Morgunblaðið - 14.12.1995, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.12.1995, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur Hestarog samferðarmenn KOMIN er út bókin Kóngur um stund eftir Örnólf Árnason. í kynningu segir: „Bókin hefur að geyma opinskáa frásögn af stormasamri ævi Gunn- ars Bjamasonar, fmm- kvöðuls í ræktun ís- lenska reiðhestakyns- ins og útbreiðslu hans um heiminn. Nú er svo komið að þúsundir fjöl- skyldna í tuttugu lönd- um eiga íslenska hesta og helga þeim tóm- stundir sínar.“ Sagt er frá æsku Gunnars á Húsavík, menntaskóla- árunum á Akureyri, búnaðamámi á Hvanneyri og í Kaupmannahöfn. „Þá greinir Gunnar frá því hvernig tókst að forða hestinum og hesta- mennskunni frá því að deyja út eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar þegar sveitamenn flykktust í þétt- býlið. Frásögn Gunn- ars af lífshlaupi sínu er hispurslaus og lýs- ingar hans á samferð- armönnum næmar og skemmtilegar," segir ennfremur í kynningu. Höfundur bókarinn- ar, Örnólfur Árnason, hefur fengist við rit- störf af margvíslegu tagi. Hann hefur skrif- að Qölda leikrita fyrir svið, útvarp og sjón- varp, kvikmyndahand- rit, óperutexta, ævi- sögur, ferðabækur og skáldverk, auk þess að vera um langt árabil afkastamikill þýðandi. Útgefandi er Orm- stunga. Gísli B. Björnsson hannaði kápu og útlit. Umbrot og filmu- vinnsla fór fram í Prentþjónustunni hf. Bókin er prentuð hjá G. Ben prentstofu hf., og er 341 bls., prýdd fjölda Ijósmynda og kostar 3.490 kr. Gunnar Bjarnason • TÍMARIT Máls og menningar, 4. hefti, er komiðút. Það er að hluta til helgað því að hundrað ár era liðin frá því fyrsta kvikmyndin var sýnd opinberlega. Þorvarður Arna- son ritar ítarlega grein um eðli kvikmyndarinn- ar og spyr m.a. hvort sú kvik- myndamenning sem við erum vön sé að líða undir lok með til- komu yfirstand- andi tæknibylt- ingar. Þá setur Sigurjón B. Hafsteinsson íslenskar heimildamyndir undir smásjá, spyr hvort þær eigi meira skylt við áróð- ursmyndir eins og tíðkuðust í austantjaldslöndunum en nútíma heimildamyndir. Skáldskapurinn kemur víða við að þessu sinni: Ljóð eftir Vaclav Þorvarður Árnason í/ave/forseta Tékklands, og Stefán Gíslason sveitarstjóra á Hólmavík og smásögur eftir frönsku höfund- ana Michel Tournierog Pascal Quignard, auk sögu eftir Anton Tsjekhov. Flutningur bundins máls nefnist grein efitr Helga Hálfdanarson. Norræn fornmenning í Banda- ríkjunum og Rússlandi er viðfangs- efni tveggja greina í tímaritinu. Jón Karl Helgason skrifar um það hvernig Njála var kynnt Banda- ríkjamönnum á ofanverðri síðustu öld og Árni Bergmann fjallar um tilraun Maxims Gorkíjs til að skrifa víkingaleikrit um það bil sem rúss- neska byltingin stóð sem hæst. Loks má nefna yfírlitsgrein eftir Kristján B. Jónasson um íslenskar skáldsögur sem komu út 1994. Tímarit Máls og menningar, 4 hefti 1995, er 128 bls. TMM kemur út fjórum sinnum á ári ogkostar áskrift 3.300 kr. Ritstjóri erFríðrik Rafnsson. Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands Hátíðarforleikur eftir Sjostakovich Á JÓLATÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói á laugardag kl. 14.30 koma fram Graduale- kór Langholtskirkju, stjórnandi Jón Stef- ánsson; Kór Öldutúns- skóla, stjórnandi Egill Friðleifsson; Skólakór Garðabæjar, stjórn- andi Guðfinna Dóra Ólafsdóttir og Skóla- kór Kársness, stjórn- andi Þórunn Björns- dóttir. Einleikari á tónleikunum er Ástríð- ur A. Sigurðardóttir. Einsöngvarar Árný _ Ingvarsdóttir, Guðrún Árný Karls- dóttir, María Marteinsdóttir og Rúrik Fannar Jónsson. Tónleikarnir eru eins og endranær ætl- aðir allri fjölskyldunni. Mikið af listafólki tek- ur þátt í tónleikunum, þar á meðal 180 manna barnakór, 15 ára gamall píanóleik- ari og fjórir ungir ein- söngvarar. Tónleikarnir hefjast á Hátíðarforleik eftir rússneska tónskáldið Dmitri Shostakovich. Þannig vill til að tón- leikana ber upp á af- mælisdag Beethovens en hann var fæddur 16. desember 1770 og einnig era 200 ár frá því að Beet- hoven samdi sinn fyrsta píanókon- sert. Því var ákveððið að fá ungan píanóleikara til þess að leika loka- þátt konsertsins. Fyrir valinu varð Ástríður Sigurðardóttir sem er nemandi í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Að loknum píanókonsert verður leikið „Haustið“ úr Árstíðunum eftir Glazunov. Seinni hluti tónleikanna verður helgaður jólunum en þá munu fjór- ir einsöngvarar og 180 manna bamakór flytja helgileikinn „Hljóðu jólaklukkurnar" eftir hjón- in Walter & Carol Noona. Að lokum syngja kórarnir jólalög og jóla- sálma. Kynnir og sögumaður er Lovísa Árnadóttir, sem er félagi í Gradu- alekór Langholtskirkju. Hljóm- sveitarstjóri er Bernharður Wilkin- son. Bernharður Wilkinson Þekkt fölsun á uppboð MÁLVERK eftir falsarann sem tókst á sínum tíma að leika á Herman Göring verður boðið upp á næstu dögum. „La Céne“, sem sýnir síðustu kvöldmáltíðina, er sú síðasta í röð átta Vermeer-falsana sem gerðu hollenska falsar- ann Hans Van Meegeren millj- ónamæring á árunum 1938- 1943. í stríðslok uppgötvuðu bandamenn eina af fölsunum hans hjá háttsettum nasista og Van Meegeren var sakaður um „efnahagslega samvinnu" við Þjóðveija. Van Meegeren svaraði því til að hann hefði narrað Göring til að kaupa fölsun og sannaði mál sitt með því að mála enn eitt „Verme- er“-verk á kvöldstund í fang- elsinu sem honum hafði verið stungið í. Núverandi eigandi verksins, Frakkinn Jacques Tajan, segist ekki hafa hug- mynd um hvað verkið muni seljast á, enda séu engin for- dæmi fyrir sölu á þekktum fölsunum. Hann vonast þó til þess að fá um 5 milljónir fyrir. Upplestur í Skruggu- steini UPPLESTUR verður í Skruggu- steini, Hamraborg 20a, fimmtu- daginn 14. desember kl. 20.30. Kynntar verða meðal annars nýútkomnar bækur sjálfsútgáfu- forlagsins Andblæs - og nýjasta hefti bókmenntatímaritsins And- blæs. Þeir sem lesa úr verkum sínum eru: Andri Már Magnason, Birgir Svan Símonarson, Gunnar Rand- versson, Gunnhildur Siguijóns- dottir, Hrafn Andrés Harðarson, Magnúx Gezzon, Þórarinn Torfa- son og Þórann Helgadóttir. Allir velkomnir. -----♦ ♦ ♦---- „VerGangiu“ HELGI Þorgils Friðjónsson heldur á mynd eftir Karin Kneffel, en hún er ein af þeim 19 erlendu listamönnum sem verk eiga á sýningunni VerGangur í Gerðubergi. MYNDLIST Gerðuberg MYNDVERK 19 alþjóðlegir myndlistarmenn Opnunartimi menningar- miðstöðvarinnar til 8. janúar. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ VAR orðið fulllangt síðan ég hafði heimsótt menningarmið- stöðina í Gerðubergi, er ég leit þar inn á dögunum. Það er einfaldlega töluvert mál að fara þangað í al- menningsvögnum, sem taka á sig firna marga króka, og sýningarnar hafa ekki alltaf haft það vægi að þær réttlættu slíkt ferðalag. Að auk hefur rýmið verið mjög illa fallið til myndlistarsýninga, eins og ég hef endurtekið vakið athygli á. En nú hafa orðið þar nokkrar breyting- ar, og staðurinn mun vistlegri að- komu og þá einkum kaffistofan, en veggina prýðir mikill fjöldi ljós- mynda af tónlistarfólki sem troðið hefur upp á staðnum. Með ýmsum tilfæringum hefur verið reynt að búa betur að myndlistinni og þar hafa orðið umskipti tii batnaðar. Er mig bar að garði voru þar í gangi tvær sýningar. Hlynur Helga- son leikur sér með innsetningu í tilfallandi rými, sem er afar al- menns æðlis nú um stundir, auk þess að hinn margræði tími er vafa- lítið með í leiknum, en þar eru ekki merkjanleg mikil átök við efnivið- inn. Hin sýningin hefur hiotið nafn- ið VerGangur, og hefur með fram- kvæmdagleði Helga Þorgils Frið- jónssonar á sýningarvettvangi áð gera sl fímmtán ár. Hann hefur eins og margur veit rekið eins kon- ar heimalisthús, fyrst á Laufásvegi 71, í stórri forstofu í stigagangi, svo í löngum þröngum stigagangi í Mávahlíð, þá forstofu á Freyju- götu, og loks í ganginum að Reka- granda, þar sem það er enn til húsa. Aðallega hefur starfsemin verið fyrir vini, nemendur og skoðana- bræður Helga, sem hafa reglulega mætt á staðinn og rætt um stöðuna á listavettvangi, og rétt er það sem stendur í kynningu að ýmsum hafi þótt þetta skondin tiltekt. Það er hins vegar mjög virðingarvert að efna til umræðu um listir eins og hér á ser stað, en eitt gott listtíma- rit spannar þó meiri víddir en örfá- ar myndir sem sendar hafa verið í umslagi langan veg. Hversu fræg sem nöfn sýnenda eru, segir slík einangruð framkvæmd manni lítið meira en myndir þeirra í tímaritum. Þá eram við ekki svo skelfilega ein- angraðir og forpokaðir að upptendr- ast í hvert skipti sem einhver snifsi eftir þá eru hengd upp í heimahús- um, en beram hins vegar virðingu fyrir viðkomandi. Auðvitað eigum við að vera í sambandi við umheiminn og helst kynna sem flest sem er á döfinni á listavettvangi, en síður gerast áróð- ursmeistarar fyrir eina stefnu eða nokkur alþjóðleg listhús, sem hugsa vel um sína menn. Að þetta hafi verið nokkrir bógar á listavettvangi er sýningin í Gerðubergi til vitnis um, og það er allt annar handlegg- ur að sjá þá saman á alvöru sýn- ingu en einni sértækri upphengingu úti í bæ. Og það er um leið alveg víst að maður hefur misst af nokkra með því að vera ekki reglulegur gestur á fyrrnefndum stöðum, en ekki verður á allt kosið. Margir listainannanna standa fullkomlega fyrir sínu og hafði ég drjúgan fróðleik og ánægju af að ganga um sali, ekki síst fyrir marg- ræð myndverk Karin Kneffel, sem vekur upp spurn um framlag okkar sjálfra til heimslistarinnar, og stöðu sauðkindarinnar í íslenzkum núlist- um. Með hliðsjón af þeim 19 alþjóð- legu listabógum á vettvangi, er um mikilsverða framkvæmd að ræða, og er dijúg ástæða fyrir myndlistar- menn sem áhugafólk að fjölmenna á staðinn. Skiptir mestu að vekja athygli á því, sem hér er að ske, og um leið geta menn gengið í skóla hjá framkvæmdaraðila, því að sýn- ingar í Mokka og á Gerðubergi era kynningarlega séð samstiga því sem best gerist á alþjóðavettvangi og á sér naumast fordæmi hérlend- is. Bragi Ásgeirsson Nýjar hljómpiötur • MEÐ söngvaseið á vörum er nafnið á nýútkominni geislaplötu og hljóðsnældu með Karlakórnum Stefni í Mosfellsbæ. Efni plötunnar má samkvæmt kynningu skipta niður í íjóra flokka: Kraftmikil, sívinsæl karla- kóralög, rússneska þjóðlagasyrpu með harmonikkuundirleik, hægari lög og óperakóra. Stjórnandi kórsins er Láras Sveinsson, en kórfélagar eru lið- lega 50 talsins. Einsöngvarar eru Ásgeir Eiríksson, Þorgeir J. Andr- ésson og Elín Ósk Óskarsdóttir. Platan ogsnældan er til sölu í hljómplötuverslunum, en kórfélag- ar hafa einnig milligöngu. ------♦ ♦ ♦------ ELDHEITUR aðdáandi söng- leiksins „Óperudraugsins“ hef- ur enn einu sinni látið til sin taka en hann keypti upp öll sæti á þriðjudagssýningu á verk- inu á Broadway. Aðdáandinn, milljónamæringurinn Daniel Lehner, afhenti líknarfélögum miðana og bauð þeim að selja þá. Andvirði þeirra er rúmar 70 milljónir ísl. kr. Ástæðuna segir Lehner þá að 12. desember sé ánægjulegasti dagur lífs síns. „Ég kynntist konunni minni, Remy, á sýningu á „Óperu- draugnum" 12. desember 1988, bað hennar 12. desember 1992 og við giftum okkur réttu ári síðar.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.