Morgunblaðið - 14.12.1995, Side 16
16 D FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995
l
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Svandís Þóroddsdóttir fatahönnuður flutt heim frá Danmörku
Börnin sýndu frj álsleg
spariföt með tilþrifum
GLEÐIN skein úr svip unga
fólksins sem sýndi föt á tískusýn-
ingu í Deiglunni á dögunum. Þau
voru að sýna föt sem Svandís
Þóroddsdóttir fatahönnuður hef-
ur verið að hanna og sauma nú
í haust. Það var líka greinilegt
að þeir sem eldri voru og fylgd-
ust með höfðu gaman af.
Svandís Þóroddsdóttir fata-
hönnuður og fjölskylda hennar,
eiginmaðurinn Grétar Orlygsson
tölvunarfræðingur og þrír synir,
Birkir Örn, 13 ára, Oddur 5 ára
og Reynir 3ja ára eru nýflutt til
Akureyrar frá Danmörku þar
sem þau hafa búið sjö síðustu ár.
Þau bjuggu skammt utan Kaup-
mannahafnar, í Gladsaxe. Svan-
dís lærði fatahönnun í Colenbina
skólanum í Kaupmannahöfn
fyrstu tvö árir. en starfaði síðan
að faginu en Grétar starfaði hjá
Den Danske Bank.
Ætluðum alltaf heim
„Okkur líkaði vel úti, en ætluð-
um svo sem aldrei að vera þar
allt okkar líf. Það var mjög gott
að búa í Danmörku, en okkur
þótti leiðinlegt að börnin kynnt-
ust fjölskyldu sinni svo lítið. Við
ræddum oft um að flylja heim
og sögðum alltaf að það yrði á
næsta ári og svo á því næsta, en
svo kom að því í sumar að við
seldum íbúðina okkar og létum
verða af því að koma heim,“
sagði Svandís.
Langar að opna
vinnustofu
Bæði Svandís og Grétar eru Ak-
ureyringar og því Iá beint við
að flytja í heimabæinn. „Við vor-
um að sækjast eftir meiri tengsl-
um við fjölskyldur okkar, þess
sem við söknuðum mest úti. Þess
vegna vildum við flytja til Akur-
eyrar, því okkur fannst við alveg
eins geta átt heima í Kaupmanna-
höfn eins og Reykjavík upp á það
að gera.“ Grétar starfar í
Reykjavík og kemur norður af
og til, en þau vona að hann fái
atvinnu á Akureyri áður en langt
um líður.
Svandís hefur leigt sér kjall-
araíbúð nyrst í Glerárhverfi, en
hefur hug á að opna vinnustofu
síðar og færa dálítið út kvíarnar.
Þannig vill hún leggja sitt af
mörkum til uppbyggingar at-
vinnulífsins í heimabæ sínum en
á því hefur hún mikinn áhuga.
„Eg tel líka að ég hafi meiri
möguleika á að gera eitthvað hér
en fyrir sunnan. Mig langar að
opna vinnustofu og reyna að
skapa einhverja atvinnu í kring-
um það sem ég er að gera,“ seg-
ir hún en ætlar sér í framtíðinni
að vinna að því að nýta íslensku
ullina í sínu starfi. „Eg ætla að
reyna að skapa mér sérstöðu,
vera ekki að gera nákvæmlega
það sama og aðrir eru að gera.“
Nú nýlega hélt Svandís sýn-
ingu á fatnaði sem hún hefur
hannað á ung börn, að 7 ára aldri
og tókst hún einkar vel, en 9
börn sýndu fötin hennar
Svandísar og stóð unga sýning-
arfólkið sig með prýði. „Eg hef
verið að einbeita mér upp á síð-
kastið að því að hanna föt á
stráka, ég tók eftir því þegar
ég var að leita að fötum á strák-
ana mina að það vantaði
skemmtileg og fijálsleg föt á
litla stráka. Eg vil að börnunum
líði vel í fötunum sem ég geri,
en hef líka að leiðarljósi að for-
eldrarnir séu sáttir við þau,“
sagði Svandís. Hún notar hand-
gerðar tölur á öll fötin sem hún
saumar, þær gerir Sveina Jó-
hannesdóttir textílnemi úr Eyja-
fjarðarsveit, en tölurnar selja
svip sinn á fatnaðinn.
Nóg að gera
Viðbrögðin við sýningunni í
Deiglunni voru mjög góð að sögn
Svandísar. „Eg sé fram á að hafa
nóg að gera á næstunni, en hef
hug á því síðar að fá aðra sem
eru í svipaðri framleiðsu til liðs
við mig, þannig að hægt verði
að framleiða meira, “ segir Svan-
dís Þóroddsdóttir.
SVANDÍS hafði í mörg horn að líta á sýningunni í Deiglunni,
hér huggar hún hana Heklu litlu Skjaldardóttur.
Morgunblaðið/Kristján
RAGNHEIÐÚR Vilma Ingvarsdóttir, Fanney Ryes Guðmunds-
dóttir og Hekla Skjaldardóttir.
REYNIR Grétarsson og Sunna Svavarsdóttir.
HRESSIR strákar í fijálslegum fötum, Þóroddur Ingvarsson,
Oddur Grétarsson og Daníel Jóhannsson.
Hann er af sumum kallaður sjö mánaða maðurinn
Ekki hingað kominn til að
setja allt á annan endann
ÞÓRÐUR Guðbjörnsson
er af sumum kallaður 7
mánaða maðurinn og
hann er misjafnlega vin-
sæll innan bæjarkerfis-
ins. „Eg hef heyrt ýmis-
legt sagt um þetta starf,
sumt af því ér ekki
sanngjarnt en annað á
kannski við einhver rök
að styðjast. Ég er þó
ekki hingað kominn til
þess að setja allt á ann-
an endann,“ segir Þórð-
ur.
Hann var ráðinn til
þess að fara yfir rekstur
ýmissa málaflokka,
koma með athugasemd-
ir, athuga innkaup og
margt fleira. Spamaðartillögur Þórð-
ar í rekstri íþróttamannvirkjanna
hafa farið fyrir bijóstið á starfsfólki
þeirra og hefur það mótmælt þeim,
m.a. á fundi bæjarstjórnar nýlega.
„Hluti af þessu verkefni hefur
verið að fara yfir allan rekstrarkostn-
að mannvirkja og koma um leið með
skynsamlegar tillögur til að lækka
kostnað. Að sjálfsögðu er launa-
kostnaður stór þáttur í rekstri
íþróttamannvirkja og meiri en sums
staðar annars staðar."
Þórður segir að alltaf
sé verið að tala um að
hagræða í rekstri og
nýta peninga skatt-
borgara betur. í ljósi
minnkandi tekna sé enn
meiri ástæða til að að-
laga reksturinn í sam-
ræmi við það.
„Ég kem mínum til-
lögum um sparnað til
hagsýslustjóra og
bæjarstjóra, sem er
kosinn til þess að taka
ákvarðanir um fram-
haldið ásamt öðrum
bæjarfulltrúum. Þetta
snýst ekki um að ég sé
einhver vondur maður
og ef ég hefði ekki komið með þess-
ar tillögur hefði einhver annar gert
það. Ég er hins vegar í þeirri að-
stöðu að vera blóraböggull en óverð-
skuldað."
-Margir hafa talað um að í þess-
ari endurskoðun hafí verið byrjað á
öfugum enda. Hefði ekki átt að byrja
á því að skoða launakjör þeirra
hæst launuðu innan bæjarkerfísins
ogfara síðan niður eftir launastigan-
um?
„Það eru öll mál til skoðunar, líka
launamál þeirra hæstlaunðu. Hins
vegar var sú stefna mörkuð að byija
á að skoða skipulag íþróttamann-
virkjanna og endurskipuleggja
rekstrarforsendur þeirra.“
Einnig er verið að skoða innkaup
á vegum bæjarins, svo og útboð á
vöru og þjónustu. Þórður var ráðinn
til starfa í sjö mánuði og hann hefur
þegar starfað við þessa skoðun í
þrjá. Hann er með BS gráðu í rekstr-
arfræði og hefur starfað hjá nokkr-
um sveitarfélögum og því búið víða
á landinu. Þórður segist kunna
ágætlega við sig á Akureyri, þrátt
fyrir það að vera af sumum talinn
„vondi maðurinn."
Málefni íþróttamannvirkja bæj-
arins og sparnaðartillögur Þórðar,
voru til umræðu á síðasta bæjar-
stjórnarfundi. Þórarinn E. Sveins-
son, Framsóknarflokki, sagði m.a.
að með ráðningu Þórðar hafi ekki
verið meiningin að menn gengju
haltir eða særðir frá borði, vegna
tillagna hans. Þórarinn B. Jónsson,
Sjálfstæðisflokki, hafði einnig sínar
athugasemdir og taldi að menn hafi
farið offari í málinu og alveg gleymt
mannlega þættinum.
Þórður
Guðbjörnsson