Morgunblaðið - 14.12.1995, Page 20
20 D FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Fimm framsóknarmenn og einn alþýðuflokksmaður skipa meiríhluta í bæjarstjóm Akureyrar á
yfírstandandi kjörtímabili. Sjálfstæðismenn, sem eru þrír í bæjarstjóm, og alþýðubandalagsmenn,
sem eru tveir, eru í minnihluta. Margrét Þóra Þórsdóttir spjallaði við oddvita flokkanna fjögurra.
Blómlegt líf á ný
„SAMBANDSVERKSMIÐJURNAR voru starfræktar á þessu svæði á Gleráreyrum. Þar störfuðu yfir
800 manns á blómaskeiði þeirra, en hrun starfseminnar „hafði sársaukafullar afleiðingar í för með
sér,“ eins og Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi segir. Nú er blómlegt atvinnulíf á svæðinu á nýjan leik.
Jakob Bjömsson bæjarstjóri
Betri samgöngur styrkja
stöðu Akureyrar
AKUREYRARBÆR er þessa dag-
ana að selja eignarhlut sinn í tveim-
ur fyrirtækjum, loðnuverksmiðjunni
Krossanesi fyrir 150 milljónir króna
og hlutabréf sín í Skinnaiðnaði fyr-
ir rúmar 60 milljónir króna auk
þess sem ákveðið hefur verið að
selja hlutabréf bæjarins í fóðurverk-
smiðjunni Laxá.
Jakob Bjömsson bæjarstjóri og
oddviti Framsóknarflokks segir það
stefnu núverandi meirihluta að losa
sig út úr atvinnurekstri og verði á
næsta ári haldið áfram að selja hlut
bæjarins í fyrirtælqum. Stærsta
eign bæjarins eftir sölu á Krossa-
nesi og Skinnaiðnaði eru hiutabréf-
in í Útgerðarfélagi Akureyringa og
segir bæjarstjóri að áður en til þess
komi að hlutur Akureyrarbæjar í
fyrirtækinu verði seldur verði leitað
eftir faglegri ráðgjöf um hvemig
best sé að standa að sölunni. Hann
segir hins vegar ljóst að hlutur
bæjarins í ÚA muni mirinka vem-
lega á næsta ári, það sé marklaust
að tala um eignasölu og undan-
skilja stærstu eign bæjarins.
Úm síðustu áramót var tæplega
54% eign Akureyrarbæjar í ÚA um
341 milljón króna að nafnvirði. Alls
átti bærinn þá eignir í fyrirtækjum
að nafnverði 575 milljónir króna.
Bókfært verð hlutabréfa sem skráð
em á hlutabréfamarkaði nam í árs-
lok 342 milljónum króna, en skráð
kaupgengi bréfanna á sama tíma
var um 973 milljónir króna.
Eiga ekki að vasast í
atvinnurekstri
„Það er ekki verkefni
sveitarfélaga að vasast í
atvinnurekstri. Það er að mínu
mati réttlætanlegt og eðlilegt að
þau komi inn í slíkan rekstur þegar
á bjátar, að þau geti þá rétt
hjálparhönd tímabundið, en um leið
og umsvifín aukast
eiga þau að draga sig
í hlé.“
Jakob segir
Akureyrarbæ hafa á
síðustu tíu ámm
gengið í gengum
miklar hremmingar í
atvinnulífí, stór fyrir-
tæki sem einkenndu
atvinnulíf bæjarins
hafa ýmist hætt rekstri
eða dregið verulega úr
starfsemi sinni. „Þetta
umrót hefur ekki
gengið sársaukalaust
yfír, það sem fyrir var
og menn héldu að
byggi á traustum
gmnni hmndi, það var mikið áfall.
Bæjarfélagið hefur komið
myndarlega að því að rétta við þann
rekstur sem hægt var og til þess
vom tekin lán, á sama tíma héldum
við dampi að því er varðar rekstur
og framkvæmdir ' á vegum
bæjarfélagsins og því er nú svo
komið að Framkvæmdasjóður sem
hefur fjármagnað þátttöku okkar í
atvinnurekstri er skuldum vafínn.
Með sölu eigna sjáum við fram á
að geta rétt stöðu hans við,“ segir
Jakob. „Hefði ekkert verið að gert
má gera ráð fyrir að skuldir sjóðsins
yrðu um 750 milljónir króna um
áramót.
Sveitarfélög
verða sameinuð
Jakob telur að aðstæður til sam-
einingar sveitarfélaga við Eyjafjörð
séu ákjósanlegar, samgöngur séu
eins og best á verði kosið og ekki
sé spuming að af sameiningu verði,
en betra sé að fara sér hægt og
undirbúa málið vel. „Það eru engin
rök að mínu mati að benda á auk-
inn áhuga á Vestfjörðum fyrir sam-
einingarmálum, það
hm'ga að því öll rök að
við sameinum sveit-
arfélög hér við Eyja-
fjörð en við megum
ekki láta þá sem eru
lengra komnir á þessu
sviði hafa áhrif á okk-
ur. Við verðum að
skoða málið vandlega
með okkar hagsmuni í
huga Við verðum að
fínna skynsamlega leið
sem hentar okkur og
skoða á hvem hátt við
getum veitt íbúum
svæðisins sem besta
þjónustu."
Austfirðingar sæki
hingað þjónustu
Miklar framfarir á sviði sam-
göngumála telur hann styrkja
stöðu Akureyrar, hann nefnir að
þegar hann flutti til Akureyrar árið
1982 var enn ekið yfír gömlu brýrn-
ar yfír Eyjafjarðará og yfír Vaðla-
heiði, nú hafi leiðin austur á bóginn
styst verulega með tilkomu Leim-
brúar og vegs yfír Víkurskarð og
þá hafi ekki verið malbik á þjóðveg-
inum suður nema skammt út fyrir
bæjarmörkin. „Þetta hefur haft
mikla þýðingu fyrir okkur og nú
orðið tala menn um að skjótast til
Reykjavíkur," segir hann.
Jakob bæjarstjóri telur eðlilegt í
ljósi bættra samgangna að Aust-
fírðingar sæki í auknum mæli þjón-
ustu til Akureyrar, mun skemmri
leið en að fara suður. Þannig verði
að styrkja ýmsa þætti í þjón-
ustunni og stjómvöld verði að huga
að því að styrkja stöðu landshlut-
ans, sem gæti orðið mótvægi við
þá þenslu sem fyrirsjáanleg er á
suðvesturhomi landsins.
Jakob
Bjömsson
Gísli Bragi Hjartarson, Alþýðuflokki
Að rofa til eftir
djúpa kreppu
EFTIR langvarandi
djúpa kreppu í atvinnu-
lífi á Akureyri sér Gísli
Bragi Hjartarson bæj-
arfulltrúi Alþýðuflokks
fram á bjartari tíma,
það er að rofa til. Sveit-
arfélagið hefur að hans
mati gengið í gegnum
meiri þrengingar en
nokkurt annað sveitar-
félag í landinu hvað at-
vinnumálin varðar; eftir
uppsveiflu í atvinnulífi
um og upp úr árinu
1980 þegar byggðar
voru um 200 íbúðir ár-
lega í bænum kom koll-
steypan. Hrun Sam-
bandsverksmiðjanna á Gleráreyrum,
þar sem yfír 800 manns störfuðu á
blómaskeiði þeirra hafði sársauka-
fullar afleiðingar í för með sér.
legum erfiðleikum með
að fá aðra vinnu,“ sagði
Gísli Bragi. „Þegar svo
kreppti að á landinu
höfðum við þegar
gengið í gegnum þung-
bæra reynslu, þannig
að kreppan hér stóð
mun lengur yfír. Ég tel
að við höfum bmgðist
afar vel við, þegar at-
vinnuleysið var sem
mest var opnuð tóm-
stundamiðstöð, Punkt-
urinn þar sem atvinnu-
lausir gátu komið sam-
an og unnið að ýmis
konar handverki. Það
tókst mjög vel og nú
er þar öflug starfsemi, opin fyrir
alla sem áhuga hafa.“
Sóknarmöguleikar
Gísli Bragi
Hjartarson
Um 700 milljónir
til að verja störf
Við höfum notað alveg gríðarlega
mikla peninga á síðustu ámm í að
veija störf í bænum. Á síðustu 10
ámm má gera ráð fyrir að við höfum
notað allt að 700 milljónir króna í
atvinnurekstur, til að styrkja Slipp-
stöðina, endurreisa verksmiðjurekst-
ur sambandsins að einhveiju leyti
og byggja upp loðnuverksmiðjuna í
Krossanesi. Framkvæmdasjóður,
sem nánast var ekki til fyrir 10 ámm
skuldar nú um 700 milljónir króna,“
sagði Gísli Bragi, en benti einnig á
að vissulega ætti sjóðurinn umtals-
verðar eignir, t.d. hlutabréfaeign í
Útgerðarfélagi Akureyringa, auk
hlutabréfa í fleiri félögum sem verið
væri að losa um nú um þessar mund-
ir.
í kjölfar þess að iðnreksturinn á
Gleráreyrum dróst verulega saman,
misstu margir atvinnu sína. „Yfír-
leitt var þetta fólk sem komið var
yfir miðjan aldur og það átti í veru-
„Það var ekki alltaf gaman að
vera í bæjarstjórn á þessum tíma,
maður fann oft sárt til þess hve við
vomm vanmáttug, það var engan
vegin hægt að uppfylla allar óskir
bæjarbúa. Nú er vemlega farið að
rofa til, svigrúmið er að aukast og
ég sé fyrir mér að Akureyri muni í
vaxandi mæli gegna hlutverki höfuð-
staðar á landsbyggðinni. Hér verður
bein útflutningshöfn, starfsemi á
fjórðungssjúkrahúsinu er að eflast,
háskólinn gegnir veigamiklu hlut-
verki, það hefur orðið geysimikil
uppbygging í sjávarútvegi og mat-
vælaframleiðsla er mikil þannig að
við höfum ýmsa sóknarmöguleika.
Það hefur ævinlega verið stefna
þessa sveitarfélags að fara varlega
í skuldasöfnun og það er að skila
sér núna, skuldir okkar eru mun
minni en sambærilegra sveitarfélaga
þannig að við eigum að mínu mati
meira svigrúm en þau tii að gera
Akureyri að góðum bæ fyrir þá sem
hér vilja búa,“ sagði Gísli Bragi
Hjartarson.
Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðubandalagi
Viðhorfið
er jákvæðara
„STUNDUM fínnst manni eins og
ekkert breytist, að það gangi hægt
að koma fram þeim málum sem
barist er fyrir, en það þarf ekki
annað en líta á fárra ára gamlar
myndir til að sjá að hér hafa orðið
heilmiklar breytingar," sagði Sig-
ríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi
Alþýðubandalags.
Ásýndin hefur breyst
Ásýnd bæjarins hefur tekið mikl-
um breytingum, ný hverfi bæst við
byggðina og unnið hefur verið að
margvíslegum verkefnum varðandi
frágang og fegrun bæjarins. „Það
eru ekki mörg ár frá því við vorum
að tala um að miðbærinn væri að
drabbast niður, en nú hefur verið
gert mikið átak og er umhverfí
Skipagötunnar og Strandgatan
gott dæmi um það,“ sagði Sigríður
og nefndi einnig Kaupvangsstrætið
eða gilið sem tekið hefur stakka-
skiptum, „ekki bara utandyra held-
ur líka innan, þar sem fram fer
fjölbreytt listastarfsemi."
Þá nefndi hún einnig þær miklu
breytingar sem orðið hafa á Sund-
laug Akureyrar, til mikilla bóta.
„Þannig hefur ásýnd bæjarins tekið
miklum breytingum til batnaðar og
jafnframt í kjölfarið hefur viðhorf
til hans orðið jákvæðara og sjálfs-
mynd bæjarbúa er líka að mínu
mati jákvæðari,“ sagði Sigríður.
Varnarbarátta hefur einkennt
atvinnulífið á Akureyri síðastliðinn
áratug, en breytingar á þeim vett-
vangi einkenna mjög síðasta tíu
ára tímabil. „Atvinnuleysi var
meira hér í bænum en gerðist ann-
ars staðar á landinu. Iðnaðarbær-
inn Akureyri er það ekki lengur í
sama skilningi og var, þegar hér
voru rekin stór iðnaðarfyrirtæki,
sambandsverksmiðjurnar á Glerár-
eyrum og Slippstöðin en þetta voru
mjög stór fyrirtæki með mörg