Morgunblaðið - 14.12.1995, Side 21

Morgunblaðið - 14.12.1995, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 21 FRÉTTIR: EVRÓPA Tillögur Svía fyrir ríkjaráðstefnu ESB FELIPE Gonzales, forsætisráðherra Spánar, hefur undanfarna daga heimsótt aðildarríki ESB til að ræða leiðtogafundinn í Madrid. Um helgina kom hann við í Stokkhólmi og sést hér með Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar í Sagerska Palatset. Áhersla á atvinnu- mál og lýðræði Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ATVINNUMÁL, aukið lýðræði inn- an Evrópusambandsins og styrkari utanríkisstefna eru efst á blaði hjá sænsku stjóminni í tillögum hennar um umræðuefni milliríkjaráðstefnu ESB 1996. Mats Hellström Evrópu- ráðherra býst ekki við að niðurstöð- ur ráðstefnunnar verði svo róttækar að ástæða sé til að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um þær. Danir eignast bandamann Það kemur ekki á óvart að at- vinnumálin eru ofarlega á blaði hjá Svíum. Þeir geta glaðst yfir að hugleiðingarhópur ESB, sem í áttu sæti fulltrúar aðildarlandanna, leggur til að atvinnumálin verði við- fangsefni ríkjaráðstefnunnar. Svíar hvetja meðal annars til að atvinnu- málin verði betur tengd efnahags- umfjöllun ESB. Víða ínnan ESB gætir þó tortryggni á gagnsemi þess að grípa til þunglamalegra ráðstafana til að koma fólki í vinnu með einhveiju styrktarkerfi, eins óg Svíar sjálfir hafa aðhyllst. Skyn- samlegra sé að bæta aðstöðu fyrir- tækja, svo þau verði fær um að færa út kvíarnar og ráða fólk. Danir hafa um árabil talað fyrir daufum eyrum um aukið lýðræði innan ESB, en hafa nú eignast nýja bandamenn á þeim vettvangi, þar sem eru Svíar og Finnar, auk þess sem Hollendingar hafa löngum stutt þá viðleitni. I tillögum sínum leggja Svíar til að sænskar reglur, um aðgang að skjölum og mögu- leika á að fylgjast með málum og undirbúningi þeirra, verði teknar upp innan ESB. Eins og fleiri smáþjóðir eru Svíar hallir undir að stofnanir ESB eins og dómstóllinn, framkvæmdastjórn- in, þingið og endurskoðendanefndin verði styrktar, þar sem það hamli gegn ofuráhrifum stóru landanna. Einnig styðja þeir öflugra samstarf á sviði utanríkis- og varnarmála og álíta heppilegra að draga úr neitun- arvaldi einstakra landa, einkum á sviði umhverfismála, en einnig á sviði utanríkis- og varnarmála. Danir taka ekki þátt í lögreglusam- vinnu ESB, en hana vilja Svíar hins vegar styrkja, til að geta staðist glæpasamtökum snúning. Svíar og myntsambandið Sænsku stjórninni er umhugað um að valdajafnvægi lítilla og stórra landa verði ekki þeim litlu í óhag. Því álíta þeir nauðsynlegt að hvert land hafi fulltrúa í framkvæmda- stjóminni og að löndin skiptist á um að gegna formennsku, þó þeir ljái máls á að fleiri en eitt land fari með hana í sameiningu, eins og Danir taka undir. Afstaða Svía til evrópska mynt- sambandsins er enn nokkuð á reiki. Þar sem Svíar eru aðilar að Maas- tricht-samkomulaginu, sem gerir ráð fyrir sambandinu, virðist form- lega engin spurning um að þeir séu þar með bundnir af þátttöku, þegar þeir uppfylla skilyrðin. Það hefur farið fyrir brjóstið á ýmsum að Ing- var Carlsson hefur talað um sænska aðild eins og hana þurfi að ákveða sérstaklega. í viðtali við sænska útvarpið í gær sagði hann að Svíum liggi ekki á að taka ákvörðun um myntsambandið, meðan ekki sé ljóst hvort áætlanir um það gangi eftir. Göran Persson væntanlegur eftir- maður Carlssons sem flokksformað- ur og forsætisráðherra hefur hins vegar talað um aðild að myntsam- bandinu sem sjálfsagðan og eðlileg- an hlut. Þar sem hann er komandi leiðtogi vega orð hans væntanlega þyngra en Carlssons, sem er á leið frá leiðtogahlutverkinu. Frakkar gefa eftir • FRAKKAR hafa gefið eftir í deilu sinni við Þýzkaland og önn- ur ESB-ríki um það hvenær og á hvaða forsendum beri að ákveða hvaða ríki geti gerzt aðil- ar að Efnahags- og myntbanda- lagi Evrópu, EMU. Að sögn fran- skra og þýzkra embættismanna náðu fjármálaráðherrar Frakk- lands og Þýzkalands samkomu- lagi um það í Baden-Baden í síð- ustu viku að frammistaða ríkja í efnahagsmálum yrði metin snemma á árinu 1998, á grund- velli áreiðanlegra hagtalna. Gert er ráð fyrir að samkomulagið verði tilkynnt á leiðtogafundi ESB í Madríd síðar í vikunni. • LITHÁEN sótti á föstudag formlega um aðild að Evrópu- sambandinu. Öll Eystrasaltsríkin þijú hafa þá sótt um aðild. • SIR Edward Heath, fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, hefur gefið í skyn að hann kunni að taka afstöðu með Verka- mannaflokknuin í Evrópumálum, vegna þess að íhaldsflokkurinn stefni að því að einangra Bret- land í Evrópu. og Tæknival kynnir: wlett-Packard itaprentarar geislaprentarar á frábæru Iboði til jóla* HP DeskJet 340 m/litamöguleika Víðförull og vandaður ferðaprentarl Þessi er i senn góður heimilisprentari og hentugur til ferðalaga. Góð útprentun I svörtu, 600x300 dpi. 3 siður á mlnútu. Þyngd aðeins 1,9 kg. Litaprentun má bæta viö fyrir kr. 3.000. Jðlatilboð kr. 0^4 CAA stgr.m.vsk. —Llstaverð kr. 32.681 m.vsk. HP DeskJet 600 m/litamöguleika. Hewlett-Packard gæði fvrir heimllin Vandaður prentari með litamöguleika og sá allra vinsælasti hjá Tæknivali í dag! Frábær útprentun, 600x300 dpi, á margar geröir pappirs. 4 siður á mínútu. Litaprentun má bæta við fyrir kr. 3.000. Jólatilboð kr. 9C 800 stgr.m.vsk. ■ W W V Ustaverð kr. 36.316 m.vsk. HP DeskJet 660C iitaprentairinn Utaprentarl fyrir heimlll og fyrlrtækl Glæsilegur litaprentari m/ tvfskiptri bleksprautun. 600x600 dpi ( svörtu og 600x300 dpi I1it. Allt að 4 slður á mlnútu (svörtu. Prentar á pappir, umslög, glærur o.fl. Colorsmart. Jólatilboð kr, 9C QQQ stgr.m.vsk. Listaverö kr. 47.778 m.vsk. HP DeskJet 850C litaprentarinn Prentarlnn sem fer sigurför um heiminn! , Nýr hraðvirkur og fjölhæfur litaprentari m/ tviskiptri bleksprautun. Uppiausn 600x600 dpi (svörtu + REt og C-REt. 6 síður á mínútu i svörtu og 1-3 í lit. Verölauna-litaprentari til höfuðs geislanum! Jólatilboö kr. /1 C QQQ stgr.m.vsk. Llstaverö kr. 62.209 m.vsk. HP LaserJet 5L geislaprentarinn Tllvallnn fyrlr elnstaklinga og fyrlrtækl Hijóðlaus og áreiðanlegur geislaprentari. Upplausn 600 dpi + REt. Minni 1 MB + MET. 4 slður á minútu. Auto-Off. Nettur og snaggaralegur. Ódýr prentari sem þolir mikið álag! Jólatilboö kr. 4 Q QAA stgr.m.vsk. Ustaverð kr. 69.063 m.vsk. HP LaserJet 5P geislaprentarinn Hágæða öflugur geislaprentari fyrlr kröfuharða! Hraðvirkur hágæða geislaprentari með frábæra tengimöguleika. Minni 2 MB (>50 MB) + MET. Upplausn 600 dpi + REt. 6 siður á mínútu. Tveir pappírsbakkar. Hewlett-Packard gæði. Jólatiiboð kr. 89.900stgr Llst. \m.vsk. Listaverð kr. 121.390 m.vsk. Dpi = Punktaupplausn á tommu. REt = HP upplausnaraukning. C-REt - Litaupplausnarauki. MET = Minnlsþjöppun (betri minnisnýting). Hraði litaprentunar er mismunandi. Hátækni til framfara fef Bnfjá Tæknival az£«tfrffrr ri rwMT«wiwi|ffimi!rwyMP.;srasaBKBBagc,M»iBraifant!næif«MMW»HsaBæKfliMi Skeifunni 17 • Sími 568-1665 • Fax 568-0664 Staðgreiösiu- samnlngar ^írrk'í ATHUGIÐ: * = Ofangreind verð gllda aðeins frá 14. til 31. des. 1995. Áskillnn er réttur til verðbreytlnga án fyrirvara. , Viðurkenndur söluaöili rlðniuwojibyigs EUROCARD i/icá /C/ ANÍl ^ raögreiðsiur m TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA raðgreiðslur I 24 mánuði BRYNJAR HÖNNUN/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.