Morgunblaðið - 14.12.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 11
gerðirnar, höfðu skilað þeim ár-
angri að aðeins 2% fleiri sjúklingar
höfðu komið á vefrænar deildir
spítalans en fyrstu 9 mánuði árið
áður, sjúklingar bráðamótttöku
voru 7% fleiri en á sama tíma í
fyrra, á dagdeildum geðdeilda
hafði sjúklingum fjölgað um 30%
og á dagdeildum samtals um 6%.
Þá hafi tekist að draga saman
starfsemi og stöðva vaxandi launa-
kostnað, fækka yfirvinnustundum
og starfsmönnum með þeim ár-
angri að hallanum var komið úr
450 milljónum króna í 250 milljón-
ir króna.
Ljóst þykir hins vegar sam-
kvæmt greinargerð Ríkisspítal-
anna til fjárlaganefndar að sumar
þær aðgerðir sem ákveðnar voru
í sumar muni ekki skila árangri
fyrr en í lok árs eða á næsta ári.
Stjórnendur spítalanna segja að
þær aðgerðir sem þeir hafi orðið
að grípa til í því skyni að halda
rekstrinum innan þess ramma sem
íjárveitingar setji séu ekki sam-
kvæmt hugmyndum þeirra um
hagkvæman og skynsamlegan
rekstur heldur sé um neyðarúrræði
að ræða.
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, sagði í Morgunblaðinu á
sunnudag að stjórnendur Ríkisspít-
ala virtu fjárlög að vettugi, taka
þyrfti á rékstri stofnunarinnar með
trúverðugri hætti en hingað til og
samþykkt greiðsluheimilda fyrir
næsta ár yrði látin bíða þess að
„alvörutillögur" lægju fyrir.
Stjómendurnir hefðu ekki staðið
við þær skuldbindingar sem þeir
tóku á sig með samningnum 6.
desember sl. „Stjórnendur Rík-
isspítala hafa reynt að gæta alls
þess hófs sem hægt hefur verið
við erfiðar aðstæður og þeir hafa
margvarað við afleiðingum þess
að harðar væri gengið_ fram í
sparnaði,“ sagði Davíð Á. Gunn-
arsson, fyrrverandi forstjóri Rík-
isspítala og núverandi ráðuneytis-
stjóri í heilbrigðisráðuneyti. „Núna
er verið að skoða allt spítalakerfið
og vonandi tekst að finna ein-
hveija leið til aukinnar hag-
kvæmni, sem getur leitt til betri
nýtingar á fjármunum þegar fram
í sækir,“ sagði Davíð en vildi að
öðru leyti ekki bregðast við um-
mælum ráðherrans.
Guðmundur G. Þórarinsson seg-
ir að í dag afgreiði stjórnarnefndin
væntanlega frá sér „alvörutillög-
ur“ þar sem því verði lýst til hvaða
ráðstafana þurfi að grípa svo unnt
verði að reka Ríkisspítala innan
þess þrönga ramma sem fjárlaga-
frumvarpið setur og kalli á
200-250 milljóna króna niður-
skurð, auk 120 milljóna vegna
sameiginlegs sparnaðar.
Viðmælendur Morgunblaðsins
sem starfa að sjúkrahússrekstrin-
um segjast telja hin hörðu viðbrögð
fjármálaráðherra við rekstrarstöð-
unni nú að ýmsu leyti skiljanleg,
frá sjónarhóli þess sem horfi á
málið frá rekstrarlegu sjónarmiði.
Ekki megi þó gleyma því að 450
milljóna króna hallinn sé ekki pen-
ingar sem brenndir hafi verið á
báli eða varið í óráðsíu. „Fyrir
þessa peninga var keypt heilbrigð-
isþjónusta."
Vandinn sé m.a. sá að læknar
og heilbrigðisstarfsfólk telji spam-
aðaraðgerðir undanfarinna ára
hafa gengið svo nærri sjúkrahús-
inu að gæði þjónustunnar séu kom-
in niður fyrir viðunandi stig. Lækn-
ar veigri sér við því að neita bráð-
veikum sjúklingum um bestu með-
ferð, sem kostur er á, vegna sparn-
aðarsjónarmiða og vitni þá m.a. til
þess að lögum samkvæmt eigi allir
Islendingar rétt til þeirrar bestu
heilbrigðisþjónustu sem völ er á.
Rekstrarstaðan sé einkenni á þeim
vanda sjúkrahússins sem rekja
megi til þess að ekki hafi verið
mörkuð ákveðin pólitísk stefna fyr-
ir rekstur^ heilbrigðisstofnana á
landinu öllu. Uppi sé óvissuástand
sem valdi sjúklingum óþægindum,
komi í veg fyrir hagkvæma nýtingu
fjárfestingar og framgang eðlilegr-
ar þróunar í læknavísindum.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Kristján
GRÆNLENSKI togarinn Qaasiut II kom til Akureyrar í gærmorgun
og voru helstu forkólfar í útgerð og fiskvinnslu á Húsavik mættir
til að taka á móti skipinu. F.v. Einar Njálsson, bæjarstjóri og stjóm-
arformaður Höfða lif., Þráinn Gunnarsson, starfsmaður Höfða, Jó-
hann Gunnarsson, skipstjóri, Helgi Kristjánsson, fjármálastjóri
Höfða, Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsa-
víkur, og Kristján Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Höfða. Á mynd-
inni er einnig Jón Hafsteinn, 9 ára gamall, sonur Jóhanns skipstjóra.
Nýr togari til Húsavíkur
TOGARINN Qaasiut II kom til
Akureyrar í gærmorgun en Höfði
hf. á Húsavík hefur keypt hann
fpá Grænlandi. Togarinn fær nafn
og einkennisstafi Júlíusar Havste-
en ÞH-1, sem hefur verið seldur.
Kaupverð nýja skipsins er um 270
milljónir króna en gamli Júlíus
var seldur í vikunni fyrir um 135
milljónir króna.
Nýi togarinn, sem búinn er
rækjuvinnslubúnaði, verður gerð-
ur út á rækjuveiðar frá Húsavík
og er ráðgert að hann haldi í sinn
fyrsta túr í byijun janúar. Áður
fer togarinn í slipp á Akureyri,
þar sem hann verður yfirfarinn
og málaður.
Júlíus Havsteen
reynst vel
Kristján Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Höfða hf., var
ánægður um borð í nýja togaran-
um í gærmorgun. „Júlíus Havste-
en hefur reynst okkur Húsvíking-
um vel og verið fengsæll í gegnum
tiðina og ég vona að þetta nýja
skip eigi eftir að reynast okkur
jafnvel," sagði Kristján.
Togarinn Qaasiut II er mun
stærri en gamli Júlíus Havsteen,
hann er um 6 metrum lengri, eða
rúmir 42 metrar og rúmum 2
metrum breiðari, eða um 10,5
metrar. Gamli Júlíus var smíðað-
ur árið 1976 en sá nýi árið 1987.
Gert er ráð fyrir 20 störfum í
kringum nýja skipið en 15 eru í
áhöfn hverju sinni. Skipstjóri
verður Jóhann Gunnarsson, sem
áður var við stjórnvölinn á gamla
Júlíusi, og yfirvélstjóri Ásmundur
Halldórsson.
Guðmundur Friðriksson, út-
gerðarmaður frá Höfn, keypti
gamla Júlíus Havsteen og verður
hann áfram gerður út frá Húsa-
vík og með húsvískri áhöfn. Tog-
arinn var seldur án aflaheimilda
en með veiðarfærum. Skipstjóri
verður Hinrik Þórarinsson.
Deiia um skráningu vörumerkja á Spárn
Fyrirtæki mínu með
öllu óviðkomandi
- segir Bjarni Benediktsson útflytjandi
„VöRUMERKJASKRANING
Armengol á Spáni er mér og fyrir-
tæki mínu með öllu óviðkomandi,“
segir Bjarni Benediktsson, eigandi
B. Benediktsson hf., í samtali við
Morgunblaðið.
Sérblað Morgunblaðsins, Ur ver-
inu, birti í gær frétt um deilur um
skráningu vörumerkja á saltfisk-
markaðnum á Spáni. Þar var sagt
að spænski innflytjandinn Armen-
gol hefði skrásett hornmerki tiltek-
ins framleiðenda á Islandi, sem eitt
af undirmerkjum sínum og seldi
saltfisk undir þvi merki á Spáni,
þótt hann væri ekki frá viðkom-
andi framleiðanda. Ennfremur kom
fram í fréttinni að grunur iéki á
því að saltfiski hefði verið pakkað
í umbúðir Ai-mengol hér á landi
og kassarnir merktir hornmerki
umrædds framleiðanda.
„Þetta eru hrein ósannindi og
rógburður, reyndar mjög alvarleg-
ur, sem krafizt verður afsökunar
á, þar sem reynt er að draga mitt
fyrirtæki og mína persónu inn í
umræðu um einkaleyfi á vöru-
merki í öðrum löndum. B. Bene-
diktsson hf. hefur aldrei flutt út
fisk nema með merkjum þeirra
framleiðenda, sem nótur framleið-
enda og vara segja tii um hvetju
sinni. Það er í höndum hvers fram-
leiðanda að merkja sinn fisk, sem
síðan er yfirfarið af skipafélagi,
sem í þessu tilfelli er Eimskip.
Fyrir liggja staðfestar kvittanir frá
Eimskip, fyrir magni og merking-
um framleiðenda vegna hverrar
sendingar," segir Bjarni Bene-
diktsson.
í þessari frétt í Úr verinu var
fullmikið sagt án þess að leitað
væri álits Bjarna Benediktssonar
á ágreiningsefninu í sömu frétt.
Morgunblaðið biður hann afsökun-
ar á því.
Oskað skýrslu um
kynferðisbrotamál
FJÓRTÁN þingmenn stjórnarand-
stöðunnar á Alþingi hafa lagt fram
beiðni um skýrslu frá dómsmálaráð-
herra um kynferðis- og sifskapar-
brotamál.
Óskað er sérstaklega eftir ýms-
um upplýsingum, svo sem um hvort
gerðar hafi verið rannsóknir sem
gefi hugmynd um árlegan fjölda
nauðgana og hve hátt hlutfall þeirra
sé kært á ári. Þá er beðið um ítar-
legar upplýsingar um þau kyn-
ferðisbrotamál sem borist hafi ríkis-
saksóknara á síðustu 10 árum,
hversu mörgum slíkum málum hafi
lokið með niðurfellingu eða sátt,
hveijar ástæður séu fyrir því,
hversu margir dómar hafi fallið og
hvernig.
Einnig er spurt hversu mörg mál
hafi farið fyrir Hæstarétt og um
niðurstöðu þeirra. Þá er spurt um
rannsóknarreglur hjá lögreglu og
heiibrigðisstéttum og hvaða úrræð-
um öðrum en fangelsisvist megi
beita gegn þessum brotamönnum.
Árbók kem-
ur enn út
í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær
var ranglega sagt að árbókin Stór-
viðburðir líðandi stundar væri hætt
að koma út. Hið rétta er að bókin
hefur skipt um eigendur, en hún
kemur enn út eins og hún hefur
gert allar götur frá árinu 1965.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
Nú þarf ekki lengur að lesa fyrir
barnið, sögu-lampinn sér um þgð.
Þessi töfralampi sér síðan um að
slökkva Ijósið þegar spólan er búin.
Spóla með barnatónlist fylgir með.
B A R H A V Ö <t U V TTTTÍTh
G..L...Æ...S..I..B...Æ
Álfheimum 74, sími 553 3367
Sögu-
lampinn
- kjarni málsins!
Kringlunni, s. 568 9980
Laugavegi, s. 552 6860.
Pelsarnir
komnir
aftur
Litur: Svartur
Verð
kr. 8.900
Pantanir
óskast
sóttar