Morgunblaðið - 14.12.1995, Síða 65

Morgunblaðið - 14.12.1995, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 65 BREF TIL BLAÐSINS Happaþrennan - siðlaus markaðssetning Frá Önnu Heiðu Pálsdóttur: VIÐ ERUM heppin sem búum á Islandi. Meðan foreldrar barna í öðrum löndum þurfa að safna árum saman fyrir háskólanámi barna sinna, gefst öllum hér á landi kost- ur á háskólanámi sér að kostnaðar- lausu (eða sama sem), og þar að auki er hægt að sækja um námslán sem nægir viðkomandi til framfær- is á meðan á náminu stendur. Þessir einstæðu möguleikar ís- lendinga til háskólanáms eru ekki eingöngu „ríkinu“ að þakka, heldur hinum ýmsu fjáröflunarleiðum Há- skóla íslands, þ.á m. HHÍ, Happa- þrennum, spilakössum o.fl. Ég und- irrituð, sem er nemi í Háskólanum, geri mér fullkomlega grein fyrir því að ef ekki væri um þessar fjár- öflunarleiðir að ræða, gæti HÍ ekki staðið undir þeim gífurlega kostn- aði sem rekstur hans krefst. Sjálf hef ég átt fastan miða í HHÍ í u.þ.b. 20 ár og kaupi mér þar að auki Happaþrennu annað slagið með góðri samvisku, því að um leið tei ég mig vera að styrkja æðstu menntastofnun þjóðarinnar (eða tel mér trú um það, því mest langar mig til að vinna). Hins vegar er ég á móti þeim aðferðum sem undanfarið hefur veri beitt við sölu Happaþrennunar, þ.e. sjónvarpsauglýsingum sem beint er til barna og unglinga, en ekki sjálfráða fullþroskaðra ein- staklinga. Hér er um tvær auglýs- ingar að ræða: Hin fyrri sýnir stúlku sem á í orðaskaki við föður sinn vegna þess að hana langar ekki til þess að skila Happaþrennunni sinni og fá í staðinn peninga, heldur er hún af einhverri ástæðu að reyna að safna öllum jólasveinunum. Þau deila smástund: hún krefst þess að faðir hennar kaupi fleiri Happa- þrennur, en honum finnst að hún eigi sjálf að fjármagna kaupin (en þeir peningar koma líklega einnig úr hans vasa). Auglýsingunni lýkur með því að þau eru enn að karpa um það hvort eigi að borga; „Nei, þú“! „Nei, þú“ o.s.frv. Hin auglysingin sýnir dreng, sem fær „mjúkan" pakka í jólagjöf, og er ekki alls kostar ánægður með sinn hlut. Það lyftist hinsvegar á honum brúninn þegar það kemur í ljós að utan á honum er Happa- þrenna. Kætist hann mikið við upp- götvunina, fyrirgefur hinum sak- lausa gefanda móðgunina (þ.e. að dirfast að gefa „mjúkan“ pakka) og skemmtir sér síðan vel við að skafa af miðanum. Það kemur í ljós að hann hefur unnið 500.000 krón- ur, og hrópar hann: „Þú ert uppá- haldsfrænkan mín!“ Við skulum ekki reyna að geta okkur til um það í hvaða sæti vinsældalistans gjaf- milda frænkan lendir ef enginn vinningur leynist á miðanum. Ásteytingarefni mitt varðandi þessar auglýsingar eru skilaboðin sem þær flytja. Báðar auglýsing- arnar eru gerðar „í anda jólanna", þ.e. umhverfið minnir á jólin og undirbúning jólanna. Skilaboðin hafa hins vegar ekkert með jólin að gera, t.d. frið, hátíðleika, ná- ungakærleik eða gagnkvæma ást og virðingu foreldra og bama. Það er fremur að auglýsingamar hvetji börn til frekju, tilætlunarsemi, lítil- lækkunar (og jafnvel virðingarleys- is) á foreldrum og ástvinum, og síðast en ekki síst að besta afþréy- ingin um jólin væri að spila fjár- hættuspil. Samkvæmt lögum (kennslugrein við HÍ) mega börn innan 16 ára aldurs ekki stunda fjárhættuspil, og ef mér skilst rétt varðar það einnig við lög að hvetja þau til þess. Einnig grunar mig að í auglýsingunum felist brot á fleiri lögum, t.d. samkeppnislögum og Glatað tækifæri rík- isstjórnar og ASI Frá Hólmgeiri Björnssyni: MEGINÁGALLI núverandi skatt- kerfis er miklar jaðarálögur á tekjulitlar barnafjölskyldur. Al- gengt er, að þær séu 60-75% á bilinu frá skattleysismörkum í um 230.000 samanlagt hjá hjónum, þ.e. frá 60.000 til 115.000 á hvort hjóna (nákvæmar tölur hef ég ekki). Ástæðan er einkum tekju- tengd skerðing barnabótaauka, sem hefst reyndar um 10.000 kr. neðan hinna almennu skattleysis- marka. Hjá þeim sem njóta að auki húsaleigubóta keyrir um þverbak, þá geta álögurnar farið í 90% á hluta þessa bils. Aukin vinna eða hækkuð laun skila sér ekki í aukn- um ráðstöfunartekjum hjá þessu fólki. Hátekjumennirnir njóta hins vegar vildarkjara, jaðarálögur á þá eru aðeins um 47%. Ég gerði grein fyrir þessu ástandi í greinum í Mbl. 13. des., 2. feb. og 8. apríl sl. Seinna hafa ýmsir aðrir birt útreikninga sem sýna það sama, • m.a. ASÍ. Skal það ekki rakið frek- ar hér. Ég held því fram, að lagfær- ing þessa ástands eigi eða ganga fyrir öllu öðru og þoli ekki nokkra bið. Nú fréttist af fyrirheitum um almenna skattalækkun. Hún á að ná til allra, nema að sjálfsögðu þeirra lægst launuðu. Skattleysis- mörk eru há, svo að hækkun þeirra nýtist ekki nema tekjur séu nokkuð umfram lægstu laun. Aukinn halli á ríkissjóði er okkur öllum til tjóns. Skattheimta á íslandi er ekki mikil ef borið er saman við önnur lönd, þar sem stefnt er að almennri vel- lögum um (mis-)notkun barna í auglýsingaskyni. Það vekur furðu mína að fjölmiðlar skuli fyrirvara- laust samþykkja birtingu auglýs- inganna, þar sem þeir bera skv. lögum ábyrgð á því sem þeir birta. Þess vegna langar mig til þess að mótmæla auglýsingum sem þessum og biðja framleiðendur þeirra að hlífa okkur (sem erum af veikum mætti að reyna að ala börnin okkar skynsamlega upp) við slíkum skilaboðum. Eins og áður sagði er ég alls ekki að mótmæla vörunni (þ.e. Happaþrennunni) sem slíkri, heldur markaðssetningunni. Siglið á einhver önnur mið en til barnanna okkar, það er nógu erfitt fyrir þau að ná áttum í nútímaþjóð- félagi án brenglaðra skilaboða sem þessara. Það er fátt eftir „óspjall- að“ fyrir þau að njóta skilyrðis- laust. Ekki eyðileggja jólin líka. ANNA HEIÐA PÁLSDÓTTIR, Álfaheiði 42, Kópavogi. ferð þegnanna. Alvarlegast er, að menntakerfið er í fjársvelti sem nemur milljörðum króna. Stefnir það velferð þjóðarinnar i framtíð- inni í tvísýnu. Það verður því að teljast tvísýnt, að almenn skatta- lækkun sé nokkrum til hagsbóta. Hveijum sem til þekkir á að vera augljóst, að brýnt er að stór- lækka jaðarálögur á bamafólk. Auk þess að setja þak á saman- lagða skerðingu vegna barnabóta- auka annars vegar og húsaleigu- bóta eða vaxtabóta hins vegar, ætti að koma til álita að fresta tekjutengdum afborgunum af námslánum, sem geta verið allt að 7% af tekjum. Sérstakt undrunar- efni er, að þeir sem glamra hæst um hækkun skattleysismarka skuli ekki sjá neitt athugavert við,. að þau skuii vera um 10.000 kr. lægri hjá barnafólki en öðrum með allt að 22% álagningu. En það er svo sem ekkert nýtt, að ASÍ og rík- isstjórn sýni skort á skilningi á samhenginu í velferðarmálunum. Ég var reyndar svo barnalega bjartsýnn að halda í vor, að málið væri í höfn. Undir lok kosningabar- áttunnar var Alþýðubandalagið farið að tala um nauðsyn þess að lækka jaðarskatta, og þegar kom að stjórnarmyndunarviðræðum minnir mig, að allir væru orðnir sammála um það. Er það ekki í stjórnarsáttmálanum? Niðurstaðan bendir til, að ráðamenn hafi ekki haft hugmynd um, hvað um er að ræða. HÓLMGEIR BJÖRNSSON, tölfræðingur. Bílhræ valda mengnn Frá Guðmari Marelssyni: AUSTAN megin við Vífilfell á leið- inni inn í Jósepsdal blasir heldur nöturleg sjón við ferðafólki. Þar hafa einhveijir losað sig við bílhræ. Þar liggja þau nú öllum til ar- mæðu, nema kannski skotmönnum, sem virðast hafa allt að skotspæni þegar lifandi bráð er ekki í skot- máli og enginn sér til. Þessi bílhræ eru sundurtætt, tóm skothylki, brotajárn og glerbrot liggja út um allt. Brotnir rafgeymar úr bílunum valda mengun, því innihald þeirra blandast regnvatni sem síast í gegn- um hraunið og safnast síðar í Gvendarbrunna — þaðan sem borg- arbúar fá drykkjarvatn sitt. Bílhræ- in hafa lengi legið þama í hirðu- leysi og vil ég skora á þá sem bera ábyrgð á þessu svæði að fjarlægja þau hið snarasta. GUÐMAR MARELSSON, Melabraut 38, Seltjarnarnesi. No. 1 A METSÖLULISTA NEW YORK TIMES CELESTINE HANDRITIÐ Þú hefur aldrei lesið bók sem þessa James Redfield CELESTINE HANDRITIÐ hefur aö geyma leyndar-dóma sem eru að gjörbreyta h^iminum. Bókin er byggö á fornri visku úr perúsku handriti og okkur er kennt aö sjá samhengi atburöanna í lífi okkar... jafnframt opinberar hún okkur hvaö gerist á komandi árum! Bókin hefur gengiö frá manni til manns siöan hún kom í litlar bókaverlsanir víöa um Ameríku. CELESTINE HANDTIÐ kemur fram í dagsljósiö þegar mannkynið þarf verulega á því aö halda aö lesa þaö sem bókin hefur fram aö færa. Sagan er heillandi ævintýri og uppgötvun en um leiö leiðsögn sem getur hjálpaö til aö átta okkur á stööu okkar og leiöbeint meö nýrri orku og bjartsýni þegár viö höldum ferö okkar áfram á vit morgundagsins. Jairies Redfif “°X»»iT" BÓK SEM KEMUR AÐEINS FRAM EINU SINNI Á MANNSÆVI OG SKIPTIR SKÖPUM í LÍFI FÓLKS. FÆST í ÖLLUM HELSTU BÓKAVERSLUNUM. VERÐ KR. 2.490 Ummæli lesenda Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur: „Bókin er gullmoli sem gefur andlegan auð og vekur okkur til umhugsunar um tilgang og fegurð lífsins." (tk*. Herdís Finnbogadóttir, líffræðingur: „Lestur Celestine handritsins gaf mér heildarmynd yfir lífið og ég fékk skilning á því sem ég hef lengi verið að skoða." Ævar Guðmundsson, sölumaður: „Eftir lestur þessarar bókar er ég sann- færður um að það eru engar tilviljanir til.“ Ketill Sigurjónsson, orgelsmiður: „Celestine er bók sem opnar manni margar nýjar dyr í völundarhúsi lífsins. Hún vísar leiðina inn í nýja öld.“ Guðmundur Einarsson, verkfræðingur: „Bókin heldur athygli manns frá upphafi til loka og opnar innsýn í nýja veruleika." Ólafur Guðlaugsson, grafískur hönnuður: „Eftir lestur Cele- stine handritsins horfi ég á samskipt- aleiki fólks frá allt öðru sjónarhorni en ég gerði áður og sé fólk raða sér í hlutverk í leikriti lífsins." Sveinbjörg Eyvindsdóttir, svæfingahjúkrunarfræðingur: „Þessi bók lýsir leiðinni í Ijósið á hugvit- samlegan og spennandi máta.“ LEIÐARLJÓS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.