Morgunblaðið - 12.11.1995, Síða 20

Morgunblaðið - 12.11.1995, Síða 20
AUK / SÍA k109d21-654 Meiri kraftur og ferskara útlit með nýrri kynslóð af Corolla Touring Fjórhjóladrifsbíllinn Corolla Touring hefur reynst afburðabíll við íslenskar aðstæður. Með nýrri kynslóð Corolla, Corolla Touring 1.8, hafa bílasmiðir Toyota sýnt og sannað að lengi má gera góðan bíl betri. í nýja fjórhjóladrifsbílnum er glæný 1800 rúmsentímetra fjölventlavél sem skilar 110 hestöflum og togar með hvorki meira né minna en 150 l\lm krafti við 2600-3000 snúninga á mínútu. Hámarkstog vélarinnar er því á þeim snúningshraða sem oftast er ekið á. Það þýðir bestu hugsanlegu nýtingu eldsneytis og frábæra hæfni til að bera fólk og farangur við erfiðustu skilyrði. Corolla Touring 1.8 er rýmri og með nýrri innréttingu þar sem aukin áhersla er lögð á öryggi. Meðal nýjunga eru forstrekkjarar á bílbeltum framsæta, höfuðpúðar aftur í og bremsuljós efst í afturrúðu. Meira bil milli fram- og afturhjóla, aukin sporvídd, minni beygjuradíus og sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum bætir akstureiginleikana enn frekar og fjórhjóladrifið, sem er sítengt aldrif með læsingu á miðdrifi, gerir Touring 1.8 mjög framsækinn og rásfastan. Verð 1.895.000 kr. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 563 4400 eða umboðsmenn um allt land. Aukahlutir á mynd: Álfelgur &) TOYOTA t á k n u m g æ ð i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.