Morgunblaðið - 14.12.1995, Side 44
44 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995
MORGUN BLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
Enn um snjóflóða-
varnir við Flateyri
FYRRI grein mín um ofangreint
efni týndist næstum um mánaðar
tíma í tölvu Morgunblaðsins, en
sama dag og hún birtist, 5. desem-
ber sl., átti eg fróðlegt tal við snjó-
flóðasérfræðing Veðurstofunnar,
Magnús Má Magnússon, sem veitti
mér mjög gagnlegar upplýsingar
um málið. Veðurstofunni og þar
með Magnúsi Má, hefir við endur-
skoðun á starfsháttum um að-
varanir við snjóflóðahættum og
úrræðum um snjóflóðavarnir verið
falin yfirstjórn þessara mála, og
þar með hvílir mikil ábyrgð og
margvísleg óleyst og erfið verkefni
á þeim til úrlausnar nú og í náinni
framtíð. Eitt þeirra verkefna er
úrlausn á vandamáli af snjóflóðum
við Flateyri, og er það kannske
mest aðkallandi, og jafnframt það
sem auðveldast er að finna viðun-
anlega lausn á.
Magnús Már lét mér í té með-
fylgjandi mynd af Flateyri, sem
tekin var af Mats Vibe Lund síðast-
liðið sumar, þegar Eyrarfjallið ofan
Flateyrar var snjólaust, og sýnir
þannig staðhætti í fjallinu vel.
Myndin sýnir glögglega, að urðimar
eða hryggimir, sem myndast hafa
af framburði bæði af snjóflóðum
og vatni neðan bæði Innra-Bæjar-
gilsins og Skollagófarinnar eru nán-
ast spegilmyndir af kvosunum, sem
myndast hafa efst í fjallinu. Því
má geta sér þess til, að stærð snjó-
flóða á þessum stöðum standi að
í mestu í beinu hlutfalli við lengd
fjallsbrúnanna fyrir ofan. Snjóflóð
úr Skollagróf geta þannig orðið því
nær þrefalt stærri en úr Innra-Bæj-
argilinu. Það getur verið gagnlegt,
að menn geri sér grein fyrir þessu
við undirbúning og hönnun snjó-
flóðavama þama. Þá má sjá af
myndinni, að nægilegt efni, rými
og aðstaða er fýrir hendi til að
koma fyrir fullnægjandi leiðigörð-
um efst á hryggjunum neðan
beggja snjóflóðasvæðanna.
Stærð eða umfang snjóflóða
Fljótlega eftir að flóðið féll úr
Skollahvilft var áætlað, að það
héfði verið um
100.000 rúmmetrar.
Nú, eftir að aðstæður
hafa verið rannsakað-
ar af Snjóflóðavömum
Veðurstofunnar, telur
Jón Gunnar Egilsson
að mælingar sýni það
hafa verið um 300.000
rúmmetrar eða um
150.000 tonn. Frá
þessu er skýrt í mjög
ágætu Fréttariti
Landsbjargar 5-95,
Landssambandi Björg-
unarsveitanna, þar
sem einnig er vel lýst
afreki björgunarsveit-
anna. Þá telur hann,
að í þrengslunum við Litla-Klett
neðst í grófinni hafi þykkt snjó-
flóðsins verið allt að 20 metrar,
sem sýnir greinilega að ekkert fær
stöðvað slíkan massa á hreyfingu.
Tiltölulega auðvelt að
staðsetja leiðigarð eða
aðhaldsgarð, segir
Önundur Ásgeirsson,
neðan Innri-Hjallana,
ofan og vestan
Sólbakka.
Þar verður því að grípa til annarra
ráða.
Netvarnir í fjallinu duga ekki
Menn eru að velta þeim mögu-
leika fyrir sér, að setja mætti upp
netvarnir efst í fjallinu til að
hindra að snjóhengjurnar eða
snjóflekinn fari af stað. Þetta
myndi vera óhemjulega kostnað-
arsamt, því að styrkleikann verður
að miða við að bera uppi a.m.k.
150.000 tonn. Það má þannig
gera ráð fyrir að ekkert fjármagn
myndi fást til slíkrar mannvirkja-
gerðar. Auk þess býður slík fram-
kvæmd hættunni heim, því að
þetta myndi binda
mikinn massa af snjó
ijallinu til lang-
frama, og ný veður-
áhlaup myndu flytja
meira magn af snjó
ofan á það sem fyrir
væri í netgirðingun-
um, sem þannig skap-
aði hættu á að allt
brotnaði niður, þegar
þyngslin ykjust. Ég
vil því í allri einlægni
ráða mönnum frá að
leita slíkra lausna.
Leiðigarðar er
eina lausnin
Með greininni fylgir
uppdráttur, sem sýnir hvernig
leiðigarður er notaður til að breyta
stefnu og stýra rennsli snjóflóðs.
Uppdrátturinn er næstum ná-
kvæmlega sniðinn fyrir stjómun á
rennsli úr Innra-Bæjargilinu niður
á Eyrarhjallana. Það er vonandi
ekki mikið mál að byggja slíkan
leiðigarð, en fer auðvitað eftir að-
stæðum í landinu sjálfu, sem verð-
ur að skoðast nánar. Leiðigarður
á þessum stað ætti að veita Flat-
eyri fulla vernd fyrir snjóflóðum
úr þessari átt.
Það er eðlilega miklu meira
mál, að ákveða staðsetningu leiði-
garða eða aðhaldsgarða við snjó-
flóð úr Skollagrófinni. Þar sem
snjóflóðið 26. október sannar, að
snjóflóð þarna verða ekki stöðvuð,
gildir mestu að fá sem bezta stýr-
ingu á rennsli snjóflóðsins strax í
þrengslunum með því að grafa
fram úr sjálfri Grófinni, og halda
síðan beinu rennsli niður Hrygginn
og til sjávar í Bótinni. Allt er þetta
umfangsmikil ýtuvinna, en aðstað-
an er öll fyrir hendi til að hægt
sé að framkvæma þetta á fullnægj-
andi hátt.
Uppdráttur Snjóflóðavarnanna
af útlínum snjóflóðsins 26. október
er góð leiðbeining um staðsetningu
aðhaldsgarða á Hryggnum, og
hvemig beina ætti snjóflóðinu
stytztu leið til sjávar í Bótinni, þar
Önundur Ásgeirs-
son frá Sólbakka
sem nú er sýndur fótboltavöllur á
skipulagsuppdrætti. Þar verður
óhjákvæmilega áfram snjóflóða-
hætta, og ber að haga sér sam-
kvæmt því.
Tiltölulega einfalt er að staðsetja
leiðigarð eða aðhaldsgarð neðan
Innri-Hjallanna, ofan og vestan
Sólbakka, enda reynir ekki mjög á
þar. Ytri-Hjallarnir vestan Grófar-
innar eu hinsvegar um 100 metra
háir, og fram úr þeim liggur grasi
gróinn teigur, sem illa sést á mynd-
inni. Frá þessum teigi og upp und-
ir Grófma er brött urð
úr smáum steinum, sem
sýnir væntanlega að
snjóflóð hafa ekki leitað
mjög á þar, því að ella
væru þau búin að sópa
urðinni burt. Það er
matsatriði, hvar á þessu
svæði eigi að byggja
mjög öflugan leiðigarð
eða aðhaldsgarð, sem
stýri snjóflóðum beint
niður Hrygginn. Þetta
þarfnast mjög náinnar
skoðunar, áður en ráð-
ist verður í fram-
kvæmdir, því að á þeirri
framkvæmd veltur ör-
yggi byggða á Flateyri
til frambúðar. Það er
undir þessari fram-
kvæmd komið, hvort
unnt verður með öryggi
að taka aftur í notkun
þau byggðarsvæði á
Flateyri, sem nú urðu
fyrir flóðinu 26. októ-
ber, og eru Flateyringum augljós-
lega mjög mikils virði. Snjóflóða-
keilurnar ofan Eyrarhjallavegar,
sem eru um 250 hæðarmetrum
neðar en Grófín, reyndust algjör-
lega falskt öryggi, og gerðu lítið
gagn ef nokkuð. Þess vegna er
nauðsynlegt að menn nálgist nýjar
hugmyndir með opnum huga, og
þess vegna hefi eg bent á þessar
leiðir.
Höfundur er fyrrverandi forsljóri
Olís.
Þóttafull Þjóðkirkja
FYRIR nokkru reit ég grein í
Morgunblaðinu undir fyrirsögninni
Sjálfstæðisflokkurinn og kristin-
dómurinn. Þar gagnrýndi ég m.a.
Sjálfstæðisflokkinn fyrir skort á
kristilegu umburðarlyndi og vísaði
þar einkum til tveggja atriða, ann-
ars vegar atlögu Bjöms Bjarnason-
ar gegn borgaryfirvöldum á Kirkju-
þingi fyrir að heimila athöfn við
borgaralega fermingu og hins veg-
ar samsvarandi tillöguflutnings
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
í borgarráði um að úthýsa borgara-
legri fermingu úr Ráðhúsinu. Nú
bregður svo við að Þjóðkirkjan sér
ástæðu til að svara þessari gagn-
rýni á flokkinn, og sr. Baldur Krist-
jánsson biskupsritari skrifaði grein
í blaðið undir fyrirsögninni Kristi-
legt umburðarlyndi á sér skjól í
Þjóðkirkjunni.
Einokun á hugtakanotkun
Á Kirkjuþingi sagði mennta-
málaráðherra m.a. að það, að heim-
ila athöfn vegna borgaralegrar
fermingar, væri atlaga að kristileg-
um gildum. Ég furðaði mig á því
að klerkar andmæltu ekki kaldrana
Björns. Nú lýsir biskupsritari því
yfir að kirkjuþingsmenn hafi verið
sammála menntamálaráðherra.
í annan stað lýsir biskupsritari
því yfir að kirkjan „sætti sig ekki
við“ að aðilar utan
hennar taki upp og
geri að sínum guð-
fræðileg og kirkjuleg
hugtök eins og ferm-
ingu. Það er sumsé svo
að skilja sem Þjóð-
kirkjan hafi einkaleyfi
á hugtakinu „ferm-
ing“. Þetta er auðvitað
orðhengilsháttur í
biskupsritara.
Ég ijölyrti ekki um
hugtakið borgarleg
ferming í grein minni
bæði vegna þess að
aldrei þessu vant var
hugtakið ekki sérstak-
lega til umfjöllunar og
auk þess hafa fjölmargir áður skrif-
að um það á síðum Morgunblaðs-
ins. Mergur máls er hins vegar sá
að manndómsvígsla er ævafornt
fyrirbæri og kristnir tóku vafalítið
þann sið frá öðrum trúarbrögðum.
Ferming sem staðfesting skírnar
er aðeins eitt form fermingar,
manndómsvígslu. Annars er orðið
sjálft ekki aðalatriðið heldur vænt-
anlega hitt sem að baki býr og ég
hef áður útskýrt hér í biaðinu.
Gegn öðruvísi þenkjandi
Ég gerði sem sagt athugasemdir
við útfærslu Sjálfstæðisflokksins á
trúmálastefnu og of-
sóknir hans gegn öðru-
vísi þenkjandi fólki. Nú
tekur Þjóðkirkjan undir
með flokknum. Kirkjan
gerir einnig athuga-
semd við það að samfé-
lagseign eins og Ráð-
hús skuli vera skjól
fyrir aðra en þá sem
játast undir kennivald
eins safnaðar.
Því miður er ekki
hægt að álykta annað
af málflutningi bisk-
upsritara en að kristi-
legt umburðarlyndi
eigi sér lítið skjól hjá
Þjóðkirkjunni. Ég sé
ástæðu til að ítreka að meðal þeirra
sem Þjóðkirkjan vill úthýsa þaðan
eru unglingar sem lita á sig sem
kristna, og ungmenni sem koma
til íslands frá öðrum menningar-
svæðum, nýbúar. Sök þessa fólks
er sú að vera annarrar skoðunar
um manndómsvígslu, undirbúning
og athöfn, en hin mikla stofnun,
Þjóðkirkjan. Fólkið gerir engum
mein, gerir ekki athugasemdir við
það hvernig aðrir vilja haga þessum
málum, enda er umburðarlyndi
gagnvart öllum trúarbrögðum
veigamikill þáttur í borgaralegum
„fermingarundirbúningi“.
Óskar
Guðmundsson
Þröngsýni Þjóðkirkjunnar
Margir hafa þóst sjá að Þjóð-
kirkjan hafi gerst þröngsýnni með
árunum. Sú var nefnilega tíð með-
an áhrif hinnar ftjálslyndu nýguð-
fræði naut innan kirkjunnar, allt
fram yfir miðja öldina, að prestar
og aðrir frammámenn Þjóðkirkj-
unnar voru í fararbroddi þeirra
sem voru leitandi og vöruðust úti-
lokandi alhæfingar á borð við þær
sem nú þykja góðar á vegum bisk-
upsins. Prestar tóku t.d. þátt í að
útbreiða austurlensk fræði, guð-
spekistefnuna og spíritisma á ís-
landi fyrr á tíð. Og við höfum átt
marga góða presta sem hafa hver
Sem betur fer hefur
stöku klerkur hugrekki
til þess, segir Óskar
Guðmundsson, að
halda sig utan hins
kalda meginstraums.
með sínum hætti víkkað sjóndeild-
arhringinn, - menn sem hafa boð-
að fögnuð utan hinnar köldu rétt-
línu. Svo kom að því að margir
þeirra sem ekki féllu í kramið lentu
úti í kuldanum, og urðu jafnvel
fyrir hálfgerðum ofsóknum. Engu
að síður hafa einstaka klerkar
ennþá hugrekki til að halda sig
utan hins kalda meginstraums.
Og það fer auðvitað ekkert eftir
pólitískum flokkslínum viðkom-
andi.
Það er eitt með öðru hvimleitt
í grein biskupsritara að ætla mér
ýmsar meiningar sem ég ekki hef.
Hann dylgjar t.d. um að ég vilji
sjá einhvern óvin í Þjóðkirkjunni,
ég vilji stríð við hana. Þetta er
þvættingur en reyndar algeng við-
bára í lélegri þrætubók að gera
mótstöðumanni sínum upp skoðan-
ir. Biskupsritari sakar mig um að
spyrða saman Þjóðkirkjuna og
Sjálfstæðisflokkinn. Það er full-
mikið sagt, enda fæ ég ekki betur
séð en hann sé fyllilega einfær um
þann verknað. Þjóðkirkjan, eða
þeir sem nú fara með völdin þar,
hefur eins og biskupsritari stað-
festir sjálfur, lagst á sveif með
þröngum hópum innan Sjálfstæð-
isflokksins.
Sá sem gagnrýnir Þjóðkirkjuna
er ekki þar með orðinn óvinur henn-
ar og fjandi. Sannast sagna hef ég
notið margrar góðrar stundar í
kirkjunni og á marga góða vini og
kunningja meðal presta. Seint hefði
ég átt von á því að nokkur þeirra
myndi vilja að Þjóðkirkjan kæmi
fram af þótta og sjálfbirgingi gegn
minnihlutahópum og sameinaðist
þröngsýnustu hópum í Sjálfstæðis-
flokknum í ósmekklegri og ástæðu-
lausri aðför að borgaralegri ferm-
ingu.
Höfundur er blaðamaður og for-
cldri barns sem kaus sér borgar-
lega fermingu.