Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
■j
Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið
Utgjöld á fjárlögiim
hækkaum 187 milljónir
BREYTINGARTILLÖGUR meiri-
hluta íjárlaganefndar við fjárlaga-
frumvarpið voru lagðar fram á Al-
þingi í gær en önnur umræða um
frumvarpið hefst á þinginu í dag.
Meirihluti nefndarinnar leggur til
fjölmargar breytingar til hækkunar
og lækkunar á einstökum liðum frá
því sem gert var ráð fyrir þegar
frumvarpið var lagt fram, en sam-
tals leiða breytingamar til 187.200
þús. kr. hækkunar á útgjöldum fjár-
laga næsta árs.
Umfjöllun um ráðstafanir í heil-
brigðis- og tryggingamálum og
fjárhagsvanda sjúkrahúsa á höfuð-
borgarsvæðinu er ekki lokið og bíð-
ur þriðju umræðu. Á það einnig við
um afgreiðslu á tekjuhlið fram-
varpsins eins og venja er, skv. upp-
lýsingum Jóns Kristjánssonar, for-
manns fjárlaganefndar. Nefndin á
einnig eftir að Ijúka umljöllun um
B-hluta stofnanir.
Markmiðið um fjögurra milljarða
kr. halla er enn óbreytt að sögn
Umfjöllun vegna fjárhagsvanda
sjúkrahúsa ólokið
Jóns en hann sagði að útlit væri
fyrir að tekjur ríkissjóðs myndu
aukast á næsta ári frá þvi sem
áætlað var þegar framvarpið var
l'agt fram.
Framlög til vegamála lækka
um 250 millj. kr.
Meirihluti fjárlaganefndar leggur
til enn frekari niðurskurð á við-
halds- og stofnkostnaði og til vega-
mála frá því sem íjárlagafrumvarp-
ið gerði upphaflega ráð fyrir þegar
það var lagt fram. Framlag til vega-
gerðar lækkar samtals um 250
millj. kr. Framkvæmdaátak vegna
atvinnumála lækkar um 350 millj.
og verður 650 millj. Fjárlagaliður-
inn yfirstjórn hækkar um 49 millj.
kr. og þjónustuviðhald vegagerðar
hækkar um 50 millj. kr. Einnig
aukast framlög til nýframkvæmda
um 3 millj. kr.
Byggingarframlög til skóla
og menningarstofnana
lækka um 100 millj.
Framlög til framkvæmda vegna
viðhalds og stofnkostnaður nokk-
urra framhaldsskóla lækka um 15
millj. kr. og stofnkostnaður vegna
nokkurra menningarstofnana lækk-
ar um 85 millj. kr. skv. tillögum
nefndarinnar. Byggingarkostnaður
sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og
læknisbústaða hækkar aftur á móti
um 48,8 millj. kr. skv. tillögum
meirihluta íjárlaganefndar.
Greiðslur vegna sauðfjárfram-
leiðslu hækka um 217 millj. kr.
vegna nýgerðs búvörasamnings.
Framlag til Lánasjóðs íslenskra
námsmanna hækkar um 50 millj.
kr. vegna endurmats á framlagi
ríkisins sem hlutfall af veittum lán-
um og vegna verðlagsútreikninga.
Meðal atmarra breytingartillagna
er hækkun á framlagi til Ólympíu-
nefndar íslands um 5 millj. vegna
Ólympíuleikanna í Atlanta. Fram-
lög til Húsfriðunarsjóðs og List-
skreytingasjóðs hækka. samtals um
9 millj. Aðstoð íslands á svæðum
Palestínumanna í ísrael lækkar um
5.4 millj. kr. Þá eru framlög til
yfirdýralæknis hækkuð vegna rann-
sókna á útbreiðslu salmónellu í
sauðfé um 3,2 millj. Mannréttinda-
skrifstofa íslands fær 3 millj. kr.
framlag.
Framlög til Veðurstofu hækka
um 13 millj. vegna breytinga á lög-
um um varnir gegn snjóflóðum og
skriðuföllum. Þá er gerð tillaga um
2.4 millj. kr. hækkun framlags til
embættis forseta íslands vegna bið-
launa á næsta ári þegar núverandi
forseti lætur af embætti.
Húsið stækkað
Morgunblaðið/RAX
ÞAR sem björgunarbátar Slysavamafélagsins vom fulltrúa félagsins er langt síðan björgunarbáturinn
áður geymdir hangandi í gálga sjávarmegin við var hafður á gálganum, þar sem þeir eru nú mun
hús félagsins við Grandagarð, eru hafnar fram- stærri og fullkomnari og bundnir við flotbryggju
kvæmdir við að stækka húsið. Að sögn upplýsinga- neðan við húsið.
Ekki hægt að framkvæma taugatengingu á Hrafnhildi í gær
Tengt verði við taug-
ar frá brjóstkassa
MORGUNBLAÐINU í dag
fylgir sérblað um Akureyri,
sem gefíð er út vegna tíu ára
afmælis Akureyrarskrifstofu
blaðsins. í tilefni dagsins er
Morgunblaðið borið í öll hús á
Akureyri í dag.
MEÐ Morgunblaðinu í dag
fylgir fjögurra síðna auglýs-
ingablað frá Bónus, IKEA og
Rúmfatalagemum.
Mál SFR í
Félagsdómi
MÁL ríkisins gegn Starfsmannafé-
lagi ríkisstofnana, sem höfðað er
tii ógildingar á uppsögn kjara-
samninga, var þingfest í Félags-
dómi í gær.
Fram kom við þingfestinguna
að útilokað er að dómur gangi í
málinu fyrir jól vegna anna dóms-
ins.
EKKI fundust taugar úr mænuenda
Hrafnhildar Thoroddsen til að hægt
væri að festa heilbrigðar taugar þar
í og þræða framhjá áverkastaðnum
í gær. Dr. Halldór Jónsson jr., yfir-
læknir bæklunardeildar Landspít-
ala, og dr. Zhang Shaocheng, kín-
verskur taugaskurðlæknir, eru til-
búnir til að láta reyna á hvort hægt
sé að tengja taugar frá brjóstkassa
niður í vinstri fót hennar seinna.
Hrafnhildur varð fyrir alvarlegu
slysi árið 1989. Mænutagl hennar
slitnaði með þeim afleiðingum að
hún missti allan mátt í hægri fæti
og nær allan mátt í vinstri fæti.
Með aðgerðinni var ætlunin að
tengja heilbrigðar húðtaugar úr
fæti hennar framhjá áverkastaðnum
til að freista þess að hún fengi
meiri mátt í mjaðmimar og vinstri
fótinn.
Halldór segir að læknarnir hafi
framkvæmt öll stig aðgerðarinnar
nema síðasta stigið, taugatenging-
una á milli mænutaglsins og taug-
anna fyrir neðan áverkastaðinn.
„Við gátum ekki framkvæmt tauga-
tenginguna því að þegar við komum
inn í mænusekkinn fundum við enga
taugaþræði frá mænuendanum,“
sagði Halldór og tók fram að lækn-
amir vissu ekki hvað því ylli.
„Við vitum ekki alveg hvort
taugataglið hefur slitnað algjörlega
frá mænunni og dregist niður í end-
ann á mænugöngunum eða hvort
mænan hefur farið í sundur í siysinu
og endarnir dregist hvor í sína átt-
ina.“
Halldór sagði að þó auðvitað ylli
það vonbrigðum að ekki hefði verið
hægt að framkvæma taugatenging-
una væri út af fyrir sig sigur að
hafa komist svona langt. „Við vitum
nú hvernig ástandið er og sam-
kvæmt kínverska lækninum er
mögulegt að fara aðra leið. Sú leið
er að nota taugar frá bijóstkassan-
um og flytja niður á við utan við
mænugöngin,“ segir hann.
Hann sagði að hægt yrði að reyna
þennan möguleikaþegar Hrafnhildur
hefði algjörlega jafnað sig, eftir þtjá
mánuði eða svo. Læknamir væru
báðir tilbúnir til að framkvæma að-
gerðina hér heima eða í Kína.
Norræni heilbrigðis-
háskólinn
Guðjóni
boðið rekt-
orsembætti
STJÓRN Norræna heilbrigðishá- ■
skólans í Gautaborg hefur boðið l
Guðjóni Magnússyni, skrifstofu-
stjóra í heilbrigð-
is- og trygginga-
málaráðuneytinu,
að taka við rekt-
orsembætti við
skólann 1. janúar
næstkomandi.
Norræni heil- *
brigðisháskólinn
er ein af stofnun-
um norrænu ráð- j
herranefndarinnar. Hann annast
kennslu fyrir lækna, hjúkrunarfræð-
inga, framkvæmdastjóra sjúkra-
húsa, tannlækna og fleiri heilbrigð-
isstéttir. Er þetta framhaldsnám
sem leiðir til meistara- eða doktors-
prófs. Námið fer fram á námskeið-
um, ailt frá tveimur vikum og upp
í tvo mánuði. Geta allt að 100 nem- i
endur stundað nám í einu. Tíu ís-
lendingar hafa komist að á ári en
mun fleiri sótt um. Starfsmenn skól- )
ans eru fímmtíu.
Heilbrigðisháskólinn er auk þess
með víðtæka samvinnu við alþjóð-
legar stofnanir og tekur m.a. þátt
í stóru verkefni um uppbyggingu
menntunar fyrir stjórnendur heil-
brigðisstofnana í Eystrasaltslöndun-
um.
Guðjón Magnússon hefur verið
stundakennari við Norræna heil-
brigðisháskólann allt frá árinu 1981
og var settur prófessor í eitt ár fyr- )
ir fjórum áram. Samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins hefur aðdrag-
andinn að ráðningu Guðjóns verið
stuttur. Hann hófst með því að
starfsmenn skólans óskuðu eftir því
að hann yrði ráðinn og varð stjórn
skólans við ósk þeirra. Gengið verð-
ur frá ráðningunni á skrifstofu nor-
rænu ráðherranefndarinnar í Kaup-
mannahöfn.
^ I
Hlutáféí
Kambi auk-
ið um 63%
HLUTAFÉ í sjávarútvegsfyrirtæk-
inu Kambi hf. á Flateyri hefur verið
aukið um 50 milljónir króna að nafn-
virði, en söluverðmæti hlutafjárins '
nemur 120 milljónum króna og er
gengi bréfanna því 2,4 að jafnaði.
Að sögn Hinriks Kristjánssonar,
framkvæmdastjóra Kambs, er þessi
hlutaijáraukning liður í fjármögnun
á þeim fjárfestingum sem fyrirtækið
hefur ráðist f að undanförnu, en
Kambur keypti nýlega tvo línubáta
auk þess sem frystihús fyrirtækisins
hefur verið endurbætt, m.a. til að
uppfylla kröfur Evrópusambands-
ins. 1
Með þessari hlutafjáraukningu er
heiidarhlutafé í Kambi orðið 130
milljónir króna að nafnvirði og fimm
nýir aðilar koma nú inn í rekstur-
inn. Isnes hf., sem seldi Kambi bát-
ana tvo á sínum tíma, á nú 15% hlut
í fyrirtækinu, en aðrir nýir hluthafar
eru Tryggingamiðstöðin, Skeljung-
ur, Burðarás og Jöklar hf. með sam-
tals 23% hlut. Aðrir hluthafar í fyrir-
tækinu eru Hjálmur hf. með 28%
hlut og Hinrik Kristjánsson og fjöl-
skylda, sem á afgang hlutafjárins
eða 34%.
Bjartsýnn á framhaldið
Hinrik segist vera mjög bjartsýnn
á framhaldið hjá fyrirtækinu. Með
kaupunum á nýju bátunum hafí kvóti
fyrirtækisins svo gott sem tvöfald-
ast, auk þess sem allar þorskveiðar
fari fram á línu, sem leiði til tvöföld-
unar á þorskafia. Aflabrögð hafi
verið ágæt að undanfömu.