Morgunblaðið - 14.12.1995, Page 76

Morgunblaðið - 14.12.1995, Page 76
SYSTEMAX Kapalkerfi fyrir öll kerfi hússins. <o> NÝHERJI SKIPHOCTl 37 - SIMI 588 8070 Alltaf skrefi á undan MORGUNBLADID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kanna möguleika á stofnun nýs fjármálafyrirtækis DAGAR TIL JÓLA Hugmynd að stofn- un heildsölubanka Þorsteinn Már Baldvinsson Getur verið til góðs að fá útlendinga í útveginn ÞORSTEINN Már Baldvinsson, framkvæmdastjóri útgerðarfyrir- tækisins Samheija á Akureyri, seg- ist óhræddur við að leyfa útlending- um að fjárfesta í sjávarútvegsfyrir- tækjum á íslandi. „Ég er alveg óhræddur við að breyta lögunum þannig að erlendir aðilar geti átt í íslenskum sjávarút- vegi. Ég tel að það geti orðið sjávar- útveginum til góðs og sé jafnvel nauðsynlegt fyrir framtíðarþróun greinarinnar," segir hann í samtali við Morgunblaðið. ■ Óhræddur / D14 -----»-■»-■♦--- Húsavík G-listi gefur eftir full- trúa sinn EINAR Njálsson bæjarstjóri og Sig- uijón Benediktsson, forystumaður Sjálfstæðisflokksins, verða fulltrúar Húsavíkurkaupstaðar í stjórnum Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. og útgerðarfélagsins Höfða hf. Sam- komulag varð um þetta á bæjar- ráðsfundi í gær og þar með varð endanlega ljóst að núverandi meiri- hluti Frarnsóknarflokks og Alþýðu- bandalags heldur velli. Meirihlutaflokkamir í bæjar- stjóm Húsavíkur höfðu áður hvor sinn fulltrúann og minnihlutinn þann þriðja. Vegna breytinga á eignaraðild fækkar fulltrúum bæj- arins um einn og missir Alþýðu- bandalagið sinn fulltrúa því Einar er fulltrúi Framsóknarflokks. STÚFUR um ekki bankaþjónustu heldur þjóna fyrst og fremst stærri fyrir- tækjum og stórum fjárfestum. Þó er rætt um að starfssvið hins nýja fyrirtækis myndi ekki einskorðast við slíka starfsemi heldur myndi það einnig leita fyrir sér á fleiri sviðum íslenska fjármálamarkað- arins. , í frumathuguninni var bent á þann möguleika að nú þegar væri hægt að nálgast hlutabréf í ís- landsbanka á almennum markaði, auk þess sem Búnaðarbankinn yrði væntanlega seldur í náinni framtíð og vakin athygli á hugsan- legu samstarfi eða samruna nýja fjármálafyrirtækisins við annan hvorn bankann. Endurskoðun á lífeyriskerfi ríkisins að hefjast Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Þökur skomar á Lúsíudegi FINNUR Aðalbjörnsson er lík- var við þá iðju á Hrafnagili í lega vanari því að sinna öðrum Eyjafjarðarsveit í gær, á Lúsíu- störfum I sveitinni á þessum árs- deginum 13. desember, en hitinn tíma en að skera þökur. Hann komst þá upp undir 10 stig. HÓPUR fjárfesta er að kanna möguleikann á því að setja á fót nýtt fjármálafyrirtæki hér á landi og hefur frumathugun á því hvort svigrúm sé fyrir slíkt fyrirtæki á markaðnum þegar verið gerð. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er stofnun heildsölubanka meðal þeirra hugmynda sem til umræðu eru. í hópi fjárfestanna sem standa fyrir umræddri könnun eru tvö stærstu tryggingafélög landsins, Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Vátryggingafélag Islands hf., auk fleiri aðila. í frumathugun ijárfestanna var fyrst og fremst kannað hvort ein- hver ónýtt tækifæri væri að fínna fyrir fyrirtæki af þessu tagi hér á landi, og var leitað fyrirmynda á Norðurlöndunum og í Banda- ríkjunum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins eru niðurstöður athug- unarinnar ekki afgerandi um það hvort hér sé um fýsilega kosti að ræða. Eru fjárfestarnir nú að íhuga framhaldið. Rætt um heildsölubanka Ekki fékkst staðfest hvers kon- ar þjónustu þetta fyrirtæki myndi einbeita sér að, en stofnun nokk- urs konar heildsölubanka er meðal þeirra hugmynda sem ræddar eru. Heildsölubankar veita einstakling- Jólin undirbúin Morgunblaðið/Ámi Sæberg SR. JAKOB Roland í Kristskirkju, Landakoti, hef- ur tekið að sér að þrífa kirkjuna að innan fyrir jólin. Nokkuð er um liðið síðan kirkjan var síðast máluð og bera veggirnir merki eftir kertasót. Flugumf er ðarstj órar íhuga að vinna ekki eftir áramót Sinna ekki verklegri þjálfun nemenda MIKIÐ hefur verið spurst fyrir um námskeið í flugumferðarstjóm og um 200 umsóknareyðublöð um nám- ið eru farin út, en námið var aug- lýst á sunnudag. Skömmu eftir að uppsagnir flugumferðarstjóra komu til í haust ákvað Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) að sinna ekki verklegri þjálfun fólks sem þeg- ar er í námi. A fundi flugumferðar- stjóra í gærkvöldi var rætt um neyð- aráætlun Flugmálastjórnar og kom fram að það yrði komið undir hveij- um og einum þeirra, sem gert hefur verið að vinna fram yfir uppsagnar- frestinn, hvort hann mætti til vinnu eftir áramót. „Það hefur verið gríðarlegur áhugi á þessu og stöðugur straumur af fólki,“ sagði Hallgrímur Sigurðs- son, forstöðumaður rekstrarsviðs Flugmálastjórnar. Þetta væri meiri áhugi en venjulega. Aðspurður hvort rétt væri að flug- umferðarstjórar neituðu að leiðbeina þeim nemum sem væru í námi nú, sagði Hallgrímur svo vera. Hann sagði að mjög fljótlega eftir að upp- sagnirnar hefðu komið til í október hefði FÍF ákveðið að sinna ekki verk- legri þjálfun þessara manna. Hall- grímur sagði að Flugmálastjóm hefði lokið við að útbúa neyðaráætl- anir sínar og yrðu þær birtar fljót- lega. Þorleifur Björnsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, sagði að neyðaráætlunin hefði m.a. verið rædd á félagsfundi í gærkvöldi. Eins og staðan væri nú yrði það undir hveijum ogeinum félagsmanni kom- ið hvort hann treysti sér að mæta til vinnu eftir 1. janúar. Mikið álag Þorleifur sagði að áætlunin hefði ekki verið kynnt. Hann benti á að sennilega yrðu t.d. helmingi færri flugumferðarstjórar á vakt á Kefla- víkurflugvelli en nú og því myndi fylgja mikið álag. Flugumferðar- stjórar hefðu verið gerðir ábyrgir fyrir dómi vegna mistaka og sumir væm smeykir við að mæta í vinnuna. Fortíðar- vandinn verði gerð- ur upp FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að ráðast í viðamikla endur- skoðun á lífeýriskerfi opinberra starfsmanna sem miðar að því að stöðva hallarekstur kerfisins og gera upp fortíðarvanda þess. Að sögn Steingríms Ara Arason- ar, aðstoðarmanns fjármálaráð- herra, hefur fjármálaráðherra sett sér það markmið að lífeyrisskuld- bindingar ríkissjóðs verði færðar til bókar. Annars vegar verði fortíðin gerð upp. Hins vegar verði þess gætt í framtíðinni að færa til gjalda þá skuldbindingu sem verið er að stofna til á hveijum tíma og gerðar ráðstafanir til að koma í veg fyrir uppsöfnun fortíðarvanda. Steingrímur Ari segir að stefnt sé að því að gera lífeyrissjóðina sjálfstæða þannig að þeir fái iðgjöld fyrir skuldbindingum sínum, sem stofnað er til, jafnóðum. Þetta þýði að í stað uppbótar á lífeyri eins og ríkið greiði núna þurfí að koma til hækkun á iðgjaldi. ■ Lífeyriskerfið/El

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.