Morgunblaðið - 14.12.1995, Side 46

Morgunblaðið - 14.12.1995, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Námur íslands FYRIR skömmu var haldin viðamikil ráð- stefna um námur á ís- landi á vegum um- hverfisráðuneytisins, Náttúruverndarráðs, Náttúrufræðistofnun- ar íslands og Skipu- lags ríkisins í sam- vinnu við iðnaðar- og landbúnaðarráðuneyt- ið. Það er ekki oft að -svo margir opinberir aðilar standi saman að fundarhaldi um eitt tii- tekið málefni. Öðrum þræði stafar þetta af því að löggjöf um jarð- efnavinnslu tilheyrir öllum þremur ráðuneytunum sem talin eru upp hér að framan. Slík dreifing laga er ekkert einsdæmi í íslenskri löggjöf, en á hinn bóginn virðist ósamræmið milli laganna um jarðefnavinnslu í fljótu bragði vera meira en gengur og gerist á öðrum sviðum þar sem lög skarast. Hin skýringin og um leið megin ástæðan fyrir því að ráðstefnan var haldin er sú staðreynd að ástand og skipan í efnistökumálum í landinu er al- mennt í miklum ólestri. Þetta ófremdarástand hefur verið til um- fjöllunar í fjölmiðlum að undan- förnu og kom glöggt fram í máli talsmanna sem stóðu að ráðstefn- unni. Hvað er að? Ekki er deilt um að efnistaka og námuvinnsla hefur oft farið fram af miklu skeytingarleysi í garð g. þeirra sem nýta náttúruna á annan hátt en að eyða henni eða um- breyta. í mörgum tilfellum er reyndar um gamlar syndir að ræða, sem í sumum tilfellum má iappa upp á með því að ganga betur frá. Það er hins vegar deginum ljósara og kom skýrt fram á ráðstefnunni að óábyrg og miður vistvæn nýting jarð- efna í landinu mun lík- lega halda áfram að öllu óbreyttu. Rót vandans er í megin atriðum tvískipt. í fyrsta lagi hefur boð- skapurinn um sjálf- bæra nýtingu náttúru- auðlinda ekki skilað sér nægjanlega til þeirra sem eiga beinna hags- muna að gæta í efni- stökumálum, þ.e. tii þeirra sem standa í sölu og mokstri á jarð- efnum. I öðru lagi er löggjöfin um jarðefna- vinnslu alls endis ófullnægjandi. Sjálfbær nýting Með sjálfbærri nýtingu jarðefna er átt við að framkvæmdaaðilar verði að taka tillit til sjónarmiða óbeinna hagsmunaaðila, eins og t.d. útivistarfólks og hins skipulagða ferðamálageira, þegar efnistaka stendur fyrir dyrum. Einnig er átt við nauðsyn þess að framkvæmda- aðilar hugi að efnahagslegum lang- tímasjónarmiðum. í þessu sambandi þarf einkum að huga að því hvar og hvernig efnin eru nýtt og hvern- ig gengið er frá námum að verki loknu. Á ráðstefnunni var bent á að bruðlað væri með ákjósanlegt steypuefni í ýmiss konar fyllingar þar sem nota ætti önnur hentugri jarðefni. Einnig var vikið að fyrir- hyggjuleysi í útflutningi á gjalli og vikri og bent á að e.t.v. væri verið að selja landið fyrir slikk og útiloka okkar eigin framtíðarmöguleika á fullnaðarnýtingu efnanna. Þá var athygli vakin á nauðsyn þess að vanda til útreikninga þegar spáð er í hagstærðir í jarðefnavinnslunni. Færð voru rök fyrir því að kostnað- arþættir vægju upp ágóða af út- Vandamál í námu- vinnslu felast mestpart í slakri löggjöf, segir Hilmar J. Malmquist, sem hér skrifar um námur á Islandi. flutningi Hekluvikurs. Slíkir út- reikningar eru hins vegar flóknir og ef sambærilegum reikniaðferð- um væri beitt á ýmsar aðrar at- vinnugreinar er nokkuð víst að jarð- efnavinnslan lenti ekki í aftasta sæti. Á hinn bóginn verður að hafa í huga að jarðefnavinnsla gegnir sérstöðu í nýtingu náttúruauðlinda, en það er sú staðreynd að ólífræn jarðefni eru ekki endurnýjanleg á sama hátt og lifandi auðlindir. End- urnýjunartími flestra jarðefna er afar langur. Hraun og aðrar sér- stæðar jarðmyndanir á borð við gjall- og klepragíga endurnýjast t.d. ekki nema á 1000-4000 ára fresti. Þar sem ekki hefur tekist til sem skyldi með nýtingu á helstu lifandi auðlind íslendinga, þorskinum, sem þó endurnýjast ár hvert, þá er þeim mun brýnna að standa skynsamlega að nýtingu enn takmarkaðri auð- lindar eins og jarðefnin eru. Það eru töluverðir hagsmunir í húfi. Gera má ráð fyrir að í dag starfi um 1.000 manns við ýmiss konar jarðefnavinnslu og að veltan sé um 2% af þjóðarframleiðslunni. Hér er efnistaka í vegagerð undanskilin, en erfitt er að henda reiður á hag- tölum í því sambandi. Þó bendir flest til að í vegagerð fari ár hvert a.m.k. jafn mikið af möl, sandi og bólstrabergi og notað er til bygging- ar og fyllingar, þ.e. 2-3 milljónir tonna. I öllu falli þá koðna fyrr- Dr. Hilmar J. Malmquist greindar tölur í samanburði við efnahagsstærðir í ferðaþjónustunni. Gjaldeyristekjur einar sér af erlend- um ferðamönnum námu á sl. ári 15 milljörðum. Þá eru verðmætin sem felast upplifun hinna íjölmörgu íslendinga á náttúru landsins slík að ekki er neinn vegur að festa þar á tölu. Lögleysan Rauður þráður í máli framsögu- manna á ráðstefnunni, ekki síst þeirra löglærðu, var að núverandi töggjöf um jarðefnavinnslu væri ófullnægjandi. Sér í lagi varð mönn- um tíðrætt um gagnsleysi tiltekinn- ar málsgreinar í 5. grein nýju lag- anna um mat á umhverfisáhrifum. Fimmta grein laganna, sem eru frá maí 1993, kveður á um þær fram- kvæmdir sem ávallt eru háðar mati á umhverfisáhrifum. Það hefur reyndar verið skoðun þeirra sem gerst þekkja til að fyrrnefnd máls- grein, sem fjallar um efnistöku- staði, hafi verið út í hött frá upp- hafi. Fyrir því eru mjög gildar ástæður vegna þess að margir bundu vonir við að lögin myndu bæta úr eldri lagasetningum, eink- um 17. og 29. grein náttúruvernd- arlaganna, sem flölluðu um efnis- töku en voru bæði óskýrar og veik- ar. Gagnsleysi umræddrar máls- greinar felst í því að stærðarmörkin á matskyldum efnistökustöðum eru þvílík að hverfandi líkur eru á því að nokkur náma muni nokkurn tím- ann gangast undir mat á umhverfis- áhrifum. Viðmiðunarmörkin eru efnistökustaðir sem eru stærri en 50 þús. m2 eða 150 þús. m3, sem eru verulega stórar námur og sára- fáar slíkar eru á landinu í dag. í málsgreininni stendur þar að auki „malarnámur" innan sviga á eftir orðinu efnistökustaðir sem býður upp á mjög þrönga túlkun. Þá var einnig búið svo um hnútana í lögun- um að þær námur sem voru ofan stærðarmarkanna og höfðu starfs- leyfi fyrir 1. maí 1994 í síðasta lagi, þ.e, rétt tæpu ári eftir gildis- töku laganna, þurfa ekki að fara í umhverfismat fyrr en starfsleyfið verður endurnýjað. Auðvitað er all- ur gangur á því hve lengi starfs- leyfi varir en aðalatriðið er náttúru- lega hvort það verði um seinan að huga að vernd nátttúru og umhverf- is þegar starfsleyfið er útrunnið. Það má heldur ekki gleymast að það tekur ekki nema 2-3 klukku- tíma að rústa lögulegum gjallgíg. Gagnsleysi málsgreinarinnar um efnistökustaði kemur e.t.v. best fram í því að lögin ná ekki yfir þær námur sem langmest er af í land- inu, þ.e. námunum sem eru undir stærðarmörkunum, sem jafnframt eru þær námur sem hafa valdið hvað mestum umhverfisspjöllum. Hvað er til ráða? Til að snúa af óheillabrautinni þarf að hefjast strax handa um lagabætur. Þetta á jafnt við um lögin um mat á umhverfisáhrifum og náttúruverndarlögin. Mikilvægt er að Alþingi tryggi að faglega sé unnið að endurbótunum svo að ekki verði hjakkað í sama farinu. Hér á ég fyrst og fremst við að þekking og menntun í jarðfræði í landinu verði nýtt til hins ýtrasta. í því sambandi er mjög brýnt að mynda heildstæðan gagnagrunn sem bygg- ir á fyrirliggjandi þekkingu og gögnum og þá þarf ekki síður að efla jarðfræðirannsóknir. Tilfellið er að ein af ástæðunum fyrir því hvernig bruðlað hefur verið með jarðefni er að nægjanlega vitneskju hefur skort um þætti eins og dreif- ingu, magn og gæði jarðefnanna. Afar mikilvægt er að þeir aðilar sem nýta náttúruna á óbeinan hátt, t.d. ferðaþjónustan ásamt hinum íjölmörgu samtökum og nefndum um náttúru- og umhverfisvernd, láti lagabæturnar sig varða og viðri skoðanir sínar. Núverandi löggjöf hallar í vil landeigendum og verk- tökum með allt of ríka áherslu á sjónarmið einkaeignarréttarins. Mestu skiptir að átta sig á því að nýting jarðefna er ekki einkamál neins. Þegar upp er staðið er ís- lensk náttúra á þurru Iandi þjóðar- eign, rétt eins og sjávarauðlindin. Höfundur er forstöðumaður Nátt- úrufræðistofu Kópnvogs. Menning - íþróttir UNDANFARNA daga hafa dun- ið í fjölmiðlum fréttir af vali höfuð- borgar okkar sem einni af níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Sjálfumglaðir forystumenn borgarstjómar hafa lýst því með mörgum fögrum orðum hversu mikill heiður og ávinningur þessi útnefning væri og orðið tíðrætt um þá kynningu og athygli sem hún hefði fyrir borgina og landið í heild, hversu þetta væri allri menningu til framdráttar sem og fleiri þátt- um, til að mynda ferðamanna- straumur ykist af þessu tilefni. Þessi skyndilega hugljómun pólitískra forsvarsmanna borgar- innar er að mörgu leyti skiljanleg þó ekki virðist sem samband við listamenn sé í hávegum haft ef marka má ummæli listfræðings í DV nýlega. Hinsvegar er gleðileg sú hugar- farsbreyting sem felst í þessari ánægju borgarstjórnar að vekja verðskuldaða athygli á kostum og möguleikum borgarinnar, einkum ef borin eru saman viðhorf núver- andi stjómenda við tilraunum ýmissa félaga og félagasamtaka til þess að vekja athygli á Reykja- víkurborg. Fijálsíþróttasamband íslands (FRÍ) hefur um langt skeið lagt mikla áherslu á að koma Reykja- víkurborg á framfæri. Á áttunda áratugnum og fram á þann níunda stóð það fyrir árlegum fijáls- íþróttamótum sem nefndust Reykjavíkurleikar. Þessi mót voru vel þekkt víða um heim og til keppni á þeim komu margir heims- þekktir fijálsíþrótta- menn og voru unnin hér afrek sem getið var um í fréttum á al- þjóðavettvangi. Rey kj avíkurborg studdi þetta mótahald og hvatti til þess eftir fremsta megni. Vegna þeirrar stað- reyndar að í Reykjavík var um nokkurt árábil ekki boðleg aðstaða fyrir fijálsíþróttamót lögðust þessi mót af en með tilkomu glæsi- legrar fijálsíþróttaað- stöðu á Laugardals- velli var með tilstyrk og velvilja borgaryfirvalda haldið veglegt vígslumót hinn 17. júní 1993 með þátttöku fijálsíþrótta- manna frá níu þjóðum sem hingað komu til keppni við okkar besta fijálsíþróttafólk. í framhaldi af þessu vel heppn- aða móti ákvað FRI að vinna að árlegu alþjóðlegu móti hér í Reykjavík, sem bæri nafn borgar- innar. Til þessa 'verkefnis hafði sambandið fullan stuðning og hvatningu borgaryfirvalda. Allmikil vinna var lögð í að kynna fyrirhugað mót og varð ávinningurinn sá að a þingi Evr- ópusambands fijálsíþróttamanna haustið 1993 var mótið valið ásamt um 20 öðrum mótum víðs vegar um Evrópu sem sérstakt boðsmót Evrópusambandsins, ekki hvað síst vegna vel heppnaðs vígslumóts Laugardalsvallar þá um sumarið. Kynning á mótinu tókst vel, um það vitnar mikill fjöldi fyrirspurna hvað- anæva að úr heimi- num frá frægu frjáls- íþróttafólki sem hafði hug á þátttöku í því. Sökum takmarkaðs fjármagns, þrátt fyrir góðan ^ stuðning Reykj avíkuíborgar, þótti rétt að fara hægt af stað í uppbyggingu mótsins og var því fyrst og fremst lögð áhersla á samstarf við Norðurlöndin, enda varð uppistaðan á mótinu 1994 Norður- landameistaramót í kastgreinum og komu hingað margir heimsþekktir kastarar og háðu harða keppni við okkar bestu kastara. Verður haldið alþjóðlegt frjálsíþróttamót í Reykjavík árið 2000? Magnús Jakobsson skrifar um afstöðu fijálsíþrótta í borginni í dag. Árangur þessara Reykjavíkur- leika varð sá að á þingi Evrópu- sambandsins um haustið var end- urnýjaður gæðastimpill þess fyrir mótið 1995 eftir harða keppni við Magnús Jakobsson önnur mót sem sóttu stíft eftir honum. Sem fyrr lagði FRI mikla vinnu fram til kynningar bæði á þinginu og fyrir það. Skömmu eftir þing Evrópusam- bandsins kom hinsvegar í ljós að áhugi núverandi forráðamanna Reykjavíkurborgar á áframhald- andi stuðningi við Reykjavíkurleik- ana var ekki fyrir hendi. Því var ljóst að án stuðnings borgarinnar var ekki grundvöllur að standast þær kröfur sem Evrópusambandið gerir um mót af þeim gæðaflokki sem hér um ræðir. Af þessu var ljóst að FRÍ var nauðugur sá eini kostur að skila inn til Evrópusam- bandsins viðurkenningu þess á mótinu þar sem enginn möguleiki var á mótshaidi samkvæmt alþjóð- legum staðli. í Ijósi þeirrar umræðu sem verið hefur og mun verða er rétt að vekja athygli á þeirri baráttu sem FRI hefur staðið í um margra ára skeið við að koma íþróttaviðburð- um hér á framfæri við umheiminn og þá ekki hvað síst á mjög góðri fijálsíþróttaaðstöðu í Reykjavík. Flestum er ljós sú staðreynd að íþróttir eru ekki síðri til þess að vekja athygli á landi og þjóð en önnur menning sem hér er iðkuð, á alþjóðavettvangi eru íþróttamenn okkar oft stór hluti af þekkingu manna á íslandi. Til áréttingar þessu er rétt að benda á að öll menning hérlendis ásamt íþróttum tilheyra sama ráðuneyti ríkisins, menntamála- ráðuneytinu, og má því segja að hér sé um að ræða tvær greinar af sama meiði. Sá fjárhagsstuðningur sem Reykjavíkurborg héfur lagt til Reykjavíkurleika er ef til vill ekki mikill í árlegu framlagi borgarinn- ar til lista, menningar og íþrótta, þó hann skipti sköpum í tilveru þeirra, sennilega er um hreina smámuni að ræða ef borið er sam- an við þann kostnað sem borgin þarf að leggja í sem ein af menn- ingarborgum Evrópu árið 2000. Samkvæmt uþplýsingum er fjár- hagsáætlun Kaupmannahafnar, sem er menningarborg Evrópu 1996, um 11 milljarðar íslenskra króna og þó ekki sé gert ráð fyrir nema níunda hluta þeirrar upp- hæðar er hér um verulega ijárhæð að ræða. Forseti borgarstjórnar hefur lát- ið svo um mælt að ráðamenn borgarinnar myndu sníða sér stakk eftir vexti í þessum efnum. Af þeim orðum má ætla að fyllsta aðhalds verði gætt án þess að skerða í neinu þá reisn sem hlýtur að fylgja slíkri útnefningu. Til þess að gera nú allri menningu og íþróttum jafnt undir höfði væri óskandi að forystumenn borgar- innar sniðu sér örlítið stærri stakk, það þyrfti ekki mikla stækkun til þess að stuðningur við Reykjavík- urleika rúmaðist innan hans. Væri þessi vilji fyrir hendi myndi Fijálsíþróttasambandið einskis láta ófreistað til þess að vinna Reykjavíkurleikum þann sess Evr- ópusambandsins sem þeir höfðu, þrátt fyrir harða samkeppni við mót annarra borga. Niðurstaða mín er því sú að það væri Reykjavíkurborg til mikils sóma að vera í sviðsljósinu á sem flestum sviðum árið 2000 og fijáls- íþróttamenn geti með stolti haldið hér alþjóðlegt fijálsíþróttamót sem lið í þeirri menningu, Iista- og von- andi íþróttahátíð, sem einkenna mun árið í heild og á þann hátt sýnt okkar ágæta fijálsíþóttafólki virðingu og þökk fyrir þá miklu landkynningu sem það hefur innt af hendi árum saman. Höfundur er fyrrvcrandi formnð- ur FRÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.