Morgunblaðið - 14.12.1995, Page 58

Morgunblaðið - 14.12.1995, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg móðir okkar, RÓSA SIGURÐARDÓTTIR frá Hrísey, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 4. desember. Hún verður jarðsungin frá Hríseyjarkirkju laugardaginn 16. desem- ber kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Dætur hinnar látnu. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN H. GUÐMUNDSSON fyrrverandi bóndi, Grímsstöðum, Reykholtsdal, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness aðfaranótt 13. desember. Gréta Guðmundsdóttir, Andrés Kristinsson, Kristín Munda Kristinsdóttir, Guðmundur Kristinsson, Sigurður Kristinsson, Ásta Ragnarsdóttir, Hörður Stefánsson, Steinunn Garðarsdóttir, Ósk M. S. Guðlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR1ÓHANNSDÓTTIR dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áðurtil heimilis á Skagabraut 2, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness 11. desember. Ragnheiður Þ. Benediktsdóttir, Sigþór Ómarsson, Sigríður Helgadóttir, Halldór B. Jóhannsson, Benedikt Helgason, Andri Þór Sigþórsson og barnabarnabarn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, HINRIK ALBERTSSON, Ölduslóð 17, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 15. desember kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Margrét Hinriksdóttir, Sigurjón Ingi Haraldsson, Halldóra Hinriksdóttir, Sigurður Emil Ævarsson, Guðrún, Ágústa, Einar Örn, Hinrik Þór, Bryndís Kolbrún, Margrét Freyja og Hafdís Arna. t Ástkær eiginkona mírí, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURJÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Vesturgötu 44, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 16. desember kl. 13.30. Ólafur Helgason, Guðrún Ólafsdóttir, Helgi Ólafsson, Elsa Ólafsdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Hulda Ólafsdóttir, Ólafía Ólafsdóttir, tendabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA ERLENDSDÓTTIR, Hrafnistu, áðurtil heimilis á Kvisthaga 19, verður jarðsungin frá kirkju Óháða safn- aðarins föstudaginn 15. desember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarfélög. Kolbrún Mayovsky, John W. Mayovsky, Björn Jóhannsson, Sigrún Tryggvadóttir, Jóhann Jóhannsson, Elísabet Jónsdóttir, Ágúst Jóhannsson, Maria Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MARTA GUÐBRANDSDÓTTIR + Marta Elínborg Guðbrandsdótt- ir fæddist 8. janúar 1900 að Höfða- brekku í Mýrdal. Foreldrar hennar voru Elín Björns- dóttir og Guðbrand- ur Þorsteinsson, bóndi og vitavörður í Dyrhólaeyjarvita. Þau hófu búskap að Loftsölum í Mýrdal 1901 og eignuðust 17 börn, en 15 kom- ust til fullorðinsára og var Marta næst- elst. í dag lifa tvær systur, Sig- urlín f. 1907 og Matthildur Sig- urlaug f. 1918. 8 ára fór Marta í fóstur til móðurbróður síns, Sigbjörns, á Ekru í Vestmannaeyjum. Þar var hún til 16 ára aldurs en fór þá til Austurlands í vinnu- mennsku að Skálanesi og Brimnesi í Seyðisfirði. Þar var hún 4 ár, en fór þá til Vest- mannaeyja til Magnúsínu og Magnúsar Isleifssonar, en þau bjuggu í London í Vestmanna- eyjum. Síðan lá leið Mörtu til ELSKU amma á Skeggjó er dáin. Á kveðjustund eru margar minn- ingar sem sækja á hugann. Amma var af þeirri kynslóð sem var heima- vinnandi stóran hluta ævinnar, og eru hlýjar minningar tengdar heim- sóknum til ömmu og afa. Við sjáum hana fyrir okkur þar sem hún stóð með hvítu svuntuna sína í eldhúsinu, hellti á sterkt kaffi og töfraði fram þá bestu rétti sem hægt er að hugsa sér. Eldhússkáp- urinn hennar var sveipaður dulúð, ófá skiptin heyrðist í ömmu þegar hún hálfsöng „skrjáfar í bréfi“ og þá vissum við að eitthvað gott var í vændum í litla munna. Við munum ferðimar í kartöflu- garðinn, þar sem amma dró upp kaffibrúsann og meðlætið, sem var hápunktur ferðarinnar. Það var svo gaman þegar við fengum að gista hjá ömmu og afa, rúmið þeirra var svo mjúkt" og drifhvítt. Þá spiluðum við ólsen, ólsen, og hún las fyrir okkur ævintýrasögur. Á sumardag- inn fyrsta ár hvert var amma mætt fyrst af öllum með sumargjöf og hvíta hanska handa okkur. Dagana fyrir öskudag sat hún með okkur og saumaði á fótstignu saumavélina sína öskupoka í öllum regnbogans Reykjavíkur 1925 þar sem hún dvaldi æ síðan, og starfaði sem verkakona í fiskvinnu. Hún gift- ist Guðjóni Júlíus- syni 18. nóvember 1933. Hann var fæddur 17.10. 1899, en andaðist 25.6. 1968, Guðjón stund- aði akstur alla tíð. Þau eignuðust þrjá syni, Guðbrand, f. 1935, bankamaður; Sigurð, f. 1941, d. 1942, og Guðlaug, f. 1943, d. 1944. Einnig ólst upp þjá þeim Guðbjörg, f. 1928, dóttir Guðjóns og Guðmundínu Oddsdóttur, fyrri konu. hans, en hún lést 1931. Eiginmaður Guðbjargar var Einar H. Hjartarson, f. 1925, en hann lést 28. janúar sl. Eftir að heilsu Mörtu tók að hraka dvaldi hún síðustu 5 árin að Droplaugar- stöðum, þar sem hún naut góðr- ar aðhlynningar uns yfir lauk, 5. desember sl. Útför hennar fer fram í dag, 14. desember, kl. 13.30 frá Hallgrímskirkju. litum. Á 17. júní klæddist amma alltaf upphlutnum sínum, eins og hún gerði ætíð við hátíðleg tæki- færi og fór niður á Austurvöll til að fagna lýðveldisdeginum. Við munum öll ijölskylduboðin, þar sem amma hélt fast í hefðir. Gestrisnari konu var vart hægt að hugsa sér. Hún naut sín best með fullt hús af fólki og í árlega jólaboð- inu á annan í jólum var dansað kringum jólatréð og á borðum voru aldrei færri en 20 kökusortir. Amma var trúuð kona og fór oft í kirkjuna sína, Hallgrímskirkju, hún var þar í kvenfélaginu og starfaði þar fram á níræðisaldur. Hún var mikii vinkona okkar og barna okkar og alltaf gaf hún sér tíma til að hlusta á hvert og eitt okkar, og gefa okkur góð ráð. Við þökkum henni öll fyrir samveruna sem aldr- ei bar skugga á. Síðustu árin dvaldi amma á Drop- laugarstöðum í Reykjavík þar sem vel var hlúð að henni. Missir Badda frænda sem bjó með ömmu og afa er mikill. Varla leið sá dagur að hann kæmi ekki til hennar þau 5 ár sem hún dvaldi á Droplaugar- stöðum. Við vitum að nú líður henni vel t Ástkær eiginmaður minn, RAGNAR F. GUÐMUNDSSON, Sogavegi 86, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. desember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vin- samlega bent á SIBS og Hjartavernd. Bergljót Sveinsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEINUNN INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR er látin. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 18. þ.m. kl. 13.30. Theódór Halldórsson, Geirrún J. Theódórsdóttir, Steve Murgatroyd, Steinunn H. Theódórsdóttir, Jakob H. Ólafsson, Bryndís Theódórsdóttir, Ellert Róbertsson, Atli Þór Jóhannesson, Sigríður E. Hjálmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. og er búin að sjá drengina sína sem hún missti unga. Við biðjum góðan Guð að styrkja mömmu og Badda á erfiðum stundum. Minningin um ömmu á Skeggjó mun ylja okkur um ókomna framtíð. Margrét og Guðrún ína. Þegar ég kom í Norðurmýrina 8 ára gamall haustið 1943 varð Marta Guðbrandsdóttir einn fyrsti ná- granninn, sem ég kynntist. Var það vegna vinskapar við Guðbrand son hennar, sem var jafnaldri minn upp á mánuð, auk þess sem ég hafnaði í hans bekk í Austurbæjarskólanum hjá Steinunni Bjartmarsdóttur. í þá daga var gatan helsti leikvöllur barna á öllum aldri, og þar áttum við Baddi ekki alltaf samleið, því að hann tilheyrði Skeggjagötunni, en ég Flókagötunni, og hverfið var þá svo fjölmennt af börnum, að sá munur skipti miklu máli. En auk bekkjartengslanna var það brenn- andi áhugi á fijálsum íþróttum, sem sameinaði okkur fljótlega yfir þessi landamæri, en þær stunduðum við hvar sem við varð komið. Við stofn- uðum líka virðulegan spilaklúbb með bekkjarbræðrunum Helga V. Jónssyni og Steinari Jakobssyni, þar sem sest var vikulega að skák og spilum á heimilum félaganna. Yfír öllu þessu vakti Marta ásamt mæðrum okkar hinna og studdi okkur með ráðum og dáð. Ég man enn fyrstu heimsókn mína í eldhúsið til Mörtu, sumpart af því að hún bauð upp á kókó- malt, sem ég átti þá ekki mjög að venjast. En kannski varð hún eink- um minnisstæð vegna þess, að ég mætti þar strax sama viðmótinu og ætíð síðan, hlýjunni, gleðinni og umhyggjunni, sem aldrei breyttist eða brást. Það fór ekki á milli mála, að hún var góð kona í fyllstu merk- ingu þess orðs, og sýndi það í smáu sem stóru. Umhyggjusemin var aðalsmerki hennar, en hún var líka glaðvær og brosmild og horfði sterkt til hinna bjartari hliða tilver- unnar. Hún unni mjög Guðjóni, eig- inmanni sínum, reyndri kempu úr bifreiðastjórastétt, og til þeirra var ávallt gott að koma. Þar var meðal annars oft rætt um æskuslóðir Mörtu að Loftsölum við Dyrhólaey, þar sem hún ólst upp í stórri fjöl- skyldu við ýmsa framandi búskap- arhætti. Þau hjónin voru ræktarsöm um land og þjóð, og naut ég þess einnig á síðari árum, því þess mátti alltaf vænta að hitta Mörtu fyrir á íslenskum búningi, þegar haldið var á Austurvöll til að fagna 17. júní. Á kveðjustund get ég ekki látið hjá líða að votta þessari mætu konu virðingu mína og þakklæti fyrir forn kynni, sem urðu drjúgt vega- nesti. Hún var sérstök f hópi þeirra húsmæðra, sem prýddu Norðurmýr- ina á æskuáruin mínum, og það var í senn styrkur og ánægja að vita af því, að hún gat haldið heimili sitt þar með reisn uns ellin knúði á fyrir fáum árum. Blessuð sé minning hennar. Hjörtur Torfason. Þær fylgdust nokkurn veginn að tuttugasta öldin og hún Marta móð- ursystir mín. Hún fæddist 8. janúar aldamótaárið og vantaði því aðeins rúm ijögur ár til að fylla öldina. Sama árið tóku foreldrar hennar við búsforráðum að Loftsölum í Mýrdal þegar móðurafi Mörtu, Björn Bjömsson, lést en hann og kona hans Elín Þórðardóttir höfðu búið þar. Guðbrandur og Elín, foreldrar Mörtu, áttu fyrir eina dóttur, Sigur- veigu, tveimur árum eldri en Marta. Á Loftsölum stækkaði fjölskyldan hratt og örugglega. Á átján árum eignuðust þau hjón fjórtán böm, þó aldrei fleirbura. Fyrsta barnið sem fæddist á Loftsölum dó í frum- bemsku. Hin bömin voru öll hraust og heilbrigð og náðu góðum aldri. Þau sem styst lifðu dóu um sex- tugt. Eftir lifa nú tvær systur: Matt- hildur (sem var yngst) og Sigurlín, vistmaður á Droplaugarstöðum. Marta hefur eflaust tekið veru- legan þátt í uppeldi yngri systkina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.