Morgunblaðið - 14.12.1995, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Hvenær er of-
beldi leyfilegt?
í FRAMHALDI af
opinberri umræðu und-
anfarið um verkföll og
hópuppsagnir, meðal
annars í Morgunblað-
inu, hefur eftirfarandi
hugleiðing orðið til.
Það setur alltaf óhug
að okkur öllum, þegar
við fréttum af því, að
konum er nauðgað,
gamlar konur eru
rændar eigum sínum
eða saklaust fólk er
tekið í gíslingu til að
komast yfír fjármuni
eða til að beijast fyrir
einhverjum málstað,
sem frá sjónarmiði gíslatökumanna
er sjálft réttlætið.
I öllum slíkum tilvikum þykir
okkur ofbeldið með öllu óréttlætan-
legt og bera vitni um villimennsku,
sem er ekki sæmandi siðuðu fólki.
Þetta er eðlileg og sjálfsögð afstaða
og í fuilu samræmi við
siðfræðina, sem al-
mennt er ríkjandi í okk-
ar hluta heimsbyggðar-
innar. Það á enginn að
geta neytt neinn til að
gera það, sem hann
ekki vill, nema það sé
þá gert eftir leikreglum
réttarríkisins.
Hafí maður valdið
mér tjóni og hann vill
ekki greiða mér eðlileg-
ar bætur fyrir, get ég
beitt leikreglum réttar-
ríkisins og þvingað
hann til að greiða mér
bætumar, - kannski
ekki þær, sem mér þótti sanngjarn-
ar, heldur þær, sem þjálfaður og
óvilhallur dómari metur sem hæfi-
legar eftir öllum aðstæðum. Þannig
er það í okkar huga eðlilegt, að
þvingun sé beitt í mína þágu gagn-
vart tjónvaldinum, en ekki fyrr en
Þessir hópar, segir Jón
Signrðsson, hafa í raun
nauðgað þjóðfélaginu.
óvilhaliur aðili hefur skorið úr' um
deiluefnið.
Þannig er réttarríkið. Það sættir
sig ekki við, að ég fari með mann-
söfnuð heim til tjónvaldsins og hirði
af honum verðmæti eftir mínu höfði
til bóta fyrir tjón mitt. Það væri
þjófnaður, rán eða gripdeild og
refsiverður verknaður.
Þótt alls konar ólögmætt atferli
fólks hafi undanfarin ár farið vax-
andi með auknum umsvifum við-
skiptaglæpamanna, eiturlyfj ainn-
brotsmanna og þess hyskis, sem
gerir sér eymd þeirra að féþúfu, er
engin spurning um, að réttarríkið,
að því leyti sem því verður við hald-
ið, er okkur, borgurum þess, afar
verðmætt.
Það er eitt svið í mannlegum sam-
skiptum hér á landi og raunar víðar
um lönd, þar sem meginreglur rétt-
arríkisins hafa ekki þótt eiga við.
Það er í skiptum kaupenda og selj-
enda á vinnuframlagi.
Þetta á allt sínar eðlilegu rætur
í upphafi verkalýðsbaráttu, þegar
framsýnir og vel viljandi menn
leiddu verkalýðinn í þeirri sjálfsögðu
mannréttindakröfu, að verkafólk
gæti á jafnréttisgrundvelli sest nið-
ur og samið við atvinnurekandann
um kjör og vinnuaðbúnað.
Aðferðimar, sem þá voru nauð-
synlegar til að ná markmiðum, sem
í rauninni verða aldrei metin til fjár,
gátu ekki rúmast innan venjulegra
reglna réttarríkisins. Þetta var í
eðli sínu bylting, sem þá jafnframt
bylti réttarríkinu eins og það var.
Þessar aðferðir fólu í sér ofbeldi,
en eftir á að hyggja verðum við að
viðurkenna, að það ofbeldi var þá
réttlætanlegt sem neyðarréttur.
Réttarríkið hefur alltaf viðurkennt
neyðarréttinn, - réttinn til að fórna
minni hagsmunum fyrir aðra meiri,
þegar þess konar aðstæður koma
Fríhöfnin í Keflavík
Gögn um kortavið-
skipti ekki send
15 TIL 20 handhafar debet- og
kreditkorta, sem versluðu í Frí-
höfninni í Keflavík 8. maí og 15.
júní síðastliðinn, fengu send bréf
frá Fríhöfninni nýlega þar sem
sagði að komið hefði upp bilun í
hugbúnaði sem olli því að færslur
á reikninga þessara aðila skiluðu
sér ekki til Reiknistofu bankanna.
Þeir voru því ekki skuldfærðir
fyrir upphæðinni sem þeir versl-
uðu fyrir.
{ bréfínu er jafnframt bent á
að geri þeir sem bréfín fengu
ekki athugasemdir fyrir 15. des-
ember verði upphæðin skuldfærð
af reikningum þeirra.
Guðmundur Vigfússon hjá Frí-
höfninni í Keflavík segir að bilun
hafi komið upp í kerfmu sem olli
því að sending gagna um símalínu
til Reiknistofu bankanna mis-
fórst. Hugbúnaðurinn í tölvum
verslunarinnar stemmdi af korta-
viðskiptin þanrýg að svo virtist
sem samtalstalan væri rétt. Það
hafi komið í ljós í fjárhagsbók-
haldi Fríhafnarinnar að gögn um
hluta kortaviðskiptanna bárust
aldrei Reiknistofu bankanna og
voru því ekki skuldfærð á reikning
viðkomandi korthafa.
Guðmundur sagði að margir
korthafanna hefðu látið í ljós
óánægju sína með þetta en enginn
hefði kvartað í sumar þegar ljóst
varð að upphæðirnar höfðu ekki
verið skuldfærðar.
Jón Sigurðsson
upp. Ofbeldið, sem beitt var í verka-
lýðsbaráttu hér og víðar í okkar
heimshluta á fyrri helmingi þessarar
aldar, rúmast með þessum hætti
innan ramma réttarríkisins.
En síðan þá er mikið vatn runnið
til sjávar og allar þjóðfélagsaðstæð-
ur hafa gjörbreyst. Nú orðið snýst
kjarabarátta ekki lengur um mann-
réttindamál. Hún snýst einungis um
krónur. Og það, sem verra er. Hún
snýst ekki eins og áður var um krón-
ur, sem féllu til atvinnurekandans
ellegartil launþeganna. Undanfama
áratugi hefur slagurinn eingöngu
staðið um innbyrðis skiptingu meðal
launþeganna. Hækkanir við kenn-
ara, hjúkrunarfræðinga eða sjúkra-
liða umfram aðra launþega, þótt
þær kunni að teljast sanngjarnar,
hljóta að minnka rýmið til að gera
eitthvað, t.d. fyrir Sóknarkonur eða
aðra láglaunahópa, ellilífeyrisþega
eða öryrkja. Það, sem er til skipt-
anna, er í raun og veru takmarkað
og launahlutföllin fela þess vegna í
sér forgangsröðun.
Það er almenn vitneskja fólks,
að á ísíandi er hlutfall launaútgjalda
i þjóðarframleiðslunni hærra en víð-
ast hvar í löndum. Það merkir á
mannamáli, að hér hefur meiru ver-
ið deilt út til launþega en almennt
gerist af því, sem er til skiptanna
milli launþega og launagreiðenda.
Afleiðingin er, að fyrirtæki eru al-
mennt veikburða og opinber rekstur
í sífelldum greiðsluvandræðum og
skuldasöfnun. Þetta er önnur aðferð
til að segja, að hveija og eina launa-
hækkun til einhvers hóps umfram
aðra verður að taka, þegar upp er
staðið, fyrr eða síðar frá hinum.
Við þessar aðstæður leiðir það
sjálfkrafa af röksemdafærslunni, að
það er eðli málsins samkvæmt fár-
ánlegt, að allir kjarasamningar skuli
fara fram eingöngu milli launþega
og atvinnurekenda. Það sem í raun-
inni er þörf fyrir er, að Iaunþegar
komi sér saman innbyrðis um hver
skuli vera þeirra Iaunahlutföll. Það
er efnislega það, sem slagurinn
stendur um, en enginn horfist í
augu við. Það er þægilegra að fjand-
skapast út í launagreiðendur en að
viðurkenna, að í kjaraslagnum eru
launþegar að kroppa hver af öðrum
eftir þvi sem hver hefur aðstöðu til.
Þetta er orðinn æðilangur for-
máli að því, sem átti að vera efni
þessarar greinar. Verkfall eða hóp-
uppsagnir eru efnislega ekkert
merkilegra en tilraun til að beita
ofbeldi til að leysa deilu. Með öðrum
orðum að þvinga samningsaðilann
með ofbeldi til þess að láta af hendi
fjármuni, sem hann vill ekki, iðulega
má ekki eða getur ekki gefið eftir
án þess að stofna í vandræði þeim
rekstri, sem hann stendur fyrir.
Undanfarin ár höfum við bless-
unarlega séð jákvæða þróun hjá
flestum stóru verkalýðsfélögunum
til að láta af verkfallapólitík. Þess
í stað höfum við séð fleiri og fleiri
dæmi þess, að hópar starfsmanna í
sérstakri þrýstiaðstöðu hafa beitt
aðferðunum, sem áttu við á fyrri
hluta aldarinnar, tii að knýja fram
kröfur sínar. Flugstjórar tóku nýjar
flugvélar Flugleiða í gíslingu þar til
þeir höfðu fengið kjarabót, læknar,
hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og
fleira heilbrigðisiðnaðarfólk hefur á
mismunandi tímum tekið sjúkt fólk
í gíslingu í sama skyni. Flugumferð-
arstjórar hafa um áratugi beitt sína
launagreiðendur sams konar þving-
unum í upphafí hverrar ferða-
mannavertíðar og þannig mætti
lengi telja. Ekki má gleyma kennur-
um, sem ítrekað hafa tekið náms-
frama nemenda sinna í gíslingu.
Þessir hópar hafa í raun nauðgað
þjóðfélaginu. Hinn helgi réttur, sem
svo hefur verið nefndur, af því að
hann færði launþegum mikilsverð
mannréttindi, hefur verið misnotað-
ur. Slík misnotkun kemur aðeins
sumum að gagni, - öðrum ekki, og
hlýtur því að leiða til misréttis og
ófarnaðar. Það getur verið siðferði-
lega óréttlætanlegt að nota rétt, sem
fólk hefur, þótt hann sé lögverndað-
ur með eldgamalli og úreltri löggjöf.
Vandamál í samskiptum fólks og
samtaka á vinnumarkaði eru marg-
vísleg og flókin. Þrýstihópaverkföll-
in varpa ljósi á þann hluta þeirra,
sem varðar launahlutföll, fælni
manna að ræða þau og ákveðinn
óheiðarleika í opinberri meðferð
upplýsinga um þau.
Launþegasamtökin í landinu eru
með þann fjölda fólks í vinnu á
kostnað launþeganna, að það væri
ekki úr vegi fyrir þau að setja sam-
an starfshóp til að kanna hver í
rauninni er skoðanamunur þeirra í
milli um launahlutföll starfsgreina.
Það væri alla vega góð byijun til
að ráðast að rótum þess vanda, sem
hér er til umræðu og finna honum
faryeg til lausnar.
í réttarríki nútímans á ofbeldi
engan rétt á sér, - hvorki í persónu-
legum né félagslegum samskiptum.
I réttarríkinu á að leysa deilur um
krónur og aura annaðhvort með
friðsamlegum samningum eða úr-
skurði óvilhallra manna. Annað er
forneskja eins og mannvíg hér fyrr
á öldum, eða nátttrölla háttur.
Höfundur er lögfræðingur og
framkvæmdastjóri íslenska járn-
blendifélagsins hf.
Rosenthal _ pegqr pú velur g]°f
• Brúðkaupsgjafir (7) N^'\
• Tímamótagjafir
• Verð við allra hæfi
Hönnun oggæði í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244.
Ókeypis lögfræðiaðstoð
í kvöld milli kl. 19.30 og 22.00
í síma 551 1012.
Orator, félag laganema.
myndir - keramik
Líf 03 list
fjölbreytileg
listaverk
Opið kl. 12-18 virka daga, sími 567 3577, Stangarhyl 7.
Hugleiðingar
um lokanir geðdeilda
Afturhvarf til
fortíðar
HINN 20. maí sl. svaraði ég fyrir-
spurn fréttamanns Morgunblaðsins
um lokanir á almennum geðdeildum
Landspítala. Ég lýsti því yfir að
aðgerðir þessar væru skaðlegar,
jafnvel hættulegar og gjörsamlega
á ábyrgð stjórnmálamanna því þeir
báru ábyrgð á niðurskurði fjár til
rekstrar Landspítala er leiddi m.a.
til þess að fjórum af átta almennum
geðdeildum Landspítalans var lok-
að. Fyrir fullyrðingu þessari færði
ég eftirfarandi rök.
Uppgjör fyrir árið 1994 sýndi að
að meðaltali vistuðust dag hvem
12% fleiri sjúklingar umfram þann
fjölda sem á að vera á móttökudeild-
um. Þetta gerðist þrátt fyrir fækkun
á starfsfólki síðustu árin, þ.m.t.
læknum. Geðdeildin er því gjörnýtt
og undir hámarksálagi. Jafnframt
lýsti ég þeim ótta mínum að með
frávísun sjúklinga og styttingu með-
ferðartíma væri stóraukin hætta á
sjálfsvígum.
í grein eftir mig er birtist í Morg-
unblaðinu 22. júlí sl., sem rituð var
eftir að lokanir hófust,
lýsti ég því hvemig við
reyndum að bregðat
við lokunum þessum
innan skorar 1 en tvær
skorir jafnstórar sjá
um almennar geðlækn-
ingar á geðdeild
Landspítalans. í meg-
indráttum var hún
fólgin í verulegri fækk-
un innlagna og styttri
dvalartíma ásamt auk-
inni áherslu á meðferð
utan deilda. Við
ákvörðun um innlögn
var lögð áhersla á að
taka inn sjúklinga í
bráðri lífshættu, sturlun eða oflæti.
Þessir sjúklingar reyndust fleiri en
við ætluðum og varð því að stytta
enn frekar dvalartímann. í greininni
taldi ég að 35-38 sjúklingar sem
líða af geðklofa og 12-14 sjúkling-
ar sem líða af þunglyndi mundu fá
skerta meðferð. Þessi tala reyndist
því miður of Iág.
Of stutt meðferð á geðdeild og
skert framhaldsmeðferð, m.a. vegna
lokunar á hluta endurhæfingar-
deilda, dagdeilda og göngudeilda,
leiddi fljótlega til
versnandi ástands
margra sjúklinga eftir
útskrift. Þeir þurftu því
á brýnni endurinnlagn-
ingu að halda. Lokanir
á áfengisdeildum
leiddu einnig til þess
að skor 1 varð að taka
við mikið veikum
áfengissjúklingum.
Ný og árangursrík
meðferð ýmist á einka-
stofum eða göngu-
deildum hefur gjör-
breytt öllum viðhorf-
um til þjónustu við
geðsjúklinga. Því hef-
ur rúmum á geðdeildum verið
fækkað verulega síðustu 15 árin.
Því miður gagnast þessi meðferð
ekki öllum og gildir það einmitt um
flesta þá er nú leggjast inn. Þeir
þurfa því bæði flóknari rannsóknir
og meðferð en unnt er að veita
utan geðdeilda.
Undir venjulegum kringumstæð-
um eru truflandi sjúklingar er líða
af sturlun eða oflæti dreifðir á tvær
sérhæfðar móttökudeildir. Þar er
fyrir aðbúnaður og starfslið er sér
Lárus Helgason