Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.12.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ _____________LISTIR___________ Svona verður sveinki til KVIKMYNPIR Bíóhöllin, Bíóborgin og Borgarbíó A k u rcy ri ALGJÖR JÓLASVEINN „THESANTA CLAUSE" ★ ★ Vi Leikstjóri: John Pasquin. Handrit: Steve Rudnick og Leo Benvenuti. Aðalhlutverk: Tim Allen, Eric Lloyd, Judge Reinhold, Peter Boyle. Disney. ALGJÖR jólasveinn er svolítið gamaldags en skemmtileg jóla- sveinafantasía um óbreyttan kaup- sýslumann sem tekur við hlutverki alvöru jólasveinsins þegar sá eini sanni rennur niður af þakinu hans og bókstaflega hverfur. Það eina sem hann skilur eftir er jólasveina- búningur og ó, já, sleðann sinn og hreindýrateymi. Fyrir áeggjan sonar síns klæðist maðurinn jólasveina- búningnum, sest upp í sleðann og heldur áfram dreifíngu jólagjafa þaðan sem frá var horfíð. Fyrir hann verður ekki aftur snúið. Hann er orðinn að jólasveininum. Fyrir fjöl- skyldu hans og samstarfsmenn gæti hann sem best verið spítalamatur. Bandarískar jólasveinamyndir fýlgja ákveðinni reglu. í þeim flest- um er ráðgátan um jólasveininn eins og hann er börnum kunnur í Bandaríkjunum leyst og tilurð hans sönnuð (Grýla og Leppalúði eru fjarri góðu gamni, hvað þá Hvera- gerði). Út á þetta gengur til að mynda Kraftaverkið á 34. stræti og það er meginefni Algjörs jóla- sveins. Hún varð óvænt metsölu- myndin um síðustu jól í Bandaríkj- unum en er nú sett í Evrópudreif- ingu. Það er auðvelt að sjá hvers vegna hún var svo vinsæl. Hún höfðar til allrar fjölskyldunnar, er fyndin og hæfílega væmin líka, full af sniðugum álfum og leikföngum og töfrum. Tim Allen leikur jólasveininn en hann er þekktur úr sjónvarpsþátt- unum Handlaginn heimilisfaðir. Hann er geðþekkur gamanleikari og fyrri hluti myndarinnar þegar kaldhæðnislegur húmorinn í honum fær að njóta sín er mun betri. Það er eins og gamansemin ijúki úr myndinni þegar forræðisdeilur út af syni hans taka við og klökkar fjölskyldusenur. Tæknibrellur með hjálp hugvitsamlegra tölvuíeikn- inga eru notaðar til að upplýsa krakka um aðferðirnar sem sveinki notar til að komast akfeitur niður alla þessa þröngu skorsteina og hvernig tveggja metra kajak kemst fyrir í litla pokanum hans, svo fátt eitt sé nefnt. Algjör jólasveinn er prýðileg fjöl- skylduskemmtun sem vill láta áhorfendur trúa. því staðfastlega að jólasveinninn sé raunverulegúr. Þú þarft ekki að vera barn til að láta plata þig stundarkom og eiga ánægjulega skemmtun í bíó. Arnaldur Indriðason Ford Transit til afgreiðslu fyrir Ford Transit er fádæma traustur sendibíll sem kemur frá Ford í Þýskalandi. Tryggðu þér eintak á kynningarverði fyrir áramót og nýttu þér heimild til tvöfaldrar afskriftar. Transit er einnig fáanlegur sem grindarbíll og hópferðabíll fyrir allt að 15 manns. Escort Van er sannkallaður yfirburða sendibíll að öllu leyti. Fyrir það fyrsta þá er burðargeta hans um 50% meiri en keppinautanna í sama stærðarflokki eða alls 750 kg. Auk þess er hann lipur og þægilegur í akstri með vökvastýri, útvarpi/segulbandi og 1400 cc vél með beinni innspýtingu (75 hestöfl). *Escort Vart er nú þegar orðin mest seldi sendibíllinn í flokki sendibíla undir 2 tonnum! BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010 1.598.000 ánVsk! 998.000 ánVsk! áramót Sá mest seldi!* Aukabúnaður á mynd: Aurhlífar og hærra þak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.