Morgunblaðið - 14.12.1995, Page 20

Morgunblaðið - 14.12.1995, Page 20
20 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Samtök iðnaðarins vilja taka þátt í umræðu um veiðileyfagjald Jöfnun starfsskilyrða er lífsnauðsynleg „MARKMIÐIÐ með auðlindagjaldi er fyrst og fremst að eyða því for- skoti, sem gjöfulasta auðlind þjóð- arinnar veitir notendum hennar, umfram það sem aðrir atvinnuvegir verða að búa við. Einnig má líklegt telja að auðlindagjald leiði til betri sáttar um fiskveiðistjórnunarkerfið þar sem handhafar kvóta fengju, gegn gjaldi, ráðstöfunarrétt yfir sameiginlegri auðlind þjóðarinnar," sagði Þorsteinn M. Jónsson, hag- fræðingur Samtaka iðnaðarins á morgunverðarfundi samtakanna í gær. Frummælendur auk hans voru Vilhjálmur Egilsson og Ágúst Ein- arsson alþingismenn. Hámarksafrakstur Þorsteinn sagði að andstaðan við veiðileyfagjald væri að verulegu leyti á misskilningi byggð og ávinn- ingurinn af því væri ótvíræður fyrir þjóðarbúskap íslendinga. Þeir, sem kjörnir væru til að fara með mál- efni þjóðarinnar, ættu að hafa al- mannahag að leiðarljósi en ekki ganga erinda þröngra sérhagsmuna fámenns hóps. í fyrsta lagi nefndi hann að allar atvinnugreinar þyrftu að fá að sitja við sama borð til að tryggður yrði hámarksafrakstur í þjóðarbúinu og sem hagkvæmust nýting fram- leiðsluþátta. í öðru lagi mætti færa rök fyrir því að ef auðlindagjald yrði lagt á með tilteknum hætti, gæti það virkað til sveiflujöfnunar í þjóðarbúskapnum þó ljóst megi vera að veiðileyfagjald eitt og sér dugi ekki til að jafna þær miklu sveiflur, sem einkennt hafa starfs- skilyrði íslenskra fyrirtækja í ár- anna rás. Verðjöfnun væri líka nauðsynleg til að renna traustum stoðum undir fjölbreytt atvinnulíf. Um þá röksemdafærslu sumra að veiðileyfagjald sé ósanngjarnt sökum þess að íslenskur sjávarút- vegur eigi í samkeppni við ríkis- styrktan sjávarútveg erlendis og muni veiðileyfagjald þar með skaða samkeppnisstöðuna, segir Þor- steinn: „í fyrsta lagi er ekki hægt að neita því að auðlindarentan hef- ur verið hirt af útgerðinni í áranna rás með háu raungengi. Hagstjóm hefur miðast við það að skrá geng- ið þannig að sjávarútvegur sé núllstilltur. Upptaka auðlinda- gjaldsins kæmi vissulega fram í gengi krónunnar. Það stenst því ekki að tala um að auðlindagjaldið feli í sér auknar álögur. í Öðru lagi er vert að hafa hug- fast að útvegsmenn kaupa veiði- heimildir hver af öðrum dýru verði án þess að það komi sýnilega fram i verri samkeppnisstöðu. Auk þess má benda á að sökum þess að við seljum allt sem við veiðum og mark- aðshlutdeild virðist óháð kostnaðar- þróun innanlands, þá hefur tilkoma veiðileyfagjalds lítið með sam- keppnisstöðuna að gera heldur arð- semina í sjávarútvegi, eða öllu held- ur hvert auðlindarentan rennur." Fortíðarhyggja Ágúst Einarsson sagði að veiði- leyfagjald væri ekki aðferð ein- hverra illa þenkjandi skattheimtu- manna til að auka umsvif ríkisins og hugmyndafræðinni að baki veiði- leyfagjaldi væri ekki stefnt gegn sjávarútveginum. „Þetta er liður í því að ná sátt um sjávarútvegsmál í okkar þjóðfélagi og við verðum að styrkja efnahagslífið með eflingu annarra atvinnugreina. Til að halda uppi viðunandi lífskjörum, verður að skapast möguleiki á meiri fjöl- breytni. Ég er orðin hundleiður á þessari hólfaskiptingu á íslenskum atvinnuvegum.“ Hann segir veiði- leyfagjaldið byggjast á breyttum aðstæðum í okkar efnahagsstjórn sem til varð með þjóðarsáttasamn- ingunum fyrir fimm árum sem ekki hafi verið uppfinning stjórnmála- manna heldur aðila vinnumarkaðar- ins. Mjög sterk réttlætissjónarmið væru fyrir aðferðarfræðinni og menn yrðu að bijótast út úr fortíð- arhyggjunni og tileinka sér víðsýni í umræðunni um veiðileyfagjald. „Breyttar aðstæður krefjast nýrra hugmynda og ein af þeim er upp- taka veiðileyfagjalds vegna þess að það er okkur lífsnauðsynlegt að byggja upp aðrar atvinnugreinar við hlið sjávarútvegsins og jafna starfsskilyrðin. Stykleiki sjávarút- vegsins hefur verið það mikill hér á landi að hann hefur drepið af sér aðrar greinar." Ágúst segir að lög kveði á um að fiskimiðin séu þjóðareign. Ríkis- valdið sjái síðan um að úthluta rétti til veiða. Ekki felist í því neinn eignaréttur, heldur tímabundinn afnotaréttur og myndi veiðileyfa- gjald undirstrika, svo ekki verði um villst, hver er hinn lögmæti eigandi fiskimiðana enda þekkist það hvergi að hægt sé að fénýta eign annarra án þess að til komi gjald í ein- hverri mynd. Hann segir að fram- sal veiðiheimilda sé yfirleitt viður- kennd innan fiskihagfræðinnar, en það sé grundvallaratriði í stýrikerf- inu. Það fari hinsvegar fyrir bijóst- ið á almenningi í landinu að horfa upp á þessi viðskipti útgerða á milli án þess að eigendum auðlindarinnar sé greitt fyrir. Að sögn Ágústs er hægt að hugsa sér gjaldtöku sem ákveðið stýritæki inn í fiskveiðistjórnina og einnig mætti hugsa sér „veiði- leyfagjald“ á aðrar sameiginlegar og takmarkaðar auðlindir en físk- inn í sjónum, t.d. fallvötnin og sjón- varpsrásirnar, enda væri grund- vallarmunur aðferðafræðinnar enginn. Stjórntæki Vilhjálmur Egilsson sagðist vilja ganga út frá sömu forsendum og Agúst í umræðunni um að fiskimið- in væru sameign þjóðarinnar. Þar með hafi þjóðin rétt á að ákveða leikreglur um nýtingu fiskimiðana og að breytingar á þeim leikreglum hafí ekki í för með sér eignaréttar- legar afleiðingar. „Mín afstaða er sú að þjóðin eigi fyrst og fremst að nota þær leikreglur, sem skila henni í heild mestum arði af fiski- miðunum." Þegar ég lít á hugtakið veiði- leyfagjald, er ég fyrst og fremst að velta fyrir mér hagrænu stjórn- kerfí, segir Vilhjálmur. Það þýði að gjaldið verði stillt þannig af að menn nái því sem kallað er kjörsókn í fiskistofnana. Gjaldið verði m.ö.o. stillt af svo hátt að það hækki út- gerðarkostnaðinn marktækt og dragi þannig úr sókn. „Það er hið eiginlega veiðileyfagjald í mínum huga. Veiðileyfagjald, sem nýtt er sem stjórntæki við veiðarnar." Vilhjálmur talaði um að hægt væri að útfæra veiðileyfagjald með ýmsum hætti og gerði svokallaða uppboðsleið, sem gjarnan ber á góma í hagfræðilegum skilningi, -að sérstöku umtalsefni. Hann sagði að með því að bjóða veiðileyfi til eins árs í senn skapaði það mikla óvissu fyrir fyrirtæki í rekstri og með langtímaáætlanir. Með því að bjóða upp veiðiheimildir til fimm eða tíu ára væri staðan enn sú sama þó eitthvað minni. „Til þess að draga sem mest úr þessari óvissu yrði væntanlega að bjóða upp veiði- leyfi í formi varanlegrar aflahlut- deildar þannig að sjávarútvegsfyrir- tæki gætu búið við eðlilégar að- stæður í sínum ijárfestingar- og rekstrarákvörðunum. Þegar öllu er á botninn hvolft og ef menn eru á annað borð að hugsa um veiðileyfa- gjald í þessum farvegi, þá virðist sem skynsamlegast sé að bjóða upp veiðileyfi til mjög langs tíma. Þá er í raun verið að setja á fót kerfi, sem hefur eignaréttarlegar afleiðingar. Ekki yrði hægt að breyta leikregl- um varðandi stjórn fiskveiða án þess að láta þá fá bætur sem hafa eignast þessi veiðileyfi. Með veiði- leyfakerfi af þessum toga, væri í raun verið að færa eignarétt yfir til þeirra, sem keyptu upp veiði- heimildirnar. Veiðileyfakerfið yrði þannig að ganga upp samhliða kvótakerfinu.“ YST SEM INNST - og þar á milli SIX-TEX sportfatnaður er vind- og vatnsvarinn en hleypir samt útgufun líkamans að miklu leyti í gegn og hentar því vel í hvaða veðri sem er. Það er alltaf gott veður í SIX-TEX! KRAFT kuldagallar fyrir alla aldurshópa hafa fengið einstakar móttökur enda afar góður hlífðarfatnaður. Ytrabyrðið er vatnsvarið og sterkt og innrabyrðið er hlýtt, vatt- eða loðfóðrað. EÐALFLÍS er unnið úr hágæðaefninu Polartec. Eðalflís hefur tvíhliða flosáferð og er því mjúkt, laust við skrjáf og hnökrar ekki. Eðalflís heldur líkamshitanum vel inni og er því kjörin bæði sem innri- og ytriflík. Veljum íslenskt! VERSLANIR REYKJAVÍK: SKÚLAGATA 51 SÍMI 552 7425 OG FAXAFEN 12 SÍMI 588 6600 AKUREYRI: GLERÁRGATA 32 SÍMI 461 3017 KRAFTjakkar, hlýjirog þægilegir. Svartir. * ^ wíA EÐALFLÍS AUKAHLUTIR Húfur, hárbönd, vettlingar, buxur,treflar og fl. REGNFATNAÐUR á börn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.