Morgunblaðið - 14.12.1995, Side 36

Morgunblaðið - 14.12.1995, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Sjálfskuldaábyrgðir, siðferði og traust I NYLEGU Lögbirt- ingarblaði gaf að líta nafn manns sem ég kannaðist aðeins við. Það var verið að taka hann til gjaldþrota- skipta vegna ábyrgð- arskuldbindingar sem hann hafði tekið á sig. Þetta er í sjálfu sér varla í frásögur fær- andi og daglegt brauð á okkar tímum en þetta nafn sló mig sér- staklega þar sem ég kannaðist við aðstæð- ur mannsins. Hvað var þéssi maður að gera sem ábyrgðarmaður? Með lítið nema örorkuubætur til að framfleyta sér hefur hann í gegn um árin barist við að passa sig á að standa skil á eigin skuldbinding- um. Hann átti ekkert nema hreina vanskilaskrá. I dag er hann van- skilamaður og hundeltur á leið í gjaldþrotaskipti. Staða ábyrgðarmanna þegar þeir skrifa undir skuldbindingar er afar bágborin. Fæstir hafa hugmynd um raunverulega íjárhagsstöðu þess sem þeir eru að ábyrgjast, enda hafa þeir sjaldan aðgang að slíku. Ábyrgðin er því eingöngu byggð á trausti á vilja greiðandans til að greiða skuldina en ekki getu hans. Kona nokkur skrifaði upp á skuldabréf sem hljóðaði upp á um 700 þús. fyrir ættingja sinn. Hún var annar ábyrgðamaður, en mis- skilningur margra er að gengið sé á ábyrgðarmenn eftir röð. Ári síðar var gengið á hana um greiðslu skuldarinnar ásamt vöxtum og kostnaði eins og lög gera ráð fyrir. Þegar málið var kannað höfðu bæði greiðandi og fyrsti ábyrgðar- maður fengið mörg dónlsmál inn á van- skilaskrá áður en skuldabréfið var út- búið, og hljóðuðu þau mál upp á rúm 6 millj. kr. að nafnvirði á hvom og voru báðir eignalausir. Skulda- bréfið fór til greiðslu kreditkortaskuldar. Ljóst hlaut að vera frá upphafi að hvorugur þeirra var borgunar- maður fyrir skuldinni þannig að ábyrgð kon- unnar var sú trygging sem átti að ganga að. Slíkar ábyrgðatrygg- ingar eru þvílíkt siðleysi að engin lánastofnun ætti að láta tengja nafn sitt við þær. í fyrsta lagi hafði konan enga möguleika, frekar en aðrir ábyrgðaraðilar, á að fá upplýsingar um fjárhagsstöðu greiðandans og í öðru lagi er vanskilaskrá ekki skrá sem er aðgengileg fyrir al- menning. Nýlega vann lánastofnun mál á hendur ábyrgðaraðila sem áleit sig vera að tryggja 100 þús. krónu heimild en sat uppi með rúmar 4 millj. Engin lánastofnun ætti að leyfa sér að fara fram á óútfylltar trygg- ingar, hvorki við heimildir eða á kreditkortum. Þama er slíkt traust brotið að óveijandi ætti að teljast, sama hve löglegt það er. En lög og réttvísi virðast því miður allt of oft fara í sitt hvora áttina þó upphaflega hafi verið til annars ætlast. Það hlýtur að vera metnaður hverrar lánastofnunar að traust sé virt og að misnota ekki ábyrgðir sér í hag þegar í óefni er komið. Engin lánastofnun, segir Guðbjörg Her- mannsdóttir, ætti að leyfa sér að fara fram á óútfylltar tryggingar. Ábyrgðaraðilar sem lenda í að missa allt sem þeir eiga og em jafn- vel gerðir gjaldþrota hafa sjaldnast tök á að fá endurgreitt frá greiðand- anum sérstaklega ef um fyrirtækja- rekstur hefur verið að ræða. Margt bendir til að slíkir aðilar haldi sínu braski áfram en skrifi eignir á aðra og lifi svo góðu lífi á meðan ætting- inn eða vinurinn sem treysti á getu greiðandans til að greiða og lána- stofnunina til að meta greiðsluget- una lifír við mannorðsmissi og eignaleysi og þarf jafnvel að horfa upp á greiðanda skuldarinnar vaða uppi keyrandi á margra milljóna jeppum í allsnægtum. Það er skoðun mín að mestur hluti ábyrgðaraðila á einstaklings- skuldum séu engan veginn færir um að greiða þær skuldir sem þeir hafa ábyrgst nema setja sig í alvar- lega fjárhagskreppu og missa jafn- vel heimili sín og aðrar eignir og aðeins örfá prósent þeirra gætu reitt fram féð með lítilli fyrirhöfn. Það er því siðferðiskennd greið- anda gagnvart ábyrgðaraðilanum sem er verið að veðsetja. En er siðferðiskennd okkar svo léleg að við myndum ekki greiða nema af því að við skömmumst okkar fyrir að láta skuldina lenda á ættingjum og vinum? Það hlyti að geta orðið ærið viðfangsefni sál- fræðinga og félagsfræðinga að velta sér upp úr hver staða fjárhagslegrar siðferðiskenndar okkar er. Það eru tvær hliðar á öllum mál- um og hlið lánastofnunarinnar er hin hliðin. Lánastofnunin verður að vera nokkuð örugg um að fá skuld- ina greidda til baka á þeim kjörum sem um var samið. Lánastofnunin sem slík er eins og ábyrgðaraðilinn ekki í aðstöðu til að fá uppgefna raunverulega ijárhagsstöðu við- skiptavinarins. Staðan er nefnilega þannig að viðskiptavinurinn er mjög líklega með skuldir á fleiri stöðum, bæði í öðrum lánastofnunum og fyrirtækjum og jafnvel skattskýrsl- an segir sjaldnast nema hluta úr sögunni, sérstaklega hjá einstakl- ingum, því fólk er löngu hætt að gefa allt upp, enda græðir það ekk- ert á því nema um húsnæðisskuldir sé að ræða. Og meðan viðskiptavin- urinn er ekki á vanskilaskrá er ekk- ert hægt að sjá þótt hann sé með allt á leið í gjaldþrot. Hin raunverulega staða heimil- anna er nokkuð sem vert væri að taka til athugunar því auk hús- næðisskulda eru flestir með aðrar skuldir. Kreditkortaskuldir þjóðar- innar eru geigvænlegar, þar með taldar ýmsar raðgreiðslur á öllu mögulegu og ómögulegu. Bílalán eru oft upp á upphæðir sem við viljum helst ekki vita af og svo síð- ast en ekki síst öll lánin sem eru tekin til að greiða upp „hinar“ skuldirnar. Heimildir á kreditkorta- reikningum eru allt of háar og slík kort hafa verið böl þjóðarinnar um langan tíma, fæstir hafa hreinlega tekjur til að vera með slík kort. Það er. nauðsynlegt að byggja traust milli viðskiptavinarins og bankanna. Viðskipti verða að byggj- ast að einhvetju leyti á trausti. Meðan bankastofnanir geta ekki treyst því að viðskiptavinurinn sé Guðbjörg Hermannsdóttir heiðarlegur og leggi fram allar upp- lýsingar eða stofnunin getur ekki aflað þeirra, og viðskiptavinurinn á það á hættu að lokað verði fyrir öll viðskipti í stað þess að tekið sé á málunum ef hann sýnir reikninga- súpuna, eða aðeins slett í verstu holurnar, þá getur ekki verið traust og aðilar halda áfram að pukrast með sín mál þar til í óefni er komið. Ég álít að allflestir vilji standa í skilum og greiða sínar skuldir hvort sem þeir hafa veðsett sínar eigin eignir eða hausatal ættingja og vina. Aðeins örfáir raunveruleg- ir skúrkar ætla sér ekki að borga, og er nákvæmlega sama á hveijum það lendir. Allir hinir eru fólk, sem ef því er liðsinnt og aðstoðað við að koma reglu á hlutina, vill og getur staðið undir því. Það er nauðsynlegt að koma á hjónaábyrgð, þ.e. hjón/sambýlis- fólk ættu alltaf að samþykkja bæði skuldir heimilisins hvort sem um veðsetningu eða sjálfskuldar- ábyrgð, skuldabréf eða víxil, trygg- ingu eða heimild er að ræða. Slík ábyrgð er oft nægjanleg og örugg- ari en margar aðrar tryggingar. Á sama hátt ættu hluthafar í fyrirtækjum að vera fullkomlega samábyrgir fyrir skuldum fyirtæk- isins. Enginn utanaðkomandi ætti að skrifa upp á fyrirtækjarekstur eða brask nema hann sé sjálfur þátttakandi í því og lánastofnun sem lánar til slíks reksturs þarf að fylgjast með og þá um leið taka nokkra áhættu og ábyrgð. Það er nauðsynlegt að endur- skoða alla lánafyrirgreiðslu í land- inu, breyta tryggingarformum og hafa sveigjanlegri lánstíma. Tengja raunverulega skuldastöðu inn á skattskýrslu á sama hátt og launa- upplýsingar, og síðast en ekki síst sjá til þess að ábyrgðaraðilum, sem hafa vegna upplýsingaskorts álpast til að setja nafn sitt að veði, og missa allt sitt, verði tiyggt að ein- hver hlutur launa greiðandans gangi til greiðslu skuldarinnar. Að lokum að sjá til þess að ábyrgðarað- ilar framtíðarinnar skrifi ekki blint en hafi aðgang að upplýsingum sem geta verndað þá frá mistökum. Höfundur er bankastarfsmaður. Nýr leikskóli í Gerðunum ÞAÐ hefur ekki farið mjög hátt undanfarið að rætt er um að byggja leikskóla í Gerð- unum, nánar tiltekið í Grundargerðisgarði. Þetta tel ég vera mjög misráðið. Verður það rakið hér á eftir. Leikskóli þessi er ekki eingöngu fyrir fbúa hverfísins enda eru fjórir leikskólar í hverfinu og stutt á milli þeirra. Þessi leikskóli er ætlaður fyrir hvern sem er til að mæta þörf fyrir leikskólapláss sem alltaf er skortur á. Enda var það eitt af loforðum R-list- ans fyrir síðustu kosningar að byggja fleiri leikskóla. Það verður þó að segjast R-listanum til hróss að hann er af fremsta mætti að reyna að efna kosningaloforðin. En, það er ekki sama hvernig er farið að því. Þeir leikskólar sem fyrir eru í hverfínu eru við Mosgerði, KFUM og KFUK við Réttarholtsveg, við Langagerði (norðaustan við Rétt- arholtsskóla) og svo munu Vottar Jehóva reka leikskóla við Sogaveg. Staðsetning leikskólans við Mos- gerði hefur bæði kosti og galla. Leik- skólinn beinir umferðarþunga í Mos- gerðið sérstaklega en einnig Háa- gerðið. Nú vill svo til að alveg frá Sogavegi og upp að Breiðagerðis- skóla liggur göngustígur. Þessi göngustígur er til mikils öryggis fyrir börnin í Hlíðagerði, Melgerði og Mosgerði og á Sogavegi þegar þau leggja leið sína í skólann. Þau þurfa ekki að óttast umferð svo neinu nemi, nema þegar þau koma í Mosgerðið. Þá er gjaman umferðarhnút- ur fyrir framan göngu- stíginn síðasta spölinn í skólann. Þessi umferð- arhnútur er af völdum foreldra sem eru að koma með börn sín í leikskólann. Því þeir nota sama göngustíg- inn. Þeir skilja iðulega bílana sína eftir í gangi meóan þeir skjótast með börnin og oft með fullum ijósum sem geta auðveldlega blindað bömin í skammdeginu. Þá er Mos- gerðið nokkuð snjóþungt, einhverra hluta vegna, og á veturna myndast oft ruðningar sem byrgja litlu fólki sýn. Og allir eru að flýta sér og engin hraðahindrun er í Mosgerði eða Háagerði! Hinsvegar eru í tveim- ur nálægum götum í hverfinu, sem fáir eiga erindi um aðrir en íbúar, fínar hraðahindranir sem virka svo vel að maður forðast í lengstu lög að aka Langagerði og Hæðargarð. Lausn á þessu umferðarvanda- máli gæti verið sú að breyta að- keyrslu að leikskólanum með því að hafa hana frá Réttarholtsvegi yfir holtið og koma vestan að leikskólan- um við endann á Háagerði. Þarna er óbyggt og ég trúi því ekki að óreyndu að það þyrfti að vera svo dýrt að gera þennan vegarspotta og bílastæði því jarðvegur er grófur og að meginhluta holt, þ.e. grús. Það ætti því að vera hægt að sleppa til- Grundargerðisgarður- inn er rúmlega 20 ára. Þorsteinn Ulfar Björnsson skrifar hér gegn því að taka þriðjung garðsins undir leikskóla. tölulega vel frá jarðvinnu því um- ferðarþungi þessa spotta yrði aldrei mjög mikill og svo er stutt ofan á fast. Nú er það svo að sunnan og suð- austan við Breiðagerðisskóla er óbyggt svæði sem að mínu viti er upplagt til leikskólabyggingar. Þetta svæði hefur staðið autt frá því að Víkingur flutti starfsemi sína niður í Fossvogsdal. Ég sé ekki betur en að þar væri hægt að byggja leik- skóla sem nýtti sömu aðkomuleið, frá Réttarholtsvegi, og leikskólinn við Mosgerði. Sú leið hefur þann kost að umferð er beint frá Hæðar- garði og innkeyrslan inn á Réttar- holtsveg yrði á háholtinu með góðu útsýni'til beggja átta, þ.e. niður á Bústaðaveg og í norður til Miklu- brautar. Ókosturinn er hinsvegar sá að nemendur Réttarholtsskóla yrðu óhjákvæmilega í meiri hættu af auk- inni umferð. Þeir eru þó or^nir það stórir að það er auðveldara fyrir þá að varast hættuna. Á hitt er svo að líta að mér er lífsins ómögulegt að skilja af hveiju endilega þarf að byggja þennan leikskóla sérstaklega í þessu ákveðna hverfi þar sem hann á að vera fyrir alla, án tillits til bú- setu. Það eru nefnilega nokkur óbyggð svæði í nágrenninu sem einnig væru athugandi. Þar má t.d. nefna svæðið norðan við útvarpshús- ið. Mér hefur skilist að ástæða þess að það sé ekki nothæft sé sú að það sé ekki í hverfinu. Fimmtán metra breið gata sem heitir Háaleitisbraut skilur þar á milli! Og þá er komið að leikskóla í Grundargerðisgarði. Þetta finnst mér prívat og persónulega svo for- áttuvitlaus hugmynd að maður undr- ast að nokkrum detti svona löguð vitleysa í hug. Grundargerðisgarðurinn er rúm- lega tuttugu ára gamall. Var opnað- ur 1973 og mun hafa verið skipu- lagður af Hafliða Jónssyni fyrrver- andi garðyrkjustjóra. Frá upphafi hefur Þórhallur Halldórsson verið garðyrkjumaður garðsins og hefur hann unnið af mikilli natni, um- hyggju og samviskusemi eins og garðurinn ber vitni um. Þetta er eini almenni skrúðgarðurinn í hverfinu. Garðurinn er mjög skjólgóður vegna gróðursins á ióðunum í kring um hann, Sogavegi, Akurgerði og Grundargerði. Við flest hús í þessum götum eru hávaxin tré sem bijóta niður vind áður en hann kemur að hávöxnu gljávíðishekkinu sem um- lykur garðinn. En það er fleira en gljávíðir í Grundargerðisgarði. Þar er að finna raðir og lundi annarra tijáa og runna eins og reynis, úlfa- reynis, grenis, birkikvists og runna- muru. Rétt við skýli garðyrkju- mannsins er svo mikið belti alaska- Þorsteinn Ú. Björnsson yllis sem er hvítur af blómum fram- an af sumri en rauður af beijum á haustin. Þessi ber eru mikilvæg fæða fyrir villta fugla sem í þakklætis- skyni dreifa fræjunum með tilbúnum áburðarskammti þegar þeir hafa nýtt sér aldinkjötið. Vegna þess hve garðurinn er skjólgóður er meðalhiti þar eitthvað örlítið hærri en um- hverfís sem gerir það að verkum að hunangsflugur sjást þar einna fyrst á ferli á vorin í hverfinu. Þar er einn- ig stórt beð sumarblóma sem alltaf er augnayndi á sumrin. Það fær að halda sér samkvæmt þeirri teikningu sem ég hef undir höndum. En stutt frá því er sérkennileg steinhæð og steinhæðabeð með fjölæringum af ýmsu tagi. Þetta á að hverfa undir leikskóla. Og þar er skaðinn mestur því þarna eru margar tegundir, stór- ar og smáar sem blómgast mis- snemma svo þarna er blómskrúð lungann úr sumrinu. Stórar jurtir eru áberandi eins og risamjaðurt, skessujurt, skjaldmeyjarfífill og fleiri og gefnargras svo fátt eitt sé nefnt. Þá ber mikið á hnoðrum, steinbijót- um og öðrum steinhæðaplöntum í steinhæðinni sem er að mörgu leyti sérstök. Þetta er óþrjótandi upp- spretta fóðurs fyrir fánuna sem sest þarna að veisluborði. Flugur og fiðr- ildi nærast á blómasafa og frjódufti og fuglarnir slá ekki væng á móti feitu fiðrildi eða flugu til að flytja heim í hreiður sem gjarnan er í tijá- krónunum, annaðhvort í garðinum sjálfum eða í görðunum í kring. Þetta matarbúr á sem sagt að hverfa. Hvert fara þá fuglarnir sem syngja svo fallega fyrir okkur á kyrrum sumarkvöldum? Vissulega hafa þeir æti í einkagörðum í kring en hætt er við að þeim fækki. Höfundur er kvikmyndagerðar- maður og íbúi í Smáíbúðahverfi og Aliugamaður um gróður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.