Morgunblaðið - 14.12.1995, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.12.1995, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Fjárhagsvandi Ríkisspítalanna Sparnaðartillögur stjómar- nefndar afgreiddar í dag Tillögur um 20 milljóna samdrátt í rekstri Ríkisspítala, auk spamaðar vegna Kópavogshælis, samstarfs við Borgarspítala og aukinna sértekna verða til umræðu á fundi stjómamefndar * Ríkisspítala í dag. I grein Péturs Gunnarssonar kemur fram að stjóm- endur spítalans líti svo á að niðurskurður undanfarinna ára hafí fyrir nokkm fært þjónustuna niður fyrir það stig sem viðundandi geti talist. Frekari sam- dráttur sé neyðarúrræði. UM 100 milljónir króna af árlegum halla á rekstri Ríkisspítalanna má rekja til þess að stofnuninni hafa ekki verið bættar launahækkanir hjúkr- unarfræðinga samkvæmt kjara- samningum þeirra við fjármála- ráðuneytið eftir árið 1993. Þannig má rekja um 200 milljónir króna af uppsöfnuðum 400 milljóna króna halla Ríkisspítalanna um næstu áramót til aukinna útgjalda vegna samnings við hjúkrunar- fræðinga, en ætlast var til að spít- alinn mætti þessum aukna kostn- aði með sparnaðaraðgerðum. Þetta kemur fram í svari Rík- ---------- isspítalanna við spum- ingum nefndarmanna í fjárlaganefnd Alþingis. Innan Ríkisspítal- anna er talið að halla fyrra árs megi að mestu rekja til þess og til starfsemi sem Guðmundur Ámi Stefánsson fyrr- verandi heilbrigðisráðherra hafí ákveðið að ráðast í fremur en að um heimatilbúinn vanda spítalanna hafí verið að ræða. Stjómamefnd Ríkisspítalanna mun væntanlega í dag afgreiða frá sér áætlun um hvemig ná megi hallalausum rekstri á árinu 1996. Að sögn Guðmundar G. Þórarins- sonar, formanns stjómamefndar- innar, munu tillögumar fela í sér 200 milljóna króna samdrátt frá rekstrarumfangi stofnunarinnar á þessu ári, auk þess sem stjómar- nefndin mun gefa sér að þær for- sendur standist að 65 milljóna króna sparnaður náist vegna áætl- aðs flutnings 37 vistmanna á Kópavogshæli á sambýli um ára- mótin og að tekjur aukist um 82 milljónir króna vegna fyrirhugaðr- ar samræmingar gjaldskrár fyrir ferliverk við gjaldskrár þeirra sem veita sambærilega þjónustu utan sjúkrahúsa. Það felur í sér að spítalinn inn- heimti sambærileg gjöld af sjúkl- ingum, sem þangað leita án þess að vera lagðir inn, og gert væri ef þjónustan væri veitt af sjálf- stætt starfándi sérfræðingum og fyrirtækjum þeirra. Hvor tveggja forsendan er í samræmi við for- sendur Qárlagafrumvarpsins. Guðmundur G. Þórarinsson vildi hins vegar ekki upplýsa hvaða hugmyndir um lokanir deilda og skerðingu þjónustu að öðru leyti kæmu fram í tillögum stjómar- nefndarinnar. „Við áætluðum að skera niður frá starfsemi síðasta árs um 280 milljónir króna en sú tala er nú komin niður í 250 milljónir. Þar NiAurskurAur hefur bitnaA verulega á þjónustu að auki er okkur gert að spara 120 milljónir með samvinnu við Borgar- spítalann. Þá erum við komnir nið- ur fyrir það þjónustustig sem við höfum verið á síðari hluta þessa árs,“ sagði Guðmundur. Hann vill hins vegar að svo stöddu ekki fjöl- yrða um það til hvaða niður- skurðaaðgerða stjómarnefndin hyggist grípa. Aðspurður um hvemig spamaði með samvinnu við Borgarspítala verði náð segir hann að vinnuhópur sé farinn að huga að þeim þætti en sú vinna sé skammt á veg komin. Fjárveitingar til rekstrar Ríkis- --------- spítala á árinu 1995 vom 6.590 milljónir króna auk áætlaðra sér- tekna sem vora um 795 milljónir. Þar af vora rúmlega 5 milljarðar ...... króna vegna launa- kostnaðar. Áætlað er að rekstrar- útgjöld ársins verði 6.865 milljónir króna, 275 milljónir, eða liðlega 4%, umfram fjárveitingar. Halli ársins er sundurliðaður þannig að 100 milljónir era vegna launakostnaðar, 125 milljónir vegna annarra rekstrargjalda — þar á meðal 20 milljónir vegna dráttarvaxta af 127 milljóna króna halla ársins 1994 — og áætlanir um að sjúkrahúsið skyldi ná að innheimta 50 milljónir í auknum sértekjum hafa bragðist vegna óvissu um túlkun reglugerðar heil- brigðisráðuneytisins um innheimtu fyrir ferliverk. Fjögurra ára niðurskurðartímabil Allt frá árinu 1991 hafa íjár- framlög til Ríkisspítalanna verið skorin niður og stjórnendur stofn- unarinnar hafa mætt skertum fjár- framlögum með hagræðingarað- gerðum, aðhaldi að launaútgjöld- um, fækkun sjúkrarúma, lokun skurðstofa og fleiru. Árið 1992 skilaði reksturinn 100 milljóna króna afgangi en síðan hefur verið halli á rekstrinum. Einn viðmælandi blaðsins sagði að svo langt hefði stjómamefndin gengið í niðurskurðartillögum sínum í samræmi við ákvarðanir stjórn- valda og fjárveitingavalds að í skýrslu sinni um framkvæmd fjár- laga í janúar til júní 1995 segði Ríkisendurskoðun að komið væri að þeim tímapunkti að stjómvöld þurfí að taka ákvarðanir um þjón- ustustig og gæði þeirrar þjónustu sem sjúkrahúsunum er ætlað að veita og að framlög verði ákveðin í samræmi við það. Ekki er um það deild að sá niður- skurður sem þegar hefur verið ráð- ist í hafi bitnað veralega á þjón- ustunni auk þess að leiða til lélegr- ar nýtingar hins dýra tækjakosts spítalans. í lok síðasta árs varð ljóst að halli ársins stefndi í 400 milljónir króna, sem stjórnendur spítalans skýra einkum með bráðavöktum, kjarasamningum, starfsemi hand- lækningadeildar og virðisauka- skatts vegna iðnaðarmanna. Eftir samning þann sem heil- brigðis- og fjármálaráðherrar gerðu við þáverandi forstjóra og formann stjórnamefndar Ríkisspít- alanna 6. desember 1994 var hall- inn minnkaður niður í --------- 83 milljónir króna með framlögum á fjárauka- lögum en varð þegar upp var staðið 127 millj- ónir króna. Rekstrar- framlög ársins 1995 voru aukin frá því sem ráðgert hafði verið en þó þannig að fjár- veitingar ársins 1995 vora 180 milljónum króna lægri en sem nam rekstrarumfangi ársins 1994. Stjómendur spítalans ráðgerðu að mæta þessu með 130 milljóna króna samdrætti auk áætlana um að auka sértekjur vegna ferliverka um 50 milljónir króna eins og fyrr var lýst. Á fyrstu mánuðum ársins varð 20 milljóniraf halla ársins vegna drátt- arvaxta Samningxir um lausn á vanda Ríkisspítalanna 6. desember 1994 FORSVARSMENN Ríkisspítala undirrituðu samning þann sem gerður var við heilbrigðis- og fjármálaráðherra um lausn á fjár- hagsvanda Rikisspitala 6. desem- ber 1994 samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisráðherra án þess að hafa tekið þátt i samningsgerð- inni og eftir að hafa verið neitað um frest til að kynna sér efni og forsendur samningsins. Samkvæmt samningnum var lýst sameiginlegum skilningi ráð- herra og stjórnenda spítalans á að rekstrarhalli sjúkrahússins í lok 1994 væri 450 millj. kr., gef- in fyrirheit um 242 miiy. aukin framlög á fjáraukalögum og 195 millj. aukningu fjárveitinga vegna ársins 1995 gegn skuld- bindinga um sparnaðaraðgerðir af hálfu Ríkisspítala. Fjármála- ráðherra hefur undanfarna daga gagnrýnt stjórnendur Ríkisspít- ala fyrir að hafa ekki staðið við samninginn. Guðmundur Karl Jónsson, þá- verandi formaður stjórnarnefnd- arinnar, sagði í samtali við Morg- unblaðið að skrifað hefði verið Undirritaður samkvæmt ráðherra- skipun undir samninginn eftir að hann og Davíð Á. Gunnarsson, þáver- andi forsljóri Ríkisspítala, voru kallaðir á fund heilbrigðisráð- herra án þess að vita hvert fund- arefnið væri. „Þar var þetta plagg lagt á borðið og okkur sagt að skrifa undir það.“ Guðmundur Karl sagði að þeir hefðu fyrst séð samninginn á þessum fundi og verið neitað um frest til að kynna sér efni hans og forsendur. Segja megi að yfir- maður þeirra og Ríkisspitalanna, Sighvatur Björgvinsson þáver- andi heilbrigðisráðherra, hefði fyrirskipað þeim að undirrita samninginn, sem ráðherrann ásamt fjármálaráðherra undir- ritaði fyrir hönd ríkisins og Guð- mundur Karl segist hafa talið sér skylt að hlýða fyrirmælum ráð- herrans. Guðmundur Karl sagði að staðan hefði á þessum tíma verið sú að út frá hagsmunum Ríkis- spitaianna hefði ekki verið stætt á öðru en að skrifa undir samn- inginn þrátt fyrirþennan að- draganda hans. „Eg tel að við höfum ekki haft neina aðra kosti en að skrifa undir þennan samn- ing. Þetta er rétt áður en fjár- lagagerðinni lýkur og ég geri ekki ráð fyrir að við hefðum fengið þau framlög á fjárlögum 1995 og tjáraukalögum 1994 sem við fengum inn ef þessi samning- ur hefði ekki verið undirritað- ur,“ sagði Guðmundur Karl Jóns- son. Davíð Á. Gunnarsson, núver- andi ráðuneytisstjóri í heilbrigð- isráðuneytinu, vildi ekki ræða samninginn í samtali við Morgun- blaðið. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins undirritaði hann samninginn samkvæmt beinum fyrirmælum Guðmundar Karls. hins vegar ljóst að í stað fyrirhug- aðs samdráttar hafði komum sjúk- linga á spítalann farið fjölgandi frá fyrra ári þrátt fyrir þær ráðstafan- ir sem gerðar voru til að draga úr starfseminni og fólu m.a. í sér lokun einnar af skurðstofum Landspítala og lokanir sjúkra- deilda. í lok júní höfðu 6% fleiri sjúkl- ingar komið á vefrænar deildir sjúkrahússins en á sama tímabili 1994; 9% fleiri höfðu leitað til bráð- amóttöku, sjúklingum á dagdeild geðdeildar hafði íjölgað um 34% og fjölgun sjúklinga dagdeilda var alls 21% frá fyrra ári. A hinn bóg- inn hafði t.d sjúklingum barna- deildar fækkað um 7% og dagsjúk- lingum öldranardeilda um 15%. Hin auknu umsvif era m.a skýrð með uppsöfnuðum verkefnum frá síðustu mánuðum ársins 1994 en sjúkraliðar vora í verkfalli í nóvem- ber og desember það ár og vegna þess dró úr því að sjúklingar væru kallaðir inn af biðlistum. Sjö vikna verkfall meinatækna hafi haft hlið- stæð áhrif. Sá aukning sem varð á launa- kostnaði er sögð í samræmi við fjölgun sjúklinga á fyrri hluta árs- ins. Fyrstu 6 mánuði voru starfs- menn 20 fleiri en á sama tima árið áður en sé litið til 9 mánaða tímabils séu starfsmenn 12 færri en 1994. Aukning annarra rekstrargjalda megi skýra með nýrri tækni við aðgerðir. Á móti færri legudögum komi að unnt sé að hjálpa fleiri sjúklingum en það geri að verkum að heildarkostnaður sjúkrahússins aukist þrátt fyrir færri legurými þar sem dýrustu dagar sjúkralegu séu fyrstu dagamir, þegar flestar fannsóknir era gerðar og lyfja- kostnaður er mestur. Lyfjakostnaður sé einn þeirra útgjaldaliða sem era viðkvæmir fyrir breytingum á sjúklingafjölda og sjúkdómum þeim sem við sé að eiga, en vandkvæðum sé bundið að sjá þessa þætti fyrir. Dæmi eru um að lyfjakostnaður fyrir einn sjúkling geti farið í um 20 milljónir króna. Þá hafi orðið aukning á lyfjakostnaði við sýk- ingameðferð, svæfingar ___________ og krabbameinsmeð- , ferð, m.a. á barnadeild sjúkrahússins. Einnig hafi spítalinn orðið fyrir 10 milljóna kostnaðarauka við það að sérfræðingar blóðskilunar- deildar annist þá nýrnasjúklinga sem nýtt geta sér svokallaða kvið- skilun í stað þess að koma inn á sjúkrahús í nýrnavél. Þetta sé kostnaður vegna sjúklinga utan spítala sem Tryggingastofnun rík- isins ætti að greiða en spítalinn beri óbættan. Einnig megi rekja hækkanir á þessum lið til þess að ekki hafí fengist 15 milljóna fjárveiting til hjartaaðgerða á börnum, til auk- innar þarfar á kransæðaútvíkkun- um en 300 slíkra aðgerða sé þörf í ár en hafí verið 240 1994. Þá hafí 127 milljóna halli ársins 1994 kostað spítalann 20 milljónir króna í dráttarvöxtum og loks hafi kom- ið til nýr kostnaðarliður með 3 milljóna króna holræsagjaldi því sem greitt sé nú af fasteignum Ríkisspítala til borgarsjóðs. Guðmundur G. Þórarinsson, for- maður stjórnarnefndarinnar, segir að í júlí hafi rekstrarhalli ársins stefnt í 450 milljónir króna. Þá hafði fráfarandi stjórn tekið ákvarðanir um sérstakt sparnaðar- og niðurskurðarátak sem hófst í júlí og fól m.a. í sér ákvarðanir um áframhaldandi lokanir í fram- haldi af sumarlokunum, fækkun skurðaðgerða, hert aðhald að lyfja- kostnaði og fækkun starfsfólks og fleiri aðgerðir til að halda niður launakostnaði. Ný stjórnarnefnd herti á þessum aðgerðum sem höfðu það að mark- miði að ná umfangi rekstrarins niður í það sem verið hafði árið 1994. Þegar staðan var gerð upp í lok september kom í Ijós að að-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.