Morgunblaðið - 14.12.1995, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 39
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
HELFÖR
EITUREFN ANN A
KARL STEINAR Valsson afbrotafræðingur hefur tekið
saman skýrslu um fíkniefnaneyzlu ungs fólks. Skýrslan
er byggð á svörum fimmtíu einstaklinga, sem handteknir
voru í Reykjavík vegna fíkniefnamála frá ársbyrjun til apríl-
loka. Þar kemur fram að neyzla hass, maríjúana og ein-
hverra annarra efna virðist hefjast allt niður í 11 ára aldur.
Flestir viðmælenda byijuðu þó neyzlu um 16 ára aldur. Níu
úr viðræðuhópnum höfðu neytt heróíns. Þrír af hverjum tíu
höfðu gert tilraun til sjálfsvígs.
Sá óhugnaður, sem skýrslan sviptir hulunni af, varð til-
efni utandagskrárumræðu á Alþingi. Það var meira en tíma-
bært. Fíkniefnavandinn er víða að verða eitt helzta
heilbrigðisvandamál samtímans. í umræðunni kom fram að
Félag framhaldsskólanema hefur fengið styrk frá mennta-
málaráðuneytinu til sérstaks verkefnis, sem nefnt hefur ver-
ið jafningjafræðsla, en í því felst að nemar verða þjálfaðir
til starfa að fíknivörnujn meðal jafnaldra, það er til fyrir-
byggjandi starfa innan eigin aldurshóps. Það eru tvímæla-
laust hyggileg viðbrögð.
Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, hefur sett á fót
sérstakan fíknivarnahóp innan menntamálaráðuneytisins.
Hann sagði í umræðunni nauðsynlegt, að forvarnir næðu
einnig til barna í grunnskólum. Sem og að tengja þyrfti
betur kennaranám og foreldrastarf við fyrirbyggjandi starf
á þessum vettvangi. Virkt fíknivarnastarf meðal barna og
unglinga væri jafnframt forvarnarstarf gegn ofbeldi.
Nánasta umhverfi barna og unglinga á mótunarskeiði,
ekki sízt kunningjahópurinn, hefur mikil og stundum afger-
andi áhrif á lífsviðhorf og lífsstíl. Það er því kjörin leið að
færa fíknivarnastarfið inn í þennan aldurshóp. Fagna ber
að menntamálaráðherra styrkir Félag framhaldsskólanema
í sérstöku átaki gegn fíkniefnaneyzlu. Jafningjafræðslan er
gott spor til réttrar áttar.
í eiturumhverfi líðandi stundar eru öll börn í hættu, mitt
barn, þitt barn, okkar börn. Öll ábyrg þjóðfélagsöfl verða
að leggjast á árar gegn helför eiturefnanna, fjölmiðlar, heim-
ili, kirkja, lögregla, skólar og æskulýðsfélög. En sterkasta
vörnin býr í framtaki og hugviti uppvaxandi kynslóðar.
HÖMLURÁ
OLÍUVERZLUN
SAMKEPPNISRÁÐ hefur sent viðskiptaráðherra það álit
sitt, að lagaákvæði um jöfnun flutningskostnaðar á olíu-
vörum geti torveldað frjálsa samkeppni í viðskiptum og stríði
því gegn markmiði samkeppnislaga. Óhjákvæmilegt er að
viðskiptaráðherra láti málið til sín taka eftir þessa niður-
stöðu ráðsins.
Olíufélagið Skeljungur benti Samkeppnisráði á það fyrr á
árinu, að svokölluð SD-olía fyrir skip og svartolía væru sett-
ar í sama flokk, þótt dreifingarkostnaður SD-olíu væri mun
lægri en svartolíu. Þannig væri svartolían í raun niðurgreidd
af SD-olíunni, sem á þó í beinni samkeppni við hana. Sam-
keppnisráð fellst á rök Skeljungs og kemur fram í áliti þess
til ráðherra, að það sé í andstöðu við samkeppnisreglur, ef
kostnaður við flutning einnar olíutegundar, sem ætluð er
neytendum víðs vegar um land, hafi í för með sér hækkun
á flutningsjöfnunargjaldi á annarri tegund, sem neytendur
á fáum stöðum hafi not fyrir.
OlíuViðskipti hafa um áratuga skeið verið í viðjum hafta
og opinberra afskipta. Engin haldbær rök hafa komið fram
um það, hvers vegna viðskipti með olíuvörur mega ekki vera
fijáls eins og verzlun með aðrar vörur. Engin eðlismunur er
á olíuverzlun og annarri verzlun. Hvers vegna mega neytend-
ur ekki njóta ávaxtanna af fijálsri samkeppni í olíuviðskipt-
um sem öðrum viðskiptum? Margsannað er, að fijáls sam-
keppni færir neytendum bæði lægra verð og meiri gæði.
Öllum er löngu ljóst, að ríkisafskipti af verzlun og viðskipt-
um eru gersamlega úrelt og öllum almenningi til tjóns. Þess
vegna er undarlegt, að enn finnast stjórnmá'.amenn, sem
treysta sér til að mæla þeim bót, oftast í krafti hugmynda
eins og t.d. að ríkisvaldinu beri að tryggja sama olíuverð
hvar sem er á landinu. Slíkt er ekki verksvið ríkisins heldur
olíufélaganna, sem keppa um viðskiptin.
Þess vegna er því beint til Finns Ingólfssonar, viðskiptaráð-
herra, að hann afnemi síðustu hömlurnar á viðskiptum með
olíuvörur fremur en að endurskoða reglur um flutningsjöfn-
unarflokka í því skyni einu að koma til móts við álit Sam-
keppnisráðs...........
NÝI búvörusamningurinn er
fimmti samningurinn sem
bændur og ríkið gera, en
fyrsti samningurinn var
gerður árið 1983. í honum eru sett
fram fjögur markmið; að auka hag-
kvæmni og samkeppnishæfni sauð-
fjárframleiðslu til hagsbóta fyrir
sauðfjárbændur og neytendur; að
treysta tekjugrundvöll sauðfjár-
bænda; að ná jafnvægi milli fram-
leiðslu og sölu sauðfjárafurða og að
sauðfjárrækt sé í samræmi við um-
hverfisvernd.
Stjórnvöld hér á landi hafa, líkt
og stjórnvöld í flestum Evrópulönd-
um, í áratugi haft margvísleg af-
skipti af framleiðslu og verðlagningu
búvara. Upphaflega fólst stýringin
aðallega í að stjórna verðlagning-
unni, en síðar fór að bera á offram-
leiðslu sem leiddi til þess að á síð-
asta áratug var komið á fót kvóta-
kerfi, bæði í kindakjötsframleiðslu
og mjólkurframleiðslu. Færa má rök
fyrir því að afskipti stjórnvalda af
sauðfjárframleiðslunni hafi náð vissu
hámarki með gerð búvörusamnings
árið 1987 sem gilti til ársins 1992.
Með samningnum tfyggði ríkið
bændum fast verð fyrir afurðir sín-
ar, sem í reynd þýddi að ríkið bar
ábyrgð á því að þær seldust. Búvöru-
lög kváðu á um að sláturleyfishafar
skyldu staðgreiða bændum allt inn-
legg að hausti, óháð því hvernig
gengi að selja vöruna. Þær vörur sem
ekki seldust innanlands voru fluttar
út með fjárstuðningi ríkisins. Öll
framleiðsla var háð ströngu kvóta-
kerfi.
Stefnubreyting árið 1991
Árið 1991 gerði þáverandi ríkis-
stjóm nýjan búvörusamning. Með
honum var mörkuð sú stefna að
framleiðsla á kindakjöti myndi alfar-
íð ráðast af innanlandsmarkaði. Rík-
ið hætti að styrkja útflutninginn með
greiðslu útflutningsbóta. Samning-
urinn gerði ráð fyrir opinberri verð-
lagningu á kindakjöti með svipuðum
hætti og verið hafði, en hins vegar
var gerð sú veigamikla breyting að
hætt var að niðurgreiða_ kindakjöt
og mjólk á heildsölustigi. I þess stað
voru teknar upp greiðslur beint til
bænda og kallaðar beingreiðslur.
Með þessum samningi var þvinguð
fram nokkur hagræðing hjá bændum
og sláturleyfishöfum og fjárstuðning-
ur ríkisins við landbúnaðinn minnk-
aði umtalsvert. Það er hins vegar
óumdeilt að kjör sauðfjárbænda ver-
snuðu verulega á samningstímanum.
Fyrir því liggja fyrst og fremst
tvær ástæður. Neysla á lambakjöti
dróst saman ár frá ári, sem leiddi til
þess að framleiðsluréttur bænda var
skertur. Búin minnkuðu stöðugt og
urðu óhagkvæmari einingar. Hin
ástæðan var sú að lambakjötið var
eina kjötið sem var háð opinberri verð-
lagningu þannig að framleiðendur á
nauta-, svína- og alifuglakjöti gátu
verðlagt sína vöru með hliðsjón af því.
Kvótakerfi afnumið og fijáls
verðlagning
Segja má að með búvörusamn-
ingnum, sem Alþingi samþykkti í síð-
ustu viku, hafí menn sett sér það
markmið að afnema þessa tvo þætti,
kvótakerfíð og opinbera verðlagn-
ingu. Þetta verður gert í nokkrum
áföngum.
Kvótakerfí í sauðfjárframleiðslu
er í öllum aðalatriðum byggt upp á
svipaðan hátt og kvótakerfi í sjávar-
útvegi. Þegar kerfínu var komið á
fót fékk hver bóndi kvóta, sem tók
mið af framleiðslu eins og hún var
á árunum laust eftir 1980. Frá 1992
var bændum leyft að kaupa og selja
kvóta og jafnframt var farið að kalla
kvótann greiðslumark.
Stjórnvöld hafa minnkað heildar-
greiðslumark ár frá ári vegna minni
kjötneyslu. Þó að engar útflutnings-
bætur hafi verið greiddar frá árinu
1992 hafa 11-14% af framleiðslunni
veríð flutt út síðustu ár. Kjötið, sem
flutt hefur verið út á tímabilinu, hef-
ur verið það kjöt sem bændur hafa
framleitt utan kvóta, svokallað um-
sýslukjöt.
Með nýja búvörusamningnum
verður sú breyting að kvótakerfið
verður afnumið og í orði kveðnu
mega bændur framleiða eins mikið
Nýi búvömsamningurinn staðfestur á Alþingi
FRAMLEIÐSLA SAUÐF JÁRAFURÐA 1980 til 2000
þús. tonn
Útflutningur
Heimaslátrun (áæti. Framieiðsiuráðs)
-j—Selt frá afurðastöðvum
-j- Birgðir 1. jan ár hvert
Innvegið í afurðastöðvar
2.853
millj. kr.'
NÝR BÚVÖRUSAMNINGUR
2703 -.557
Kostnaður ^v^-163 2.o46 9 o4i
ríkissjóðs
Ráðstöfun fjármagns til niðurgreiðslna á ull og
vaxta- og geymslukostnaði færist frá ríki til bænda
“ 250 milljónum kr. verður varið til að leysa birgðavandann
□
o
Greiðslu-
mark
7.200
tonn
Sveiganleg
verðlagning
r Aukin framleiðs
Frjáls
verðlagning
skal
fara á erlendan narkað
F R J A L S
FRAMLEIÐSLA
1980 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000
Frelsi aukið
í framleiðslu o g
verðlaffningu
Nýlega samþykkti Alþingi búvörusamninginn
sem Bændasamtök íslands og ríkisstjórnin
undirrítuðu 1. október si Með samningnum
eru stigin skref í átt að auknu frjálsræði í
framleiðslu og verðlagningu kindakjöts.
Samningurínn hefur orðið til þess að við-
skipti með greiðslumark hafa aukist. Egill
Olafsson leitast hér við að skýra helstu
ákvæði samningsins.
og þeir vilja. í upphafí sláturtíðar
mun landbúnaðarráðherra ákveða,
að fenginni tillögu frá Bændasam-
tökunum, hvað mikið af kjöti verður
selt innanlands á árinu og hvað mik-
ið verður flutt út. Fram að þessu
hefur fengist lágt verð fyrir kjöt á
erlendum mörkuðum og það er talið
draga úr líkum á að bændur sjái sér
hag í að fjölga sauðfé. ___________
Það verður þó að hafa í
huga að margir bændur
eru með fátt fé í fjárhúsum
sínum og geta auðveldlega
fjölgað án þess að leggja
í mikinn kostnað. Til að ___________
koma í veg fyrir fram-
leiðslusprengingu, sem sumir hafa
talið ástæðu til að óttast, er í búvöru-
samningnum ákvæði um að ef bóndi
fjölgar fé á ámnum 1996 og 1997
frá því sem það var á verðlagsárinu
1994—95 sé heimilt að ákveða að öll
framleiðsluaukningin fari á erlendan
markað.
Bændur fá rúmar 400 krónur fyr-
ir kílóið af lambakjöti á innanlands-
markaði (með beingreiðslum). Er-
lendi markaðurinn hefur hins vegar
Hægt að
kaupa sig frá
útflutnings-
skyldu
aðeins gefið 100-150 krónur á kíló
að undanförnu, sem er nokkur lækk-
un _frá síðasta ári.
Á gildistíma gamla búvömsamn-
ingsins fór allt kjöt sem framleitt var
innan kvótakerfísins á innanlands-
markað. Það var reyndar óheimilt
að selja það út vegna þess að búið
var að greiða bændum fyrir það og
________ þess vegna var ekki hægt
að verðfella það, sem var
forsenda fyrir því að hægt
væri að selja kjötið úr
landi. Umsýslukjötið svo-
kallaða var hins vegar flutt
______ út og á því verði sem
bauðst.
Hægt að kaupa sig frá
útflutningsskyldu
Með nýja búvörusamningnum
verður þessu útflutningskerfi breytt.
Landbúnaðarráðherra á að taka
ákvörðun fyrir 1. september ár hvert
um hve mikið af framleiðslunni á að
flytja út og hve mikið á að fara á
innlendan markað. Allir bændur
verða að táka þátt í kostnaði við
útflutninginn.
Greiðslu-
mark -
bein-
greiðslur -
ærgildi
Greiðslumark lögbýla
er tiltekinn fjöldi ærgilda
sem er fyrir hvert lögbýli
og veitir rétt til beinnar
greiðslu úr ríkissjóði.
Beingreiðslur. Styrkur
úr ríkissjóði sem skiptist
milli bænda í hlutfalli við
greiðslumark hvers og
eins. Beingreiðslur eru
greiddar mánaðarlega.
Áður en beingreiðslur
voru teknar upp greiddi
ríkið niður kindakjöt á
heildsölustigi.
Ærgildi. Þegar ærgildi
er umreiknað í greiðslu-
mark er miðað við 18,2
kíló af kjöti.
Vetrarfóðruð kind ær,
sauðir og lömb sem sett
eru á vetur og taldar eru
fram á forðagæslu-
skýrslu.
Þetta ákvæði hefur verið harðlega
gagnrýnt af aðilum vinnumarkaðar-
ins og fleirum með þeim rökum að
þetta muni hvetja bændur til að
framleiða a.m.k. sama magn og þeir
hafi gert. Þetta skýrist best með
dæmi.
Ef bóndi framleiðir 3.000 kíló af
kjöti og ákveðið er að 15% framleiðsl-
unnar fari á erlendan markað fær
hann 400 krónur fyrir hvert kíló af
þeim 2.550 kílóum sem fara á innan-
landsmarkað, samtals 1.020.000
krónur. Hann fær hins vegar aðeins
100 krónur fyrir hvert kíló af þeim
450 kílóum sem flutt eru út eða sam-
tals 45.000 krónur. Ef bóndinn vill
draga úr framleiðslu og framleiða
2.500 kíló yrði framleiðslan sem flutt
verður úr iandi samt verðskert. Inn-
anlandsmarkaður gæfi honum
850.000 krónur og erlendi markað-
urinn 37.500 krónur.
Reynslan á eftir að’leiða í ljós
hvort bændur, sem eru að velta fyrir
sér að minnka framleiðslu, hætta við
það og framleiða eins og áður vegna
þessa fyrirkomulags.
Til að koma til móts við gagnfyni
á útflutningskerfið var sett inn í
búvörusamninginn ákvæði um að
bændur gætu keypt sig frá útflutn-
ingsskyldu. Bændur sem hafa innan
við 0,7 vetrarfóðraðar kindur á hvert
ærgildi greiðslumarks þurfa ekki að
senda neinn hluta framleiðslunnar
úr landi. Þetta þýðir nokkurn veginn
að fækki bændur sauðfjárstofninum
um 30% geta þeir komið sér hjá út-
flutningi.
Borist hefur til landbúnaðarráðu-
neytisins 221 umsókn frá bændum
sem vilja komast hjá útflutnings-
skyldu. Þeir fá 2.000 krónur fyrir
hveija kind sem þeir farga, en talið
er að þær séu um 8.000. Vert hefur
orðið við verulegan áhuga hjá mörg-
um bændum á að kaupa sér greiðslu-
mark og lækka þannig ásetningshlut-
fallið, sem aftur leiðir til þess að
þeir þurfa ekki að taka þátt í útflutn-
ingi.
Fé fækkað með uppkaupum
Ein af þeim leiðum sem farnar eru
í búvörusamningnum til að koma á
jafnvægi milli framleiðslu og neyslu
á kindakjöti er að gera bændum til-
boð um kaup á greiðslumarki. Bænd-
ur eiga kost á að fá 5.500 krónur
fyrir hveija kind sem þeir farga og
beingreiðslur í tvö ár. Samkvæmt
upplýsingum úr landbúnaðarráðu-
neytinu hafa 114 umsóknir borist frá
bændum sem hættu sauðfjárfram-
leiðslu í haust. Talið er að umsóknirn-
ar nái til um 13.000 fjár, sem fargað
var i haust.
í samningnum er einnig reynt að
ýta undir að bændur dragi úr eða
hætti búskap og snúi sér að öðrum
störfum. Þannig geta bændur samið
Morgunblaðið/RAX
MEÐ búvörusamningnum er stefnt að því að fækka sauðfé í land-
inu um 30 þúsund á tveimur árum. Talið er að fé hafi fækkað í
haust um 20 þúsund.
um að hætta sauðfjárbúskap og snú-
ið sér að umhverfis-, landgræðslu-,
og skógræktarmálum. Til þessara
verkefna eru ætlaðar 75 milljónir á
samningstímanum. Eftir er að
ákveða hvernig þetta verður fram-
kvæmt í einstökum atriðum.
Stefnt að stækkun búa
Eitt af markmiðum samningsins
er að auka hagkvæmni sauðfjárbúa
og treysta tekjugrundvöll bænda.
Forystumenn bænda hafa lýst því
yfir að þessu markmiði verði m.a.
náð með því að stækka ___________
búin, en þau hafa verið að
minnka undanfarin ár
samhliða minni kvóta.
I samningnum er
ákvæði um að greiðslu-
markinu, sem ríkið kaupir
af bændum, verði endurút-
hlutað til bænda sem eru með bú á
bilinu 180-450 ærgildi. Horfur eru
á að á þessu verðlagsári verði endur-
úthlutað um 8.000 ærgildum til þess-
ára búa, en það þýðir að greiðslu-
mark þeirra hækkar um 3-4%.
Sláturkostnaður gefinn frjáls
Eins og áður segir gerir nýi bú-
vörusamningurinn ráð fyrir að opin-
berri verðlagningu á kindakjöti verði
hætt. Nú er verð ákindakjötitil fram-
Búast má við
að allt kjöt
lækki eitthvað
í verði
leiðenda ákveðið af sexmannanefnd,
sem í sitja fulltrúar bænda, ASÍ og
BSRB. Vinnslu- og heildsölukostnað-
ur er ákveðinn af fimmmannanefnd,
sem í sitja fulltrúar frá Samkeppnis-
stofnun, ASI og BSRB og samtökum
afurðastöðva. Þessar nefndir koma
saman reglulega og reikna út verð á
kjötinu. Verðlagning í smásölu er
hins vegar frjáls.
I nýja búvörusamningnum verður
gerð sú breyting að slátur- og heild-
sölukostnaður verður gefinn ftjáls frá
og með næsta hausti. Fram að þessu
________ hafa sláturhús tekið fast
verð fyrir að slátra hverri
kind, en samkvæmt
ákvörðun fimmmanna-
nefndar er slátur- og heild-
sölukostnaður 143.35
______ krónur á hvert kíló lamba-
kjöts. Það kostar því um
2.150 krónur að slátra einu 15 kílóa
lambi. Búast má við að þessi kostnað-
ur verði breytilegur milli húsa frá
og með næsta hausti og ekki er ólík-
legt að hver bóndi eða bændur sam-
eiginlega óski eftir tilboðum í slátrun
gripa sinna.
Líkur á lækkun á kjötverði
Samkvæmt samningnum verður
verðlagning á kindakjöti á heildsötu-
stigi sveigjanleg fram.til 1998, en
þá verður hún gefin fijáls „enda
hafi komið til framkvæmda þær að-
gerðir sem samningurinn kveður á
um til að ná jafnvægi i birgðum sauð-
fjárafurða" eins og segir í 4. grein
samningsins.
Fram til ársins 1998 mun vera
ætlunin að nýta ákvæði búvörulaga
um að heimilt sé að lækka verð á
kindakjöti ef aðstæður kalli á verð-
breytingu. Þessi heimild hefur ekki
verið nýtt fram til þessa vegna þess
að samkvæmt gamla búvörusamn-
ingnum hefði lækkun á verði kinda-
kjöts leitt til lækkunar á beingreiðsl-
um. í nýja samningnum er tenging
milli beingreiðslna og verðlagningar
rofin.
Það er erfitt að spá fyrir um hvað
ftjáls verðlagning á kindakjöti muni
leiða til mikilla breytinga, en líklegt
er að þær geti orðið verulegar, bæði
á sjálft verðið og eins á rekstur af-
urðastöðva. Að flestra mati mun
aukið frelsi í verðlagningu kindakjöts
leiða til lækkunar á verði kjötsins.
Verðlækkunin mun án efa einnig
ná til svína-, nauta- og alifuglakjöts,
en framleiðendur þessara kjötteg-
unda hafa verðlagt sínar afurðir með
hliðsjón af hinu fasta verði kinda-
kjötsins. Nauðsynlegt er að hafa í
huga að um 50% af öllu íslensku
kjöti sem neytt er hér á landi er
kindakjöt.
Blómleg viðskipti með
greiðslumark
Samkvæmt nýja búvörusamningn-
um fá bændur áfram beingreiðslur,
en þær voru teknar upp árið 1992.
Beingreiðslurnar hafa alla tíð verið
50%, m.ö.o. hafa sauðíjárbændur
fengið 50% af tekjum sínum frá rík-
inu og 50% frá afurðastöðvum. Þar
sem kvótakerfið verður afnumið
verður Jiessi viðmiðun í reynd úr sög-
unni. I staðinn verða beingreiðslur
ákveðnar 3.734 krónur á hvert ær-
gildi.
í samningnum eru viðskipti með
greiðslumark bönnuð frá og með 1.
júlí 1996. Þetta er gert vegna þess
að í breyttu kerfi er greiðslumarkið
ekkert en annað stuðningur ríkisins
við bændur og ekki þótti eðlilegt að
bændur gætu keypt sér stuðning rík-
isins. Þetta ásamt ákvæðinu um end-
urúthlutun hefur leitt til þess að við-
skipti með greiðslumark eru nú
óvenjulega mikil.
Tölur um það liggja ekki fyrir, en
Gísli Karlsson, framkvæmdastjóri
Framleiðsluráðs, sagði að Fram-
leiðsluráði hefði aldrei áður borist svo
mikið af tilkynningum um viðskipti
með greiðslumark.
Með nýja samningnum er einnig
dregið úr tengingu milli beingreiðslna
og framleiðslu. Áður lækkuðu bein-
greiðslur ef framleiðslan fór niður
fyrir 80% af greiðslumarki, en nú
lækka þær ef framleiðslan fer niður
fyrir 60% markið. Ýmsir vildu ijúfa
algerlega tengingu milli framleiðslu
og styrkja, en ekki náðist samkomu-
lag um það.
Ríkissjóður mun árið 1996 greiða
1.480 milljónir í beingreiðslur til
bænda. I frumvarpinu um búvöru-.
samninginn var upphaflega gert ráð
fyrir að ríkið eða Bændasamtökin
gætu annað hvert ár óskað eftir end-
urskoðun á upphæð beingreiðslna.
Þetta þýddi að ef neysla á kindakjöti
héldi áfram að minnka gæti ríkið
óskað eftir að beingreiðslur yrðu 5
lækkaðar. í meðförum landbúnaðar-
nefndar Alþingis var ákvæðið um
endurskoðun fellt út úr frumvarpinu.
Ari Teitsson, formaður Bændasam-
takanna, sagðist engu að síður gera
ráð fyrir að ríkið gæti gert kröfu um
endurskoðun á beingreiðslum.
Ákvæði um þetta væri í samningnum
og það héldi þó að það hefði ekki
verið sett í lög.
í búvörusamningnum er að finna
fáar vísbendingar um hvað tekur við
árið 2000 þegar gildistíma hans lýk-
ur. Með honum er stefnt að því að
koma á jafnvægi í framleiðslu og
sölu kindakjöts. Við lok hans á fram-
leiðsla og verðlagning sauðfjárafurða
að vera fijáls. Stuðningur ríkisins við
greinina árið 2000 verður um tveir
milljarðar. Ólíklegt er að sá stuðning-
ur verði felldur algerlega niður með
nýrri öld.