SÍÐUSTU helgi fór. fram í Kaupmannahöfn 16 para „heimstvímenning- ur“ á vegum danska brids- sambandsins og dagblaðs- ins Politiken: Danir hafa þar með skipað sér á bekk með Bretum og Hollend- ingum, sem lengi hafa haldið mót af þessum toga (Sunday Times/Macallan og Cap Colmac). Jón Bald- ursson og Sævar Þor- björnsson voru meðal þátt- takenda í Kaupmanna- höfn, en þeim gekk illa. Zia Mahmood var hins vegar í góðu formi, en makker hans í þetta sinn var Bandaríkjamaðurinn Peter Weichsel, annar af höfundum Power Precisi- on-kerfisins. Þeir Zia og Weichsel unnu örugglega, en ítölsku Evrópumeistar- arnir Buratti og Lanza- Pennavinir 13 ARA sænsk stúlka, sem hefur áhuga á tónlist, teikningu og mörgu öðru: Johanna Ekenberg, Ögardesv. 1, 43330 Partille, Sweden. 15 ÁRA sænsk stúlka, sem hefur áhuga á tennis, leik- fimi, dansi og dýrum: Helena Lindberg, Kyrkstensvagen 29, S-691 91 Karlskoga, Sweden. Ljósmyndastofa Óskars BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí í Landa- kirkju, Vestmannaeyjum af Snorra Óskarssyni Gunn- laug Rósalind Sigurðar- dóttir og Óskar Sigurðs- son. Heimili þeirra er að Brekastíg 23, Vestmanna- eyjum. Ljósmyndastofan Nærmynd BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í ágúst sl. í Dóm- kirkjunni af sr. Maríu Ág- ústsdóttur Anna María Gunnarsdóttir og Krist- jón Jónsson. Heimili þeirra er í Eskihlíð 22a, Reykja- vík. rotti urðu í öðru sæti. Hér er skemmtilegt spil úr mótinu: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♦ ÁD82 y 865 ♦ DG5 4 K54 Vestur Austur 4 10764 4 KG953 ¥ K10932 IIIIH V D7 4 1042 111111 ♦ ÁK873 4 8 4 9 Suður . 4 - V ÁG4 4 96 4 ÁDG107632 Eftir opnun austurs á einum spaða, valdi Weic- hsel í suður að stökkva beint í fimm lauf. Þar lauk sögnum og útspil vesturs var spaðasexa. Weichsel lét lítið úr borði og trompaði heima. Síðan fór hann af stað með tígulníu (!) og lét hana rúlla yfir til austurs þegar vestur „gleymdi" að leggja tíuna á. Austur drap á kónginn og skipti yfir í hjartadrottningu. Weichsel tók þann slag strax, spilaði millitrompi inn á kóng og henti tígli niður í spaðaás. Tromp- svínaði síðan fyrir tígulás- inn og gaf því aðeins tvo slagi: einn á tígul og einn á hjarta. ítalinn Buratti varð einnig sagnhafi í fimm laufum eftir sömu sagnir. í vörninni voru Larry Co- hen og David Berkowitz. Út kom spaði og Buratti valdi að taka á ásinn og henda tígli. Síðan spilaði hann smáum tígli úr borði frá DG! Cohen hugsaði sig lengi um, en ákvað loks að gefa slaginn. Vestur fékk á tígultíu og spilaði spaða. Buratti trompaði, og notaði siðan tvær inn- komur blinds á lauf til að trompa út tígulinn. Lagði svo niður hjartaás. En Cohen var á tánum og henti drottninguni undir! Þá kom lítið hjarta og Berkowitz fékk tvo slagi á litinn. Einn niður. LEIÐRETT Rangt dánardægur I formála minningar- greina um Þráin Krist- jánsson á blaðsíðu 42 í Morgunblaðinu fimmtu- daginn 9. nóvember var rangt farið með dán- ardægur hins látna. Þrá- inn lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur 31. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkur- kirkju 8. október. Hlutað- eigendur eru innilega beðnir afsökunar á þess- um mistökum. Köfnunarefni Meinleg villa var í svari við spurnirjgu 4 í Spurt er í blaðinu í gær. Svarið er auðvitað köfnunarefni og súrefni, ekki vetni og súrefni. ORÐABOKIIM Hlé, hné og tré ÉG þykist hafa tekið eftir því í fjölmiðlum, að menn beygja ofangreind nafnorð ekki alltaf samkv. upprunalegri beygingu, heldur rugla hér saman beygingu þeirra, einkum þó með greini. Málfarsráðu- naútur Ríkisútvarpsins, Ari Páll Kristinsson, hefur séð ástæðu til að minna menn þar á bæ á þetta atriði í Tungutaki, sem er fjórblöðungur, sem fjallar um hin margvislegustu efni tungu okkar. Hleypti Árni heitinn Böðvarsson þessu litla, en ágæta riti af stokkunum á sínum tíma. Þar sem ég hygg, að það fari ekki mjög víða, hef ég fengið leyfi Ara Páls til að vekja máls á því, sem þar er til umræðu og ég get búizt við, að lesendur þessara pistla geti haft gagn af að fræðast um. No. hné beygist svo með greini; í et. hnéð, hnéð, hnénu, hnésins, í ft. hnén, hnén, hnjánum, hnjánna. Þannig á að segja sem svo: ég meiddi mig í hnénu, ekki hnéinu. Eins á að tala um hnén, ekki hnéin. Sama máli gegnir um tré. Menn kveikja á jól- a trénu, ekki -tréinu. Hins vegar beygist no. hlé ekki á sama hátt og þessi orð, heldur hlé, hlé, hléi, hlés í et. og með greini hléið, hléið, hléinu, hlésins. Ft. með greini er þessi: hléin, hléin, hléunum, hléanna. Þess vegna á að segja sem svo: Hléið er langt, hann fór út í hléinu. Hléin eru löng, þeir fóru út íhléunum. -J.A.J. STJÖRNUSPA eftir Franees Drake * SPORÐDREKI Afmælisbam dagsins: Þú vandar valið á vinahópn- um og vináttuböndin eru traust. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Mál, sem þú hefur haft áhyggjur af að undanförnu, leysist farsællega. Hafðu augun opin fyrir tækifærum til að bæta afkomuna. Naut (20. apríl - 20. maí) /fffi Þú ættir að fara varlega í það að trúa öðrum fyrir áformum þínum ■ í viðskipt- um, því enginn er annars bróðir í þeim leik. Tvíburar (2X.maí-20.júní) Farðu að öllu með gát í við- skiptum við aðra, því sumir gætu reynt _að misnota sér örlæti þitt. Ástvinum semur vel í kvöld. Krabbi (21. júnf — 22. júlí) H§8 Starfsfélagi hefur valdið þér vonbrigðum með söguburði, sem getur verið þér skaðleg- ur. Segðu honum til synd- anna umbúðalaust. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) íí Þú þarft að eiga gott sam- starf við ráðamann í vinn- unni ef þú ætlar að ná ár- angri. Fjölskyldumálin þró- ast til betri vegar. Meyja (23. ágúst - 22. september) Vaxandi sjálfstraust auð- veldar þér sóknina að settu marki og bætir stöðu þína. Sýndu ástvini umhyggju og skilning í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Þig langar að bæta stöðu þína i vinnunni, og þú íhugar þátttöku í námskeiði. Vinur þarf á stuðningi þínum að halda í kvöld. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Gerðu það sem gera þarf til að auka sjálfstraustið og bæta stöðu þína. Þér býðst brátt tækifæri til að fara í ferðalag. Bogmadur ' (22. nóv. - 21. desember) Þú einbeitir þér að því að leysa smá fjölskyiduvanda- mál í dag, og vinur veitir þér góðan stuðning. Njóttu kvöldsins heima. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þér er óhætt að slaka á í dag því þú hefur komið ár þinni vel fyrir borð að undanfömu. Hlustaðu vel á góð ráð vinar. Vatnsberi (20.janúar - 18. febrúar) Smávegis ágreiningur milli ástvina leysist fljótlega og farsællega. Þú ættir að nota daginn til að hugsa um fjöl- skylduna. Fiskar (19. febrúar-20. mars) ’S* Þú nýtur þess að blanda geði við aðra í dag, en í kvöld kemur gamall vinur í heim- sókn og færir þér skemmti- legar fréttir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Sp&r af þessu tagi byggjast ekki á traust- um grunni vísindalegra stað- reynda. SÆVAR PÉTURSSON, TANNLÆKNIR Hef opnað aftur tannlæknastofu mína í Einholti 2, Reykjavík. Viðtalstímar eftir samkomulagi í síma 562 6466. Morgunverðarfundur Miðvikudaginn 15. nóvember 1995, Skála, 2. hæð Hótel Sögu frá kl. 8:00 - 9:30 Tileinkaðu þér tækninýjungar í samskiptum FVH boðartil fundar um nýjungar í símamálum. Einar Haukur Reynis rafeindavirkjameistari á fjarskiptasviði Pósts og síma mun fjalla um fjarskipti framtíðarinnar og hvaða áhrif þau munu hafa á daglegt Iff okkar, jafnt heima sem á vinnustað. Einar H. Reynis Einarmun meðal annars fjalla um: • Samnet símans (ISDN) • Stafaskilabocí • Ný þjónusta sniðin að fyrirtækjum (Business Group) • Þráðlaus símaþjónusta í fyrirtækjum • Tenging fyrirtækjasimstöðvar og tölvunets • Aðrar væntanlegar nýjungar Félagsmenn eru hvattir til að mæta og hefja vinnudaginn með faglegri umræðu um þetta áhugaverða mál FELAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Opinn fundur-gestir velkomnir NATTURUVERNDARAR EVROPU 1995 RÁÐSTEFNA UM EFNISNÁMUR i Bortartúni 6, 17. nóvember 1995. 9.00 9 10 9.30 9.50 10.10 10.20 10.50 11.25 11.45 12.00 13.00 13.20 13.40 14.00 14.20 14.40 15.00 15.20 15.40 16.00 16.55 Dagskrá Ávarp, Guðmundur Bjarnason, umhverfisráðherra. Staða mála og ástand Yfirlit yfir námur og efnistöku á íslandi, Ragnar F. Kristjánsson. Náttúruverndarráði Faglegt mat og ráðgjöf, Jón Gunnar Ottósson, Náttúrufræðistofnun íslands Nýting og gæði jarðefna, Edda Lilja Sveinsdóttir, Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins Fyrirspurnir Kynning veggspjaldá og kaffihlé Lög, reglugerðir og stjórnvaldsákvarðanir sem snerta efnisnám, Ingimar Sigurðsson, umhverfisráðuneyti og Sveinn Forgrimsson, iðnaðarráðuneyti Efnisnámur, skipulag og mat á umhverfisáhrifum, Póroddur F. Póroddsson, Skipulagí rikisins Fyrirspurnir Matarhlé Efnisnám við vegagerð - reynsla Vegagerðarinnar, Hreinn Haraldsson og Gunnar Bjarnason Námur frá sjónarmiði verktaka og notenda, Ólafur Porsteinsson, Vólum hf. Nýjar aðstæður og breitt viðhorf Að búa á landi, Páll Skúlason, Siðfræðistofnun H.i. Sjónarmið sveitarfélaga á skipulagi efnistöku. Jón Pétur Lindal, sveitarstjóri Námur og náttúruvernd, Bryndis Brandsdóttir, Nátturuverndarráði Fyrirspurnir Kaffihlé Efnistaka á ríkislandi - ábúðalög, Jón Höskuldsson og Nlels Árni Lund, landbúnaðarráðuneyti Sjálfbær þróun og námuvinnsla - skýrar leikreglur um leyfisveitingu. Magnús Jóhannesson, umhverfisráðuneyti Fyrirspurnir og umræður Ráðstefnuslit Pátttökugjald er 2.500 krónur, sem felur I sér ráðstefnugógn, kaffi og hádegisverð. Vinsamlegast tilkynnið þátttóku til umhverfisráðuneytisins i slma 560-9600. Umhverfisráðuneytlö, Náttúruverndarráð. Náttúrufræðistofnun islands og Skipulag ríkislns I samvinnu við iðnaðarrciðuneytið og landbúnaðarráðuneytiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.